Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Side 16
I
llugi er ótrúlega skemmtileg
blanda af listamanni og hag-
fræðingi. Hann er feikilega klár
og mikil rökhugsun í honum en
listamaðurinn gerir það að verk-
um að hann á það til að vera dálítill
sveimhugi. Tímasetningar eru ekki
hans sterka hlið eða að mæta ein-
hvers staðar á réttum tíma. Hann er
stórkostlegur píanóleikari og það fer
ekkert á milli mála þegar hann sest
niður og spilar hvernig honum líður.
Þegar hann spilar rússnesku meist-
arana þá liggur honum eitthvað
þungt á hjarta. Í boltanum heldur
hann með Liverpool og það hefur
ekki verið gaman fyrir hann síðustu
misseri, segir Logi Bergmann, vinur
og fyrrverandi nágranni Illuga.
Illugi er fæddur á Siglufirði en
flutti þaðan á barnsaldri til Hafnar-
fjarðar. Hann er hagfræðingur frá
HÍ og lauk MBA-námi frá London
Business School. Á yngri árum vann
hann í fiskvinnslu á Flateyri, var
organisti í kirkjunni þar, skrifstofu-
maður hjá Vestfirskum skelfiski og
stundaði rannsóknir í fiskihagfræði
við Háskóla Íslands. Þá hætti hann
í fræðimennskunni og gerðist að-
stoðarmaður Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra. Pólitískur ferill Ill-
uga hófst í háskólanum, þar sat hann
í stjórn Vöku, sat í stúdentaráði fyrir
hönd þess félags og var fulltrúi Vöku
í Háskólaráði. Hann varð formaður
Heimdallar en settist á þing 2007 og
hefur setið á þingi nær óslitið síðan.
Illugi og Bjarni Ben vöktu þjóðar-
athygli þegar þeir skrifuðu grein
í Fréttablaðið undir lok árs 2008
þar sem þeir töluðu fyrir því að far-
ið yrði í aðildarviðræður við ESB. Á
pólitískum ferli sínum hefur Illugi
ýmsa fjöruna sopið. Hann var mikið
í fréttum vegna styrkjamálsins sem
kom upp fyrir kosningarnar 2009.
Þá kom upp úr dúrnum að hann
hafði þegið 14,5 milljónir króna í
styrki frá einstaklingum og fyrirtækj-
um vegna prófkjörsbaráttu sinnar.
Í kjölfar hrunsins skapaðist mikil
umræða um sjóð 9, fjárfestingasjóð
sem starfræktur var hjá Glitni. Illugi
sat í stjórn sjóðs 9. Hann ákvað að
taka sér leyfi frá þingstörfum á með-
an rannsókn sérstaks saksóknara á
starfsemi sjóðsins stæði yfir en snéri
aftur á þing haustið 2011.
16 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað
Ó
hætt er að segja Bjarni Bene-
diktsson hafi verið vonar-
stjarna Sjálfstæðisflokksins
og töldu margir að forsætis-
ráðherrastólinn yrði hans á
nýju kjörtímabili. Nú er hins vegar
ljóst að hann verður að láta sér fjár-
mála- og efnahagsráðuneytið nægja
og verður þar með fyrsti formaður
Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkis-
stjórn og er ekki forsætisráðherra.
Þrátt fyrir að hafa verið vonar-
stjarna flokksins hefur Bjarni verið
umdeildur, sérstaklega vegna þátt-
töku sinnar í viðskiptum og að-
komu að eignarhaldsfélaginu Vafn-
ingi.
Fylgið við Bjarna sem formann
mældist lítið skömmu fyrir kosn-
ingar. Í eftirminnilegu og einlægu
viðtali á RÚV, þar sem hann viður-
kenndi að hafa íhugað afsögn sína,
tókst honum að snúa við blaðinu
og vinna flokksmenn á sitt band.
Bjarni er lögfræðingur að
mennt, með réttindi sem héraðs-
dómslögmaður og löggiltur verð-
bréfamiðlari. Hann var lögmaður
með eigin rekstur á lögmannsstof-
unni Lex þangað til hann settist á
þing árið 2003. Hann starfaði með
ungliðahreyfingu flokksins á sín-
um yngri árum, gegndi meðal
annars formennsku stjórn Hugins,
félags ungra Sjálfstæðismanna í
Garðabæ. Frá því að Bjarni sett-
ist á þing hefur hann setið í ýms-
um nefndum, nú síðast í utanrík-
ismálanefnd.
