Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 21
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Umræða 21
Spurningin
Hvern vilt þú í stól
útvarpsstjóra?
S
onardóttir mín fæddist í
fyrir rúmu einu og hálfu ári
og þá eignaðist ég loksins
barnabarn.
Það var búið að segja mér
að þetta yrði skemmtilegt, en hvílík
dásemd. Ég veit vel að barnabörn
annarra eru frábær en þetta ber klár
lega af.
Fljótlega eftir að Emma fæddist
fór hún að ferðast um heiminn og
hefur nú búið í fjórum heimsálfum
og heimsótt fjölda borga og er því
kölluð Emma víðförla.
Vídeóspjall í gegnum netið
bjargar því að við Emma erum í nær
daglegu sambandi, en auk þess hef
ég heimsótt hana tvisvar til útlanda
og þá höfum við átt indælar stundir
saman.
Oftar en ekki hefur verið farið á
róló eða lóló eins unga daman orð
ar fyrirbærið sem er hennar upp
áhaldsstaður. Þetta hefur leitt hug
minn að róluvöllum og fjölskyldu
vænu umhverfi í Reykjavík sem mis
mikið er af og skortir víða.
Austurvöllur
Vinsældir Austurvallar jukust til
muna þegar kaffihúsin opnuðu þar
eitt af öðru.
Nú er svo komið að á góðviðris
dögum á sumrin safnast þar saman
gríðarlegur fjöldi fólks á öllum aldri
til að njóta útivistar og samveru á
þessum skjólgóða bletti.
Börn hafa ekki mikið við að vera á
vellinum og í raun er styttan af Jóni
Sigurðssyni eina leiktækið.
Breytt nýting vallarins kallar á
annars konar hönnun og því lagði ég
til í borgarráði um daginn að Austur
völlur yrði endurskipulagður og
meðal annars komið þar fyrir huggu
legum leiktækjum.
Ég hef trú á því að íbúarnir sýni
þessu verkefni áhuga og margir vilji
leggja hönd á plóg. Því lagði ég til
að hefja verkið með almennri hug
myndasamkeppni sem fram færi í
sumar. n
„Börn hafa ekki
mikið við að vera
á vellinum og í raun er
styttan af Jóni Sigurðs-
syni eina leiktækið.
Lóló á Austurvöll
Þorleifur Gunnlaugsson
borgarfulltrúi
Aðsent
Mynd EyÞór ÁrnAson
„Við erum rasistar,
og það þarf að
gera eitthvað í því.
F
yrir nokkru síðan eignaðist
litla frænka mín vinkonu
af pólsku ætterni. Dag einn
kom þessi vinkona hennar í
heimsókn, og þegar móðir hennar
kom til baka að sækja hana buðu
foreldrarnir henni í kaffi. Hún
samþykkti boðið undrandi. Henni
hafði aldrei áður verið boðið í
kaffi. Hún hafði búið á þessu landi
í mörg ár. Samt hafði aldrei nokkur
maður sýnt sóma sinn í að bjóða
henni í kaffi, sem er erfitt að forð
ast ef þú býrð í umræddu sveitarfé
lagi. Að minnsta kosti ef þú ert Ís
lendingur.
Þetta atvik fékk mig til að hugsa
hvort við Íslendingar séum eins
umburðarlyndir og við viljum lát
ast. Að vísu stöndum við framar
lega í málefnum samkynhneigðra,
kynjajafnrétti og þar fram eftir göt
um, en hvað varðar rasisma erum
við enn á miðri tuttugustu öldinni.
Það virðist vera einhvers konar
viðtekin skoðun að Pólverjar séu
annars flokks borgarar, fólk sem
getur ekki mögulega orðið eitt
hvað annað en verkamenn og fylli
byttur. Þessi skoðun er mun við
teknari heldur en ég hef hingað til
reynt að sannfæra sjálfan mig um.
Fólk segir Pólverjabrandara sín á
milli, allir hlæja en enginn leyfir
sér að efast um hvort það sé siðlegt
að segja slíka brandara eða ekki.
Fólk hneykslast yfir því að þeir Pól
verjar sem koma hingað til lands
„asnist ekki til að læra almenni
lega íslensku“. Hvernig er hægt að
ætlast til þess að útlendingar geti
lært tungumálið okkar ef enginn
vill nokkurn tímann tala við þá?
Tungumál með með fjögur föll,
þrjú hljóðvörp og fimm fornafna
flokka?
Kynþáttafordómar á Íslandi eru
eins og gríðarstór fíll í stofu sam
félagsins sem enginn vill tala um.
Það er svo auðvelt að gleyma hvað
við erum óumburðarlynd í raun og
veru. Það er svo auðvelt að mála
sér mynd af fullkomnu samfé
lagi þar sem eina vandamálið eru
spilltir bankamenn og pólitíkusar.
En það er alls ekki þannig. Stund
um þurfum við að líta í eigin barm
og sjá bláköldu staðreyndirnar. Við
erum rasistar, og það þarf að gera
eitthvað í því. n
Fordómar á Íslandi
Helgi Jónsson
Aðsent
Þorsteinn Jakobsson. – DV
Ég varð ástfanginn
af hlutum
sigurður Kaiser er ósáttur við fyrirkomulag þorrablótsins í Bolungarvík. – Facebook
Það var ekki rétt af mér
að kalla þig rasista
Hanna Birna Kristjánsdóttir vildi ekki tjá sig um kæru á hendur sér. – DV
Ég þarf ekkert að
tjá mig um það
Myndin Fyrir dómi Vitnaleiðslur fóru fram á mánudag í svonefndu Stokkseyrarmáli, þar sem þeir Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson eru ákærðir fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir, mannrán og pyntingar í íbúðarhúsi á Stokkseyri, síðastliðið sumar. Mynd siGtryGGur Ari
Könnun
Á að leyfa einhleypum
að sækja þorrablótið í
Bolungarvík?
38,4%61,6%
391 AtKvæði Já Nei
„Ég væri til í að sjá Magnús Geir. Hann
er búinn að gera magnaða hluti í
leikhúsinu, kannski getur hann gert
það sama uppi á RÚV.“
Benedikt Bjarnason
38 ára framkvæmdastjóri
„Magnús Geir, mér finnst hann
spennandi, og Laufey Guðjónsdóttir.
Auk þess er Gauti Sigþórsson góður
kostur – og Edda Björgvins. Hún er
fyndin.“
Bjargey Ólafsdóttir
31 árs myndlistar- og kvikmyndagerðarkona
„Ég veit það ekki. Ég samt ánægð með
brotthvarf Páls.“
Jóhanna María Svövudóttir
21 árs leikskólakennari
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Ég vil samt auka veg menningar
umfjöllunar.“
Tryggvi Ólafsson
67 ára bókavörður
„Ég þekki enga umsækjendur. Þegar
ég bjó á Ítalíu voru bara gamlar bíó
myndir í sjónvarpinu. Vonandi verður
RÚV ekki þannig.“
Alice Demurtas
21 árs háskólanemi