Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 24
Vikublað 14.–16. janúar 201424 Neytendur K júklingaframleiðendur eru ekki tilbúnir að leyfa blaða- manni og ljósmyndara frá DV að skoða kjúklingaeldið eða fylgjast með því þegar kjúklingar eru fluttir til slátrunar. Blaðamað- ur sendi fyrirspurn þess efnis á fjöl- mörg kjúklingabú í síðustu viku og hafa einungis tvö þeirra, Holta kjúklingur og Kraftungar svarað, bæði neitandi. Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambandsins, er með- al þeirra sem hafa gagnrýnt að- búnað dýra í verksmiðjubúskap á Íslandi. „Það hefur verið uppi gagnrýni um skaða á fuglum sem koma í sláturhúsið, meðal annars það sem kallast dritbruni á fótun- um á fuglunum. Hingað til hefur ekki verið hægt að gera neitt í þessu því þegar brotið uppgötvað- ist hefur verið búið að slátra dýrinu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin verð- ur hægt að sækja menn til saka fyrir illa meðferð á dýrum þrátt fyrir að búið sé að slátra þeim.“ Hún segir að marblettir, brot og blæðingar sem fólk sjái í alifuglum sem það kaupir séu merki um áverka sem fuglarnir fengu á meðan þeir voru enn á lífi. „Það eru náttúrlega fleiri vanda- mál við kjúklingarækt heldur en bara meðferðin á dýrunum rétt fyrir slátrun. Ég held að mjög margir geri sér ekki grein fyrir því hvern- ig búið er að fuglunum. Þeir eru ræktaðir í stórum skemmum, oft á bilinu fimm til tuttugu þúsund fugl- ar,“ segir Sif en samkvæmt reglu- gerð má þéttleiki fuglanna í hús- inu vera 19 dýr á hverjum fermetra. „Þeir fá aldrei að fara út, skemman er gluggalaus og bara með raflýs- ingu og það er ekkert fyrir dýrin við að vera. Það er búið að rækta þá þannig að þeir vaxa rosalega hratt þannig að fæturnir standa varla undir þeim, þeir fá liðabólgu og bogna vegna þess hvað bringurnar eru stórar. Þessi ofvöxtur í vöðvun- um getur svo orsakað bæði hjarta- og lungnavandamál í fuglunum,“ segir Sif en kjúklingar vaxa upp í sláturstærð á fimm vikum. Hún segir ekki þurfa að kosta mikið að bæta aðbúnað dýranna. „Það er hægt að bæta líf dýranna mjög mikið án þess að það þurfi að skila sér í svo mikilli hækkun til neytenda. Það má gera til dæmis með því að ala þau í smærri ein- ingum, bjóða þeim upp á að fara út og draga úr þessum rosalega vaxtarhraða. Neytendur verða að vera upplýstir og gera kröfu um að þetta sé betra. Á meðan við gerum ekki kröfu um annað en lágt vöru- verð þá leggja fyrirtækin sig ekki eftir því.“ Töluverð umræða hefur verið um aðbúnað í kjúklingarækt undanfarið, ekki síst eftir að Mar- grét Gunnarsdóttir skrifaði grein um kvöldstund sem hún eyddi við störf í kjúklingabúi. Þar lýsti hún því meðal annars hvernig kjúklingun- um var troðið í kassa til flutnings í sláturhús. „Það sem stakk mig hvað mest þetta kvöld var klemmdur vængur sem ég sá útundan mér […] Vængurinn kramdist á milli án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég fór aftur út til að kasta upp, bæði af viðbjóði og ammóníakseitrun.“ n Bætt líf húsdýra þarf ekki að kosta mikið Enginn íslenskur kjúklingaframleiðandi vill fá DV í heimsókn Dýravernd á Íslandi Nokkur félög á Íslandi beita sér fyrir betri meðferð á dýrum í búskap, má þar nefna Dýraverndarsamband Íslands og Velbú - frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi Hér á eftir eru brot úr starfsskýrslum Matvælastofnunar þar sem fjallað er um atriði sem upp hafa komið við eftirlit. Athugasemdir eru ekki endurteknar ef þær koma oftar fram, þannig er til dæmis kemur dritbruni fram í öllum skýrslunum sem vitnað er til, og eins er oft talað um vængbrot og kramda fætur vegna flutninga. 2008 n „Nokkur tilfelli komu upp er vörðuðu „dritbruna“ á eldiskjúklingum.“ 2009 n „[Á]berandi breytingar á fótum vegna bleytu á gólfum í eldishúsum“. 2 kjúklingahópar, einn holdahænsna- hópur og einn kalkúnahópur.