Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Page 6
Vikublað 14.–16. janúar 20146 Fréttir
13.00 – 13.15 Sýn Geðhjálpar
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar
13.15 – 13.45 Sjálfræðissvipting – eigin reynsla
Ágústa Karla Ísleifsdóttir, Björn Hjálmarsson,
Sveinn Rúnar Hauksson
13.45 – 14.00 Ákvörðun um sjálfræðissviptingu – reynsla ættingja
Fanney Halldórsdóttir, móðir
14.00 – 14.15 Aðkoma lögreglu að sjálfræðissviptingum
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
14.15 – 14.45 Kaffihlé
14.45 – 15.00 Sjálfræðissviptingar frá sjónarhóli
geðlækna geðsviðs Landspítalans
Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar-
og öryggisdeildar geðsviðs Landspítalans
15.00 – 15.15 Sjálfræðissviptingar frá sjónarhóli
félagsþjónstu Akureyrarbæjar
Ester Lára Magnúsdóttir, verkefnisstjóri
15.15 – 15.30 „Opið samtal“ í nálgun við sjúklinga í geðrofi
Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu-
eftirfylgdar og Hugaraflskona
15.30 – 15.45 Í víðu samhengi
Héðinn Unnsteinsson ráðgjafi í
geðheilbrigðismálum og fyrrum sérfræðingur
hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO)
15.45 – 16.15 Samantekt og pallborðsumræður með þátttöku
fulltrúa frá Akureyrarbæ, Landspítala,
Geðhjálp og lögreglunni
Fyrsta málþing Geðhjálpar 2014
HVERS VIRÐI ER FRELSIÐ?
Sjálfræðissviptingar, nauðung og valdbeiting í
geðheilbrigðisþjónustu. Ráðstefna á vegum Geðhjálpar
á Grand Hótel Reykjavík 23. janúar kl. 13.
Fundarstjóri Hulda Dóra Styrmisdóttir aðjúnkt við
viðskiptadeild HR og fulltrúi í ráðgjafahópi Geðhjálpar
Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna með því að
senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda á
gedhjalp@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 1.500, frítt fyrir félaga í Geðhjálp.
Hægt er að skrá sig í félagið á www.gedhjalp.is. Árgjald er kr. 2.000 kr.
World Class
missir einkaleyfi
E
inkaleyfisstofa hefur ákveðið
að einkaleyfisskráning World
Class á vörumerkinu „Kross-
fit“ sé ekki lengur í gildi, en
bandaríska fyrirtækið Crossfit
Inc. fór fram á að slíkt yrði gert.
Mánuði eftir að merkið var
skráð sendi Crossfit inn andmæli til
Einkaleyfisstofu, þar sem talið var
að viðskiptavinir gætu ruglað vöru-
merkjunum saman.
Fyrirtækið hefur alþjóðlegan
einkarétt á vörumerkinu Cross-
fit og til að nota vörumerkið þarf
að hafa nytjaleyfissamning. Fjöl-
margar líkamsræktarstöðvar bjóða
upp á crossfit-þjálfun og borga ár-
leg gjöld til bandaríska fyrirtækisins
fyrir notkun vörumerkisins. Þá er sú
krafa gerð að þjálfarar hafi réttindi
frá fyrirtækinu, sem þeir öðlast á sér-
stökum námskeiðum sem haldin eru
reglulega. Líkamsræktarstöðvum
sem hafa slíkan samning er einnig
heimilt að hafa skráð lén og heima-
síðu sem inniheldur vörumerkið,
en samskipti við fyrirtækið fara að
mestu leyti fram í gegnum netið.
Óánægðir með Björn
Samkvæmt heimildum DV er forsaga
málsins sú að sumarið 2012 ákvað
Crossfit Inc. að rifta samningi við
World Class, sem bauð upp á cross-
fit-þjálfun í sérstakri líkamsræktar-
stöð í Kringlunni, Crossfit Iceland. Í
kjölfar riftunarinnar var nafni stöðv-
arinnar breytt í Krossfit. Crossfit
Iceland var fyrsta stöðin hér á landi
sem hafði samning við Crossfit Inc.
Eigandi World Class, Björn Leifs-
son, var hins vegar ekki skráður fyrir
leyfinu, heldur Arnar Hafsteinsson,
fyrrverandi þjálfari stöðvarinnar,
sem var með fyrstu þjálfurum lands-
ins sem hafði réttindi frá Crossfit Inc.
Björn ákvað svo að færa út í kvíarnar
og fór að bjóða upp á crossfit-þjálfun
í nýrri stöð í Egilshöll. Sérstakt leyfi
þarf aftur á móti fyrir hverja og eina
stöð, en World Class greiddi ein-
göngu fyrir eitt leyfi.
Samkvæmt heimildum DV voru
forsvarsmenn Crossfit Inc. ekki
ánægðir með Björn, sem hvorki vildi
greiða fyrir báðar stöðvarnar né gera
einn af þjálfurum sínum að tengilið
við fyrirtækið í stað Arnars. Hann
fékk viðvörun í tölvupósti frá Cross-
fit Inc. þar sem honum var gefið
tækifæri til þess að bæta úr þessum
vandamálum, en það þyrfti að gerast
fljótt. Björn brást hins vegar ekki við
því og tæpum tveimur mánuðum
síðar ákvað bandaríska fyrirtækið
að rifta samningnum við Crossfit
Iceland.
Borið eins fram á íslenskri tungu
Um haustið ákvað Crossfit Inc. að
andmæla einkaleyfi World Class á
vörumerkinu Krossfit, en að mati
fyrirtækisins var bandaríska vöru-
merkið orðið alþekkt hér á landi.
