Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Qupperneq 34
34 Lífsstíll 24.–26. maí 2013 Helgarblað
É
g lærði tísku- og markaðsfræði
í Bandaríkjunum 1995 og hef
unnið við tísku og markaðsmál
allar götur síðan. Ég hef starfað
við fjölmiðla; sjónvarp, dag-
blöð og tímarit, unnið við innkaup og
tísku, séð um markaðssetningar, útgáf-
ur og unnið sem markaðsstjóri meðal
annars. Í dag rek ég vefsíðuna Tíska.
is en ég hef átt þetta lén síðan 1999
þegar ég opnaði fyrstu tískuvefsíðu og
netverslun á Íslandi. Í dag er ég sem
sagt fyrst og fremst tískuspekúlant
með meiru og stjórna tíma mínum
sjálf sem er frábært og mikil forréttindi
þar sem ég er með stóra fjölskyldu.
Ég bætti að vísu við mig einni MBA-
gráðu frá Háskólanum í Reykjavík milli
barna þarna um árið sem var algjör
snilld, skemmtilegt og hnitmiðað nám
og maður kynntist fjölbreyttum hópi
fólks úr atvinnulífinu sem verða vinir
manns alla tíð,“ segir Eva.
Húmorinn í fyrirrúmi
Eva Dögg er dóttir Eddu Björgvins-
dóttur leikkonu og fósturfaðir henn-
ar er Gísli Rúnar leikari. Hún vill ekki
meina að æskan hafi verið eins og
áramótaskaupið alla daga. „Mamma
og pabbi eru bestu vinir mínir og við
hlæjum mikið saman. Ég er óenda-
lega þakklát fyrir foreldra mína en
ég var oft spurð sem barn: „er ekki
alltaf ógeðslega skemmtilegt heima
hjá þér?“ Fólk sá í anda að það væri
stanslaust áramótaskaup frá morgni
til kvölds. Kannski ekki alveg, en þau
unnu mjög mikið og voru mikið í burtu
og mamma var með agann á hreinu og
maður komst nú ekki upp með að vera
úti öll kvöld eða segjast ætla að gista
hjá vinkonum en ætla svo að gista hjá
kærasta. Ó nei, ég fékk ekki að gista
heima hjá kærastanum mínum fyrr
en ég var hreinlega flutt að heiman.
Kannski var það þess vegna sem ég
flutti að heima 19 ára,“ segir Eva og
hlær.
„Við Björgvin Frans, bróðir minn,
erum með sama húmor og getum ver-
ið ótrúlega kaldhæðin. En okkur finnst
við fyndnust í fjölskyldunni. Við erum
bestu vinir í dag þó svo að ég hafi pínt
hann og strítt honum aðeins þegar
hann var yngri. Það er bara partur af
prógramminu.“
Skammaðist sín fyrir pabba
„Ég fæddist ekki með leiklistarbakt-
eríuna eins og yngri bræður mín-
ir, ég fékk smá norm úr föðurfjöl-
skyldunni minni, sem betur fer. Ég var
að vísu neydd nokkrum sinnum til að
vera í kvikmyndum, koma fram í ára-
mótaskaupum og nokkrum barna-
tímum, en það var algjörlega gert af
skyldu en af löngun. Fyrsta minning
mín, þegar ég fattaði að foreldrar mínir
voru ekki svona hefðbundnir foreldr-
ar, var þegar ég var fimm ára og leiddi
fósturpabba á Laugaveginum og ein-
hver kallaði á eftir honum: „hei kaffi-
brúsakarl.“ Vá hvað ég skammaðist
mín og það tók hann langan tíma að fá
að leiða mig aftur á almannafæri.“
Kjaftasögur
„Auðvitað tók þetta líka smá toll þegar
maður var yngri. Foreldrar mínir voru
að byrja sinn frama og þau voru auð-
vitað mjög þekkt og í raun eign þjóðar-
innar á þessum tíma. Þau lentu auð-
vitað á milli tannanna á fólki og það
hefur alltaf áhrif á börn þegar fólk
dreifir skítasögum um aðra sérstaklega
ef um ræðir foreldra manns sem mað-
ur elskar og dáir. Ég þoli ekki kjaftasög-
ur og er síðust manna til að taka þátt í
slíku. Ég lít á slíkt sem mannorðsmorð
og er oft og tíðum hundleiðinleg þegar
ég stoppa fólk í partíum. Fólk ætti að-
eins að smjatta á orðunum sínum áður
en það spýtir þeim út í umhverfið. Ef
fólk reynir að segja mér slúðursögur
þá spyr ég alltaf: „varstu undir rúminu
hjá þeim?“
Eva Dögg passar alltaf að hafa tíma
fyrir líkamsrækt og mætir fimm daga
vikunnar í World Class. Hún fer reglu-
lega í nudd og slakar á í heita pottinum
eins oft og hún getur. „Það er eiginlega
heilun fyrir mig að hreyfa mig. Ég er
samt þannig að ég verð að hafa dekur
með þannig að ég tek mér lengri tíma
til að fara í baðstofuna til að slaka á og
vera ein með sjálfri mér til að halda
geðheilsu.“
Tískufrík
„Áhugamál mitt er tíska og aftur tíska
en síðan finnst mér útivera skemmti-
leg. Þá vil ég annaðhvort vera að veiða
eða spila golf. Það er ekki til í mér að
mig langi að klífa fjöll en það kem-
ur kannski með árunum. Er það ekki
annars svona ellisport?
Mér finnst að allar skvísur ættu að
fá sér litaðar og áberandi flíkur í sum-
ar; góðar gallabuxur, flottan bleiser í
hvítu, bleiku eða áberandi lit, fallegan
sumarkjóll – klikkar ekki, nú og svo eru
það fylgihlutirnir sem maður fær ekki
nóg af. Strigaskór eru í tísku og allar
konur ættu að eiga eitt par og það helst
í áberandi lit,“ segir Eva þegar hún er
spurð út í sumartískuna.
