Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 30
30 Menning 24.–26. maí 2013 Helgarblað Hasar á sterum N ýjasta bók Jóns Atla Jónas ­ sonar er ekki stór í sniðum. Börnin í Dimmuvík er löng smásaga, eins konar novelette. Bókin fjallar um eldri konu sem heldur á æsku­ slóðirnar til að vera viðstödd jarðarför bróð­ ur síns. Meðan hún situr í kirkjunni leit­ ar hugurinn á slóðir minning­ anna. Þegar þau voru lítil börn og þurftu að glíma við hungur og kulda á íslensku sveitabýli á þriðja áratug síðustu aldar. Jón Atli lætur söguna gerast á óræðum stað. Víkin sem sveita­ bærinn stendur við hefur ekkert nafn. En í huga barnanna þriggja á bænum heitir hún Dimmuvík. Að­ stæður barnanna eru skelfilegar. Hungrið lamar allt líf á bænum. Eftir minnilegar eru lýsingar Jóns Atla af því þegar bóndinn þarf að slátra kindum sínum eða þegar hundur gerir sig heimakominn en hverfur svo skömmu síðar. Hungur og sóttir herja á börnin og stundum verður erfitt að greina á milli þess sem er raunverulegt og ímyndun. Börnin í Dimmuvík er á stundum eins og hreinræktuð hrollvekja. Oft er nógu lítið sagt til að hugur lesandans fari á flug. Þá er hlutverk móðurinnar í sögunni sérstaklega átakanlegt og örlög litlu systurinnar sem heldur upp á heiði létu kalt vatn renna milli skinns og hörunds undirritaðs. Börnin í Dimmuvík er kröftug saga eftir Jón Atla. Frásagnarstíll­ inn og andi bókarinnar minnti mig á stundum á langar smásögur hrollvekjumeistarans Stephens King og vona ég að Jón Atli taki því sem hrósi. Örlög fátæklinga á ís­ lenskum sveitabæjum eru einnig klassískt viðfangsefni í íslenskum skáldskap. Skýrasta dæmið eflaust Sjálfstætt fólk. Þess vegna finnst mér klókt af Jóni Atla að halda sig innan ramma smásögunnar. Efniviðurinn býður upp á mun fleiri útúrdúra, en sagan heldur í þessu formi frá upphafi til enda. Fyrir aðdáendur smásögunn­ ar er útgáfa bókarinnar fagnaðar­ efni – oft er lítil áhersla lögð á þetta frásagnarform og það verður undir í heimi stóru skáldsögunnar. Börnin í Dimmuvík er hins vegar falleg bók þrátt fyrir hryllinginn sem þar er að finna. Það er gott fyrir okkur Íslendinga að vera minnt­ ir á þá erfiðu lífsbaráttu, sársauka og hungur sem fólk þurfti að upp­ lifa hér fyrr á tímum. Það setur lífs­ kjarabaráttu dagsins í dag í annað samhengi. n Martraðakenndur fortíðartryllir Börnin í Dimmuvík eftir Jón Atla Jón- asson. Útgefandi JPV Bækur Símon Birgisson simonb@dv.is E inverra hluta vegna hef ég alltaf endað með að horfa á hverju einustu mynd í Fast and Furious­seríunni. Án þess þó nokkurn tíman að hafa ætlað mér það sérstaklega. Það er eitthvað örlítið hallærislegt við þessa seríu en á sama tíma hafa myndirnar sérstakt aðdráttarafl. Það kveður við nýjan tón í nýj­ ustu myndinni í seríunni. Þeirri sjöttu í röðinni. Gömlu myndirnar fjölluðu um bílamenningu í ákveðn­ um heimshlutum; hvort sem það var Los Angeles, Tókýó eða Rio de Jan­ eiro. Þessi myndar gerist eingöngu í Evrópu og fyrir vikið verður nálgunin á bílamenninguna almennari. Í staðinn fyrir hreinræktaða bílamynd er Fast and the Furious 6 hálfgerð njósna­ mynd. Fast and Furious­myndirnar hafa sinn eigin