Þá um sumarið hafði Annie Mist
Þórisdóttir sigrað á heimsleikum í
crossfit annað árið í röð og óhætt að
segja að þeir sigrar hafi vakið mikla
athygli hér heima. Þá eru stöðvar
með samning við Crossfit orðnar 12
talsins, víðs vegar um landið.
Í rökum bandaríska fyrirtæk-
isins kom fram að of mikil líkindi
væru með vörumerkjunum, og að
eini stafurinn sem hefði verið breytt
væri borinn eins fram á íslenskri
tungu. Þannig sé vöru- og þjónustu-
líking augljós og hætta á ruglingi til
staðar. World Class sagði hins vegar
að lítil líkindi væru með vörumerkj-
unum, þar sem þeirra merki væri
myndmerki en merki Crossfit Inc.
væri orðmerki. Sá hluti merkis-
ins, sem Crossfit Inc. taldi ráðandi,
stafirnir Krossfit, væri ekki aðaltákn
merkisins. Því var Einkaleyfisstofa
ekki sammála og komst að þeirri
niðurstöðu að ruglingshætta væri
með vörumerkjunum tveimur og
úrskurðaði því að skráning merk-
isins World Class Krossfit Iceland
yrðir felld úr gildi.
Fyrir helgi birti World Class frétt
á heimasíðu sinni þar sem fram
kom að Krossfit myndi breyta um
nafn og yrði nú að „Hörkuformi“.
Samkvæmt lýsingu byggir þjálfun-
in á sömu æfingum og crossfit-æf-
ingakerfið, en þjálfarar verða áfram
þeir sömu. n
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
n Crossfit Inc. kemur í veg fyrir notkun á heitinu Krossfit
Annie Mist Eigendur Crossfit töldu
óumdeilt að vörumerki þeirra væri þekkt á
Íslandi, sérstaklega vegna árangurs Annie
Mistar á heimsleikunum. Mynd CRossfit inC.
Segist ekki skulda Gunnari neitt
Jón Ólafsson hafnar ásökunum fatahönnuðar
J
ón Ólafsson vatnsbóndi hafnar
fullyrðingum um að hann skuldi
Gunnari Hilmarssyni fata-
hönnuði peninga. Í umfjöllun
DV um kæru sem fyrirtækið Sonic
ehf., sem rekur tískumerkið E-label,
lagði fram á hendur Gunnari hjá sér-
stökum saksóknara í síðustu viku kall-
aði Gunnar kæruna hótunarbréf og
sagðist frekar hafa átt von á því að Jón
borgaði honum ógreidd laun. Sonic
ehf. er rekið af dóttur Jóns, Þórunni,
en Jón situr í stjórn þess.
„Gunnar var ekki launþegi, hann
var verktaki og verktakar senda reikn-
inga fyrir þeirri vinnu sem þeir hafa
unnið. Hann vann ekki neina vinnu
í þeim mánuði sem hann er að tala
um því það sást hvergi og það náð-
ist ekki í hann,“ segir Jón um ásakanir
Gunnars. „Menn þurfa að skila ein-
hverju starfi til að fá eitthvað borgað.“
Samkvæmt kærunni var Gunnar
ráðinn til starfa sem verktaki hjá Sonic
ehf. til að annast kaup á hönnun ís-
lenskra hönnuða til framleiðslu á Ind-
landi. Samið var um að hann fengi
greidd mánaðarleg laun en að hann
hefði frjálsan vinnutíma. Í kæru-
skjalinu er háttsemi Gunnars sögð
hafa kostað félagið um fimmtíu millj-
ónir króna.
Kæran snýst um að hann hafi
ekki staðið sig í starfi heldur hann
hafi keypt gamla og gallaða vöru
þegar hann átti að kaupa nýja
hönnun frá íslenskum fatahönnuð-
um. Þá er hann sagður í kærunni
hafa keypt gamlan lager af fötum
frá merkinu Royal Extreme og látið
endurmerkja sem E-label. n
adalsteinn@dv.is
WikiLeaks segir
tengslin engin
„WikiLeaks hefur aldrei átt
viðskipti við þennan Öryggis-
varðaskóla. Það voru tveir
einstaklingar sem buðu fram
þjónustu sína árið 2011, án þess
að þiggja fyrir það greiðslu,
og var það þegið í eitt skipti í
tengslum við fertugsafmæli Juli-
an Assange á Englandi,“ segir
Kristinn Hrafnsson, talsmaður
WikiLeaks í samtali við DV.
Viðtal við Stefán Stefáns-
son, stofnanda Öryggisvarða-
skólans, hefur vakið athygli
síðan það birtist á Vísi. Þar var
umfjöllun um lífvarðarnám-
skeið sem skólinn hyggst halda
í Mexíkó en í viðtali lét Stefán
hafa eftir sér að það hefði verið
aukin eftirspurn eftir lífvörðum
á Íslandi. Sérstaklega í kringum
framleiðslu á Hollywood-stór-
myndum. Einnig hefði skólinn
unnið fyrir WikiLeaks. True
North vísaði því í kjölfarið á bug
að Öryggisvarðaskólinn hefði
sinnt verkefnum fyrir fyrirtæk-
ið, eins og fullyrt var. Nú hefur
WikiLeaks bæst í hópinn.
skuldlaus Jón segir Gunnar ekki hafa skilað
vinnu í þeim mánuði sem honum var ekki
borgað. Hann segist ekki skulda Gunnari neitt.