Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 32
32 Lífsstíll 24.–26. maí 2013 Helgarblað H alla tekur á móti blaða- manni DV í íbúð sinni sem er staðsett við sjóinn. Við setjumst niður í eldshúsinu þegar blaðamaður kvart- ar yfir höfuðverk en þá nær viðmæl- andinn í myntudropa sem hún ber á gagnauga á blaðamanni. Halla segir dropana virka á skömmum tíma sem þeir og gerðu. Höfuðverkurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu en hvort það var bara dropunum að þakka eða nærveru og góðri orku sem kemur frá Höllu, skal ekki segja. Rót vandans „Ég hef starfað með börnum sem hafa átt erfitt í sínu daglega lífi. Ýmist hafa þetta verið börn sem koma frá brotnum heimilum eða ungir krakk- ar sem hafa leiðst út í neyslu. Mér er hugleikið af hverju mörgum börnum líður svona illa og vildi komast að rót vandamálsins. Ég vildi vita hvað væri að gerast á heimili þessara barna sem flokkast sem vandræðaung- lingar en ég vil ekki nota það orð yfir þessi börn. Upp frá þessu varð til ver- kefni sem ber heitið Morgunhanar sem ég bjó til og seldi það til Reykja- víkurborgar og hafa fleiri sveitarfé- lög eins og Reykjanesbær tekið þetta verkefni upp í skólum sínum.“ Úrslitakostir Morgunhanar hefur reynst vel og er það notað í nokkrum af skólum landsins. „Ég lagði til að að verk- efnið yrði unnið í teymi með kennur- um, félagsfræðingum, og námsráð- gjöfum. Svona var staðan í mínum huga. Barnið fékk þrjá möguleika í stöðunni. Plan a; ég hringi í þig og vek þig og ef þú getur ekki komið þér sjálfur í skólann þá bara sæki ég þig. Oftast var þá svarið „glætan ég er sko ekki að fara láta einhverja kerlingu sækja mig, ég kem mér sjálfur í skól- ann.“ Plan b; að hringja í foreldrana og finna út hvort eða hvaða vanda- mál sé til staðar þann morguninn og í kjölfarið fá foreldrar félagsráðgjafa í heimsókn, ef þeir vilja, til þess að ræða við barnið. Þetta hefur virkar það vel og hefur hjálpað mörgum börnum sem eru annaðhvort að koma frá brotnum heimilum eða eiga við félagsleg vandamál að stríða. Margir kennarar voru ekki hrifnir af þessu verkefni og þótti í raun fárán- legt að börn væru keyrð í skólann á einhverri „gulldrossíu“ eins og sumir kennarar orðuðu það. En flestir, ef ekki allir, foreldrar sögðu þetta hafa hjálpað mikið til og í raun breytt fjöl- skylduaðstæðum til hins betra,“ segir Halla. Asía heillar Árið 2008 lá leið Höllu til Asíu á veg- um ferðaskrifstofu í eigu vinar henn- ar. En skömmu síðar varð kreppa í ferðabransanum. „Ég lagði til að að ég tæki mér launalaust frí á með- an staðan væri svona og bað vin minn bara að hringja í mig þegar meira yrði að gera og ákvað að fara að skoða Asíu. Það fyrsta sem gerði var að leigja mér hús í Hua Hin, ég nennti ekki að vera lengur í Bangkok því þar er allt of mikill hraði og það er of mikil stórborg fyrir mig. Ég verð að geta séð sjóinn þar sem ég bý, annars verð ég bara vitlaus og funkera ekki rétt. Ég skellti mér í klaustur í Norð- ur-Taílandi og þar fékk ég sko að kynnast draugunum í sjálfri mér.“ Ekkert talað í þrjár vikur „Þarna voru allir eins klædd- ir; í hvítar skikkjur. Það var borð- að tvisvar á dag og vaknað klukkan fjögur á morgnana til þess að hug- leiða. Smám saman styttist svefn- tíminn og á endanum var vakað í þrjá daga samfleytt. Þegar mað- ur kemst í þannig ástand sem fylgir vökunni verður hugurinn svo skýr og tengslin við alheiminn svo mikil að ég hefði getað vitað hvað móðir mín var að gera þá stundina. Þarna kynntist maður engum því að bann- að var að tala í þessar þrjár vikur. Ekki stakt orð sagt í 21 dag, sem get- ur gert mann brjálaðan.“ Aleigan var 800 krónur Í lokin langaði mig að gera vel við fólkið sem var með mér í klaustrinu, rölti í hraðbanka og ætlaði að taka út af kortinu mínu en ekkert gerðist svo ég tölti í annan banka og saman sagan. Þegar ég fór í þriðja bankann gekk upp að mér maður og spurði mig hvort ég væri frá Íslandi og ég sagði já. Hann bað mig að koma með sér á skrifstofu sína til þess að sýna mér fréttir frá hruni bankanna heima á Íslandi. Ég átti 800 krónur í vasanum og vegabréfsáritunin var að renna út. Þetta var mjög óþægi- leg tilfinning og leið mín lá aftur upp í klaustur, auralaus og bjargarlaus langt frá fjölskyldu minni. Kyngdi stoltinu Í kjölfarið var Höllu boðið að vera í klaustrinu áfram, þangað til mál hennar skýrðust. Þegar hún sat á gólfinu í herbergi sínu í klaustrinu gerðist dálitið óvænt. „Það streymdi að mér fólk með umslög sem þau réttu mér, þetta voru peningagjaf- ir frá öllum sem voru í klaustrinu, samtals um 80 þúsund krónur. Þetta var nett óþægileg staða. Sært stolt og ég kunni ekki að þiggja en lögmálið er að ef þú kannt ekki að þiggja þá kanntu ekki að gefa heldur og þeim sem kunna ekki að þiggja mun ekki vegna vel í lífinu. Ég kyngdi stoltinu og þakkaði pent fyrir þessar rausn- arlegu gjafir frá öllu þessu fólki sem þekkti mig ekki neitt.