Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Qupperneq 16
Vikublað 14.–16. janúar 201416 Fréttir Erlent
Óttast klíkustríð í kjölfar morðs
Sonur Vítisengils stunginn til bana í Ástralíu
L
ögreglan í Suður-Ástralíu segist
ekki telja að morðið á hinum
átján ára gamla Kayne Cluse
muni valda frekari átökum milli
mótorhjólagengja á svæðinu. Kayne
David Cluse var stunginn til bana síð-
astliðinn miðvikudag og lést af sárum
sínum á Lyell McEwin-sjúkrahúsinu
í Adelaide. Faðir Kayne er háttsettur
Vítisengill á svæðinu og bróðir hans,
sem líka er Vítisengill, er nú ákærður
fyrir að skjóta son manns að nafni
Mark Sandery til bana, en Sandery
er meðlimur vélhjólasamtakanna
The Mongols, sem eru óvinir Hells
Angels.
Kayne hefði orðið nítján ára í vik-
unni og í tilefni af því tjáir systir hans,
Sharna, sig um málið á Facebook.
„Ég vil bara fá þig aftur. Ég sakna þín
svo mikið Kayne! Ég hef fylgst með
þér vaxa frá því þú varst barn og það
var bara ekki þinn tími til að fara,“
skrifaði Sharna sem, líkt og margir á
svæðinu, óttast að morðið á bróður
hennar muni leiða til frekari átaka,
en málið hefur vakið mikinn óhug
meðal fólks. Nokkuð hefur verið um
gengjastríð í Suður-Ástralíu undan-
farin misseri en bæði lögreglan á
svæðinu og meðlimir vélhjólasam-
takanna tveggja segja morðið á Kay-
ne ekki munu leiða til hefnda og
frekara ofbeldis, þrátt fyrir tengsl
hans við meðlimi Vítisengla, og neita
meðlimir The Mongols alfarið að
hafa myrt Kayne. n
horn@dv.is
Konurnar í lífi
Francois Hollande
U
mfjöllun tímaritsins Closer á
hugsanlegu ástarsambandi
Francois Hollande,
forseta Frakklands, og
leikkonunnar Julie Gayet,
hefur vakið mikla athygli. Hollande
hélt því fram fyrir helgi að umfjöllun
Closer væri árás á rétt hans til einka-
lífs en neitaði þó ekki fullyrðingum
tímaritsins um ástarsamband sitt og
leikkonunnar.
Fréttastofa breska ríkisútvarpsins
BBC ákvað í kjölfarið að gera úttekt
á konunum í lífi þessa valdamesta
manns Frakklands en þar ber fyrst
að nefna sambýliskonu hans Valerie
Trierweiler.
Valerie Trierweiler
Hún er 48 ára blaðamaður sem skrif-
ar fyrir tímaritið Paris Match og hef-
ur einnig stjórnað umræðuþáttum í
sjónvarpi.
Árið 1988 kynntist Trierweiler
Hollande. Þá bjó hún með konu að
nafni Seglene Royal, sem síðar varð
eiginkona Hollande. Hún hóf sam-
búð með Hollande eftir að hann
skildi við Segolene Royal árið 2007,
en þá höfðu Trierweiler og Hollande
verið í sambandi í tvö ár. Trierweiler
var enn gift Denis Trierweller þegar
hún og Hollande byrjuðu ástarævin-
týri sitt árið 2005 en skilnaður hennar
við Denis gekk í gegn árið 2010.
Þegar Hollande var kjörinn for-
seti Frakklands árið 2012 flutti Tri-
erweiler inn í forsetahöllina og fylgdi
forsetanum í opinberum heimsókn-
um. Hún reitti Hollande til reiði í júní
árið 2012 þegar hún opinberaði á
samfélagsmiðlinum Twitter að hún
styddi andstæðing Segolene Royal í
þingkosningunum.
Hún baðst afsökunar á þessum
ummælum. „Ég vissi ekki á þeim
tímapunkti að ég væri ekki lengur
venjulegur borgari.“ Sonur Francois
Hollande sagði skömmu eftir þessa
uppákomu að hann og systkini hans
vildu ekki lengur hitta sambýliskonu
föður þeirra.
Segolene Royal
Francois Hollande á fjögur upp-
komin börn með Segolene Royal
sem var forsetaframbjóðandi sósíal-
ista í forsetakosningum í Frakklandi
árið 2007, þar sem hún tapaði fyrir
Nicolas Sarkozy. Hollande og Royal
gengu aldrei í hjónaband en voru
engu að síður saman í um það bil
þrjá áratugi. Árið 2012 bauð Royal sig
fram í þingkosningum í Frakklandi
en náði ekki á þing fyrir Sósíalista-
flokkinn.
