Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Side 38
38 Sport 24.–26. maí 2013 Helgarblað
Geta Blikar
stöðvað
Baldur?
k
R trónir á toppi Pepsi-
deildarinnar í knattspyrnu
eftir fjórar umferðir. Liðið
hefur fullt hús stiga þrátt
fyrir að hafa att kappi
við erfiða andstæðinga. KR lagði
sterkt lið ÍBV með sannfærandi
hætti á mánudaginn, á einum erf-
iðasta útivelli deildarinnar. Þá fékk
liðið Stjörnuna í heimsókn í fyrsta
leik, lið sem býr líklega yfir öflug-
ustu sóknarlínu deildarinnar, og
hafði sigur. Liðið hefur verið afar
sannfærandi en Mývetningurinn
Baldur Sigurðsson hefur farið fyrir
KR-liðinu. Hann er markahæstur
í deildinni og hefur skorað fjögur
mörk í jafn mörgum leikjum.
Annars má segja að úrslitin í
deildinni hafi hingað til verið nokkuð
eftir bókinni. KR og FH eru efst, eins
og flestar spár gerðu ráð fyrir áður
en mótið hófst en í kjölfarið koma
lið eins og Valur, ÍBV, Stjarnan og
Breiðablik. Þótt stutt sé liðið á mótið
gefur þetta ef til vill vísbendingar um
það sem koma skal.
Valur stríðir KR og FH
Willum Þór Þórsson, þjálfari og leik-
maður í efstu deild til þriggja áratuga,
segir að það komi sér á óvart hve
línurnar eru afgerandi svo snemma
móts. „FH og KR virðast skera sig
úr. Ég hélt það yrði meiri viðspyrna
frá hinum liðunum,“ segir hann um
mótið fram til þessa.
Hann segir að KR hafi byrjað
betur en hann hafi átt von á. Rúnar
Kristinsson þjálfari hafi átt í basli
með vörnina fyrir mót en að allt
virðist hafa smollið þegar flautað
var til leiks. „KR byrjar betur en ég
hélt. Rúnar hitti á þetta strax í byrj-
un móts.“ Hann bætir þó við að gott
gengi KR þurfi ekki að koma á óvart
sé horft til þess hve góðum leik-
mönnum liðið hafi á að skipa. Bald-
ur Sigurðsson hafi verið mjög öfl-
ugur í þessum fyrstu leikjum, enda
markahæsti maður deildarinnar.
Hann telur þó að annar leikmað-
ur hafi verið lykillinn að góðu gengi.
„ Brynjar Björn [Gunnarsson] hefur
haft gríðarlega góð áhrif á KR-liðið.
Hann virðist hafa bundið þetta vel
saman. KR-ingar líta ótrúlega vel út.“
Þungur róður nýliðanna
Því var spáð fyrir mótið að sumarið
yrði nýliðum deildarinnar erfitt. Ekki
er annað að sjá en þær spár muni
rætast. Þrátt fyrir góða spretti í vet-
ur og vor, áður en deildin hófst, hafa
Víkingar frá Ólafsvík tapað fyrstu
fjórum leikjum sínum í mótinu. Þeir
hafa átt ágæta spretti í öllum leikjun-
um en ekki uppskorið stig. Þrátt fyr-
ir nokkra yfirburði í leiknum gegn
Þór voru það norðanmenn sem fóru
frá þeirri viðureign með öll stigin.
Willum segist svolítið hissa á að Vík-
ingar hafi ekki náð sigri snemma
móts. „Maður bjóst við að þeir tækju
stig. Þeir hafa verið nálægt því í öll-
um leikjunum að kreista eitthvað
út úr þeim en það kemur svolítið á
óvart að þeir séu stigalausir, á meðan
Þórsarar eru með þrjú stig.“
Valsmenn í toppbaráttu
Íslandsmeistarar FH byrja mótið
af krafti, eins og síðustu ár. Willum
hefur hrifist af spilamennsku þeirra.
