Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 23
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Umræða Stjórnmál 23 Sandkorn Gefst ekki upp Skúli Helgason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og þingmaður, er ekki tilbúinn að gefast upp á draumnum um að vera stjórn- málamaður. Nú ætlar hann að skipta um vettvang í von um að halda áfram að starfa sem kjörinn fulltrúi. Skúli náði ekki inn á þing í kosningunum síðastliðið vor, þegar flokkur hans, Samfylkingin, galt afhroð, en þá hafði hann setið eitt kjörtímabil á þingi. Núna sæk- ist hann eftir þriðja sætinu á lista flokksins í Reykjavík fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Skúli hefur lengi starfað á vegum Samfylkingarinnar en áður en hann fór í framboð var hann fram- kvæmdastjóri flokksins. Fleiri en einn slagur Von er á oddvitaslag í minnst tveimur sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu í prófkjörum vegna komandi sveitarstjórnar- kosninga. Margrét Friðriksdóttir, skóla meistari Menntakskólans í Kópavogi, ætlar að taka slaginn við Ármann Kr. Ólafs- son bæjarstjóra í vali Sjálfstæðisflokksins á leiðtoga í Kópavogi. Í nágrannasveitarfé- laginu takast þau svo á Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður, og Gunnar Axel Axelsson oddviti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði. Spurn- ing er hversu hörð átökin verða í Hafnarfirði en Margrét Gauja hvatti vini sína til að setja „like“, lýsa vel- þóknun sinni, við Facebook-síðu Gunnars Axels í síðustu viku. Á brattann að sækja Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður og fréttamaður, er á meðal þeirra sem sækjast eftir starfi útvarpsstjóra. Hún tapaði sæti sínu á þingi fyrir Samfylkinguna í síð- ustu kosningum eftir að hafa kom- ið ný inn eftir hrunið. Ólína hefur komið víða við en meðal annars hefur hún starfað sem fréttamað- ur hjá Ríkisútvarpinu. Samflokks- maður hennar, Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, er líka meðal um- sækjenda. Þau eiga þó væntanlega bæði á brattann að sækja en Magnús Geir Þórðarson borgarleikhús- stjóri, sem situr í stjórn RÚV fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, vill líka fá starfið. Hlýlegra þykir á milli hans og Illuga Gunnarssonar mennta- málaráðherra sem skipar í stöðuna en hinna. Stuðningsmaður í Hönnu Þorrablótið í Bolungarvík hefur orðið að hitamáli enn eitt árið. Á þorrablótinu er fólk í sam- búð aðeins velkomið og er það á hendi kvennanna að bjóða eigin- mönnum sínum. Margir hafa gert þorrablótið að umtalsefni síðustu daga. Þar á meðal þingmenn. „Ég vil að hjónabandsráðgjöf og gift- ingar verði líka fyrir einhleypa. Ef ég er einhleyp, ólofuð, þá má ég ekki gifta mig án þess að hafa maka! Hvað er það ? Og af hverju get ég ekki sótt hjónabandsráðgjöf ef ég er einhleyp?“ spyr Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona og bóndi að vestan, en biður fólk um að lesa þetta með kaldhæð- inni, skrækri röddu. Hækkanirnar betri? A llt ætlaði um koll að keyra í umræðunni í síðustu viku þegar í ljós kom að mörg fyrirtæki ætluðu að hækka verðskrár sínar. Bæði aðilar innan launþegahreyfinganna og atvinnu- rekendur gagnrýndu þetta og sögðu þetta geta ógnað þeim stöðugleika sem stefnt var að í nýundirrituð- um kjarasamningum. Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahagsráð- herra, tók í sama streng og gagnrýndi hækkanirnar harðlega. Á sama tíma reyndi stjórn hans hins vegar að verja 20 prósenta gjaldskrárhækkun á komugjöldum á heilsugæslur. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendi út fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í að- draganda undirritunar kjarasamn- inganna kom skýrt fram að ekki ætti að hækka gjaldskrár hjá ríkinu næstu tvö árin umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Það markmið er langt frá 20 prósentum. Þá ætlaði stjórnin við samþykkt kjarasamn- inganna að „endurskoða til lækkun- ar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif, sem af þeim leiði, verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Ís- lands“. Það virðist hins vegar ekki standa til. „Þetta er ekki eitt af þeim gjöldum sem við vorum sérstaklega að hugsa til þegar við gáfum út yfir- lýsinguna í tengslum við kjarasamn- ingana heldur vorum við þar frekar að horfa til krónutöluskatta sem renna beint í ríkissjóð,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, telur hækkanirnar vera í fullkomnu samræmi við yfirlýsingu stjórnarinnar. Útskýrir hann það með því að þegar á heildina sé litið eigi