Horfir meira á stráka
„Þegar ég var að deita hér fyrir
nokkrum árum þá átti ég alltaf óskap-
lega bágt með það þegar menn mættu
í ópússuðum skóm. Ég er mikil pjatt-
rófa og þoli ekki þegar menn eru í
skítugum gallabuxum með hné fyrir
allan peninginn og annað. Ég þoli ekki
þegar ég finn ilminn af mýkingarefn-
inu af fólki. Ég spái samt ekki mikið
í klæðnað kvenna, ég tek meira eftir
heildarstílnum. Íslenskar konur eru
flottar og passa vel upp á sig en eina
sem mætti bæta við er brosið því fal-
legt bros og gleði eru bara það mikil-
vægasta þegar kemur að útlitinu að
mínu mati.“
Mamma hippi
Fæddist Eva Dögg í háum hælum með
gloss? „Nei alls ekki því mamma var
svo mikill hippi að einu skórnir sem
ég hefði getað farið í voru fótlaga, flat-
botna leðurskór og hippapils. Ég átti
sem betur fer tískuskvísu fyrir ömmu
sem ég var mikið hjá og hún átti pinna-
hæla í öllum litum og fataskáp sem var
stærri en heimurinn í minningu minni.
Amma Gréta var mikil tískuskvísa og
ég fékk pottþétt bakteríuna frá henni.
Það er klárt að börn mín hafa tískuvitið
frá mér. Ég lendi stundum í stappi við
þann næstyngsta með fataval hans í
leikskólann. Ég á eina prinsessu sem
er algjör tískuskvísa og með enn meira
nef fyrir nýjungum en ég nokkru sinni.
Hún er stundum kölluð Skvísa Bella
en heitir Sara Ísabella. Hún hefur leið-
beint ömmu sinni, Eddu, margsinnis.“
Gucci og Crocs
„Mér finnst afar mikilvægt að skoða
hvað tískurisarnir eru að gera og ég
skoða mikið bæði blöð og tímarit. Ég
er ekki að skoða þetta til þess að fara
síðan og kaupa þessar vörur, það gera
fæstir. Hugmyndin er að skoða tísku-
straumana og finna síðan eitthvað
svipað í ódýrari verslunum. Ég var til
dæmis að skoða Gucci í London um
daginn og datt síðan inn í Lindex og
fann mjög svipaðan kjól sem ég að
sjálfsögðu keypti fyrir brot af verði
Gucci-kjólsins. En það er alltaf gam-
an að eiga eina og eina vandaða flík
og poppa hana síðan bæði upp og
niður með ódýrari fatnaði. Ég er lík-
lega sú ósnobbaðasta hvað þetta varð-
ar því ég veit það fyrir víst að þú getur
ekki keypt þér klassík. Sama hvað var-
an kostar þá geta peningar ekki gert
þig smart. Ég keypti mér hælaskó frá
Crocs árið 2009 á Spáni en ég hef ekki
fundið þetta ótrúlega flotta snið síðan.
Ég myndi aldrei ganga í þessum hefð-
bundnu Crocs-skóm. Crocs eru barns
síns tíma og eiga heima í bústaðnum
og hana nú, en ekki í mínum bústað,
ó nei.“
Hyljari er nauðsynlegur
Eins og hefur komið fram þá hugsar
Eva Dögg mikið um útlitið og hefur
gott nef fyrir því sem er efst á baugi þá
stundina hvað tísku og förðun varð-
ar. „Ég er algjör snyrtivörufíkill og er
alltaf með slatta af vörum sem ég er
að prófa og líka starfs míns vegna. Í
dag er BB-kremið frá Clarins í upp-
áhaldi og ég nota á móti nýja farðann
frá Lancome sem er með hyljara í lok-
inu. Svo er það uppáhaldið mitt sem er
gylltur, blautur augnskuggi frá Chanel,
en ég nota hann með brúnum blaut-
um augnskugga frá Mac. Ég er bara því
miður ekki týpan sem er með þykkan
varalit og vel frekar gloss en þau geta
verið í öllum litum. Ég verð bara að
hafa varirnar mjúkar. Núna eru það
Chubby Stics frá Clinique sem er í
öllum vösum. Ég held að ég sé alltaf
að tríta mig bara með því að hugsa
um útlitið, vera glöð því maður verð-
ur að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig
því annars getur maður ekki verið til
staðar fyrir aðra,“ segir Eva Dögg að
lokum. n
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, eigandi Tíska.is, er fjögurra
barna móðir sem býr í Ártúnsholtinu. Hún á Fannar, 20
ára, og Söru, 14 ára, með fyrrverandi eiginmanni mínum
og Gabríel, 5 ára, og Viktor Áka, 18 mánaða, með nú-
verandi sambýlismanni mínum, Bjarna Ákasyni. Eva er
alin upp miðbæ Reykjavíkur af leikarahjónunum Eddu
Björgvinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni en pabbi henn-
ar heitir Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri á Hellu.
Tískudíva í gúmmítúttum
n Eva Dögg Sigurgeirsdóttir þolir ekki kjaftasögur n Fékk tískubakteríuna frá ömmu
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
„Ég þoli ekki
kjaftasög-
ur og er síðust
manna til að taka
þátt í slíku
„Mamma og
pabbi eru
bestu vinir mín-
ir og við hlæjum
mikið saman
Tískuspekúlant Eva
Dögg hefur verið viðloð-
andi tísku í fjölda ára.
Eva Dögg „Amma Gréta var mikil
tískuskvísa og ég fékk pottþétt bakteríuna
frá henni.“