“ 2010 n „Einnig hafa borist aftur og aftur tilkynningar um illa meðferð fugla við tínslu og í flutningi. Við óvarkára höndlun geta fuglar vængbrotnað eða fótbrotnað og vængir og fætur geta klemmst á milli flutningskassa.“ n „Upp komu vandamál með kropp í kalkúnastofnhænum.“ 2011 n „Í ljós kom að þéttleiki var of mikill í eldishúsinu.“ n „Hluti kjúklinga köfnuðu [sic] í einu eld- ishúsi eftir bilun í rafmagnskerfi hússins og bilun í viðvörunarbúnaði.“ n „14 kjúklingahópa þurfti að aflífa vegna salmonellusmits, og er það yfirleitt fram- kvæmt með gösun með koltvísýru. Svo er hópum stundum fargað með því að snúa fugla úr hálsliði. Aðferðin sýnist ásætt- anleg, að því tilskildu að nógu margir þjálfaðir starfsmenn annist verkið.“ 2012 - Starfsskýrsla 2012 n „Vandamál komu upp við flutning á alifuglum í sláturhús. Stundum var of þröngt í búrum miðað við reglur sláturleyfishafa. Einnig hafa komið upp tilfelli um aukin dauðsföll við flutning sem rakin eru til þess að loftræsting við flutning hefur ekki verið nægjanleg. Á heitum sumardögum eykst hætta á súrefnisskorti við flutning.“ n „Með stuttu millibili komu upp tvö til- felli þar sem flutningsbúr með kjúklingum á leiðinni til slátrunar duttu úr flutninga- bíl á ferð. Í hvorugu tilfellinu opnuðust flutningskassar sem duttu út og færri kjúklingar drápust en vænta mætti við slík atvik.“ Dritbruni og bólgnir fætur Athugasemdir úr starfsskýrslum Matvælastofnunar Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is „Þeir fá aldrei að fara út, skemman er gluggalaus og bara með raflýsingu. Marinn kjúklingur Kristján Andri Jóhannsson birti þessa mynd af til- búnum kjúklingi sem afi hans keypti nýlega. Rauði liturinn er til marks um meiðsl sem kjúklingurinn varð fyrir áður en honum var slátrað. Lækkaðu kostnaðinn við flugið Flugfélögin sífellt kræfari Á tímum lággjaldaflugfélaga og hækkandi olíuverðs hafa mörg flugfélög leitað leiða til að hafa fé af farþegum án þess að láta það koma fram í far- miðaverðinu. Þannig er flug- vallarsköttum, útblástursgjöld- um og fleiri föstum gjöldum yfirleitt bætt við í lok pöntunar þannig að verðið endar töluvert hærra en útlit var fyrir í fyrstu. En það er fleira sem gott er að vera vakandi fyrir. Borga fyrir tösku Mörg flug- félög hafa tekið upp á því að rukka sérstaklega fyrir þær töskur sem tékkaðar eru inn. Það er samt ótrúlega mikið af dóti sem kemst fyrir í einni handfar- angurstösku og ferðamenn sem ekki ætla að vera lengur en eina viku í burtu ættu undir flestum kringumstæðum ekki að þurfa meira meðferðis. Lykilatriðið er að hafa meðferðis klæðnað sem dugar við mörg mismun- andi tilefni. Sumir mæla með því að pakka frekar í tuðru en flugfreyjutösku þar sem þeirri fyrrnefndu er auðveldara að troða í farangurshólf og far- angursmælibox. Sittu kjur Ef flugfélög rukka sérstaklega fyrir það að velja sæti er ágætt að búa sig undir að fljúga sam- ferða ókunnugum. Þeir sem ferðast einir eru auðvitað vanir því en þeir sem ferðast saman í hópi gætu viljað mæta snemma á flugvöllinn og þá eru töluverð- ar líkur á að þeim séu úthlutuð sæti saman. Auknu fótarými er nú sjaldnast úthlutað til þeirra sem fyrstir koma heldur þarf að kaupa það sérstaklega. Flestir geta þó látið sig hafa þrengslin, allavega ef flugið er ekki þeim mun lengra. Smyrðu nesti Flestir eru sammála um það að matur og drykkur á flugvöllum er með því dýrasta sem gengur og gerist. Það er bráð- sniðugt að útbúa nesti fyrir flugferðir, bæði með tilliti til sparnaðar en ekki síður af því að flugvélamatur er sjaldnast mjög spennandi. Tékkaðu á tékk – in Flest flugfélög bjóða nú farþeg- um upp á að innrita sig í flugið gegnum netið eða símann. Jafn- framt eru á mörgum flugvöll- um sjálfvirkar innritunarstöðv- ar sem lesa vegabréf og útvega brottfararspjöld. Það borgar sig að læra á þessa tækni því sum flugfélög eru farin að rukka sér- staklega fyrir innritun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.