hagur Íslendinga að batna þrátt fyrir hækkanir komugjalda. Út frá rökum heilbrigðisráðherra er erfitt að sjá að standa eigi við fyrirheit í yf- irlýsingu fjármálaráðherra. n adalsteinn@dv.is Hækka eða lækka Bjarni gagnrýnir hækkanir fyrirtækja en Kristján ver hækkanir komugjalda. Mynd SIGtryGGur ArI Staða fjórflokksins sjaldan jafn slæm Hefur aðeins tvisvar farið undir 80 prósenta kjörfylgi K jörfylgi fjórflokksins hefur aðeins einu sinni verið minna en nú. Þetta sýnir samantekt Viktors Orra Valgarðssonar stjórnmála- fræðings á kosningaúrslitum síð- ustu áratuga. Útreikningarnir byggja á gögnum Hagstofu Íslands en stofnunin heldur utan um kosn- ingaúrslit. Sjaldan undir 80 prósentum Samanlagt kjörfylgi fjórflokksins í síðustu kosningum var 74,9 pró- sent atkvæða. Lakasti árangur fjór- flokksins var hins vegar árið 1987 þegar samanlagt fylgi þeirra í kosn- ingum var 74,6 prósent. Þetta eru einu tvö árin þar sem fylgi flokk- anna í kosningum til Alþingis er undir 80 prósentum af heildar- fjölda greiddra atkvæða. Saman- tektin var gerð í kjölfar þess að fjöl- miðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tók saman fylgi fjór- flokksins í skoðanakönnunum. Á bloggsíðu sinni birti hann mynd sem sýndi hvernig fylgi flokkanna í skoðanakönnunum hefur hríðfall- ið frá því um 2010. Þeir flokkar sem skoðaðir voru í gögnunum voru Sjálfstæðisflokk- ur, Framsóknarflokkur, Samfylk- ing, Vinstri græn, Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokk- urinn. Fyrstu fjórir flokkarnir hafa verið starfandi síðustu ár og mynda fjórflokkinn nú. Hinir þrír flokkarn- ir störfuðu fyrir tíð Samfylkingar og Vinstri grænna og mynduðu hver á sínum tíma fjórflokkinn. Fimmti flokkurinn oftast með Síðustu áratugi hefur fjórflokkurinn verið ríkjandi í íslenskum stjórn- málum en gjarnan hefur fimmti flokkurinn náð manni inn á þing. Flokkabrot og litlir flokkar hafa þó sjaldnast náð fylgi yfir tíu prósent- um í kosningum. Nokkur dæmi eru um að fleiri flokkar en einn nái kjöri utan fjórflokksins en sjaldnast hef- ur fylgi annarra flokka en þeirra sem mynda fjórflokkinn farið yfir tíu prósentustig. Árið 1987 voru hins vegar tveir stjórnmálaflokkar sem fengu yfir tíu prósent atkvæða í kosningunum fyrir utan fjórflokk- inn. Það voru Samtök um kvenna- lista, sem fengu 10,1 prósent at- kvæða, og Borgaraflokkurinn, sem fékk 10,9 prósent. Árið 2013, í síðustu kosningum, voru líka tveir flokkar utan fjór- flokksins sem náðu inn á þing, það voru Björt framtíð og Píratar. Hvor- ugur flokkurinn náði þó yfir tíu pró- sent atkvæða; Björt framtíð með 8,2 prósent atkvæða og Píratar 5,1 pró- sent. Það voru hins vegar 11,8 pró- sent atkvæða sem fóru til flokka og framboða sem ekki náðu manni inn á þing og féllu því dauð. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 1942 okt. 1942 júlí 1946 60 70 80 90 100 1949 1953 1956 1959 okt. 1959 júní 1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003 2007 2009 2013 98,7 97,1 99,9 100 90,6 95,3 97,4 96,6 99,8 98,9 89,1 95 94,5 97,4 86,7 74,6 87,4 86,1 95 91,2 89,4 90 74,9 Fylgi fjórflokksins í alþingiskosningum 1942–2013 Eiga þingið Segja má að fjórflokkurinn hafi átt þingið í gegnum árin. Tölurnar sem hér er rýnt í ná aftur til 1942. Svik um atkvæðagreiðslu S igmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra tók af allan vafa um helgina hvað varðar þjóðaratkvæða- greiðslu um áframhaldandi við- ræður við Evrópusambandið. Í samtali við RÚV sagðist hann ekki vera að stressa sig á atkvæða- greiðslunni þar sem ríkisstjórnar- flokkarnir væru báðir andvígir að- ild. Báðir flokkarnir, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, töluðu um þjóðaratkvæðagreiðslu í stefnu- skrám sínum fyrir kosningar. Engin stefna var kynnt í Evrópumálum fyr- ir kosningar hjá Framsóknarflokkn- um annað en að stöðva viðræðurnar og að halda atkvæðagreiðslu. Svip- aða sögu má segja um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem þó gekk lengra. „Kjósendur ákveði í þjóðar- atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram,“ kynnti flokkurinn fyrir kosn- ingar. Þegar ríkisstjórnin var svo mynduð var talað um Evrópusam- bandsumsóknina og vísað í þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verð- ur lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði í sáttmálanum. Af orðum ráðherra má aftur á móti ráða að ekkert verði af at- kvæðagreiðslu heldur málið stöðv- að endanlega. n Stjórnarflokkarnir töluðu báðir um þjóðaratkvæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.