Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 48
Ég er
massaður!
Haglél í London
n Það er ekki bara hér á landi sem
vetur konungur neitar að hleypa
sumrinu að. Söngkonan Þórunn
Antonía Magnúsdóttir er stödd í
London um þessar mundir og
tók haglél á móti söngkonunni.
Dhani Harrison, sonur bítilsins Ge-
orge Harrison, fór fögrum orðum
um Þórunni í viðtali við vefsíðuna
examiner.com í vik-
unni en hún hef-
ur sungið með
hljómsveit hans
Thenewno2.
Dhani er giftur
Sólveigu Kára-
dóttur,
dóttur Kára
Stefáns-
sonar.
Snýst allt um grillið
n Grínistinn og leikstjórinn Hall-
dór Halldórsson segir ímynd karl-
mennskunnar í dag ekki lengur
snúast um að eiga flottan bíl. „Nú
snýst þetta allt um að eiga geggjuð
grill. Cadillac skipt út fyrir Weber,
Benz fyrir Landsmann. Stór og
kraftmikil grill sem urra þegar
maður kveikir undir brennur-
um.“ Frá þessu segir Halldór í að-
sendri grein á Vísi en hann segir
þessa stefnubreytingu hafa valdið
honum hugarangri.
„Grillið mitt er íg-
ildi þess að eiga
hvítan Daihatsu
Charade ‘87 mód-
el, þar sem búið
er að rífa áklæðið
af sætunum og
gubba í
ösku-
bakk-
ann.“
Fjórða þáttaröð
tekin upp á Íslandi
n Vefsíðan svarthofdi.is greindi
frá því í gær að fjórða serían af
Game of Thrones yrði tekin upp
hér á landi að hluta. DV hefur
einnig heimildir fyrir því að svo
sé auk þess sem leitað hefur verið
sérstaklega að stæltum, sköllótt-
um karlmönnum í aukahlutverk
í þáttaröðinni. Stór hluti þriðju
þáttaraðar sem nú er í sýningu
var tekin upp á Norðausturlandi
en samkvæmt heimildum DV
verður einnig tekið upp
á Suðurlandi að þessu
sinni.
Á
leiðinni upp gengum við
fram á nýlátinn mann, frá
Bangladess. Það var ansi
hrikalegt og við þurftum að
klofa yfir hann,“ segir Ingólfur Geir
Gissurarson sem varð fimmti Ís-
lendingurinn til að toppa Everest
síðastliðinn þriðjudag.
„Það er alltaf talsvert um þetta,
ástæðan fyrir því er yfirleitt að þeir
eru hreinlega ekki mjög skynsam-
ir eða hjá lélegum fyrirtækjum.
Margir halda hreinlega að þeir geti
allt. Það er fjörutíu stiga frost alla
tíu tímana og þegar maður nær
tindinum er jafnvel þrjátíu metra
vindur,“ segir Ingólfur. Á hverju
ári ferst fjöldi fjallgöngugarpa sem
reyna að klífa fjallið. Ingólfur segir
fjallgönguna vera gífurlega erfiða
og hættulega í samtali við DV.
„Það er gríðarlega bratt og hált á
leiðinni upp og svo eru hrikalegar
ísblokkir hangandi yfir manni.“
Ingólfur sem var í grunnbúðun-
um fyrir austan segir umgengni
vera mjög misjafna við fjallið.
„Það er náttúrulega mikill fjöldi
fólks sem er hérna meðan á þessu
stendur. Í fimm mánuði eru hér
hátt í fimm þúsund manns með
sjerpum og öllum. Hér eru jakuxar
að fara fram og til baka með vörur
og vistir. Sum fyrirtæki standa sig
vel að þrífa eftir sig, önnur ekki.“
Ingólfur skálar nú í kampavíni
eftir afrekið og segist sakna Íslands
og hlakka til að komast heim.
Hann mun lenda í Keflavík næst-
komandi miðvikudag. n
Þurfti að klofa yfir lík
n Ingólfur Geir Gissurarson fagnar á Everest með kampavíni
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 24.–26. MAí 201357. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
„Útsýnið er alveg hrikalegt“ Ingólfur
á toppi Everest með íslenska fánann