stíl. Allt er keyrt í botn. Gríðarlegt magn ofurkagga, létt­ klæddra ofurmódela (sem gæti hafa verið rænt úr dagdraumum 16 ára unglings) og ofurmassaðra gaura drífa myndina áfram. Virkilega flókin og stórbrotin hasaratriði koma vel út. Galli myndarinnar liggur hins vegar í persónusköpuninni. Þegar of miklu testósteróni er dælt í aðal hetjuna verður útkoman yfirleitt misheppnuð. Góð hetja hefur alltaf einhverja bresti – hvort sem það er málhelti, hálf­ lamað andlit eða of há kollvik. Góðri hasarmyndarhetju blæðir, hún þarf að ganga á glerbrotum, beinbrotna eða horfa upp á ástvini deyja. Hetjurnar í Fast and Furious 6 eru í raun of miklar ofurhetjur. Bílslys, bar­ smíðar og önnur áföll hafa lítil sem engin áhrif á persónur myndarinnar og þær verða hálf leiðinlegar fyrir vikið. Góðir leikarar eins og Dwayne Johnson (The Rock) í hlutverki ofur­ löggunnar og Luke Evans sem leikur vonda karlinn eru illa nýttir og óeftir­ minnilegir. Hann er þunnur, mannlegi þráð­ urinn sem bindur saman þessa mynd og það verður til þess að myndin er frekar hallærisleg á köflum. Boð­ skapur myndarinnar, um bræðralag og samheldni, er líka hálf kjánalegur. En ef horft er framhjá boðskap og persónusköpun þá stendur hasarinn fyrir sínu. Stundum er ekkert að því að slökkva á heilanum og lifa sig inn í vit­ leysuna. n Bíómynd Leifur Þór Þorvaldsson Fast and Furious 6 IMDb 7,7 RottenTomatoes 74% Metacritic 57 Leikstjóri: Justin Lin Handrit: Chris Morgan, Gary Scott Thompson Leikarar: Vin Diesel, Paul Walker, Dwayne Johnson 130 mínútur N emendur fyrsta árs Ljós­ myndaskólans opna árlega vorsýningu sína laugar­ daginn 25. maí, klukkan 15.00, í húsakynnum skól­ ans að Hólmaslóð 6 í Örfirisey. Í ár sýna fimmtán nemendur skapandi ljósmyndir sem eru afrakstur vetrar­ ins. Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir er á meðal þeirra sem sýna afrakstur sinn á sýningunni. Bæði ljósmyndir og vídeóverk. Hún kynnti sér menn­ ingu Vesturbæjarlaugar og fór á bók­ staflega á bólakaf í verkefnið. „Ég er hef kynnt mér menningu Vesturbæj­ arlaugar, skellti mér í sundleikfimi og lærði að gera Müllers­æfingar,“ segir Kolfinna um verkefnið en myndirn­ ar eru teknar undir yfirborði vatnsins. Viðfangsefni annarra nemenda eru af ýmsum toga. Annar nemandi, Páll Júlíus Gunnarsson tók mynd af fjögurra ára hjartveikri stúlku, Maríu Dís. Hún er bæði með gangráð og sondu og Páll tókst á við myndatök­ una til að gera upp minningar um hjartveiki sonar síns. Sá fór í hjarta­ aðgerð aðeins þriggja mánaða en er heill heilsu í dag og orðinn 14 ára. n Hjartveikar hetjur og sundlaugarmenning n Spennandi vorsýning nemenda Ljósmyndaskólans María Dís Páll Júlíus Gunnarsson tók þessa mynd af Maríu Dís sem er fjögurra ára og glímir við hjarta- og lungnasjúkdóm. Kona á sundi Kolfinna fór á bólakaf í sundmenningu Vesturbæjarlaugar og festi fastagestina á filmu. Á sýningunni verður hún bæði með ljósmyndir og vídeóverk þar sem hljóð og umhverfi mynda kraftmikla heild. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is n Hetjurnar eru ótrúverðugar en bílaatriðin flott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.