„FH gerði mjög vel í gær [á þriðjudag,
innsk. blm.] á móti Breiðablik, þrátt
fyrir að hafa misst Guðjón Árna og
Frey Brynjarsson út. Það er erfitt að
fara í Kópavoginn og taka sigur. Þetta
er mjög sterkt hjá FH.“
Valur hefur styrkt leikmannahóp
sinn mikið í vetur. Willum, sem þjálf-
aði Val á árunum 2005 til 2009, segir
að liðið hafi líklega mestu breidd
allra liða í deildinni. Hópurinn sé
mjög sterkur. „Þeir þurfa að fá meira
út úr þessum heimaleikjum sín-
um og mega ekki tapa stigum þar.“
Hann á von á því að liðið blandi sér
í hóp KR og FH í baráttu um Íslands-
meistaratitilinn. „Ég sé Val sigla með
þeim.“
Willum er á því að ÍBV kunni að
verða brokkgengt á tímabilinu. Liðið
hefur byrjað nokkuð vel en mætti
ofjörlum sínum þegar KR kom í
heimsókn til Eyja. Hann segist eiga
von á hörkuleik þegar Stjarnan mæt-
ir Fram á Laugardalsvelli á mánu-
dag. Um lykilleik fyrir bæði lið sé
að ræða, enda munu þeir sem tapa
dragast nokkuð aftur úr í baráttunni
um titilinn.
Þrír frábærir
Aðspurður segist Willum hafa hrifist
af þremur leikmönnum það sem af
er tímabilinu, Brynjar Björn hafi ver-
ið frábær með KR, eins og áður hef-
ur komið fram. „Elvar Árni hefur átt
flotta spretti með Breiðablik og hefur
tekið mjög miklum framförum,“ segir
hann og bætir við að ekki sé hægt að
horfa framhjá markverðinum unga
í FH. „Róbert Örn var undir mikilli
pressu, réttilega, en hann hefur stað-
ið sig frábærlega í fyrstu leikjunum.
Hann hefur aldeilis svarað þeim sem
höfðu uppi efasemdaraddir fyrir
mót.“ n
Vissir þú …
… að skoruð hafa verið
2,88 mörk að meðaltali
í leikjum Pepsi-deildar-
innar. 68 mörk í 24
leikjum.
… að KR
hefur aðeins
tvisvar í sögunni byrjað
betur í efstu deild karla.
Árið 1929 unnust fyrstu
fjórir leikirnir (markatalan
20–5) og árið 1959 unnust
fyrstu tíu leikirnir (marka-
talan 41–10).
… að næstum fjórðungur
markanna 68 hefur
verið skoraður á síðustu
tíu mínútum leikjanna. 16
mörk hafa verið skoruð frá
80–90 mínútu.
… að í leik Víkings
frá Ólafsvík og Þórs
frá Akur eyri í síðustu
umferð deildarinnar
bar helmingur leikmanna
liðanna sem byrjuðu leikinn erlend nöfn.
Af þeim 132 leikmönnum sem voru í byrj-
unarliði liðanna tólf í síðustu umferð,
báru 28 prósent erlend nöfn.
... að Mývetningurinn
Baldur Sigurðsson hefur
leikið í meistaraflokki frá
árinu 2001, þegar hann
var 16 ára. Þá lék hann með
Völsungi. Síðan hefur hann
leikið með Keflavík og nú KR. Alls á hann
242 leiki að baki í meistaraflokki, þar
sem hann hefur skorað 69 mörk.
Sunnudagur
Víkingur Ó. - ÍBV 1–0
„Víkingur mun spila stífan varnarleik á
móti ÍBV og það hafa Eyjamenn ekki þurft
að kljást við hingað til í sumar. Þeir þurfa
þá að vinna sig framar á völlinn og gætu
lent í vandræðum. Leikurinn við KR tók vel
á Eyjamenn og kom þeim niður á jörðina.
