Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 8
Bærinn dæmdur Vestmannaeyjabær var í Héraðs- dómi Suðurlands á miðvikudag dæmdur til að greiða Jóhannesi Þór Sigurðssyni 3,1 milljón króna í skaðabætur fyrir skemmdir í kjöl- far uppgraftar gosminja í Vest- mannaeyjum. Einnig fær félagið Blámann ehf. 184 þúsund krónur í skaðabætur. Deilan snérist um skemmdir á fasteign við enda Nýjabæjarbraut- ar í Vestmannaeyjum og tveimur bifreiðum Jóhannesar. Mikið fok varð af uppgraftarsvæðinu og olli það verulegum skemmd- um bæði á húsinu og á bílunum. Bærinn þarf að standa straum af kostnaði Jóhannesar vegna málarekstursins, alls 2,8 milljónir króna. Kostnaður bæjarins – að frádregnum eigin málskostnaði – er því ríflega sex milljónir króna. Teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, for- manns Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, og Jóhannesar Þórs Skúlasonar, að- stoðarmann hans, í Mosfellsdaln- um um klukkan tvö á miðvikudag. Voru þeir Sigmundur og Jóhannes Þór á leið frá Laugavatni þar sem þeir höfðu kynnt nýja ríkisstjórn. Jóhannes Þór ók bílnum en Sig- mundur Davíð sat í farþegasætinu og talaði í símann. „Lögreglan að standa sig vel, stressaður aðstoðarmaður orðinn of seinn á fund fékk tiltal og sekt fyrir of þungan bensínfót í Mos- fellsdalnum, 106Km/klst,“ skrif- aði Jóhannes Þór á Facebook-síðu sína í kjölfar þessa. Kennsl borin á líkið Maðurinn sem fannst látinn í Kaldbaksvík á Ströndum að kveldi 17. maí hét Gunnar Gunnarsson. Gunnar var fæddur 1962 en þann 12. desember 2012 mun Gunnar Gunnarsson hafa fallið útbyrð- is af Múlabergi SI-22, djúpt út af Húnaflóa. Lögreglunni barst tilkynning um líkfund í Kaldbaksvík þann 17. maí síðastliðinn en það voru ferðamenn sem gengu fram á það. Lögreglan fór þá þegar á vett- vang. Vettvangur var rannsakað- ur og líkið flutt til rannsóknar hjá kennslanefnd embættis ríkislög- reglustjóra. Niðurstöður þeirrar rannsóknar eru ótvíræðar. Í árshlutareikningi Ríkisútvarps- ins sem nýlega var birtur kom fram að RÚV hefði greitt 11,4 milljónir króna vegna starfsloka starfsmanna. Er um að ræða tímabilið frá september 2012 til loka febrúar á þessu ári. „Stærsti hluti þessa kostnaðar tengist starfslokum Sigrúnar Stefánsdóttur, fyrrverandi dagskrárstjóra,“ segir Páll Magnús- son, útvarpsstjóri í samtali við DV. Margrét Marteinsdóttir var síð- an ráðin dagskrárstjóri útvarps og Skarphéðinn Guðmundsson dag- skrárstjóri sjónvarps en hann hafði verið dagskrárstjóri Stöðvar 2. Uppsögn Sigrúnar kom nokkuð á óvart enda var talið að hún nyti velvildar Páls Magnússonar og væri handgengin honum. Sigrún sjálf lét hafa eftir sér, þegar hún hætti á RÚV í október í fyrra, að hún hefði sagt upp starfi sínu sem dagskrárstjóri. Á þeim tíma vildi hún þó lítið tjá sig um það hvort einhver átök hefðu átt sér stað sem urðu þess valdandi að hún ákvað að hætta. Páll segist ekki hafa rekið Sigrúnu Heimildarmaður sem DV ræddi við fullyrti að Sigrúnu hafi verið sagt upp störfum á RÚV öfugt við það sem hún hefur sjálf sagt. Páll segir að þetta sé hins vegar ekki rétt. „Það er rangt að henni hafi verið sagt upp störfum. Hún var dagkrár- stjóri yfir bæði útvarpi og sjónvarpi en var upphaflega einungis yfir út- varpi. Síðan var tekin ákvörðun um að aðskilja þessi svið aftur. Sigrúnu var síðan boðið að halda áfram sem dagskrárstjóri útvarps og að nýr að- ili yrði ráðinn yfir sjónvarpinu. Það þáði hún ekki og ákvað þess í stað að láta af störfum,“ segir Páll. Hann áréttar að Sigrún hafi ekki fengið neinn starfslokasamning umfram það sem hún átti rétt á. „Inni í þessum starfslokakostnaði Sigrúnar var allt uppsafnað orlof, frí og önnur leyfi. Það er síðan gert upp með einum samningi við