Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Page 32
Vikublað 14.–16. janúar 201432 Menning
Cooper og Gorfer í samvinnu við hönnuði
Vinna verk fyrir hönnuði Norræna tískutvíæringsins
N
orræni tískutvíæringurinn
er haldinn í Frankfurt í ár en
á sýningunni er fatahönnun
þriggja norrænna þjóða í
brennidepli, Grænlands, Íslands
og Færeyja.
Þetta er í þriðja skipti sem sýn
ingin er haldin og lofar góðu ef
marka má falleg listaverk ljós
myndaranna frá Gautaborg, Söruh
Cooper og Ninu Gorfer sem héldu
sýningu í Norræna húsinu í fyrra.
Sýningin Langa andartakið var sú
allra umfangsmesta sem Norræna
húsið hefur ráðist í. Norræna húsið
er einnig framleiðandi að tískutví
æringnu og sýningin í Frankfurt
verður stærsta verkefnið sem það
ræðst í á árinu.
Meginsýning NFB nefnist The
Weather Diaries og er afrakstur ná
ins samstarfs Ninu og Söruh með
hönnuðum. Þær hafa skapað með
þeim íðilfögur ljósmyndaverk.
Fyrstu tvær myndirnar hafa
birst þar sem ljósmyndararn
ir vinna með hönnuðunum Niko
laj Kristensen og Jessie Kleemann
frá Grænlandi og Steinunni Sig
urðardóttur. Tvíæringurinn verður
haldinn í Museum of Applied Arts
dagana 22.–23. mars. n
kristjana@dv.is
Fyrir Steinunni Þetta ljósmyndaverk
unnu Nina og Sarah með fatahönnuðin-
um Steinunni Sigurðardóttur.
Skemmtilegt
uppátæki Áhrifin
eru skemmtileg af
samstarfi hönnuða
og ljósmyndara. Hér
mynda Sarah og Nina
fyrir Nikolaj Kristensen
og Jessie Kleemann frá
Grænlandi.
Fokking
Hamlet
Mikil gleði ríkti í Borgarleikhús
inu eftir frumsýningu á Hamlet
með leikaranum Ólafi Darra
Ólafssyni í hlutverki hins þjáða
Danaprins. Ólafur Darri þótti fara
á kostum en var hógvær að vanda
og steig ekki nema hálft skref
fram fyrir hópinn í uppklappi eft
ir sýninguna.
Leikverkið var uppnefnt,
„Fokking Hamlet“ í eftirpartíi á
vegum leikhússins en rithöfund
urinn Jón Atli Jónasson hrærði
duglega upp í texta verksins með
tilvísunum í samtímann. Orð eins
og tagg, kópí og peist, háskerpa
og fleiri slógu viðkvæma leik
húsgesti á meðan aðrir fögnuðu
tilbreytingunni. Leikhússtjór
inn Magnús Geir var kampakát
ur, það voru líka Þorgerður Katrín
og Hamlet sjálfur, Ólafur Darri,
ásamt sinni ektafrú, Lovísu.
Gleði eftir frumsýningu
Afplánaði í blaðamennsku
Sindri Freysson fagnaði tuttugu ára rithöf-
undarafmæli á þar síðasta ári þrátt fyrir að vera rétt
skriðinn yfir fertugsaldurinn. Hann er afkastamikill
höfundur sem hefur sent frá sér á annan tug bóka
en fyrir ljóðabókina, Í klóm dalalæðunnar fékk Sindri
á þar síðasta ári verðlaun Tómasar Guðmundssonar.
Nýjasta verk Sindra er sálfræðitryllirinn Blindhríð og
í því veltir hann fyrir sér sambandi eltihrellis á netinu
og fórnarlambs hans. Vissulega efni sem á erindi við
samtímann. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við
Sindra um verkið og innblásturinn, ferilinn og upp-
eldisárin á Morgunblaðinu.
Í
nýrri bók Sindra er sagt frá veður
fræðingnum Stefáni sem kynnist
dularfullri breskri konu í flug
vél og á með henni stuttan ásta
fund. Hann á ekki von á að heyra
í henni eftir ævintýrið en það fer á
annan veg og við tekur æsileg at
burðarás. „Hún fer að senda honum
tölvupóst og skilaboð og nýtir netið
með frekar óhugnanlegum hætti
til þess að hrella hann. Stefán gerir
sér grein fyrir því að hann er orðinn
fórnarlamb rafrænna ofsókna og þarf
á endanum að taka ákvörðun hvort
hann kollsteypist undan ofsóknun
um eða hvort hann tekur til varna.
Þá er spurningin, hvort honum tekst
það áður en lífi hans og hans nánustu
lýkur.
Óvenjuleg kvenpersóna í
íslenskum skáldskap
Sindri segir kvenpersónu sögunnar
ekki alla þar sem hún er séð og hann
telur hana óvenjulega í íslenskum
skáldskap. „Hún er ekki öll þar sem
hún er séð, það er alveg ljóst að þótt
aðferðir hennar séu ansi skuggalegar
og meðulin róttæk, þá er það sem býr
að baki sem vekur mestan óhugnað.
