Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Side 47
Fólk 47Helgarblað 24.–26. maí 2013 Eignuðust stúlku Leikkonan Elma Lísa Gunnars- dóttir og maður hennar Reynir Lyngdal leikstjóri eignuðust dóttur í vikunni og er þetta þeirra fyrsta barn saman. Fyrir á Reynir dóttur. Bæði Elma Lísa og Reynir hafa verið nokkuð áberandi í menningarlífi landsmanna síð- ustu misseri. Reynir hefur meðal annars leikstýrt þáttunum Klettur- inn sem sýndir voru á RÚV og myndunum Okkar eigin Osló og Frost. „Þið þurfið að passa mig“ Vala Grand sendir vinkonum sín- um tóninn á Facebook þar sem hún biður þær um að koma heim: „Ég er á lausu þið þurfið að passa mig,“ skrifar Vala og hvetur þær til þess að drífa sig aftur til Íslands. „Sakna ykkar,“ segir hún einnig. Vala sleit trúlofun sinni við Eyjólf Svan Kristinsson í byrjun mars en þau höfðu verið trúlofuð í rúmt ár. Miðað við þetta er Vala að hefja innreið sína á stefnumóta- markaðinn á ný en hún hefur ver- ið óhrædd við að merkja myndir sínar á Instagram „#single“. Ef- laust er frekari fregna að vænta af ástamálum hinnar skeleggu Völu Grand. Erla fer til Brandenburg Erla Tryggvadóttir útvarpskona hefur verið ráðin í starf við- skiptastjóra hjá auglýsingastof- unni Brandenburg en hún hefur starfað undanfarið sem dagskrár- gerðarkona á Rás 1 við góðan orðstír. Þar hafði hún umsjón með þáttunum Samfélagið í nær- mynd ásamt Hrafnhildi Halldórs- dóttur og má nefna að Erla skor- aði hátt í könnun DV á vinsælasta útvarpsfólkinu. Erla hefur fengið fjölmargar hamingjuóskir á Face- book-síðu sinni með nýju stöð- una. Hræðist ekki söngvarana n FC Ógn skorar á fræga í fótboltaleik n Stjörnur svara kallinu V ið í FC Ógn höfum skorað á söngvara og söngkonur í árlegum fótboltaleik og erum með þessu að styrkja unga móður sem greindist með krabbamein,“ segir Rakel Garðarsdóttir, knattspyrnustjóri FC Ógnar. Leikurinn mun fara fram á KR-vellinum þann 19. júní. Frægir í hverri stöðu Lið söngvara og söngkvenna verður skipað frægu fólki svo Rakel býst við að það verði eitthvað sprell í kringum það. „Það verður hljóð- kerfi á staðnum og hver veit nema einhverjir grípi í míkrófóninn. Það verða frægir dómarar, liðið þeirra kemur með frægan þjálfara, kynn- irinn verður einnig frægur og svo verður plötusnúður á staðnum. Það verða grillaðir hamborgarar og bjór verður á staðnum.“ FC Ógn hafði samband við allt þetta fræga fólk og bað það um taka þátt og Rakel segir að allir hafi tek- ið vel í það. Endanlegur listi verður birtur eftir helgi en Rakel upplýsir að meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku sína séu Eyjólfur Kristjánsson sem verður í marki, Sísí Ey, Sigga Bein- teins, Hreimur, Magni, Þórunn Antonía, Garð- ar Cortes og Örvar í Múm, svo einhverjir séu nefndir. „Listinn verður hlaðinn stjörnum, þetta er bara byrjunin.“ Ekkert smeykar Rakel segir að með þessu vilji þær Ógnar- konur hvetja fólk til að lifa lífinu á meðan það getur því maður viti aldrei hvenær eitthvað slæmt gerist. „Við gerðum þetta líka í fyrra þegar við spiluðum við fjölmiðlastelpur og við rústuðum þeim. Við erum með svo gott lið, þetta er lúxus- vandamál. Það er svo mikið af stjörn- um í liðinu okkar og við erum ekkert smeykar við söngv- arana,“ segir Rakel og bætir við liði beri nafn með rentu. Árlegur viðburður Í fyrra var safnað fyrir aðra unga móður með krabbamein og gekk mjög vel að sögn Rakelar. „Þá var þetta haldið í mars í roki og rigningu svo við ákváðum að færa þetta fram á sumar núna. Þetta verður úti og á að vera stemning fyrir alla fjöl- skylduna.“ Söfnun fer fram með þeim hætti að stofnaður hefur verið bankareikningum sem hægt er að leggja inn á. Auk þess verða baukar á staðn- um og posar. „Svo er hægt að hafa samband við með tölvupósti á rakel@vesturport.is ef ein- hverjir við leggja málefninu lið. n „Við gerðum þetta líka í fyrra þegar við spil- uðum við fjölmiðlastelpur og við rústuðum þeim Verða með Sigga Beinteins, Garðar Thor, Þórunn Antonía og Eyfi ætla að reima á sig fótboltaskóna. Knattspyrnustjórinn Leikurinn er til að hvetja fólk til að lifa lífinu. É g hvet þá til að lesa bækur,“ stendur á nýrri æfingatreyju KMF, Knattspyrnufélags Magn- úsar Finnssonar. Það var kvenfé- lagið Beyglan sem færði félaginu treyjuna með þessari áletrun, sem vottuð var af Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókagagnrýnanda. Um er að ræða tilvitnun í hana sjálfa. Bæði knattspyrnu- og kvenfélagið eru skip- uð starfsmönnum Morgunblaðsins og voru það Páll Blöndal og Orri Páll Ómarsson sem tóku við treyjunni. Í síðustu viku loguðu netheimar vegna ljósvakapistils Kolbrúnar þar sem hún fjallaði um viðbrögð fót- boltaáhugamanna vegna brotthvarfs Sir Alex Ferguson. Hún gerði lítið úr starfslokum Ferguson, knattspyrnu- stjóra Manchester United, og spurði aðdáendur hans og vinnufélaga sína hvort að þeir hefðu aldrei heyrt um það áður að maður á áttræðisaldri færi á eftirlaun. Það ætti ekki að skapa tilfinningaóra og uppnám í hjörtum manna þótt rúmlega sjötugur maður hætti í vinnunni. Henni ofbauð hvernig fullorðnir karlmenn létu. „Þeir voru hágrenjandi allan daginn og ræddu þetta frá níu til fimm. Það var ekki vinnufriður fyrir karlmönnum sem voru í tilfinninga- legu uppnámi. Ég er orðin mjög þreytt á þessu. Þeir ættu frekar að opna bók,“ sagði Kolbrún í samtali við fotbolti.net. Kolbrún fékk afar hörð viðbrögð við pistlinum og greint var frá því á DV.is að meðal hótana og svívirðinga sem hún fékk hafi verið tölvupóstur sem í stóð „dreptu þig kv. Sörinn.“ Það má þó segja að þau í Hádegismóum hafi séð spaugilegar hliðar á þessu máli. n Orð Kolbrúnar á treyju n Sáu spaugilega hlið á málinu Kolbrún afhendir treyjuna Meðlimir KMF virtust ánægðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.