starfslok. Þetta var engin „gyllt fallhlíf“ eins og stundum er sagt um starfsloka- samninga,“ segir Páll. Vísar hann þar til orðatiltækis sem á ensku kall- ast „golden parachute“ sem oft er notað yfir stóra starfslokasamninga sem gerðir eru við forstjóra, þá sér- staklega í Bandaríkjunum. Hann áréttar að engir samningar séu í boði hjá RÚV um einhvers konar of- urlaun sumra við starfslok. Skrifaði undir þagnareið „Ég skrifaði undir sameiginlegan samning við Pál Magnússon um að hvorki hann né ég myndum ræða á opinberum vettvangi um þennan starfslokasamning né tildrög þess að ég hætti. Ég ætla að halda mig við það samkomulag þó Páll hafi brot- ið sitt,“ segir Sigrún í samtali við DV. Samkvæmt tekjublaði DV frá árinu 2012 var Sigrún með 923 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 2011. Páll sagði að stærsti hluti af 11,4 milljóna króna kostnaði við starfs- lok starfsmanna sem fram kom í síðasta árshlutauppgjöri hafi verið vegna starfsloka Sigrúnar. Ef miðað væri við að það væru um 80 prósent af þeirri upphæð má telja líklegt að Sigrún hafi fengið greidd um 10 mánaða laun vegna starfsloka eða um níu milljónir króna. Þó er erfitt að fullyrða um það þar sem hvorki hún né Páll vilja gefa nákvæmlega upp hversu marga mánuði Sigrún fékk greidda við starflok. Sigrún er 66 ára og átti því líklega ekki eftir mörg ár hjá RÚV þar til hún færi á eftirlaun. Hún hóf störf á RÚV árið 1975 og starfaði þar frá þeim tíma með hléum. Hún var ráðin dagskrárstjóri árið 2005 og hafði því gegnt því starfi í um sjö ár þegar hún ákvað að hætta. Sigrún er með dokt- orspróf í fjölmiðlafræði og kom að kennslu á því sviði um árabil hjá Há- skóla Íslands. Engir óeðlilegir starfslokasamningar Þegar Páll er spurður um aðra starfs- menn sem hætt hafa störfum hjá RÚV á undanförnum árum segir hann það sama gilda um alla. RÚV geri ekki neina starfslokasamn- inga umfram það sem áður hafi verið samið um. Það vakti nokkra athygli í upphafi árs 2012 þegar Hjörtur Hjartarson var rekinn af RÚV. Ástæðan var mál sem kom upp á milli hans og Eddu Sifjar Páls- dóttur, dóttur Páls. Stuttu síðar var Hjörtur síðan ráðinn á íþróttadeild Stöðvar 2 þar sem hann starfar í dag. Páll segir að Hjörtur hafi ekki fengið greitt neitt við starfslok sín umfram réttindi. Það sé þó oft mismunandi hvort starfsmenn vinni áfram þar til uppsagnafrestur rennur út eða hætti samstundis. Bæði Sigrún Stefáns- dóttir og Hjörtur Hjartarson hættu þegar störfum. Í lok árs 2012 var greint frá því að Þórhallur Gunnarsson, sem þá starfaði sem dagskrárgerðarmaður á RÚV, hefði verið ráðinn yfirmað- ur dagskrárdeildar Saga Film. Hann var um tíma dagskrárstjóri á RÚV og var ritstjóri Kastljóss frá 2005 til 2010. Í vetur hafði hann umsjón með þættinum Djöflaeyjunni og þætti með úrvali úr spjallþáttunum Á tali hjá Hemma Gunn. Páll segir að eftir að Þórhallur réð sig til Saga Film hafi hann samfara því lokið þeim verkefnum sem hann kom þá að hjá RÚV. Hann hafi verið á laun- um þar til nýlega hjá RÚV. Um Þór- hall gildi það sama og aðra – engar greiðslur umfram lög og samnings- bundin réttindi. n n RÚV greiddi 11,4 milljónir vegna starfsloka n Stærsti hlutinn til Sigrúnar Neitar að tjá sig um starfslok Skrifaði undir þagnareið Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri á RÚV, segist hafa skrifað undir samkomulag um að tjá sig ekki um starfslok sín á RÚV sem gengið var frá á síðasta ári. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Engir ofurlaunasamningar Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, segir að engir starfs- menn hafi fengið „gullna fallhlíf“ eða einhvers konar ofurlaunasamninga við starfslok. 8 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.