Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Síða 26
Azealia Banks Azealia Banks
skaust hratt upp á stjörnuhimininn á síðasta
ári með útgáfu lagsins
212. Azealia er fædd
árið 1991 í Harlem í
New York. Hún var
aðeins 17 ára þegar
hún landaði
plötusamningi hjá XL
Recordings, en þar
áður kom hún tónlist
sinni á framfæri í gegnum vefsíðuna MySpace
undir dulnefninu Miss Bank$. Fyrir um ári gaf
Azealia út plötuna Fantasea og í apríl kom út
smáskífan Yung Rapunxel en það er fyrsta
smáskífan af væntanlegri breiðskífu hennar
sem ber heitið Broke with Expensive Taste.
H
vort sem það er vegna and
femínískra rapptexta, tón
listarmyndbanda eða ein
faldlega skorts á kvenkyns
röppurum hefur rapp
heimurinn lengi verið stimplaður
sem heimur karla. Hingað til hafa
afar fáar konur skapað sér nafn í
bransanum þó svo að rapparar á borð
við Queen Latifah, Foxy Brown, Missy
Elliot, Lauryn Hill og nú síðast Nicki
Minaj hafi vissulega rutt brautina.
Eitthvað virðast konur þó vera
að sækja í sig veðrið því sífellt fleiri
kvenkyns rapparar birtast nú á sjón
arsviðinu og sýna okkur að stelpur
geta líka rappað.
Blaðamaður DV tók saman upp
lýsingar um nokkra kvenkyns
rappara sem vert er að fylgjast með
á næstunni. n
horn@dv.is
26 Fólk 1. júlí 2013 Mánudagur
A
lex, bróðir hinnar látnu
söngkonu Amy Winehouse,
sagði í viðtali á dögunum
að hann teldi systur sína
ekki hafa látist vegna mikill
ar eitur lyfjaneyslu, heldur lotu
græðgi. Amy veiktist af átrösk
unarsjúkdómnum þegar hún var
unglingur og náði aldrei að losna
úr viðjum hans.
Alex segir alla fjölskylduna hafa
vitað af ástandinu á Amy en að
erfitt hafi verið að takast á við það,
enda hafi það verið mjög slæmt.
„Hún hefði dáið á endanum,
miðað við þá leið sem hún var að
fara, en það sem drap hana í raun
var lotugræðgi,“ sagði hann í sam
tali við breska blaðið The Guardi
an. „Ég held að lotugræðgin hafi
gert hana meira veikburða og við
kvæma. Hefði hún ekki verið með
átröskunarsjúkdóm hefði hún
verið líkamlega sterkari.“
Amy lést í júlí 2011, aðeins
27 ára að aldri. Hún hafði um
árabil glímt við áfengis og fíkni
efnavanda og vakti oftar en ekki
athygli fyrir skrautlega framkomu.
Rétt fyrir andlátið hafði hún aflýst
öllum fyrirhuguðum tónleikum
vegna vandræða í einkalífinu og
mikillar neyslu.
Amy vakti strax athygli fyrir sína
fyrstu breiðskífu sem kom út árið
2003. Þremur árum síðar sló hún
í gegn á heimsvísu, í kjölfar útgáfu
plötunnar Back to Black, en fyrir
hana hlaut Amy fimm Grammy
verðlaun svo eitthvað sé nefnt. n
Töffari fyrir allan
peninginn
n Hin 43 ára Gwen Stefani hefur
haldið sér í fantagóðu formi í gegn
um árin. Hún sást spranga um á
Long Beach síðastliðinn laugardag í
magabol og víðum gallabuxum sem
fóru henni afar vel. Skvísan er með
stílinn á tæru og lætur ekki aldurinn
stöðva sig þegar kemur að fatavali.
Húðflúruð ofurskvísa
n Adele birti mynd af húðflúri sínu
á Facebook um helgina. Skvísan lét
rita orðið Paradís á
höndina og fékk
hún stjörnu
húðflúrara, sem
kallar sig Bang
Bang, til verks
ins. Þetta er ekki
fyrsta húðflúrið
hennar, hún er með bókstafinn a á
bak við annað eyrað.
Fékk nálgunarbann
n Rihanna hefur fengið tímabund
ið nálgunarbann á karlmann sem
hefur ofsótt hana um
tíma. Maðurinn,
Robert Melason,
var vistaður á
geðdeild eftir að
hann var gómað
ur uppi á þaki
heimilis hennar á
dögunum. Rihanna
segist óttast um líf sitt í kjölfarið og
hefur farið fram á varanlegt nálg
unarbann.
250 milljónir
fyrir mynd
n Kim Kardashian
og Kanye West
hafa fengið til
boð frá tímariti
upp á tvær millj
ónir dollara fyrir fyrstu opinberu
ljósmyndina af dóttur þeirra, North
West. Erlend tímarit keppast um
að fá að birta fyrstu myndina af
barninu og eru foreldrarnir ekk
ert að flýta sér að selja blöðunum
mynd af litlu prinsessunni, enda
ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega.
Stjörnu
fréttir
Íris Björk
Jónsdóttir
Stelpur geta líka rappað
n Heitustu kvenkyns rappararnir í dag
n Sjúkdómurinn gerði hana veikburða
Horuð Bróðir Amy segir hana hafa látist
vegna lotugræðgi.
