Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 20
Þ
eir voru kampakátir nýju ráð-
herrarnir þegar þeir voru
kynntir til sögunnar á mið-
vikudagskvöld. Forsætisráð-
herrann, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, gekk í flokkinn til þess
að verða formaður fyrir síðustu kosn-
ingar og er núna forsætisráðherra, sá
yngsti í lýðveldissögunni.
Sjálfstæðisflokkurinn er loksins
kominn aftur í stjórn eftir fjögur löng
ár, en fyrir kosningarnar sagði for-
maður flokksins að annað væri úti-
lokað, Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki
verið tvö ár í stjórnarandstöðu. Þá var
því líka spáð að Bjarni Benediktsson
yrði að ná forsætisráðherrastólnum ef
hann ætti að halda velli í pólitíkinni en
slíkar spár hafa ekki gengið eftir. Staða
hans sem formaður Sjálfsstæðisflokks-
ins styrkist enn og fylgi flokksins vex
þótt hann sé ekki forsætisráðherra
heldur fjármála- og efnahagsráðherra.
Léttleikinn einkenndi stjórnar-
myndunarviðræðurnar sem fóru fram
í sumarbústað, þar var bakað og gant-
ast við Sigga Hlö, en nú fer alvaran
að taka við. Ríkisstjórnin er tekin við
völdum og þarf að fara að vinna að
efndum loforða.
Skuldavanda heimilanna ber þar
hæst en ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta
höfuðstól verðtryggðra lána vegna
verðbólguskots áranna 2007–2010,
annaðhvort með því að færa höfuð-
stólinn niður eða skattaaðgerðum, en
því er einnig haldið opnu að stofna
leiðréttingarsjóð. Með því að beita
fjárhæðartakmörkum verður komið í
veg fyrir að úrræðið muni koma þeim
best sem eiga mest. Ekkert er hins
vegar rætt um tímasetningar í þeim
efnum eða stöðu þeirra eignalausu
sem eru á leigumarkaði, en hana þarf
einnig að bæta.
Skattalækkanir voru mikið ræddar
fyrir kosningar en nú á að gera úttekt
á skattkerfinu og leggja fram tillögur
til endurbóta, lækka tryggingargjald,
afnema lágmarksútsvar og jafna
neysluskatta. Þá á að ýta undir fjár-
festingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá
litlum og meðalstórum fyrirtækjum,
efla nýsköpun og taka á kennitölu-
flakki fyrirtækja sem hefur verið mein
í íslensku samfélagi.
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn-
ar var um margt almenn og óljós. Þar
var þó tekið skýrt fram að þessi ríkis-
stjórn ætli sér að vinna að því að Ísland
verði í fararbroddi í umhverfismálum
á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrir-
mynd á sviði umhverfisverndar. Vernda
verði ímynd Íslands hvað varðar
ósnortna náttúru og sjálfbæra nýtingu
endurnýjanlegra auðlinda. Það skýtur
því skökku við að sameina umhverfis-
ráðuneytið sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneyti undir ráðherra sem
hefur talað gegn niðurstöðu rammaá-
ætlunar og fyrir frekari virkjunum.
Það er einnig ákveðin mótsögn í
því að stofna ríkisolíufélag og stuðla
að því að nýting hugsanlegra olíu-
og gasauðlinda geti hafist sem fyrst,
finnist þær í vinnanlegu magni, um
leið og áhersla er lögð á mikilvægi
þess að nýta vistvæna orkugjafa við
samgöngur og draga úr notkun jarð-
efnaeldsneytis og losun gróðurhúsa-
lofttegunda, bæði með beinni losun
af mannavöldum og aukinni land-
græðslu.
Hvað jafnréttismálin varðar þá
ætlar ríkisstjórnin að vinna markvisst
að því að ná raunverulegu jafnrétti og
endurmeta aðferðir jafnréttisbarátt-
unnar með það að markmiði að bæta
árangurinn og vinna gegn launamun
kynjanna. Mikill kynjahalli er hins
vegar í ríkisstjórninni sem er skipuð
sex körlum og þremur konum.
