Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 14.–16. janúar 20148 Fréttir
Snautlegur endir
F
yrir jól bárust fréttir af því
að hafnfirska útgerðarfyrir
tækið Stálskip hefði sagt
upp öllum skipverjum á
frystitogaranum Þór. Þegar
blaðamaður DV hafði samband við
framkvæmdastjórann, Guðrúnu
Lárusdóttur, neitaði hún því að
leggja ætti útgerðina niður um síð
astliðin áramót.
Frá vordögum 2013 hafa sögu
sagnir gengið um að selja ætti út
gerðina. Öllum skipverjum togar
ans Þórs var sagt upp frá og með
síðastliðnu hausti. Eigendur fyrir
tækisins sögðu hins vegar að ekki
stæði til að leggja útgerðina niður
eða selja hana en viðurkenndu þó
síðastliðið sumar að aðilar hefðu
sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið.
Sjómennirnir voru þó ráðnir áfram
í staka túra allt fram til jóla.
Þeir fengu hins vegar lítinn fyrir
vara áður en þeim var tilkynnt að
túrarnir yrðu ekki fleiri og raunar
kom það þeim í opna skjöldu, sér
staklega þar sem Guðrún neitaði
því ávallt að til stæði að selja út
gerðina eða hætta rekstri og selja
Þór og kvóta. Þess má geta að fyrir
tækið hefur ratað í fréttir þar sem
meðallaun fyrirtækja hafa verið
tekin saman – og þá verið ofarlega
á lista. Síðast í nóvember kom það
fram í samantekt Frjálsrar verslunar
að meðallaun hjá fyrirtækinu væru
rúmlega 23 milljónir á ári, eða hátt í
tvær milljónir króna á mánuði. Við
brigðin fyrir starfsmenn útgerðar
innar, sem nú eru atvinnulausir, eru
því væntanlega mikil.
Óðs manns æði
Saga Stálskipa er fyrir margar sakir
nokkuð merkileg. Henni voru gerð
nokkuð góð skil í tímariti Frjálsrar
verslunar árið 1993, en þá voru þau
hjónin Ágúst Guðmundur Sigurðs
son og Guðrún Helga Lárusdóttir
valin sem „Menn ársins í íslensku
viðskiptalífi.“ Sagan hófst árið 1970
þegar Ágúst sá breska togarann
Boston Wellvale í Ísafjarðarhöfn, en
þangað hafði hann verið dreginn af
strandstað við Arnarnes í Ísafjarðar
djúpi. Þau hjónin sáu tækifæri í því
að gera skipið upp og nýttu allt sitt
sparifé til þess að festa kaup á því.
Mörgum þótti þetta óðs manns
æði, en Ágúst sagði við tímaritið
að heppnin hefði verið með þeim.
„Stálið reyndist gott í togaranum
enda var hann ekki nema um fimm
ára þegar hann strandaði. Enn
fremur reyndist unnt að gera við
vélina.“
Fjölmiðlafár vegna skipakaupa
Árið 1978 keypti fyrirtækið togar
ann Ben Lui frá Aberdeen, en skip
ið var eitt það aflahæsta þar í borg.
Kaupin vöktu nokkra athygli, að því
er fram kemur í umfjöllun Frjálsr
ar verslunar, og þá sérstaklega þar
sem togarinn var með hreint veð
bókarvottorð. Fyrirtækið greiddi 40
prósent af kaupverði skipsins beint
út og afganginn á einu ári.
Ellefu árum síðar komst fyrir
tækið aftur í fréttir, þá vegna kaupa
þess á togaranum Sigurey frá Pat
reksfirði. Skipið var boðið upp á
nauðungaruppboði en þeim Ágústi
og Guðrúnu var gert ljóst af for
stjóra Byggðastofnunar að hann
myndi alltaf bjóða hærra en þau í
skipið. Jafnframt spurði hann þau
hvort þau ætluðu að leggja líf fólks á
Patreksfirði í rúst. Stálskip stóð hins
vegar uppi með hæsta boð, 257,5
milljónir króna. Greiða þurfti um
140 milljónir út og átti fyrirtækið
um 100 milljónir í banka. Afgangur
inn var fenginn að láni hjá bank
anum, en þrátt fyrir það hagnaðist
fyrirtækið á rekstri skipsins, í það
minnsta fjögur ár á eftir eða þang
að til umfjöllunin var birt árið 1993.