Julie Gayet
Julie Gayet er 41 árs frönsk leikkona
sem hefur leikið í um fimmtíu kvik-
myndum. Hún kom fram í sjón-
varpsauglýsingu fyrir forsetaframboð
Hollande en lýsti hún honum sem
auðmjúkum manni sem legði vel við
hlustir. Orðrómur um ástarsamband
hennar við Hollande hefur verið á
kreiki í nokkra mánuði en hún stefndi
nokkrum bloggurum og vefsíðum
sem sögðu frá þessum sögusögn-
um. Gayet lék aðalhlutverkið í háðsá-
deilumyndinni Quai d´Orsay sem
fjallaði um franska utanríkismála-
ráðuneytið. Hún hefur einnig leikið í
myndum á borð við Shall We Kiss og
My Best Friend. Hún er dóttir skurð-
læknis og var áður gift argentínsk ætt-
aða leikstjóranum og handritshöf-
undinum Santiago Amigorena. n
n Blaðamaður, pólitíkus og leikkona n Ástalíf forsetans vekur athygli
Pólitíkusinn Segolene Royal á fjögur
uppkomin börn með Francois Hollande en
þau voru saman í um það bil þrjá áratugi.
Á pólitískum ferli sínum hefur hún meðal
annars verið forsetaframbjóðandi sósílista í
forsetakosningum í Frakklandi árið 2007.
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Leikkonan Julie Gayet er frönsk leikkona sem hefur leikið í um 50 kvikmyndum og kom
fram í sjónvarpsauglýsingu fyrir forsetaframboð Hollande.
Forsetinn Francois Hollande,
forseti Frakklands, segir umfjöllun
Closer um ástarmál hans vera árás á
einkalíf sitt. MyndiR ReuTeRS
Blaðamaðurinn Valerie Trierweiler er
sambýliskona Francois Hollande.
Vilja handtaka
þrjá karlmenn
Breska lögreglan hefur beðið
samstarfsmenn sína í Portúgal
um að handtaka þrjá karl-
menn. Mennirnir eru grunað-
ir um að tengjast hvarfi Made-
leine McCann árið 2007. Sem
kunnugt er hvarf litla stelpan frá
hótel herbergi foreldra sinna á Al-
garve í Portúgal árið 2007 og til
hennar hefur ekki spurst síðan.
Lögreglan segist hafa upplýs-
ingar um að mennirnir tengist
innbrotum í sama hverfi þetta
sama kvöld. Því vill hún yfirheyra
mennina og leita uppi mikil-
vægar vísbendingar. 35 lögreglu-
menn vinna að málinu, en rann-
sókn bresku lögreglunnar hefur
staðið yfir frá árinu 2011. Portú-
gölsk lögregluyfirvöld þykja hafa
staðið sig afar illa og í raun klúðr-
að rannsókninni.
Hells Angels Margir óttast að
mikið ofbeldi muni brjótast út í kjölfar
morðsins á Kayne. Mynd GeTTy iMAGeS
Pyntaði 11
ára stúlku
Indverskur auðmaður pyntaði
barnunga þernu sem hjá honum
starfaði með eldpipar. Maðurinn
hefur verið handtekinn, en hann
er að auki grunaður um að hafa
keypt stúlkuna í mansali. Hann
er sagður hafa neytt hana til að
leggja sér piparinn til munns
og að hafa nuddað honum við
húð hennar þannig undan sveið.
Stúlkan var seld til fjölskyldunnar
í fyrra, en fjölskylda hennar mun
hafa vonast til þess að hjá nýju
fjölskyldunni myndi hún eiga
betra líf. Svo reyndist ekki vera
og telpan mátti sæta miklu harð-
ræði. „Þetta var refsing við því
þegar stúlkan missti þvag vegna
streitu eða hræðslu,“ segir lög-
reglumaður í Múmbaí.
Banna hjúskap
samkynhneigðra
Forseti Nígeríu, Goodluck
Jonathan, hefur undirritað lög
sem banna staðfesta sambúð
og hjónabönd samkynhneigðra.
Talsmaður forsetans segir hann
hafa gert þetta vegna þess að það
hafi verið vilji meirihluta þjóðar-
innar. Amnesty International
ásamt fleiri mannréttindarsam-
tökum hafa talað harðlega á móti
því að lögin verði samþykkt og
hvatt forsetann til þess að gera
það ekki. Þau telja að samþykkt
laganna kunni að hafa í för með
sér mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir samkynhneigða, tvíkyn-
hneigða og transfólk í Nígeríu.