“ Heim árið 2009 „Ég hélt heim ófrísk eftir unnusta minn sem ég hafði kynnst í Taílandi. Ég var blönk því allir mínir peningar höfðu gufað upp í bönkunum í hrun- inu haustið 2008. Ég missti því miður fóstrið en þetta var í þriðja skiptið sem ég hafði misst fóstur. Í kjölfar- ið fór unnustinn frá mér og ég stóð ein og var frekar fúl út í þessa stöðu sem ég var komin í. Ég fór aftur til Taílands árið 2010 og starfaði sem leiðsögumaður og heilari í hjáverk- um í nokkra mánuði. Þegar ég kom heim aftur, fékk ég símtal frá virtum heilara í Taílandi sem bað mig að koma út og halda námskeið í heilun. Auðvitað sagði ég bara já, þó svo að ég hefði aldrei gert slíkt áður. Í kjölfar þeirrar ferðar kynntist ég mörgum sem eru í sama geira og ég og þarna mynduðust góð sambönd.“ Brad Pitt og Angelina „Á síðasta ári fékk ég svo tölvupóst frá einum kúnna sem hafði kom- ið til mín í einkatíma þegar ég hélt námskeiðið í Taílandi og hún spurði hvort ég væri til í að koma og vinna sem gestaþerapisti á einu virtasta spahóteli í Taílandi, sem heit- ir, Chiva-Som. Þangað koma gestir með einkaflugvél eða þyrlu og kostar nóttin um 800.000 krónur. Angelina Jolie og Brad Pitt koma þarna reglu- lega með börn sín og ég hef gist í svít- unni sem þau gista í þegar þau eru á svæðinu, er það ekki eitthvað?“ seg- ir Halla og hlær. „Leiksvæðin fyrir börnin á þessum stað eru ævintýri líkust. Þarna er allt gert úr bambus og náttúran er mögnuð þar í kring.“ Halla segir það fara sér illa að búa þar sem myrkur er meiri hluta sólarhringsins. Hún mun vinna í Taílandi yfir dimmustu mánuði ársins og vill hvergi vera annars stað- ar en á Íslandi á sumrin. „Ég nota trommur við heilun, en sú aðferð er mögnuð. Útlendingar eru opnir fyr- ir andlegum fræðum og eru flestar stjörnur og fólk sem er í álagsstörf- um duglegt við að sinna andlegu hliðinni. Ef andlega hliðin er í ólagi mun líkaminn gefa sig að einhverju leyti á endanum.“ Dáleiðsla Halla lærði dáleiðslu árið 2011 og segist hafa upplifað margt stórkost- legt í kjölfar þess. Hún hefur að- stoðað fólk við að losna við alls kon- ar vandamál með dáleiðsluaðferð sem hún notar. „Ég hef uppgötv- að stórkostlega, en jafnframt ein- falda dáleiðslutækni, sem aðstoðar fólk við að losna við kvíða, streitu, vanlíðan, þunglyndi, höfnunartil- finningu, ástarsorg og alls konar fób- íur, til dæmis myrkfælni, prófskrekk, skordýrahræðslu eða ótta við að ferðast í flugvél. Efla sjálfstraust, styrkja hollt mataræði, heilbrigðan lífsstíl og fleira og fleira.“ Lifir í flæðinu „Ég lifi í flæðinu og veit ekkert hvað ég ætla að gera í framtíðinni og ég er bara þakklát fyrir að eiga fyrir reikningunum mínum. Ég fór í at- vinnuviðtal á dögunum sem stóð yfir í tvo daga og var fastráðin í kjöl- farið á Ananda-spahóteli sem er á Maldíveyjum í Indlandshafi. Það er mikill heiður fyrir mig að hafa komist í gegnum starfsviðtalið og fá tækifæri til að starfa með færasta fólki heims. Ég hef störf þar núna í desember á þessu ári og verð fastráðin þar í fjóra mánuði á ári.“ Klaustur heillar „Nú í sumar mun ég passa húsið fyrir Halla Frímannsdóttir er menntaður stjörnuspeking- ur, reikimeistari, Bowen-meðferðaraðili, dáleiðslutæknir og með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum. Hún er fædd 1970 og hóf að iðka andleg fræði ung að árum. Halla hefur unnið með með börnum, unglingum og fullorðnum á mismunandi starfsvettvangi. Hún hef- ur meðal annars starfað sem ráðgjafi hjá Hinu húsinu, sem stuðningsráðgjafi með ýmiss konar samfélagsleg úrræði og unnið með munarlaus börn í Taílandi. Lifandi Halla nýtur lífsins og grípur þau tækifæri sem gefast. Trommuheilun Halla notar trommur við heilun sína með góðum árangri, að eigin sögn.Svaf í sama rúmi og Brad Pitt Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is „Lífsham- ingja er valkostur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.