Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Qupperneq 31
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Sport 31
Dúnsængur og
koddar fyrir veturinn
Ítölsk rúmföt frá Bellora
Laugavegi 87 - Sími: 511 2004
Fermingargjöfin í ár er
Dúnsæng frá Dún og Fiður
Laugavegi 87 l sími 511-2004
FERMINGARTILBOÐ
D
V
E
H
F.
2
01
1
Ingólfur Sigurðsson
ingolfur@dv.is
Þ
eir lásu leik Norðmanna
mjög vel og það var varla
veikan hlekk að finna
hjá íslenska liðinu,“ segir
Bjarki Sigurðsson, hand-
knattleiksþjálfari og fyrrverandi
hornamaður í handbolta, um
sannfærandi sigur Íslands á
Noregi í fyrsta leik B-riðils á
Evrópumótinu. Bjarki var sérstak-
lega ánægður með varnarleik Ís-
lands og fannst Björgvin svara fyrir
gagnrýni á sinn hlut með glæsi-
legum hætti.
Björgvin steig upp
„Björgvin var líka að verja úr opn-
um færum,“ segir Bjarki. „Hann
var gagnrýndur fyrir mótið en steig
upp á sunnudaginn. Drengirnir
og þjálfarateymið hafa greini-
lega unnið heimavinnu sína vel
og séð hvað betur mátti fara í æf-
ingarleikjunum sem þeir spil-
uðu í síðustu viku. Sigurinn má
skrifast fyrst og fremst á vörn og
markvörslu sem skilaði flottum
hraðaupphlaupum og auðveldum
mörkum.“
Komu Norðmönnum
í opna skjöldu
„Það var greinilegt að þeir ætluðu
að selja sig dýrt frá fyrstu mínútu,“
segir Bjarki um íslenska liðið sem
mætti af miklum krafti í leikinn og
Norðmenn lentu 6–1 undir eftir
nokkurra mínútna leik. „Ég held
það hafi komið Norðmönnum í
opna skjöldu hvað Íslendingarnir
voru grimmir og fastir fyrir. Strák-
arnir á miðjunni, Vignir og Sverrir,
spiluðu eins og herforingjar með
Björgvin fyrir aftan sig. Sjálfs-
traustið og leikgleðin geislaði af
leikmönnum og það var alveg
sama hver kom inn á – menn ætl-
uðu sér sigur.“ n
Geisluðu af
sjálfstrausti
n Markvarslan og sterkur varnarleikur skilaði hraðaupphlaupum
B-RIÐILL
LIÐ L S J T MÖRK STIG
1 Spánn 1 1 0 0 34:27 2
2 Ísland 1 1 0 0 31:26 2
3 Noregur 1 0 0 1 26:31 0
4 Ungverjaland 1 0 0 1 27:34 0
Ísland - Noregur
31–26
Mörk Íslands:
n Guðjón Valur Sigurðsson 9
n Ásgeir Örn Hallgrímsson 6
n Rúnar Kárason 4
n Arnór Atlason 3
n Snorri Steinn Guðjónsson 3
n Þórir Ólafsson 3
n Aron Pálmarsson 2
n Vignir Svavarsson 1
Varin skot:
n Björgvin Páll Gústavsson 13
n Aron Rafn Eðvarðsson 1
„Þurfum toppleik til að vinna“
N
ú fá þeir ágætis tíma til þess
að hvíla sig,“ segir Bjarki um
íslenska liðið en næsti leik-
ur liðsins er gegn Ungverj-
um á þriðjudag. „Það má
ekki gleyma því að Ungverjarnir spil-
uðu við Spánverja og lentu á vegg
þar. Það var kraftabolti spilaður í
þeim leik. Ég myndi segja að okkar
lið búi yfir mun meiri tækni. Það sem
Ungverjar munu áreiðanlega stóla á
er að spila fasta vörn og keyra á okkur
með hraðaupphlaupum. Við eigum
alveg að geta spilað vel á móti þeim.
Mér fannst þeir mjög klaufalegir oft og
tíðum, seinir á fótum og við eigum að
nýta okkur það,“ bætir Bjarki við um
næstu mótherja Íslands.
„Leikur Spánar og Ungverja olli
mér vonbrigðum,“ segir Bjarki sem
fylgist vel með öllum liðum B-riðils-
ins. „Ég hallast að því að við eigum
að vera betri en Ungverjarnir, en við
þurfum að eiga toppleik til að vinna.
Ungverjar eru komnir upp við vegg
ásamt Norðmönnum. Þeir verða að
sigra til þess að komast áfram í keppn-
inni. Þetta er ekkert gefið,“ en íslenska
liðið þarf einn sigur í viðbót til þess
að tryggja sér í milliriðla og þá jafnvel
með stig með sér. En hvað þarf að ger-
ast til þess að sigur vinnist?
„Þeir eru með stóra og sterka leik-
menn og við þurfum að eiga aftur jafn
góðan leik varnarlega,“ útskýrir Bjarki.
„Þá fáum við þessa markvörslu sem
við erum alltaf að biðja um og hún
skilar sér alltaf í hraðaupphlaupum.
Það eru auðveldustu mörkin og þau
slökkva í andstæðingunum. Það verð-
ur hins vegar erfiðara að ganga í gegn-
um þá sóknarlega, en þá þurfum við
að vera mjög hreyfanlegir í aðgerðum
okkar.“ n
Ungverjar eru stórir og sterkir en „seinir á fótum“
Spáir í spilin Bjarki Sigurðsson er bjart-
sýnn fyrir leik Íslands og Ungverjalands
Í fyrsta skipti
á stórmóti
Gunnar Steinn Jónsson
Fæðingardagur:
4. maí 1987
Hæð: 191 sm
Þyngd: 99 kg
Félag: Nantes,
Frakklandi
Leikstaða: Vinstri
skytta
Bjarki Már Gunnarsson
Fæðingardagur:
10. ágúst 1988
Hæð: 197 sm
Þyngd: 93 kg
Félag: Aue,
Þýskalandi
Leikstaða: Vörn
LEIKIR
Þriðjud. 14. jan. klukkan 17.00
Ísland - Ungverjaland
Fimmtud. 16. jan. klukkan 17.00
Ísland - Spánn
Gleði Sigurinn á
Normönnum var
afar sannfærandi.