Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Side 28
28 24.–26. maí 2013 Helgarblað „Frábær klækjavefur“ House of Cards „Blóðug endurgerð“ Evil Dead Fede Alvarezm e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g B ókaforlagið Bjartur hefur nú gefið út metsölubókina Hún er horfin eftir Gillian Flynn, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Bókin er djarf­ lega kynnt sem sumarsmellur ársins. Það er ekki að ósekju þar sem bókin sat á metsölulista New York Times í heila 13 mánuði og var valin ein af tíu bestu bókum ársins 2012 af sama dagblaði. Hugmyndum snúið á hvolf Bók Gillian var ekki eingöngu vinsæl, hún olli líka heilmiklu fjaðrafoki. Í henni dregur hún upp truflandi mynd af sambandi þar sem hlutirnir hafa farið illilega úr skorð­ um og viðteknum hugmyndum um heimilisofbeldi er snúið á hvolf. Svo mikið að höfundur hefur verið sak­ aður um kvenhatur. Það er varla hægt að segja meira um ástæður þessarar gagnrýni án þess að gefa uppi fléttuna sem kem­ ur vægast sagt á óvart en byggir á því allra heilagasta; trúnaðar­ trausti því sem ríkir á milli þeirra sem eiga í ástar sambandi og þeirri staðreynd að við getum aldrei þekkt aðra manneskju til hlítar. Sama hversu náin við verðum henni. Leikur að tilfinningum Svo varfærnis­ lega sé fjallað um fléttuna þá eru fjallar sagan um Nick og Amy sem eiga fimm ára brúðkaupsafmæli. Gjafirnar eru klárar og búið að panta borð fyrir kvöldið en þá hverfur Amy sporlaust af heimili þeirra. Lesendur fá að skyggnast í dagbækur Amy sem lýsa eymd og ofbeldi sem hún verður fyrir af hálfu eiginmanns síns. Þeir fyllast ógeði á eiginmanninum og finna til ríkrar samúðar fyrir Amy. Þessar tilf­ inningar leikur höfundur sér með af mikilli list og snýr síðan á hvolf. Kraftmikil byrjun Fyrsta málsgrein bókarinnar gef­ ur strax til kynna hrollvekjuna sem er framundan, þar lýsir Nick því hvernig honum líður þegar hann horfir á höfuð eiginkonu sinnar og ímyndar sér hversu auðveldlega sé hægt að mölva það. Á meðan Nick veltir þessu fyrir sér raular Amy fyrir sér lagstúfinn „Suicide is painless.“ Kraftmikil byrjun svo ekki sé meira sagt. Um gagnrýni á bók Gillian þar sem hún er sökuð um kvenhatur segir hún sjálf: „Er ekki kominn tími til að viðurkenna ljótari hliðarnar? Ég er orðin þreytt á dyggðum prýdd­ um kvenhetjum, hugrökkum fórnar­ lömbum nauðgana og tískudrósum í andlegri leit? Ég syrgi skortinn á ill­ kvendum.“ Almennilegt illkvendi Þeir sem eru sammála Gillian og þrá að lesa um almennilegt illkvendi ættu að næla sér í bók hennar sem er grípandi hrollvekja sem fær venju­ legt fólk til þess að horfa í augu maka síns og spyrja: Er í lagi með hann? Gagnrýnin sem Gillian hefur orðið fyrir í kjölfar útgáfu þessarar bókar er athyglisverð. Hvað er það við ill­ kvendi þessarar bókar sem er við­ kvæmt? Um það leyfi ég lesandan­ um að dæma sjálfum. n Er í lagi með hann? Bækur Hún er horfin eftir Gillian Flynn Útgefandi: Bókaforlagið Bjartur Titill á frummáli: Gone Girl Þýðandi: Bjarni Jónsson Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „… fær venjulegt fólk til þess að horfa í augu maka síns. Tónar og trix í Þorlákshöfn Tónlistarhópurinn Tónar og trix í Þorlákshöfn heldur samstöðu­ og baráttutónleika í bænum á laugar­ daginn, klukkan 17.00, í Ráðhúsi Ölfuss. Meðlimir hópsins eru eldri borgarar í Þorlákshöfn sem vilja vekja athygli á því að í Þorláks­ höfn er ekkert hjúkrunarheimili fyrir þá eldri borgara sem ekki get­ að hugsað um sig sjálfir. Tilgangur tónleikanna sé að vekja upp um­ ræðu og berjast fyrir því að fá slíkt hjúkrunarheimili í