Vonarstjarna
hægrimanna
Bjarni Benediktsson
Þingmaður frá: 2003
Aldur: 43 ára
Maki: Þóra Margrét Baldvinsdóttir
Börn: Fjögur
É
g hef kynnst Hönnu Birnu í að-
draganda kosninganna, þar
fer hlý og góð manneskja sem
er sterkur leiðtogi. Hennar
einkunnarorð eru eftirtektar-
verð og jákvæð. Hún segir að við eig-
um að vera breytingarnar sem við
boðum. Sem í mínum huga þýðir
að stjórnmálamenn eigi að sýna gott
fordæmi hvar sem þeir fara. Stjórn-
málamenn eiga í störfum sínum að
þjóna því fólki sem þeir eru um-
bjóðendur fyrir og það finnst mér
Hanna Birna gera, segir Elín Hirst,
nýkjörinn þingmaður og flokkssystir
Hönnu Birnu.
Hanna Birna hefur viðrað vilja sinn
til að stunda samvinnustjórnmál, sem
ganga út á að ólíkar fylkingar komist
að niðurstöðu sem sem flestir geti
verið sáttir við í stað þess að einfaldur
meirihluti ráði. Sjálf hefur hún sagt að
hennar mesti styrkleiki í pólitík sé að
leiða saman ólík sjónarmið.
Hanna Birna er fædd í Hafnar-
firði og uppalin þar. Hún er stjórn-
málafræðingur frá Háskóla Íslands
og með masterspróf í alþjóðlegum
og evrópskum stjórnmálum frá Há-
skólanum í Edinborg. Það má segja
að allt líf Hönnu Birnu hafi hverfst
um stjórnmál með einum eða öðrum
hætti. Hún var starfsmaður Öryggis-
málanefndar og deildarsérfræðingur
í Menntamálaráðuneytinu en hætti
þar til að verða framkvæmdastjóri
þingflokks Sjálfstæðismanna. Henn-
ar pólitíski ferill hófst fyrir rúmum
áratug þegar hún var kjörin borgar-
fulltrúi í Reykjavík. Þar gegndi hún
bæði embætti forseta borgarstjórnar
og varð síðar borgarstjóri og eftir að
Besti flokkurinn og Samfylkingin
mynduðu meirihluta í borgarstjórn
var hún kosin forseti borgarstjórnar
en sagði af sér vegna málefnaágrein-
ings við meirihlutann. Hún bauð sig
fram gegn Bjarna Benediktssyni til
formanns flokksins en tapaði. Í haust
var hún kosin varformaður flokksins.
Hún sigraði með yfirburðum í próf-
kjöri flokksins í vetur og leiddi lista
hans í Reykjavík suður.
Vill efla samvinnu
stjórnmálaflokka
Þykir rökfastur
og feikilega klár
Illugi Gunnarsson
Aldur: 45 ára
Þingmaður frá: 2007
Maki: Brynhildur Einarsdóttir
Börn: Eitt
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Þingmaður frá: 2013
Aldur: 46 ára
Maki: Vilhjálmur Jens Árnason
Börn: Tvö
n Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra
n Hanna Birna Kristjánsdóttir er innanríkisráðherra
n Illugi Gunnarsson er menntamálaráðherra
Fyrirliggjandi verkefni
Agi og jafnvægi í ríkisfjármálum gegnir
lykilhlutverki við að tryggja stöðugleika,
lægri vexti og litla verðbólgu. Einfalda á
skattkerfið, breikka skattstofna, minnka
tekjutengingar og draga úr undanskotum.
Á kjörtímabilinu verður tryggingagjald
lækkað, lágmarksútsvar afnumið og
tekjuskattskerfið tekið til endurskoðunar.
Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Fyrirliggjandi verkefni
Efling löggæslunnar. Lögreglan fái
auknar heimildir til skilvirkari aðgerða
gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Sveitarsjónarstigið verði styrkt. Tekið
verður upp nýtt millidómsstig í einka-
málum og sakamálum.
Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Fyrirliggjandi verkefni
Auka áherslu á nám í iðn-,verk-, tækni-,
hönnunar- og listgreinum og efla tengsl
þessara greina við atvinnulífið. Samráð
við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru
teknar á vettvangi ríkisins um skipulag
náms og kennslu.
Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar