Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Síða 44
44 Fólk 24.–26. maí 2013 Helgarblað
Góðhjartaður
grínisti
H
angover-leikarinn Zach
Galifianakis bjargaði 87
ára konu af götunni og
bauð henni síðan með
sér á frumsýningu nýju
Hangover-myndarinnar í vik-
unni.
Galifianakis kynntist Eliza-
beth, sem er kölluð Mimi,
fyrir 18 árum þegar hún vann
á þvottahúsi sem hann not-
aði í Santa Monica í Kaliforníu.
Þegar hann frétti fyrir tveimur
árum að hún væri á götunni
keypti hann íbúð handa henni.
Hann fékk leikkonuna René
Zellweger til liðs við sig en hún
keypti húsgögn fyrir gömlu
konuna og passar upp á að það
sé alltaf matur í ísskápnum.
Nú er verið að búa til heim-
ildamynd, Queen Mini, um
þetta óvenjulega vinasamband. Þar kemur
fram að Mimi varð fyrst heimilislaus þegar
hún var 55 ára, þegar hún skildi. Hún átti
í fjárhagsvandræðum og að lokum var svo
komið að hún svaf í þvotthúsinu sem hún
vann í í 18 ár og lifði á þjórfénu sem hún
fékk. Án aðstoðar leikarans væri hún enn
í þeirri stöðu.
n Keypti íbúð fyrir heimilislausa vinkonu sína
Zach
Galifianakis
Hjálpar þeim
sem minna
mega sín.
Hangover Galifianakis fór
á kostum í grínmyndinni.
Viktoría grét
V
ictoria Beckham er ekki vön
að láta tilfinningar sínar í
ljósi. Það mátti þó sjá tár á
vanga hennar þegar hún
horfði á síðasta leik eiginmanns síns
á dögunum.
Í síðustu viku tilkynnti fót-
boltastjarnan og eiginmaður
Kryddpíunnar, David Beckham,
að hann ætli að leggja skóna á hill-
una. Í vikunni spilaði hann svo síð-
asta leikinn á sínum glæsta ferli. Í
stúkunni á Parc des Princes-leik-
vanginum sátu synirnir Romeo og
Cruz ásamt móður sinni sem grét.
Hún ætti þó að geta glaðst yfir því að
sjá meira af eiginmanninum í fram-
tíðinni.
n Á meðan David spilaði síðasta leikinn
Þ
að eru til fjölmörg
dæmi um ástarsam-
bönd sem hefjast á
milli leikara við tökur
á myndum og fræg-
asta dæmið er líklega Brad Pitt
og Angelina Jolie. Nú eru get-
gátur um að Katie Holmes sé
að falla fyrir meðleikara sínum
en eins og kunnugt er þá var
Holmes gift Tom Cruise. Þau
gengu frá skilnaði sínum í
ágúst.
Sést hefur til hennar með
Luke Kirby utan vinnutíma en
þau leika saman í myndinni
Mania Days. Holmes og
Kirby leika par í þessari nýj-
ustu mynd Spike Lee og eftir
langar tökur einn daginn fóru
þau saman út að borða og
virtist fara vel á með þeim.
Því hefur verið velt upp hvort
þau séu meira en bara vinnu-
félagar og því spurning hvort
nýtt stjörnusamband sé í
burðarliðnum í Hollywood.
Meira en bara
vinnufélagar?
n Katie Holmes leikur á móti Luke Kirby
Katie Holmes Virðist vera búin að
jafna sig á skilnaðinum við Tom Cruise.