Mikill meðbyr er með ríkis-
stjórn Framsóknar og Sjálfsstæðis-
flokks. Kynslóðaskipti hafa átt sér
stað, enginn ráðherra hefur reynslu
af starfinu og um helmingur þing-
manna kemur nýr á þing, líkt og í síð-
ustu kosningum. Það er því vonandi
að ríkis stjórninni takist það ætlunar-
verk sitt að vinna gegn sundurlyndi
og tortryggni og auka sátt í samfé-
laginu. Til þess þarf hún að sanna sig
og standa við stóru orðin. Í haust fer
að reyna á.
Sandkorn
Halldór heim
n Mikil gleði ríkir í her-
búðum Framsóknarmanna
vegna þess að flokkurinn
hefur að nýju náð völdum.
Meðal þeirra sem sam-
glöddust flokkssystkinum
sínum voru gömlu fjand-
vinirnir og formennirnir,
Guðni Ágústsson og Halldór
Ásgrímsson sem nú er kom-
inn á eftirlaun eftir að hafa
eytt sex árum erlendis sem
framkvæmdastjóri Norrænu
ráðherranefndarinnar.
Hann er nú kominn heim og
situr á friðarstóli.
Davíð glaður
n Innan Sjálfstæðisflokks-
ins er ekki síður gleði með
að hafa komist til valda aftur
eftir fjögur ár
utan stjórnar.
Davíð Odds-
son, ritstjóri
Moggans og
fyrrverandi
formaður, lét
sig ekki vanta
í Valhöll þar sem Bjarni Bene-
diktsson kynnti nýjan stjórn-
arsáttmála. Davíð, var frem-
ur glaðlegur í bragði. Hann
er þó er talinn vera frekar á
línu þeirra sem styðja Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur vara-
formann til æðstu áhrifa
í flokknum. Eins og sakir
standa er sá hluti flokksins
undir í baráttunni en bíður
færis.
Guðlaugur vill áhrif
n Tekið var eftir því að
Guðlaugur Þór Þórðarson al-
þingismaður viðraði skraut-
fjaðrir sínar fyrir Bjarna
Benediktssyni í Valhöll.
Fremur kalt hefur verið á
milli Guðlaugs og fóst-
bræðranna Illuga Gunnars-
sonar og Bjarna. Útilokað er
að Guðlaugur fái ráðherra-
stól en hann hlaut slæma
útreið í prófkjöri og nær ekki
máli innan flokksins. Aftur
á móti gæti hann fengið
bitling í formi nefndarfor-
mennsku ef hann biður vel.
Hvalræði
Steingríms
n Steingrímur J. Sigfússon,
ráðherra og fyrrverandi for-
maður Vinstri grænna, náði
á síðustu
metrunum
á ráðherra-
stóli að trylla
hvalveiði-
menn og
stöku Sjálf-
stæðismenn
með því að stækka svo um
munar það svæði sem hr-
efnuveiðar eru bannaðar á
innan Faxaflóa. Er þessu lýst
sem yfirgangi og hvalræði.
Jón Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og
hvalveiðisinni, lýsti mikilli
óánægju með ráðslagið og
hvetur arftaka Steingríms til
að afnema reglugerðina.
Vona að stjórnin smiti
jákvæðni og bjartsýni
Tveggja barna
englamamma
Bjarni Benediktsson við undirritun stjórnarsáttmálans. – mbl.is Valgerður Guðjónsdóttir hefur misst tvö börn. – DV
Nú mega þeir brosa„Þessi ríkisstjórn
ætli sér að vinna
að því að Ísland verði í
fararbroddi í umhverfis-
málum á heimsvísu
Leitin að kærleikanum
Í
firði einum á bakvið fjöllin há
og handan fjölda dala, bjuggu
mæðgin. Móðirin var farin að
reskjast en sonurinn var á fimmt-
ánda vetri. Fór vel á með þeim þótt
þau þyrftu að strita myrkranna á
milli til þess eins að hafa viðurværi í
harðbýlu landi.