Ágúst viljugri til að selja
Ágúst sagði þá í samtali við Frjálsa
verslun að nokkrar af ástæð
um fyrir velgengni Stálskipa væri
framúrskarandi skipsáhafnir, lítil
yfirbygging og góðar úrlausn
ir í viðhaldi skipanna. Um yfir
bygginguna sagði Guðrún: „Sú
hætta er líka samfara of mikilli yf
irbyggingu að stjórnandinn, eða
eigendurnir, missi svolítið tilfinn
inguna fyrir hlutunum og séu ekki
jafn upplýstir um það sem gerist
innan fyrirtækjanna.“
Þessi ummæli eru sérstaklega
athyglisverð í ljósi ummæla Guð
rúnar nú skömmu fyrir jól þar sem
hún þvertók fyrir að verið væri að
selja útgerðina. Einnig var skip
verjum sagt að til stæði að halda
útgerðinni áfram og þeir stóðu því
í góðri trú um að þeir yrðu áfram í
vinnu, þó lausráðnir væru. Í sam
tali við DV síðastliðið sumar sagði
Ágúst að þau hefðu fengið fyrir
spurnir um mögulega sölu á fyrir
tækinu, og að það kæmi til greina
ef nógu gott tilboð bærist. Hann
sagði jafnframt að sjálfur væri hann
viljugri til þess að selja en eiginkona
hans.
Í ljósi nýlegra frétta af fyrirtæk
inu virðist það þó nokkuð ljóst að til
stendur að selja útgerðina og hef
ur DV heimildir fyrir því að mjög
líklegt sé að togarinn Þór verði
seldur til Rússlands. Þá hermir
sama heimild að Samherji/Síldar
vinnslan ásælist kvóta Stálskipa.Í
ljósi nýlegra frétta af fyrirtækinu
virðist það þó nokkuð ljóst að til
stendur að selja útgerðina og hef
ur DV heimildir fyrir því að líklegt
sé að togarinn Þór verði seldur til
Rússlands. Þá hermir sama heim
ild að Síldarvinnslan í Neskaups
stað, sem Samherji á stóran hlut í,
ásælist kvóta Stálskipa. Bæjaryfir
völd í Hafnarfirði eru einnig að
skoða hvaða möguleika þau hafa
til þess að halda útgerðinni og skip
inu í bænum, en samkvæmt lög
um hefur sveitarfélag forkaupsrétt
á skipum sem skráð eru í sveitarfé
laginu. „Við höfum ekki fengið þær
upplýsingar beint frá Stálskipum að
til standi að selja útgerðina, en höf
um séð það í fjölmiðlum og heyrt
frá öðrum. Formlegt erindi þarf að
berast frá þeim en slíkt hefur þó
ekki enn gerst. Við erum að skoða
lagalega stöðu okkar svo við séum
vel undirbúin ef sú staða kemur
upp að við viljum nýta réttinn, og ég
hef óskað eftir því að lögfræðingur
bæjarins fari í það verkefni. Áhuga
samir aðilar hér í bænum hafa haft
samband við okkur en ekki á form
legan hátt. Bærinn má ekki eiga út
gerðina, heldur verður að bjóða
öðrum að kaupa. Með því stuðlum
við áfram að fjölbreyttu atvinnu
lífi hér í bænum, það skiptir máli,“
segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar,
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. n
n Saga Stálskipa einkennist af dugnaði n Strandað skip upphaf að velgengni
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is „Sú hætta er líka
samfara of mikilli
yfirbyggingu að stjórn-
andinn, eða eigendurnir,
missi svolítið tilfinninguna
fyrir hlutunum.
Hjónin Guðrún hefur verið meira áberandi í starfsemi Stálskipa. Þegar þau hófu rekstur út-
gerðarinnar var hún húsmóðir en hafði reynslu af bókhaldi. Ágúst starfaði þá sem kennari í Vél-
skólanum. Myndin birtist í umfjöllun Frjálsrar verslunar um hjónin árið 1993. Mynd KRistjÁn EinaRsson
tímamót Þór liggur við bryggju í
Hafnarfirði. Hann fer líklega ekki til
veiða fyrr en nýr eigandi hefur tekið
við rekstrinum. Mynd sigtRygguR aRi