Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 22
22 Viðtal 24.–26. maí 2013 Helgarblað
Þ
að er hellidemba í miðborg
Reykjavíkur og grátt um að
litast. Litlir regnvatnslækir
renna í taumum niður Þórs
götuna. Við miðja götuna
stendur lítið en afskaplega fallegt hús.
Þar býr Gunnar Smári Egilsson
með fjölskyldu sinni; konu sinni Öldu
Lóu og börnum þeirra. Á móti húsinu
er leikvöllur. Þar giftu hjónin sig og það
er ekki laust við að manni hlýni í rign
ingarhrollinum að hugsa um svona
auðmjúka umgjörð á brúðkaupi.
Ég er í sérstökum erindagjörð
um. Hef fengið það verkefni að spyrja
Gunnar Smára út í tímamótin sem
hann stendur á í lífi sínu. Hann hefur
nýlega lýst því yfir að hann verði ekki
í endurkjöri sem formaður SÁÁ og
nokkrar deilur hafa verið um félaga
samtökin síðustu vikur.
Nokkrum tímum síðar, þegar batt
eríið í upptökutækinu er steindautt,
blýanturinn flatur og kaffið löngu
búið er það alveg á hreinu að Gunn
ar Smári stendur ekki á neinum sérs
tökum tímamótum. Hann hefur verið
á ævintýralegri þeysireið allt sitt líf úr
einu verkefni í annað.
Upphafið fólst í
örvæntingu Helga P
Gunnar Smári gekk tuttugu og
fjögurra ára að aldri inn á skrifstofu
NT ásamt góðum vini. Þetta var í
miðri enn einni kreppunni, árið 1985,
og þeir félagarnir mættu á fund til
ritstjórans, Helga Péturssonar, með
ansi metnaðarfull áform. Þeir ætl
uðu hreinlega að bjóðast til þess að
taka við helgarblaði NT sem þeim
þótti áberandi lélegast í fjölmiðlaflór
unni. Þeir voru báðir blautir á bak við
eyrun, en hefðu ekki getað valið sér
betri tímasetningu því þeim mætti
örvæntingarfullur ritstjóri og fram
kvæmdastjóri á barmi hengiflugs sem
voru meira en til í að reyna hvað sem
er.
„Þetta blað fór ævintýralega á
hausinn en þarna var mjög fín rit
stjórn. Vinur minn vildi verða blaða
maður og var eitthvað að tala við mig
um þá drauma. Ég ráðlagði honum að
sækja um að taka að sér helgarblað.
Gera ritstjóranum tilboð. Við keypt
um öll dagblöðin og komumst að því
að helgarblað NT væri leiðinlegast
og þyrfti mesta hjálp. Þá stýrðu því
Jón Ársæll Þórðarson stórstjarna og
Birgir Guðmundsson, sem nú kennir
fjölmiðlafræði við Háskólann á Akur
eyri. Við fórum að heimsækja nýráð
inn ritstjóra, Helga Pétursson. Þegar
við komum inn í húsið gengum við
í fasið á yfirstjórn blaðsins. Á hægri
hönd ritstjórans var nýráðinn fram
kvæmdastjóri með örvæntinguna
geislandi út frá sér. Hinum megin var
nýráðinn dreifingarstjóri sem glímdi
við þann vanda að fyrri dreifingar
stjóri hafði gengið út með áskriftar
listann í minninu. Helgi hafði fengið
yfir sig hverja holskefluna á fætur
annarri og enginn hafði boðist til að
hjálpa honum og þarna komu þess
ir drengir og buðust til þess að bjarga
fyrir honum helgarblaðinu. Hann var
í svo miklu áfalli að fundurinn gekk
fyrir ofan garð og neðan þannig að
ég spurði hann hvort við ættum ekki
bara að skrifa honum skýrslu um mál
ið. Það gerði ég og kom með hana.
Honum leist vel á þetta haldreipi og
réð okkur. Fljótlega kom þó í ljós að
blaðamennska átti illa við vin minn.
