Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 30
Vikublað 14.–16. janúar 201430 Sport
Töfrandi ár Ronaldinho
K
unnuglegt nafn
knattspyrnuheimsins hefur
borið á góma undanfarn
ar vikur. Samningur töfra
mannsins Ronaldinhos við
brasilíska félagið Atletico Mineiro
rann út og var hann þrálátlega orð
aður við endurkomu til Evrópu.
Tyrkneska félagið Besiktas var það
lið sem sýndi mestan áhuga á Ron
aldinho og viðurkenndi Ahmet
Kavalci, einn stjórnarmanna
Besiktas, að félagið væri í óðaönn
að leita að fjársterkum aðilum til
að fjármagna launakostnað hans.
Brasilíumaðurinn brosmildi hélt þó
tryggð við Atletico Mineiro og til
kynnti Alexandre Kalil, forseti fé
lagsins, fréttirnar í gegnum sam
skiptamiðilinn Twitter í byrjun
janúar.
Evrópa heillaði ekki
Bróðir og umboðsmaður leik
mannsins, Roberto Assis, sagði í
viðtali við Radio Itatiaia að skjól
stæðingur hans hafi aldrei íhugað
neinn annan kost en að halda áfram
að sýna listir sínar í svarthvítri
treyju Atletico.
„Fréttir af endurkomu Rona
ldinho til Evrópu var tilbúningur
fjölmiðla,“ sagði Roberto Assis um
meintan orðróm. „Við funduðum
einungis með Atletico og eftir fund
inn var allt saman komið á hreint.“
Bestur í heimi hjá Barcelona
Ronaldinho lék með spænska stór
liðinu FC Barcelona frá 2003 til
2008 og á fimm ára veru sinni hjá
félaginu var hann tvisvar sinn
um valinn besti knattspyrnumað
ur heims af FIFA. Þaðan lá leiðin
til Mílanó á Ítalíu, þar sem hann
lék með stórliðinu AC Milan um
tveggja ára skeið. Ronaldinho náði
ekki að fylgja eftir velgengni sinni
hjá Barcelona og var líkamlegt form
hans, sem þótti ekki viðunandi,
og tíðar ferðir á næturklúbba stór
borgarinnar mikið til umfjöllunar í
fjölmiðlum ytra. Ronaldinho sýndi
þó gamalkunna takta á vellinum
inni á milli, en áhuginn og ástríð
an skein ekki úr andliti hans eins
og áður, og svo fór að kappinn flutti
búferlum, heim til Brasilíu, eftir
áratug í evrópskri knattspyrnu og
skrifaði undir þriggja ára samning
við Flamengo.
Óvænt útspil bar
ríkulegan árangur
Í lok maí 2012 sagði Ronaldinho
upp samningi sínum eftir að Flam
engo hafði ekki staðið við launa
greiðslur sínar í fjóra mánuði. Fjór
um dögum síðar var hann kynntur
til leiks í treyju Atletico Mineiro og
þótti óvænt útspil kappans einkum
og sér í lagi athyglisvert í ljósi ára
langrar eyðimerkurgöngu félagsins.
En með tilkomu Ronaldinho batn
aði leikur Atletico til muna og leikni
útherjinn fann sig að nýju – sýndi
töfratakta á vellinum og í júlí 2013
stóð liðið í fyrsta skipti uppi sem
sigurvegari í Copa Libertadores,
Meistaradeild SuðurAmeríku.
„Þetta hefur verið yndislegt ár,“
sagði Ronaldinho í viðtali við FIFA.
com, en hann var í desember valinn
Knattspyrnumaður ársins í Suður
Ameríku árið 2013. „Við mörkuð
um spor okkar í sögu aldargamals
félags,“ sagði Ronaldinho við það
tækifæri.
Andstæðingarnir sýndu
virðingu sína í verki
Sigur Atletico tryggði liðinu þátt
töku í Heimsmeistarakeppni fé
lagsliða sem fór fram rétt fyrir
jólahátíðarnar í Marokkó. Í undan
úrslitum laut Atletico í lægra haldi
fyrir gestgjöfum keppninnar, Raja
Casablanca, þar sem Ronaldinho
skoraði stórglæsilegt mark beint úr
aukaspyrnu. Að leik loknum hóp
uðust leikmenn Raja Casablanca
umhverfis Ronaldinho, sýndu hon
um virðingu sína með lófataki og
fengu að eiga skó töframanns
ins. Algjört einsdæmi er að slíkt
eigi sér stað í knattspyrnuheimin
um – og hvað þá í undanúrslitum
Heimsmeistaramótsins – og undir
strikar það hversu mikil virðing er
borin fyrir brasilíska undrinu, sem
stefnir að því að halda uppteknum
hætti á nýju ári og vinna sér inn sæti
í brasilíska landsliðinu sem heldur
HM næsta sumar. n
n Hafði ekki áhuga á að flytja aftur til Evrópu n Knattspyrnumaður ársins í S-Ameríku
Ingólfur Sigurðsson
ingolfur@dv.is Ronaldo de
Assis Moreira
Fæðingardagur: 21. mars 1980 (33 ára)
Hæð: 1.83 sm Þyngd: 80 kg
Ferill
Ár Félag Leikur Mörk
1998–2001 Grêmio 52 21
2001–2003 PSG 55 17
2003–2008 Barcelona 145 70
2008–2010 Milan 76 20
2010–2012 Flamengo 33 15
2012– A. Mineiro 45 16
Landsleikir
1999– Brasilía 97 33
„Þetta
hefur verið
yndislegt ár
„Hann hefur hjálpað mér mikið í
gegnum tíðina,“ sagði ungstirnið
Bernard, leikmaður Shaktar
Donetsk, um fyrrverandi sam
herja sinn hjá Atletico Mineiro,
Ronaldinho. „Hann ræddi oftar
en ekki málin við mig og minnti
mig á að njóta þess að spila fót
bolta. Tæknin sem hann býr yfir
er ótrúleg. Hvort sem það var á
æfingu eða í leik, þá reyndi ég
alltaf að herma eftir því sem hann
gerði. Ronaldinho hefur verið í
lykilhlutverki í þroska mínum
sem leikmanns.“
Bernard fer fögrum orðum um fyrirmynd sína
„Minnti mig á að njóta leiksins“
„Fréttir af endur-
komu Ronaldinho
til Evrópu var tilbúningur
fjölmiðla
Lengi lifir í gömlum glæðum Ronaldinho er 33 ára en lætur það ekki stoppa sig í að
dansa með knöttinn á vellinum.