Ég held að Víkingur vinni sinn fyrsta sigur
í deildinni.“
FH - ÍA 3–1
„Skagamenn hafa byrjað brösuglega en ég
held að þeir hafi öðlast meira sjálfstraust
eftir sigurinn á Fram í síðasta leik. En ég
held að þeir mæti ofjörlum sínum í þessum
leik og muni tapa honum.“
Valur - keflavík 2–0
„Það er svolítið erfitt að ráða í Keflavíkur-
liðið. Þeir hafa verið köflóttir en spila á
stundum fantafótbolta, enda eru þeir með
gott lið. Valsmenn eru hins vegar með ein-
hvern besta leikmannahópinn í deildinni
og ég held þeir vinni sigur á heimavelli.
Valsmenn hljóta að líta á þennan leik sem
úrslitaleik um það hvort þeir ætla sér að
halda í við toppliðin tvö.“
Fylkir - Þór 2–1
„Það kæmi mér verulega á óvart ef Fylkir
ynni ekki fyrsta sigurinn í sumar. Þetta
hefur verið mjög dapurt hjá Þórsurunum,
það verður að segjast eins og er – þó
framherjinn þeirra hafi komið sprækur inn í
síðasta leik og sé öflugur. Fylkismenn voru
ósáttir við leikinn eftir Keflavík og töluðu
sjálfir um að þeir hefðu átt skilið að tapa,
bæði Tryggvi og þjálfarinn. Ég trúi því að
þeir framkalli það sem upp á hefur vantað í
þessum leik.“
Mánudagur
Fram - Stjarnan 3–2
„Þetta verður sennilega jafnasti leikurinn.
Hann snýst um það hvort þessi lið ætli að
vera með í baráttunni á toppnum eða ekki.
Ég hef ofurtrú á Garðari [Jóhannssyni] og
Veigari Páli [Gunnarssyni]. Stjörnumenn
hafa átt þá tvo svolítið inni og ég held að
Veigar Páll muni finna sig vel á Laugar-
dalsvellinum. Þetta verður markaveisla.“
kR - Breiðablik 2–1
„Ólafur [Kristjánsson] þjálfari hefur verið
afar lunkinn í gegnum tíðina að leggja
leikina á móti KR upp á taktískan og
skemmtilegan hátt. Blikar hafa oftar en
ekki náð hagstæðum úrslitum á þessum
velli. Sagan á það til að endurtaka sig í
íþróttum. KR var kannski síst sannfærandi
á móti Stjörnunni í fyrsta leik en hefur
eflst með hverjum leiknum. Ég held að
þeir muni sýna styrk sinn í þessum leik og
landa sigri. Gefum Baldri Sig. eitt mark.“
Blikar verða að vinna
DV fékk Willum Þór Þórsson, þrautreyndan leikmann, þjálfara og þingmann Framsóknar-
flokksins til að spá í spilin fyrir leiki Pepsi-deildarinnar á sunnudag og mánudag. Hann
spáir markasúpu í spennandi leik á Laugardalsvelli.
Staðan í Pepsi-deildinni
1 KR 4 4 0 0 9:1 12
2 FH 4 3 1 0 7:2 10
3 Valur 4 2 2 0 7:4 8
4 ÍBV 4 2 1 1 6:4 7
5 Stjarnan 4 2 1 1 6:5 7
6 Breiðablik 4 2 0 2 9:7 6
7 Fram 4 1 2 1 4:5 5
8 Keflavík 4 1 1 2 6:7 4
9 ÍA 4 1 0 3 4:8 3
10 Þór 4 1 0 3 2:10 3
11 Fylkir 4 0 2 2 4:6 2
12 Víkingur Ó. 4 0 0 4 4:9 0
„Ég hélt
það
yrði meiri
viðspyrna frá
hinum
n Heil umferð í Pepsi-deild á sunnudag og mánudag n Breiðablik heimsækir kR
„Brynjar Björn hefur
haft gríðarlega
góð áhrif á kR
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is