Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Síða 4
Deilur Staðfest var í héraðsdómi á fimmtudag a ð Jens Guðjónsson ehf. væri réttur eigandi vö rumerkis- ins Jens, en ekki Hansína Jensdóttir. 4 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað Skora á ríkisstjórnina n Fyrrverandi þingmenn vilja slíta aðildarviðræðum við ESB H ópur fólks, meðal annars á vegum Regnbogans, Heims- sýnar og Samstöðu, skoraði í gær á nýmyndaða ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að binda enda á aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega 40 manns skrifa undir yfirlýsinguna en þar á meðal eru fyrrverandi þing- menn Anna Ólafsdóttir Björnsson, Atli Gíslason, Bjarni Harðarson, Hjörleifur Guttormsson og fyrrver- andi ráðherra Jón Bjarnason. Nýmynduð ríkisstjórn hefur þegar gefið það út að aðildarviðræðum í núverandi mynd verði hætt þegar í stað og rætt við Evrópusambandið um framhaldið. Þeir sem skrifa undir yfirlýsinguna vilja ganga skrefi lengra og hætta viðræðum alfarið. Máli sínu til stuðnings nefna áskorend- ur niðurstöður alþingiskosninganna sem hópurinn segir skýr skilaboð, skuldavanda evruríkjanna og um- mæli Nigel Lawson, fyrrverandi fjár- málaráðherra Breta, um að efnahag Bretlands sé betur komið utan ESB. Fyrir kosningar sýndu skoð- anakannanir að meirihluti þjóðar- innar vildi ljúka aðildarviðræð- um á sama tíma og meiri hluti var á móti inngöngu í sambandið. Fyr- ir kosningar töluðu bæði Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokkur fyrir því að setja ákvörðun um áframhaldandi viðræður í þjóðaratkvæðagreiðslu. n asgeir@dv.is Jón Bjarnason Hefur aldrei farið leynt með andúð sína á Evrópusambandinu. n Deilurnar fyrir héraðsdóm n Missir vörumerkið þrátt fyrir einkaleyfi S taðfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag að skartgripafyrirtækið Jens Guðjónsson ehf. væri réttur eigandi að vörumerki Jens, sem skartgripahönnuðurinn Jens Guðjóns son heitinn merkti vörur sín- ar með. Hansína Jensdóttir, dóttir Jens, telur sig hins vegar hafa einka- rétt á notkun vörumerkisins, enda hafi faðir hennar framselt henni það árið 2008. Er um að ræða eitt elsta og þekktasta skargripavörumerki á Ís- landi, hárprúða dömu. Jens skráði vörumerkin á sig Eigandi Jens Guðjónsonar ehf. er fyrrverandi stjúpsonur Jens, Jón Snorri Sigurðsson, en hann keypti hlut í atvinnurekstri og gullsmíða- verkstæði stjúpföður síns árið 1987. Árið 1992 var rekstri fyrirtækis- ins breytt með stofnun hlutafélags í kringum það en árið áður skráði Jens vörumerki sín hjá Einkaleyfastofu. Þau voru engu að síður notuð áfram til að merkja allar vörur fyrirtækisins. Sjálf átti Hansína á tímabili allt að 40 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu en stefnandi, Jens Guðjónsson ehf., keypti þann hlut árið 1997. Vildi ekki að merkið yrði notað Þegar Jens og móðir Jóns Snorra, Ingibjörg Ólafsdóttir, skildu árið 1998 komu hlutabréf þeirra í fé- laginu í hlut Ingibjargar. Í kjöl- far skilnaðarins krafðist Jens þess að félagið hætti að nota vörumerki sitt á skartgripina, enda væri það í hans eigu. Á svipuðum tíma ósk- uðu bæði Jens og Hansína eftir því að vera tekin út af hlutafélagaskrá félagsins. Í bréfi sem lögmaður Jens sendi stefnanda á sínum tíma var bent á að vörumerkin væru skráð á Jens persónulega og því kæmi ekki til álita að þau hefði fylgt framsali á atvinnustarfsemi hans. Þar hafi einungis verið um að ræða framsal á rekstri gullsmíðaverkstæðisins. Þrátt fyrir að Jens hótaði lög- sókn virðist það mál ekki hafa farið lengra, samkvæmt upplýsingum úr dómi héraðsdóms. Félagið vildi fá merkið á sitt nafn Árið 2010 fór svo Jón Snorri, sem forsvarsmaður Jens Guðjónsonar ehf., fram á það við Einkaleyfastofu að vörumerkin yrðu færð yfir á nafn félagsins. