Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 13
M ér sýnist nú ekki að stefnu­ yfirlýsing ríkisstjórnarinnar bendi til neinnar róttækr­ ar stóriðjustefnu,“ sagði Guðmundur Hörður Guðmunds­ son, formaður Landverndar, þegar DV ræddi við hann um stjórnar­ sáttmála Framsóknar­ og Sjálfstæð­ isflokks. Guðmundur segist leyfa sér að vona hið besta í upphafi kjör­ tímabils enda gefi margt í stefnuyf­ irlýsingunni tilefni til bjartsýni þótt annað lítist honum síður á. „Menn tala um að vernda íslenska náttúru, ýta undir græna atvinnuvegi og vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Svo það er margt í þessu sem gefur okk­ ur ákveðnar vonir og væntingar.“ Athygli hefur vakið að ekki verð­ ur starfrækt sjálfstætt umhverfis­ ráðuneyti á komandi kjörtímabili heldur verða umhverfismál, sjáv­ arútvegs­ og landbúnaðarmál færð undir einn hatt. Þá stendur til að koma á fót sérstöku ráðuneyti fyrir iðnaðar­ og orkumál. Vill kynslóðasjóð Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að ný ríkisstjórn stefni að því að nýting olíu­ og gasauðlinda hefjist sem fyrst ef þær finnast í vinnan­ legu magni. Jafnframt verði stofn­ að sérstakt ríkisolíufélag. „Þeir segjast ætla að fara eins og hratt og þeir geta í olíuvinnslu og það var varla við öðru að búast,“ segir Guðmundur og bendir á að stærstu ákvarðanirnar um málefni olíuleitar á Drekasvæðinu hafi verið teknar af fráfarandi ríkisstjórn. „Að sjálf­ sögðu hefði maður kosið að sjá þá fara hægar í sakirnar í þessum efn­ um og skoða þessi mál nánar, sér­ staklega í ljósi nýrra upplýsinga um magn gróðurhúsalofttegunda í and­ rúmslofti,“ segir Guðmundur sem er þó feginn að stefnt sé að því að arðurinn af mögulegri vinnslu nýt­ ist þjóðinni fyrst ráðast eigi í olíu­ borun á annað borð. Vísar hann í stefnu Landverndar um að stjórn­ völd stofni kynslóðasjóð til að auð­ velda komandi kynslóðum að tak­ ast á við mögulegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þörf á nýju umhverfismati Landvernd hefur hvatt til þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkj­ un til að vernda lífríki Mývatns. Þá vilja samtökin að vernd Mý­ vatns­ og Laxársvæðisins verði aft­ ur bundin í lög, en slík lög voru felld úr gildi árið 2004, þegar Fram­ sóknarflokkurinn og Sjálfstæð­ isflokkurinn sátu saman í ríkis­ stjórn. Guðmundur telur mikilvægt að gert verði nýtt umhverfismat ef til stendur að virkja í Bjarnarflagi. Hann segir umhverfismatið sem fyrir liggur gamalt og byggt á göll­ uðum forsendum. „Það hafa kom­ ið fram nýjar upplýsingar og meiri reynsla af rekstri jarðvarmavirkj­ ana. Við þekkjum orkukostinn bet­ ur en áður og þá kemur í ljós að ýmislegt vantaði upp á í gamla um­ hverfismatinu,“ segir Guðmundur. Vonast eftir samráði Þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins boðuðu fyrir kosningar að rammaáætlun fráfar­ andi ríkisstjórnarinnar yrði breytt og svæði færð úr verndarflokki og í nýtingarflokk. „Þessari stefnu erum við í Landvernd ósammála. Við höfum lagt fram tillögur um að fleiri svæði fari í verndarflokk úr nýtingarflokki öfugt við hugmynd­ ir ríkisstjórnarflokkanna,“ seg­ ir Guðmundur sem vonar innilega að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram­ sóknarflokkurinn muni eiga samráð við almenning, umhverfisverndar­ samtök og útivistarfélög þegar teknar verða ákvarðanir um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. „Ég sé fyrir mér að nokkrar til færingar og breytingar á ramma áætlun en að það verði ekki gert af þingmönnum heldur sérfræðingum,“ sagði Sig­ mundur Davíð í samtali við DV eft­ ir blaðamannafundinn síðastliðinn miðvikudag. n johannp@dv.is Fréttir 13Helgarblað 24.–26. maí 2013 Vonar að stjórnin hlífi náttúrunni n Formaður Landverndar bjartsýnn n Vill nýtt umhverfismat á Bjarnarflagi„Það er margt í þessu sem gefur okkur ákveðnar vonir og væntingar. Guðmundur Hörður Guðmundur Hörður Guðmundsson er formaður Landverndar og segir að margt í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar gefi tilefni til bjartsýni. Lagarfljót Guðmundur Hörður vonar að ný ríkisstjórn Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins reki ekki róttæka stóriðjustefnu, en eins og kunnugt er olli Kárahnjúkavirkjun, sem reist var í stjórnartíð flokkanna, miklu tjóni á lífríki Lagarfljóts. Sáttmáli um Skulda- og Skattalækkanir n Enn óljóst hvar skorið verður niður n Stefnt að einfaldara regluverki og öflugra atvinnulífi n Óljóst hvernig hin nýja stjórn mun taka á skuldavanda heimilanna Ný ríkisstjórn ætlar að snúa við ýmsum þeim aðgerðum sem fráfarandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar réðst í á kjörtímabilinu sem nú er á enda. Eins og fram hefur komið verður gert hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og veiðigjaldinu breytt, en fjölmargt annað verður endurskoðað. Skerðingar á frítekjumarki vegna at- vinnutekna og fjármagnstekna aldraðra og öryrkja verða afturkallaðar auk þess sem ný lyfjalög og fyrirliggjandi áform um breytingar á almannatryggingum verða tekin til endurskoðunar. Þá ætlar ríkisstjórn Sigmundar og Bjarna að haga breytingum á stjórnarskránni með öðrum hætti en tíðkaðist í stjórnartíð Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna, en fram kemur þó að vinna undanfarinna ára verði lögð til hliðsjónar. Snúið frá stefnu vinstristjórnar „Hugmyndir um einföldun skatt- kerfis, svo sem fækk- un skattþrepa, og minni tekjutengingar, þurfa ekki að hafa áhrif á ríkissjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.