Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 14.–16. janúar 20144 Fréttir
Álag á sjúkraliða
sagt ómannlegt
n Sjúkraliðar brenna út í starfi á lágum launum n Lítil endurnýjun
Á
lag á sjúkraliðum er ómann
legt og er að slíta þeim út.
Stöðugt vinnuálag veldur
veikindum og vinnuslysum
og launin eru allt of lág að
sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur,
formanns Sjúkraliðafélags Íslands.
Álagið fellur oft í skuggann af álagi
á lækna og hjúkrunarfræðinga og
segir Kristín að oft og tíðum sé fólk
að brenna út í starfi. „Það verður
bara að segjast eins og er að það er
mesta álagið á þeim. Þó að álag sé
mikið á hinum, er líkamlegt álag á
þessum hópi alveg gríðarlegt.“ Líkt
og hjá mörgum öðrum stéttum eru
kjarasamningar við sjúkraliða að
renna út um mánaðamótin.
Kristín segir að erfitt geti reynst
að endurhæfa fólk í þessum spor
um. „Endurhæfingarráðgjafar fé
lagsins hafa komið á máli við mig
og bent á að þetta gangi ekki upp.
Þær eru að fá til sín sjúkraliða sem
glíma við langvarandi veikindi, þeir
eru búnir og það er varla hægt að
endurhæfa þá,“ segir Kristín.
Ómannlegt
Kristín bendir á að líkamlegt álag á
sjúkraliðum sé mikið. Flestir sjúkra
liðar eru konur og meðal aldur
þeirra er hár. „Sjúkraliðar sinna
margir mjög veikum einstaklingum,
þurfa að snúa þeim, baða og klæða.
Um er að ræða sjúklinga sem eru
allt upp í 200 kíló,“ segir Kristín og
bendir á að sjúkraliðar þurfi oft að
sinna sjúklingum einir og óstuddir.
Þetta skapi verulega hættu á vinnu
slysum. Þeir sjúkraliðar sem DV
hefur rætt við eru sammála. „Að
baða mikið hreyfihamlaða mann
eskju einn skapar stórhættu,“ segir
einn þeirra.
Í samtali við DV segja sjúkraliðar,
konur sem starfað hafa á Landspít
alanum, að álagið sé ómannlegt.
Ein þeirra er enn í námi og segist
njóta þess að læra, en starfsnám
ið valdi henni miklu hugarangri.
„Álagið er þannig að ég varð eigin
lega bara veik af því að vinna svona
mikið. Þegar maður varð svo veik
ur fann maður hvernig allir urðu
reiðir og baktöluðu mann. Þetta var
eins og ég væri að bregðast með því
að vera mannleg og veikjast,“ segir
hún.
Alvarleg vinnumenning
Kristín tekur undir þetta og seg
ir að vinnumenningin sé orðin
mjög alvarleg. „Undurmönnun
in er mikil fyrir. Ef einhver veikist
þá er fólk ekki kallað inn í þeirra
stað og þá eykst álagið. Það er ekki
hægt að ýta verkefnunum, eða sjúk
lingunum, á undan sér. Það þarf að
sinna þeim,“ segir hún. „Inn á borð
til mín kemur mikið af svona upp
lýsingum,“ segir Kristín og bendir
á að þeir sjúkra liðar sem sæki um
sjúkradagpeninga séu oftar en ekki
með sjúkdóma sem rekja megi til
líkamlegs og andlegs álags. Oft eru
það stoðskerfissjúkdómar eða and
legir sjúkdómar. „Þetta er mikið
áhyggjuefni,“ segir Kristín.
Minna álag á lækna
Kristín segist hafa rætt við Vinnu
eftirlitið um það álag sem er á
starfsfólki í heilbrigðisgeiranum,
þá sérstaklega sjúkraliðum. Vinnu
eftirlitið hafi hins vegar vísað á
landlækni. „Það þýðir ekkert að tala
við Vinnueftirlitið þó svo að fólk sé
að verða að örkumla aumingjum í
vinnunni,“ segir Kristín og er mjög
ósátt. „Vinnueftirlitinu kemur það
ekki við og segist ekki hafa heim
ildir til að gera neitt í málinu. Land
læknisembættið á að fylgjast með
heilbrigðisstéttum, en er ekki að
sinna því,“ segir Kristín.
Kristín segist ekki gera lítið úr
því álagi sem er á aðra heilbrigðis
starfsmenn, en segir að það sé kom
ið út fyrir öll mörk í starfi sjúkraliða.
