Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Page 20
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Magnea Marinósdóttir – DV Ég vil hola þennan feðraveldisstein S igmundur Davíð Gunn­ laugsson forsætisráðherra komst til valda vegna þess að hann er sölumaður fram í fingurgóma. Hann er snillingur spunans eins og sjá má af loforðum og efndum varð­ andi skuldir heimilanna. Í fyrstu lofaði flokkur hans flatri skulda­ niðurfellingu sem yrði 20 pró­ sent á hvern þann sem skuldaði í íbúðarhúsnæði. Síðar breyttist lof­ orðið í loðmullu um himinháar niðurfellingar. Til lækkunar hús­ næðisskulda áttu að renna hátt í 300 milljarðar króna. Og það átti að taka þetta af hrægömmunum svokölluðu. Í kosningabaráttunni yfirgnæfði loforðið allt annað. Flokkar sem héldu fram hófstilltari stefnu og buðu upp á loforð sem mögulegt var að framkvæma lutu í gras. Í dag eru hrægammarnir enn í skógi en framkvæmd loforðanna sem gefin voru er þau að skuldur­ um er boðið að nota sinn eigin líf­ eyrissparnað í að niðurgreiða lán sín. Hins vegar eru bankar skatt­ lagðir og hluti ávinningsins rennur til þess að greiða niður húsnæðis­ skuldir. Svikin blasa við öllu hugs­ andi fólki. Báðir stjórnarflokkarnir eru andvígir aðild að Evrópusam­ bandinu. Það lá fyrir í kosninga­ baráttunni þegar talsmenn þeirra boðuðu hlé á viðræðum þar til þjóðin hefði greitt atkvæði um það hvort halda ætti áfram viðræðum. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn boðuðu við­ ræðuhlé og síðan þjóðaratkvæði um það hvort fólk vildi ganga inn í sambandið eða ekki. Skiln­ ingur langflestra kjósenda var sá að þjóðin ætti að taka afstöðu til framhalds viðræðna. Í þeim efnum talaði Sjálfstæðisflokkurinn al­ veg skýrt. Það átti að kjósa á kjör­ tímabilinu um framhald aðildar­ viðræðna. Þetta var einungis spurning um tíma. Sigmundur Davíð er nú enn kominn á stúfana til að fara á svig við loforð. Nú leggur hann mál­ ið þannig upp að þær fylkingar sem takast á um Evrópusam­ bandið séu annars vegar and­ stæðingar aðildar en hins vegar viðræðusinnar. Og eftir einhverja furðulega hundalógík telur hann koma til álita að greiða strax at­ kvæði um það hvort þjóðin vilji að­ ild eða ekki. Forsætisráðherrann sem komst með töfrabrögðum til valda heldur áfram á þeirri braut sem hann markaði með flóttanum frá loforðinu um heimsins mestu skuldaniðurfellingar. Nú treystir hann þjóðinni ekki til að svara því hvort halda eigi áfram aðildarvið­ ræðum. Og hann treystir því ekki að þjóðin kjósi rétt þegar og ef samningar nást við sambandið um aðild. Með afstöðu sinni treður for­ sætisráðherrann á rétti þjóðarinn­ ar til að ráða sínum málum sjálf. Fulltrúinn virðist vilja fara framhjá þeim sem létu blekkjast til að afhenda honum völdin. Og í þessu samhengi skiptir engu máli hvort fólk er hlynnt eða andvígt aðildinni að Evrópusambandinu. Aðalatriðið er að hver og einn fá þann lýðræðislega rétt að kjósa um kjarna hvers máls. Þetta gerðist í kosningunum um Icesave þar sem almenningur reyndist í tvígang vera ósammála ríkisstjórnar­ flokkunum. Sigmundur Davíð gerði rétt í því að girða sig í brók og leyfa þjóðinni að ráða sínum mál­ um milliliðalaust. Víst er að eina færa sáttaleiðin í ESB­málinu er sú að þjóðin kveði upp sinn úrskurð. Þá næst sátt. Það er nóg komið af bellibrögðum ósvífinna stjórn­ málamanna sem vilja ekki skilja að valdið á að liggja hjá fólkinu. n Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Snillingur spunans Stórveldi Sigmars Flug er á Stórveldi Sigmars Vil- hjálmssonar sem er á fleygi­ ferð í að stofna nýjar sjónvarps­ stöðvar og ætlar sér stóra hluti á fjölmiðlamarkaði. Nokkur stjörnufans sem áður fylgdi 365 miðlum fylgir Sigmari á vit ævin­ týranna. Jóhannes Ásbjörnsson er ekki nema að litlu leyti inni í Stórveldinu og Simmi og Jói hafa fram að þessu verið nær óað­ skiljanlegir. Þetta er þó alls ekki til marks um vík milli vina held­ ur einbeita þeir sér hvor á sínu sviði. Annar í hamborgurunum en hinn í afþreyingarefni sjón­ varpsins. Helgi staðfastur Um áramótin gripu sumir gæsina og hækkuðu duglega verð á vörum og þjónustu. Þeirra á með­ al er 365­veldið sem stórhækk­ aði áskriftar­ verð að spor­ trás Stöðvar 2. Þá hækkaði Lýsi