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað. Var félaginu í kjölfarið bent á að það yrði að höfða mál til stað- festingar á eignarhaldi vörumerkj- anna. Sem rök fyrir dómi var vísað til þess að Jens Guðjónsson ehf. hefði notað umrædd vörumerki í áratugi, eða allt frá stofnun félagsins árið 1992 og væri því réttur eigandi þess. Hansína vill hins vegar meina að stefnanda hefði átt að vera það ljóst að Jens væri réttur eigandi vörumerkj- anna, enda hafi liðið meira en tíu ár frá því að Jens krafði hann um að hætta notkun vörumerkjanna. Með tómlæti sínu þann tíma hafi hann glatað rétti sínum á vörumerkinu. Dæmd til að greiða málskostnað Ásamt því að glata því sem hún taldi vörumerki í sinni eigu var Hansínu jafnframt gert að greiða málskostnað upp á tæpar 800 þúsund krónur. Í samtali við DV sagði Hansína líklegt að málið færi fyrir Hæstarétt. Vörumerkið var teiknað af sviss- neskri listakonu árið 1962 fyrir saumastofu og verslun Ingibjargar Ólafsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Jens. Þar voru einnig seldir skart- gripir sem hann hannaði og smíð- aði. Daman varð síðar hluti af ló- gói Jens ehf. sem stofnað var árið 1966. n Fær ekki vöru- merki föður síns Vilja bæta aðstöðu fyrir ferðamenn „Nauðsynlegt er að standa vel að móttöku þeirra gesta sem vilja heimsækja Ísland, byggja upp sterka innviði og sjá til þess að óspillt náttúra glati ekki sérkennum sínum,“ segir í ályktun Markaðs- stofu Norðurlands sem hélt aðal- fund á fimmtudaginn. Er skorað á stjórnvöld að bregðast við hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum sem steðja að fjölförnum ferða- mannastöðum, og stuðla þannig að fjölgun ferðamanna. Þá er lagt til að stjórnvöld hefji vinnu við að útfæra sérstaka gjaldtöku meðal ferðamanna og nýta fjármunina til að bæta aðstöðu á fjölsóttum ferða- mannastöðum og tryggja verndun náttúru og öryggi ferðamanna. Klár í stjórnar- andstöðu „Árangurinn er ótvíræður og við getum verið stolt af okkar störfum þó að við höfum ekki lokið öllum þeim óteljandi verkefnum sem fyrir lágu enda nægðu fjögur ár ekki til þess,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, í opnu bréfi til flokksfélaga sinna en nú er orðið ljóst að flokkur Katrínar verður í stjórnarandstöðu á kjör- tímabilinu sem er að hefjast. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup mælast Vinstri græn með meira fylgi en Samfylk- ingin, eða um 13 prósent atkvæða. Segist Katrín vera ánægð með verk fráfarandi ríkisstjórnar og stolt af kosningabaráttu flokksins sem hún segir hafa verið háða á málefna- legum forsendum, án gylliboða og innistæðulausra loforða. Síð- asti ríkisráðsfundur stjórnar Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna var haldinn á fimmtudaginn, sama dag og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu. „Við munum ekki draga af okkur og veita nýrri ríkisstjórn öflugt og málefnalegt aðhald,“ segir Katrín í bréfinu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.