Heilbrigðisráðherra hefur gef
ið það út að minnka eigi álag á
lækna með því að nýta betur sjúkra
liða og hjúkrunarfræðinga. Fé
lag hjúkrunar fræðinga er ekki sátt
við þessa stefnumótun, en Kristín
segist hafa tekið vel í það og von
ast til þess að fagmenntun þeirra fái
þá að njóta sín og að þeir geti sinnt
þeirri hjúkrun með þeirri menntun
sem þeir hafa aflað sér. „Það þarf þá
að nota þá menntun sem þarna er
til staðar,“ segir hún. „Það er er líka
liður í álaginu að gera lítið úr fag
stéttinni. Það er erfitt að vera alltaf
undir það seldur að það séu aðrir
sem stýri, stjórni og drottni, sem oft
ast eru þá hjúkrunarfræðingar,“ segir
hún og segir að það sé enn svo, þrátt
fyrir lagabreytingu, að hjúkrunar
fræðingar séu settir yfir sjúkraliða.
„Það er óeðlilegt að þeir séu ekki
meira nýttir sem yfirmenn inni á
hjúkrunarheimilunum,“ segir Krist
ín og bendir á að margir sæki sér
áframhaldandi menntun í öldr
unarhjúkrun. „Það eru staðir sem
telja þetta ógna hjúkrunarfræðing
um og nýta ekki þessa sérþekkingu,
en það eru auðvitað ekki allir sem
hugsa þannig. Þetta er misjafnt.“
Gríðarleg óánægja með laun
Starfið getur komið niður á fjöl
skyldunni, að mati sjúkraliða
sem segjast að jafnaði tvisvar eða
þrisvar í mánuði eiga erfitt með
að sinna skyldum sínum gagnvart
fjölskyldunni, vegna þess hversu
miklum tíma þeir verja í vinnunni.
Mörgum sjúkraliðum gengur erfið
lega að lifa af launum sínum.
Meðal laun sjúkraliða eru um 270
þúsund krónur fyrir fullt starf. Þeir
telja sig hafa dregist talsvert aftur
úr öðrum félögum, svo sem öðrum
stéttum innan BSRB. Í nýrri launa
könnun sjúkraliða kemur fram að
72,6 prósent svarenda voru ósátt
við launin sín. Aðeins 22,8 prósent
stéttarinnar starfa í fullu starfi.
Meðalaldur stéttarinnar er mjög
hár eða 51,2 ár sem og starfsaldur
sem er 18 ár. Þetta skýrist meðal
annars af því að þrátt fyrir að
sjúkraliðabrautir í skólum séu full
ar, ákveða mjög margir að leggja
starfið ekki fyrir sig. Því verður
minni endurnýjun í stéttinni. Í
komandi kjarasamningum segir
Kristín að stefna sjúkraliða verði
fyrst og fremst sú að fá leiðréttingu
launa og hækkun þeirra og að ekki
verði samið lengur en til eins árs.
Samningar renna út nú í lok þessa
mánaðar. n
Bannað að kalla út Ef fólk forfallast er enginn kallaður út í þess stað. Það þýðir aukið
álag á aðra sem veldur mikilli gremju. Mynd GuðMundur ViGfússon
Ásta sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Það þýðir ekkert
að tala við Vinnu-
eftirlitið þó svo að fólk
sé að verða að örkumla
aumingjum í vinnunni.
„Þetta er mikið
áhyggjuefni“ Kristín
segir að álagið á sjúkra-
liða sé að fara með þá.
Stal brjósta-
pumpu
26 ára síbrotamaður var í Hér
aðsdómi Reykjaness á föstu
dag dæmdur í fimm mánaða
fangelsi fyrir þjófnað. Mað
urinn hafði þann 23. ágúst í
fyrra stolið brjóstapumpu af
gerðinni Medela mini electric
að verðmæti 23.980 króna í
verslun Lyfju í Kópavogi og síð
an sex pökkum af kjúklinga
bringum í verslun í Reykjavík
þann 3. október síðastliðinn.
Maðurinn játaði brot sín
fyrir dómi en hann á að baki
nokkurn brotaferil. Samkvæmt
sakavottorði hefur honum tólf
sinnum verið gerð refsing frá
árinu 2007 og þar af fimm sinn
um fyrir þjófnað. Fram kom hjá
verjanda mannsins að hann
væri nýbúinn að eignast barn
og væri hættur brotastarfsemi.
Engu að síður taldi dómari ekki
ástæðu til að skilorðsbinda
fimm mánaða refsingu sem
maðurinn hlaut. Þá var maður
inn dæmdur til að greiða Lyfju
23.980 krónur auk vaxta fyrir
brjóstapumpuna sem hann stal.
Strætisvagn
fór út af í hálku
Strætisvagn númer 72, á leið
inn á Flúðir, fór út af veginum
um klukkan hálf átta á mánu
dagsmorgun. Engir farþegar
voru í vagninum og bílstjórann
sakaði ekki. Vagninn er
óskemmdur og annar vagn var
þegar sendur af stað til að sinna
leiðinni. Mikil hálka er á svæð
inu og vindhviða varð til þess
að vagninn fór út af veginum.