Einhverju sinni spurði sonurinn
móðurina: -Hvar er kærleikur?
Móðurinni varð starsýnt á soninn
og eftir allnokkra þögn svaraði hún
og sagði: -Þú ættir að leggja af stað,
sonur sæll og leita kærleikans. Mig
minnir að þeir haldi því fram í hinni
helgu bók, að þeir finni sem leita.
En þótt leitin beri þig um víðan veg,
máttu ekki glata slóðinni, því vera
kann að þú viljir snúa aftur heim á
leið. Leggðu því vel á minnið stíginn
sem þú gengur héðan.
Sonurinn lagði nú af stað og
geymdi í hjarta sínu orð móðurinn-
ar. Hann lagði vel á minnið hvert
spor og gætti þess að geyma vel
myndina af bæjarstæðinu, heim-
reiðinni, firðinum og fjöllunum,
á meðan hann gekk sinn veg. Og
áfram gekk hann lengi, lengi, fór
um fjöll og dali; akra og engi; borg
og bæ. Hann kom að húsi einu um
hábjartan dag, þar ræddi hann
við aldraðan næturvörð og spurði:
-Hvar finn ég kærleikann?
Næturvörðurinn svaraði og sagði:
-Þú finnur kærleikann í nóttinni.
Drengurinn beið eftir nóttinni,
gekk þá út á meðal glaðlyndra nátt-
hrafna. En þegar hann sagðist vera
að vitja kærleikans, var honum bent
á að betra væri að leita hans í dags-
ljósinu, og fór það því svo að dreng-
urinn beið dagsins og hélt leitinni
áfram. Hann hitti skraddara og að-
spurður svaraði skraddarinn og
sagði að drengurinn myndi finna
kærleikann hjá skáldinu góða.
Drengurinn hitti skáldið og skáldið
sagði að kærleikurinn myndi leynast
í ljóði. Drengurinn las ljóð um kær-
leikann og til að glöggva sig enn bet-
ur á myndum ljóðsins, fór hann út á
meðal fólksins og leyfði því að heyra
kveðskapinn. En sjálfan kærleikann
fann drengurinn ekki í einu einasta
ljóði. Hann hitti nú konu eina og
spurði hana um verustað kærleik-
ans. Hún svaraði og sagði að líklega
væri best að leita hans í kirkju. En
nú hafði sonur sveitarinnar leitað en
hvergi fundið.
Í kirkju hitti drengurinn prest
og spurði hvar kærleikurinn kynni
að leynast. Presturinn svaraði og
sagði: -Guð sjálfur geymir kærleik-
ann. En þú munt finna hann ef þú
kynnist konu sem kann þig að elska.
Hann hitti konu og svo aðra konu,
þá þriðju og þá fjórðu. En eftir langa
leit og án þess að komast í námunda
við kærleikann, reyndi drengurinn
að leita á náðir gáfnaljósa á Alþingi.
En þar var honum bent á að ræða
við bankastjóra og kaupsýslumenn.
Sagt var að þeir gætu hugsanlega
hafa fjárfest í sjálfum kærleikanum.
Þegar drengurinn hafði farið á
milli allra hinna mætu manna sem
prýða hið svokallaða efsta þrep
þjóðfélagsstigans, sá hann að leitin
myndi vart bera árangur. Hann afréð
því að snúa heim á leið.
Minnugur kærleiksríkra orða
móðurinnar fór drengurinn þá leið
sem hann hafði geymt í hjarta sínu.
Og þakklátur var hann þegar hann
sá að heilræðin leiddu hann far-
sællega að heimreiðinni og upp að
bænum, þar sem móðurfaðmurinn
beið.
Síst er gott að gleyma því
á göngu margra skrefa
að móðurástin mild og hlý
kann mestan yl að gefa.
Leiðari
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
20 24.–26. maí 2013 Helgarblað
„… var honum bent
á að ræða við
bankastjóra og kaupsýslu-
menn.