Blaðamennska snýst mest um að
gera eins vel og maður getur á þeim
tíma sem maður hefur en vinur minn
var alltaf að reyna að skrifa hina full
komnu frétt. Hann hætti því en ég sat
hins vegar eftir.“
Ærandi ritvélasláttur
Með vinnuvélaheyrnarhlífar í ær
andi ritvélaslætti Gunnar Smári var
fljótur að læra og flutti sig fljótlega úr
helgarblaðinu í fréttir. Segir hlæjandi
frá því að helgarblað sitt hafi verið
miklu verra en það sem Birgir og Jón
stýrðu. Sá sem kenndi honum réttu
handtökin var Sverrir Albertsson sem
fer nú fyrir verkalýðs félaginu AFLi
á Austurlandi. Í þá daga voru frétt
irnar skrifaðar á ritvélar og á skrif
stofu NT var unnið í opnu rými að
tilstuðlan Magnúsar Ólafssonar sem
ritstýrði NT. Opið rými tilheyrir hins
vegar tölvuöld og á NT voru bara rit
vélar. Hávaðinn var að sjálfsögðu ær
andi og Gunnar Smári vann með stór
ar vinnuvélaheyrnarhlífar á höfðinu.
Hann varð vitni að ævintýralegri
kollsteypu NT. Framsóknarflokkurinn
tók yfir blaðið og til varð Tíminn. Þar
var hann kappsamur, taldi meira að
segja fréttirnar sem hann skrifaði á
hverjum degi. „Halldór Halldórs
son á Helgarpóstinum hóf að skrifa
um Hafskip ári fyrr og þetta var í raun
málið hans. Ári seinna voru Hafskips
menn settir í gæsluvarðhald og þá
fóru allir miðlar að skrifa um málið
og ég fyrir Tímann. Halldór las þess
ar fréttir af Hafskipsmálinu og fannst
ungi maðurinn efnilegur. Hann réð
mig því yfir á Helgarpóstinn. Halldór
var mjög góður ritstjóri fyrir ungan
blaðamann. Hann fór yfir hverja ein
ustu frétt, setningu fyrir setningu, og
spurði um sannleiksgildið. Eftir þrjá
mánuði af þessari meðferð verður
góð meðferð heimilda manni eðlis
læg.“ Hornóttur ritstjóri Helgarpóst
urinn stækkaði ört vegna velgengni
í kjölfar eins konar viðurkenningar
vegna gæsluvarðhalds Hafskips
manna. Efnistökin urðu ekki eins
hnitmiðuð og það var eins og blaðið
vildi vera allt í senn.
Jónas erfiður
„Ég er alinn upp við „no bullshit“
blaðamennsku og þegar ég var farinn
að sjá fyrirsagnir eins og Draugagang
ur á Dalvík um erfiðleika í frystihúsinu
þá var ég hættur að skilja stefnuna. Ég
vildi geta sagt fréttina í fyrirsögninni
en ekki að vera að vísa lesendum út
í móa. Svo fjölgaði pólitískum bolla
leggingum sem oftar en ekki voru tóm
steypa og ég gafst upp.“ Hann réð sig
til DV þar sem hann kynntist Jónasi
Kristjánssyni og varð vitni að mikl
um umbreytingum. „Þetta var blóma
tímabil DV. Það voru tveir fréttastjór
ar, Elías Snæland Jónsson og Jónas
Haraldsson, sem báðir voru frábærir.
Þarna var líka fremstur hinn hornótti
Jónas Kristjánsson.
Jónas gat verið mjög erfiður
og leiðinlegur mörgum. Hann lét
gusurnar ganga yfir þá sem honum
líkaði ekki við. En hann var líka eld
klár blaðamaður. Þetta tímabil var
líklega síðasta alvörutilraun Jónasar
til að búa til blað eftir sínu höfði.
Hann umbylti innblaðinu, brydd
aði upp á alls kyns nýjungum og
innleiddi margt sem best var gert
úti í heimi. Bandarískur velmetinn
Gunnar Smári Egilsson er nýhættur sem formaður
SÁÁ-samtakanna og bíður nýrra ævintýra. Að baki
á hann þau fjölmörg. Blaðamaður settist niður með
Gunnari Smára sem rifjaði upp þau allra ótrúlegustu.
Allt frá því þegar hann náði botninum og svaf dúra
undir skrifborði sínu á ritstjórnarskrifstofu til þess
þegar hann ráfaði einmana um heiminn í miðju góð-
æri í einhvers konar útrás og óskaði einskis heitar en
að vera frekar með fjölskyldunni. Í dag nýtur hann
samvista með fjölskyldunni, tekst á við flogaveiki
sem hann er nýgreindur með og er óhræddur við lífið
og næstu tækifæri sem honum bjóðast.
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Upphafið á NT Fjölmiðlaævintýri Gunnars
Smára hófust á ritstjórn hins sáluga NT og
þar kom örvænting ritstjórans, Helga Péturs-
sonar, við sögu. myNdir sigTryggUr ari
Einm na í útrás„Það varð samkomulag meðal
yfirstéttarinnar að svona fjöl-
miðill ætti ekki að fá að lifa