Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Qupperneq 3
Þ ingmennirnir Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óttarr Proppé þiggja tvöföld laun í sumar í ljósi þess að lausn- arbeiðni þeirra hjá borginni tekur ekki gildi fyrr en 1. ágúst. Sem kunnugt er hafa þau verið á launum sem borgarfulltrúar undanfarin ár en ofan á þau bætist nú þingfararkaup vegna sumarþingsins sem staðið hef- ur yfir frá 6. júní. Sóttust Hanna Birna og Óttarr eftir því að lausnarbeiðni þeirra tæki gildi fyrr og vildu síður fá launin greidd. Hins vegar taldi skrif- stofa borgarstjórnar hagkvæmara að lausnar beiðnin tæki gildi síðar í stað þess að kallaðir yrðu inn varamenn í sumar. Gengu úr nefndum „Borgarfulltrúarnir tveir hafa beðist lausnar vegna nýrra starfa og tekur lausnarbeiðnin gildi frá og með 1. ágúst í samræmi við samþykktir Reykjavíkurborgar,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar. „Borgarfulltrúar vinna sér ekki inn neinn orlofsrétt eins og aðrir laun- þegar, en í samþykktum kemur fram að þeir skuli fá greidd full laun á meðan sumarleyfi borgarstjórnar og fundahléi ráða og nefnda stendur.“ Segir Helga að þingmennirnir tveir hafi gengið úr öllum ráðum og nefnd- um fyrir sumarleyfi en fái greidd ein- föld grunnlaun síðasta mánuðinn. „Síðasta launagreiðslan til þeirra fer fram þann 1. ágúst og jafnframt fer fram hefðbundið uppgjör, til dæmis vegna lífeyrisgreiðslna og starfskostn- aðar á borð við símkostnað.“ Þrjár milljónir yfir sumarið Þingfararkaup er 630 þúsund krónur á mánuði en varaforsetar þingsins, for- menn fastanefnda og formenn þing- flokka, fá 15 prósenta álag. Í ljósi þess að Óttarr gegnir stöðu varaforseta er hann með 724 þúsund krónur í þing- fararkaup. Við þetta bætast laun borg- arfulltrúa sem nema 441 þúsund krón- um. Samtals er hann því með hátt í 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Hanna Birna er enn betur sett því mánaðar- laun ráðherra, annarra en forsætisráð- herra, eru rúmlega 1,1 milljón króna. Með borgarfulltrúalaununum fær hún meira en þrjár milljónir í laun fyrir júní- og júlímánuð. Í 200 prósent starfi „Lausnarbeiðnin þurfti að vera dag- sett 1. ágúst til að ég hefði umboð til að starfa á vegum borgarinnar áfram sem ég er enn að gera. Í raun og veru er það bara eftir samþykktum borgarinn- ar,“ segir Óttar Proppé í samtali við DV. „Ég kann nú ekki við að tala fyrir hönd okkar beggja, en ég er að minnsta kosti enn að sinna störfum fyrir borgina og sat til dæmis fundi í ráðum og nefnd- um núna í júní.“ En er Óttar þá í 200 prósent starfi þessa dagana? „Já, svona meira og minna, því borgarfulltrúa- starfið er ansi drjúgt,“ svarar Óttar. Ekki náðist í Hönnu Birnu við vinnslu frétt- arinnar. n Fréttir 3Mánudagur 1. júlí 2013 Vildu ekki fá tvöföld laun Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is n Þingmenn þiggja einnig laun borgarfulltrúa Hanna Birna Hanna Birna er innanríkisráð- herra og fráfarandi borgarfulltrúi. Óttarr Proppé Óttarr er nýkjörinn þingmaður Bjartrar framtíðar og fráfarandi borgarfull- trúi Besta flokksins. „Á alls ekki að ganga laus“ n Jóhannes Páll brýst inn og brýtur kynferðislega gegn börnum og öðrum íbúum 2003 – Réðst á unga konu á veitingahúsi Árið 2003 réðst Jóhannes, sem þá hét Jóhann, á konu á salerni veitingahúss, lamdi höfði hennar ítrekað við vegg, reif niður um hana buxur og nær- buxur og káfað svo á kynfærum hennar. Hann var dæmdur í níu mánaða fangelsi. 