Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 21
Jafnvel að það toppi Crocs- skóna sem hún gaf mér síðast Andir Freyr ánægður með að Gunna Dís eignaðist son á afmælisdegi hans. – Facebook 1 Stúlkan sögð vera örugg Stríðandi fylkingar í undirheimum Reykjavíkur hafa að sögn náð sáttum sín á milli. 2 Svikahrappur auglýsti íbúð á bland.is Karlmaður reyndi að narra fólk til að inna af hendi fyrirframgreiðslu vegna íbúðar sem aldrei stóð til að leigja. 3 Andlát hjóna í hjólhýsi í Þjórsárdal enn í rannsókn Lögreglan kannar vísbendingar um að súrefnisskortur hafi orðið fólkinu að bana. 4 „Vilt þú rétta mér þetta sem þú ert með?“ Kona á vettvangi hrottalegs morðs í suðurhluta London bað morðingjann að rétta sér kutann sem hann notaði til verksins. Mest lesið á DV.is „Wild Boys“ Sigurður Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson vildu fá að heyra Wild Boys með Duran Duran þegar útvarpsmaðurinn Siggi Hlö sló á þráðinn til þeirra. Skrifa undir stjórnarsáttmála á daginn og hlusta á Duran Duran á kvöldin. Mynd sigtryggur ariMyndin Umræða 21Helgarblað 24.–26. maí 2013 Ég er fórnar- lamb í þessu Tobba Marinós tekur þátt í Bláalónsþrautinni með vinkonum sínum. – DV Það hringja bjöllur Ómari Ragnarssyni líst ekki á áherslur nýju stjórnarinnar í umhverfismálum. – DV.is Ríkisstjórn hátekjuheimilanna V ið lestur á Oddvitar ríkis- stjórnarflokkanna, þeir Sig- mundur Davíð og Bjarni Benediktsson, klifa á því að þeim sé sérstaklega annt um heim- ilin í landinu. Þegar þeir eru hins vegar inntir nánar eftir þessu kemur á daginn hvaða heimili þeir einkum hafa í huga. Það eru ekki lágtekju- heimilin og ekki millitekjuheimil- in. Hátekjuheimilin eru þeim félög- um Sigmundi Davíð og Bjarna efst í huga. Hag þeirra bera þeir fyrir brjósti. Nú er að koma á daginn hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn var svo feiminn að ræða útfærslur á skatta- stefnu sinni í aðdraganda kosninga. Aftur og ítrekað gekk ég eftir því að fá svör við því hvort boðuð skatta- stefna Sjálfstæðisflokksins væri af sama toga og sú sem flokkurinn framfylgdi með dyggri aðstoð Fram- sóknar í stjórnartíð þessara flokka á árunum 1995 til 2007. Hefðu betur spurt fyrir kosningar Á þessum árum voru gerðar breytingar á skattkerfinu, flestar í þá veru að þyngja byrðarnar á herðum lágtekju- og millitekjuhópa en létta þær og ívilna hinum tekjuhæstu. Á að feta inn á þessa braut að nýju? Um þetta spurðu fjölmiðlar eftir undirritun stjórnarsáttmálans fyrr í vikunni. Betra hefði verið ef þeir hefðu knúið fastar á um svör fyrir kosningar og ekki leyft Sjálf- stæðisflokknum að sveipa málið dulúð. Nema hvað nú varð sú breyting á að formaður Sjálfstæðis- flokksins áræddi að svara – enda kosningar að baki. sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur feiminn Inntakið í svari hans var að persónu- afslátturinn og þar með skattleysis- mörkin gögnuðust vel hinum tekju- lægri en síður hinum tekjuhærri. Það hallaði með öðrum orðum á hátekjuhópana. Þetta þyrfti að laga! Síðan hefði Sjálfstæðisflokkurinn einnig af því þungar áhyggjur að auðlegðarskattur stæðist hugsan- lega ekki stjórnarskrá. Skatturinn væri að vísu tímabundinn og rynni út um áramót. En ef einhver áhöld væru á því að skatturinn stríddi gegn stjórnar skrá yrði það forgangsverk- efni að afnema hann. Á fljúgandi ferð til fortíðar Þannig að við erum komin á fljúg- andi ferð aftur í tímann. Meira að segja svo langt að fyrir daga um- hverfisráðuneytisins er komið. Það á helst að gera að engu með því að koma því mikilvæga ráðuneyti fyrir í skúffu Stjórnarráðsins. Þetta er ákveðið þremur vikum eftir að þúsundir fylktu liði í þágu náttúrunn- ar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí sl. Skyldi ríkisstjórnin halda að hægt sé að snúa framfaragangverki samfé- lagsins afturábak á þennan hátt? gamalkunnur matseðill Síðan