K
atrín, hertogaynja af
Cambridge og verðandi
barnsmóðir Vilhjálms Breta
prins, mun fæða fyrsta barn
þeirra hjóna á sama sjúkrahúsi og
Díana prinsessa eignaðist bræð
urna Vilhjálm og Harry. Sjúkrahúsið
sem um ræðir er St. Mary‘ssjúkra
húsið í Paddington í vesturhluta
Lundúna, og mun Marcus Setchell,
fyrrverandi kvensjúkdómalæknir
Elísabetar Bretadrottningar, taka á
móti barninu.
Við fæðinguna færist Harry prins
niður um eitt sæti í röð verðandi
landshöfðingja, en hið ófædda barn
verður númer þrjú í röð erfingja að
bresku krúnunni á eftir afa sínum og
föður.
Tilkynnt var um þungun Katrínar
í desember síðastliðnum og er hún
því komin ansi langt á leið, en von
er á barninu í júlí. Heimildir herma
að hinir verðandi foreldrar viti enn
ekki kyn barnsins, heldur vilji láta
það koma sér á óvart en fæðingin,
og þá væntanlega kyn barnsins,
verður tilkynnt líkt og hefðin segir
til um. Umslag með upplýsingum
um fæðinguna og barnið verður
fært til Buckinghamhallar, aðseturs
drottningar í Lundúnum, en síðan
verður almenningi tilkynnt um mál
ið við aðalhlið hallarinnar. n
Fæðir á sama sjúkrahúsi og Díana
n Kyn barnsins enn leyndarmál
Segir Winehouse hafa
látist úr lotugræðgi
3D Na‘Tee Samantha Davon James er
bandarískur rappari sem gengur undir nafninu
3D Na‘Tee. Hún er fædd og uppalin í New
Orleans í Louisiana og hefur vakið talsverða
athygli á síðustu misserum. Samantha byrjaði
ung að rappa og skrifaði undir hjá útgáfufyrir-
tæki í New Orleans árið 1999, er hún var aðeins
13 ára. Hún vakti strax mikla athygli í
heimaborg sinni og varð fljótt þekkt í
rappheiminum þar fyrir góða frammistöðu í
svokölluðum „rap battle“. Bandaríski
rapparinn og pródúserinn Timbaland tók eftir
Samönthu og hjálpaði henni að koma sér á
framfæri. Hún sendi frá sér sína fyrstu plötu
árið 2006 og þá næstu aðeins ári síðar. Í
fyrrasumar sendi hún svo frá sér sína fyrstu
breiðskífu, sem hlaut nafnið The Coronation.
Verðandi foreldrar Þau Katrín og Vil-
hjálmur eiga von á sínu fyrsta barni í júlí.
M.I.A. Mathangi Arulpragasm er ensk
söngkona, rappari, lagahöfundur, myndlistar-
kona og leikstjóri sem kemur fram undir
nafninu M.I.A. Hún er af tamílskum (e. Tamil)
uppruna og er ættuð frá Srí Lanka.
M.I.A. varð heimsfræg eftir að hún gaf út lagið
Paper Planes árið 2008, en smáskífa með
laginu seldist í yfir þremur milljónum eintaka
í Bandaríkjunum einum og var titillagið í ósk-
arsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire.
Alls hafa komið út þrjár breiðskífur með þess-
um mikla töffara og er sú fjórða væntanleg á
þessu ári. Nú þegar hafa komið út tvö lög af
hinni væntanlegu plötu, annars vegar lagið
Bad Girls, sem sló rækilega í gegn, og hins vegar
Bring the Noize sem kom út um miðjan júní.
Iggy Azalea Iggy Azalea heitir réttu nafni Amethyst
Amelia Kelly. Hún er fædd árið 1990 í Sidney í Ástralíu og vakti
fyrst athygli árið 2011 er tónlistarmyndbönd við lög hennar Pu$$y
og Two Times birtust á YouTube. Í september sama ár gaf hún út
plötuna Ignorant Art og eftir að hafa vakið smám saman aukna
athygli sendi hún frá sér plötuna TrapGold í október 2012. Fyrsta
breiðskífa Iggy er væntanleg í september næstkomandi og mun
hún bera heitið The New Classics
LoLa Monroe LoLa Monroe heitir
réttu nafni Addis Ababa. Hún er fædd í
Eþíópíu en ólst að mestum hluta upp í
Washington D.C. Í júní 2009 sendi hún frá sér
sína fyrstu plötu, Boss Bitch‘s World, og
aðeins þremur mánuðum síðar kom sú næsta
út, The Lola Monroe Chronicles: The Art of
Motivation. Síðan þá hefur hún gefið út tvær
plötur til viðbótar, Untouchables og Batteries
Not Included. Fimmta plata hennar, Lipstick
& Pistols, er svo væntanleg á þessu ári.
LoLa er í miklu uppáhaldi hjá rapparanum
Wiz Khalifa en hún er jafnframt eina konan á
samningi hjá Taylor Gang Records, en það er
lítið útgáfufyrirtæki í hans eigu.
Angel Haze Angel Haze heitir réttu
nafni Raykeea Angel Wilson og er fædd árið
1991 í Detroit í Michigan. Angel er á samningi
hjá útgáfufyrirtækjunum Universal Republic
og Island Records og hefur verið iðin við að
senda frá sér smáskífur og plötur. Á árunum
2011 og 2012 komu út með henni heilar fjórar
plötur en von er á hennar fyrstu breiðskífu,
Dirty Gold, síðar á þessu ári. Angel hefur vakið
mikla athygli fyrir nokkrar smáskífur, þar á
meðal útgáfa hennar af gamla Eminem-
slagaranum Cleaning Out My Closet, auk þess
sem lögin On the Edge og Shut the Fuck Up
vöktu nokkuð umtal, enda samin til þess eins
að rakka niður rapparann Azealiu Banks.