bæinn. Hópur­ inn mun flytja nýja íslenska popp­ tónlist á tónleikunum. Til dæmis lög eftir Ásgeir Trausta, Jónas Sig, Valdimar Guðmundsson, Bjart­ mar Guðlaugsson og fleiri. Hópn­ um til aðstoðar verður hljómsveit, barnakór grunnskólans í Þorláks­ höfn og nemendur úr Tónlistar­ skóla Árnesinga. Leikhúsbíltúr á laugardag Á laugardaginn verða þrjú af leik­ ritunum sex í dagskránni Rýmin og skáldin flutt í röð á þremur söfnum Borgarbókasafns. Rýmin og skáldin er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík þar sem flutt eru leik­ rit sex leikskálda á bókasöfnum. Verkin verða svo fullunnin fyrir Útvarpsleikhúsið í vetur. Nú hafa þrjú verkanna þegar verið flutt. Leikritið Páfuglar heimskautanna, eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Rökrásin, eftir Ingibjörgu Magna­ dóttur, og Lán til góðverka, eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Þeir sem áhugasamir eru um verkin geta nýtt tækifærið á laugardaginn og séð þau öll í röð – breytt sunnu­ dagsbíltúrnum í leikhúsbíltúr á laugardegi. n Almennilegt illkvendi í alþjóðlegri metsölubók Æ tli marga dreymi ekki um að stjórna heilli sin­ fóníuhljómsveit. Standa fyrir framan tugi hljóð­ færaleikara og draga fram fínustu blæbrigði tónlistarinnar. Lilja Birgisdóttir lét drauminn rætast en í stað fiðlu­ og blástursleikara stóð hún frammi fyrir heilum skipaflota og stjórnaði verkinu Vessel Orchestra sem var opnunarverk Listahátíðar Reykjavíkur. Breytilegt verk „Það var bæði djarft og hugrakkt hjá Listahátíð að gefa mér þetta tækifæri og hafa svona mikla trú á þessu verk­ efni,“ segir Lilja en hún samdi Vessel Orchestra ásamt tónlistarmanninum Úlfi Hanssyni. Lilja hefur þó áður gert skipaflautuverk ein síns liðs, skömmu eftir að hún útskrifaðist úr Lista­ háskóla Íslands árið 2010. Lilja segir verkið í raun ein­ kennandi fyrir sýn sína á listina. Það sé bæði tónverk en líka gjörningur eða innsetning. Í raun samsuða mis­ munandi listforma í það sem kannski er best að kalla myndlistarverk. „Í hvert skipti sem verkið er flutt breytist það. Það getur aldrei orðið sama verk­ ið. Það koma ný skip, nýir flytjendur á nýjum stöðum,“ segir Lilja. Hverfa frá egóinu Útskriftarverkefni Lilju var óvenju­ legt. Í myndlistinni er einstaklingur­ inn yfirleitt í forgrunni. Minna er lagt upp úr samvinnu en til dæmis í leik­ list eða tónlist. Mýtan um listamann­ inn sem berst einn við strigann er lífseig. Lilja hafði aðrar hugmyndir um listina. „Það er alltaf þessi áhersla á egóið í listheiminum. Listin getur orðið ansi sjálfhverf. Ég tilheyrði öflugum hópi og okkur fannst spennandi að vinna saman. Meiri samvinna var í tíðarand­ anum. Okkur langaði að sjá hverju við gætum áorkað saman,“ segir Lilja og bætir við: ,,Í samvinnu getur einstak­ lingurinn líka blómstrað. Þetta snýst um að hverfa frá egóinu, leggja sjálf­ hverfuna á hilluna.“ Hópurinn breytti rými í Hafnarhús­ inu í einskonar listgarð þar sem öllu ægði saman. Áhrifin voru úr evrópskri samtímalist og í stað þess að leggja áherslu á einstök verk var það heildar­ upplifunin sem skipti máli – eitthvað sem er ansi djarft ef haft er í huga að um útskriftarverk er að ræða. Hluti af Kling og Bang „Á sama tíma og við bjuggum til út­ n Flutti opnunartónverk Listahátíð í Reykjavík n Segir mikilvægt að hverfa frá egóisma í listum Listin snýst um samvinnu Myndlist Símon Birgisson simonb@dv.is Lilja Birgisdóttir myndlistarkona segir tónlist veita sér innblástur. Skipaflautukonsertinn Lilja stóð á hafnarbakkanum og stjórnaði skipaflautum fimmtán skipa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.