er allt hið gamalkunna að skjóta upp kollinum, verðbréfa- braskarar iða í skinninu og daginn sem hin nýja ríkisstjórn var sett á laggirnar kom út 1.tölublað fyrsta árgangs af tímaritinu Kauphöllin. Þar fjallaði forsíðufréttin um mat- seðil fjárfestanna og á forsíðu var vísað í umfjöllun um lán til hluta- fjárkaupa. Og viti menn, í blaðinu var að finna tilvísan til þess að braskið örvi framleiðni vinnuafls og leiði til betri lífskjara! Bara alveg eins og í gamla daga. Hleranir og virkjanir Í stjórnarsáttmálanum var meira segja skírskotað til aukinna rann- sóknarheimilda lögreglunnar. Það þýðir frjálsari heimildir lögreglu til að hlera síma. Í tíð fráfarandi ríkis- stjórnar var kappkostað að takmarka allar slíkar heimildir með skýrum lögum og reglugerðum en þó þannig að unnt væri að glíma við grófa brotamenn. En aldrei á kostnað mannréttindasamfélagsins. Auðvitað vonum við að nýrri ríkis stjórn takist vel upp við lands- stjórnina. En við þurfum jafnframt að horfa með raunsæi til þeirrar hagsmunagæslu sem hún vísar ófeimin til í sínum málflutningi. Það liggur líka fyrir að hin nýja rík- isstjórn mun fara þá einu leið sem hún sér færa til að efna peninga- loforð sín, það er að virkja og virkja meira. Sjálfbærni verður orð í skýrsl- um í skúffu. Tékkann á að senda komandi kynslóðum með dauðum Lagarfljótum. svörin á reiðum höndum Auðvitað munu svörin vera á reiðum höndum. Fullyrt verður að skatta- afsláttur komi fyrirtækjum og heim- ilum að gagni. Það er nú það. Ég þekki til fjölskyldu sem er að snúa heim til Íslands eftir áralanga veru í Bandaríkjunum. Þar eru skattar lægri en hér. En hvers vegna er fjöl- skyldan að snúa heim? Það er vegna sjúkleika hjá einum fjölskyldumeð- lim og síðan eru börnin á leið í fram- haldsskóla. Hvort tveggja kostar sitt: Veikindin og menntunin. Bandaríska hátekjufólkið klýfur þetta, fólkið þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna, en ekki venju- legar fjölskyldur. Þess vegna er snúið heim til Íslands þar sem byrðunum er dreift með réttlátu skattkerfi. Á því eru nú boðaðar breytingar. Það eru ekki góðar fréttir. Nema náttúrlega fyrir hátekjufólkið. „Nú er að koma á daginn hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn var svo feiminn að ræða út­ færslur á skattastefnu sinni í aðdraganda kosninga. Kjallari Ögmundur Jónasson „Hvað er að fólki sem er að tjá sig hérna? Mynduð þið segja það sem þið eruð að láta út úr ykkur hérna við Vigdísi úti á götu í eigin persónu? Ég leyfi mér að efast um það. Vigdís er fínn alþingismaður sem á allt það besta skilið af okkur kjósend­ um en ekki eitthvað skítkast og leiðindi.“ tryggvi rafn tómasson við þá sem lögðu orð í belg um ummæli Vigdísar Hauksdóttur á DV.is um að hún hefði orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherrastól. „Ég hélt það væri bannað að hjóla undir áhrifum áfengis.“ Emil Fjallabróðir ragnarsson við frétt á DV.is um Tobbu Marinós og vinkonur sem hjóla mikið og sagði Tobba að vel væri hægt að fá sér rauðvínsglas í matarboði og hjóla heim án þess að það væri eitthvert tiltökumál. „Mikið er ég sammála Gísla. Þetta er þjóðin okkar og bú­ skapur okkar allra í húfi. Vona svo innilega að öllum beri gæfa til að hugsa málin út frá þjóð og stöðu hennar en ekki út frá einhverju öðru.“ alma Jenný guð- mundsdóttir við frétt á DV.is þess efnis að Gísli Marteinn væri orðinn þreyttur á neikvæðri umræðu eftir hrun og óskaði þess að umræðuhefðin á landinu batnaði. „Mér líst bara alltaf betur og betur á hann Sigmund Davíð. Kannski að ég fari bara að halla mér að Framsóknar­ flokknum eins og ég á kyn til.“ ingibjörg Hekla F. Ottesen við frétt DV.is um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði náð að koma áhugamáli sínu í stjórnar- sáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 7 9 14 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.