hf. duglega verð á sinni vöru. Á meðal þeirra sem ekki hafa hækkað vöruverð um árabil er Helgi í Góu sem stendur með neytendum og hefur haldið sinni vöru á sama verði síðan 2009. Helgi er þekktur baráttu­ maður fyrir lífeyrisþega og sýnir nú að hjarta hans slær með neyt­ endum. Simmi til Pipars Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrr­ verandi alþingismaður, missti biðlaun sín fyrir áramót og þurfti að leita sér að vinnu. Það leið ekki á löngu þar til hann var kom­ inn í starf. Aug­ lýsingastofan Pipar TBWA réð hann sem ráð­ gjafa í markaðsmálum og aug­ lýsingum. Hóf hann störf strax á nýju ári. Sigmundur verður einnig með pistla í DV næstu mánuðina. Guðbjörg á förum Guðbjörg Matthíasdóttir, athafna­ kona í Vestmannaeyjum, hefur um árabil verið aðaleigandi Árvakurs, útgáfu­ félags Morgun­ blaðsins. Það hefur ekki vafist fyrir henni fram að þessu enda er hún einn ríkasti Íslendingurinn með milljarð í sjóðum. En nú er Guðbjörg á förum ef marka má vefinn eirikurjonsson.is. Þar seg­ ir að Guðbjörgu þyki nóg komið og „andstaðan við Evrópusam­ bandið nokkuð örugg og vís“. „Svikin blasa við öllu hugsandi fólki S krifað var undir nýja kjara­ samninga til skamms tíma fyrir áramót. ASÍ og SA skrifuðu undir. En fimm verklýðsfélög innan ASÍ neituðu að skrifa undir, þar eð þau töldu samningana ganga of skammt. Samkvæmt samningun­ um hækka laun um 2,8% en lág­ markslaun hækka um tæpar 10 þús. kr. á mánuði eða tæp 5%. Verkalýðs­ hreyfingin setti fram kröfu gagnvart ríkisvaldinu um myndarlega hækk­ un skattleysismarka, sem er besta kjarabót láglaunafólks og aldraðra en þeirri kröfu var hafnað. Bætur almannatrygginga eiga að hækka frá sl. áramótum. Er hækkun þeirra nokkru lægri en nemur hækkun lægstu launa. Hefði átt að hækka um 5% Í lögum segir, að við hækkun lífeyris eigi að taka mið af hækkun­ um launa en hækkun lífeyris skuli þó aldrei vera minni en hækkun vísitölu neysluverðs. Tilkynnt hefur verið, að bætur almannatrygginga muni hækka um 3,6% frá áramót­ um. Það nær ekki hækkun verðlags, þar eð verðbólgan er nú 4,2%. Það er undarleg tilhneiging stjórnvalda til þess að klípa alltaf af hækkun­ um til aldraðra og öryrkja. Það er eins og stjórnvöld telji ,að lífeyr­ isþegar séu ofhaldnir af þessum smánarskömmtum, sem þeir fá frá almannatryggingum. Auðvitað hefði lífeyrir aldraðra og öryrkja átt að hækka um 5% eins og lágmarks­ laun. Það hefði verið eðlilegt. Lífeyrir hækkar minna Samkvæmt hinum nýja kjarasamn­ ingi, sem undirritaður var fyrir ára­ mót, eiga lægstu laun að hækka um 9.750 kr. Ellilífeyrisþegar og örorku­ lífeyrisþegar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR, eiga því að mínu mati að fá sömu hækkun. En þar vantar nokkuð upp á. Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum, fær 7.650 kr. á mánuði fyrir skatt í hækkun en sá, sem er í hjúskap eða sambúð fær einungis rúmar 6.500 kr. á mánuði í hækkun fyrir skatt. Hækka þarf um 20% Enn er eftir að leiðrétta lífeyri aldr­ aðra og öryrkja vegna kjaragliðnun­ ar* kreppuáranna. Hækka þarf líf­ eyri strax um 20% til þess að standa við loforð um þá leiðréttingu. Það mundi þýða 42 þús. kr. hækk­ un á mánuði hjá einhleypum ellilífeyris þega, sem eingöngu hef­ ur tekjur frá almannatryggingum. Það munar um þá fjárhæð fyrir líf­ eyrisþega. Málið var rætt á síðasta fundi kjaranefndar Félags eldri borgara. Nefndin telur að loforðið sem stjórnarflokkarnir gáfu fyrir kosningar um að leiðrétta þessa kjaragliðnun sé það mikilvægasta, sem gefið var lífeyrisþegum í kosn­ ingabaráttunni. Samþykkt var á flokksþingum beggja stjórnarflokk­ anna að kjaragliðnunin yrði leiðrétt strax eftir kosningar, ef þessir flokk­ ar kæmust til valda. Nú er komið að skuldadögum. Það verður að efna þetta kosningaloforð strax. Aldrað­ ir geta ekki beðið. n *Kjaragliðnun: Laun hækka miklu meira en lífeyrir Klipið af hækkunum til aldraðra og öryrkja Björgvin Guðmundsson form. kjaranefndar Félags eldri borgara Aðsent „Aldraðir geta ekki beðið Óli Geir Jónsson er ósáttur við umfjöllun fjölmiðla. – Facebook Fólk hakkar allt í sig Elín Sveinsdóttir ræðir um móður sína sem þjáist af Alzheimer. - DV Mamma þekkir mig ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.