2004 – Nam fjögurra ára stúlku á brott Árið 2004 braust Jóhannes inn í hús á Seyðisfirði og nam á brott fjögurra ára stúlku þaðan sem hún svaf í rúmi sínu. Fað- ir stúlkunnar kom að Jóhannesi með stúlkuna í fanginu á stétt utan við húsið og kom henni til bjargar. Jóhannes hlaut tveggja ára fangelsisdóm. 2008 – Braust inn og mis- notaði fimm ára stúlku Árið 2008 var Jóhannes hand- tekinn eftir að hafa brotist inn í hús við Grettisgötu í Reykja- vík. Þar misnotaði hann fimm ára stúlku þar sem hún lá við hlið ömmu sinnar. Amma stúl- kunnar vaknaði upp við það að Jóhannes lá með höfuðið milli fóta stúlkunnar og sleikti kyn- færi hennar. Stúlkan reyndi að segja Jóhannesi að hætta. Hann komst inn í húsið með því að brjóta upp stormjárn og skríða inn um glugga en fyrr um kvöldið hafði hann setið að drykkju ásamt bróður sínum. 2013 – Grunaður um inn- brot og tvö kynferðisbrot Nú hefur Jóhannes verið hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa endur- tekið leikinn. Hann er grun- aður um að hafa brotist inn á nokkur heimili á síðustu vik- um. Í tveimur tilfellum er hann talinn hafa brotið kynferðis- lega á íbúum. Brotaferill Jóhannesar Hættulegur Jóhannes, áður Jóhann, er sagður hættulegur. Hann hefur brotist inn á heimili og misþyrmt íbúum. Brotasaga hans nær aftur til ársins 2003 og hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að ræna barni úr rúmi sínu. „ Í samþykktum kemur fram að þeir skuli fá greidd full laun á meðan sumar- leyfi borgarstjórnar og fundahléi ráða og nefnda stendur. „Stór sigur fyrir mig“ n Dagbjört sigraði álverið og VÍS É g er alveg í skýjunum með þetta. Niðurstaða dómsins er betri en við þorðum að vona en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ég bæri enga sök heldur hafi álverið með saknæm- um hætti sýnt af sér vanrækslu og beri fulla ábyrgð á tjóninu,“ segir Dagbjört Steinarsdóttir um niður- stöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli hennar gegn Rio Tinto Alcan (Álverinu í Straumsvík) og Vá- tryggingafélagi Íslands. DV sagði frá málinu í júní en dómur féll í málinu á föstudag. Forsaga málsins er sú að Dagbjört lenti í vinnuslysi í Álverinu í júní 2007, þá hafði hún unnið þar í tæpan mánuð. Slysið varð með þeim hætti að henni var gert að ganga frá mótabotni með krana inni á mótabotnalager í steypuskála álversins en þegar hún ætlaði að hífa botninn, sem er 14 tonn, lyftist botninn upp og færð- ist til og frá og lenti á Dagbjörtu sem stóð á milli mótabotnsins og árekstrargrindverks og klemmdist illa á mjaðmagrind. Dagbjört hlaut mikla áverka við þetta og glímir enn við ýmsa líkamlega kvilla vegna slyssins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Dagbjört ætti rétt á skaðabótum frá álverinu og voru álverið og VÍS dæmd til greiðslu málskostnaðar. „Ég er mjög ánægð með niðurstöðuna, þetta er stór sigur fyrir mig og aðra starfsmenn sem gætu lent í einhverju svona,“ segir Dagbjört. Ekki er ljóst hvort að VÍS áfrýi dómnum en þeir hafa þrjá mánuði til þess. n viktoria@dv.is Sigraði stóru risana Dagbjört vann mál sitt gegn Álverinu og VÍS fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hún er ánægð með sigurinn en vegna vinnuslyss sem hún lenti í þar 2007 hefur hún mátt þola miklar kvalir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.