En hún geymir ýmis leyndarmál. Ég
myndi segja að þetta sé mjög óvenju
leg kvenpersóna í íslenskum skáld
skap. Ég man að minnsta kosti ekki
eftir nokkurri kvenpersónu í líkingu
við hana.“
Sækir sér innblástur
norðan heiða
Þótt Sindri hafi fest rækilega rætur í
Vesturbænum og uni sér vel á þeim
slóðum á hann ættir að rekja í Aðal
dal. Þar dvelur hann öðru hverju og
sækir sér innblástur. Í verkinu Í klóm
Dalalæðunnar fjallar hann um dalinn
ástsæla og fjölskyldu sína. „Í Aðal
dalnum er fallegt og gott að vera. Fyr
ir rúmum áratug keypti hluti af systk
inahópnum stóran hluta jarðarinnar
af föðurbróður mínum, sem býr þar
enn, og þar dveljum við reglulega. Ég
hef nýtt mér umhverfið og fjölskyldu
söguna, þá hvað mest Í klóm dala
læðunnar.“ Fjölskyldusögur Sindra
eru krassandi. Langafi Sindra, Jakob
Þorgrímsson sem kalla mætti fyrsta
jafnaðarmann Íslandssögunnar var
til að mynda í sambúð með systrum.
„Menn kölluðu hann fyrsta jafnaðar
mann Íslands í gamni. Hann átti 10
börn, fimm með hvorri systur. Meira
að segja svo jafnt að hann átti fjóra
drengi og eina stúlku með annarri og
fjóra drengi og eina stelpu með hinni.
Langafi var tveggja kvenna maki
Sagan um Jakob og konurnar hans
er merkileg. Hann varð ástfanginn af
ungri konu en var látinn giftast eldri
systur hennar af hagkvæmnisástæð
um. Sú var húsmæðraskólagengin
og þótti vænni kvenkostur handa
honum. Hann leitaði hins vegar
áfram í hina yngri og fór langan veg
að heimsækja hana í öllum veðr
um. Að því kom að eldri systirin taldi
ómögulegt að Jakob væri að flækj
ast um landið í vondum veðrum,
ástin væri að stefna honum í lífs
hættu, og hún ákvað að yngri systir
in flytti hreinlega til þeirra. Ég hef
séð mynd af svefnherberginu. Rúm
hjónanna voru hlið við hlið og rúm
systurinnar út við veggendann. Svo
fór hann bara á milli rúma og átti
með systrunum öll þessi börn. Þetta
hefur verið erfitt fyrir systurnar og
ástandið á heimilinu örugglega
stundum þungt. Það er til ein ljós
mynd af þeim öllum saman og Jakob
er ósköp skömmustulegur á svipinn
á myndinni,“ segir hann og hlær.
Byrjaði á því að skrifa ljóð
Skáldskapur var í hávegum hafður í
fjölskyldu Sindra úr Aðaldalnum og
hann sjálfur haft áhuga á ritstörfum
frá blautu barnsbeini. Hann byrjaði
ungur að setja saman prósa og ljóð.
Hann var aðeins rétt rúmlega tví
tugur þegar hann kynnti sitt fyrsta
verk fyrir Jóhanni Páli Valdimars
syni á Forlaginu. „Þegar ég er að vaxa
úr grasi byrjuðu flestir höfundar á
því að semja ljóð. Í dag þá er þetta
breytt. Ung og efnileg skáld sjá frem
ur tækifæri í því að skrifa handrit en
ljóð til að vekja á sér athygli. Sjálfur
var ég farinn að skrifa sem barn og
unglingur. Ég skrifaði bæði prósa og
ljóð og hef gert síðan. Í ljóðum getur
maður leyft sér að vera knappari,
óræðari og mystískari. Reika á milli
tveggja heima. Skáldsagan gerir aðr
ar kröfur. Í skáldsögunni vil ég halda
lesandanum og skemmta honum.
Ég vil að sögur mínar færi lesandan
um eitthvað nýtt. Ég geng inn til Jó
hanns Páls Valdimarssonar rétt rúm
lega tvítugur og er þá með ljóðabók í
farteskinu. Hann sat á bak við skrif
borð í reykjarmekki og yfirheyrði mig
um flesta hluti. Ég gekk út fremur
óviss um framtíðina en viku seinna
fékk ég símtal frá honum og framtíð
in ráðin því ég hef verið skrifandi síð
an og þótt ég sé nú fremur ungur enn
þá átti ég 20 ára rithöfundarafmæli á
þar síðasta ári.“
Átján ára í sambúð
Allt gerðist fremur fljótt hjá Sindra
ungum. Hann var aðeins átján ára
þegar hann fór í sambúð og tveim
ur árum síðar þurfti hann að sjá
fyrir barni. Skáldskapurinn nægði
ekki fyrir hinu daglega brauði
og því réð hann sig til Morgun
blaðsins. „Ég kynntist stúlku sem
bjó í hvítu húsi á móti kirkjugarðin
um. Eftir skamman tíma var barn
á leiðinni. Ég var því ungur kom
inn með fjölskyldu og þurfti að
vinna fyrir hinu daglega brauði. Ég
stundaði blaðamennsku í mörg ár
samhliða ritstörfum. Ég réð mig til
Morgunblaðsins. Á þeim tíma voru
Matthías Johannessen og Styrmir
Gunnarsson ritstjórar. Það var far
sælt samstarf og þeir mynduðu
mikið yin og yang. Það var ákveðið
jafnvægi í blaðinu á þessum tíma.
Þegar ég var að byrja var blaðið að
slíta tengslin við Sjálfstæðisflokk
inn, þá er hætt að sitja þingflokks
fundi og fáir spurðir um þingflokks
skírteini.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Lítill heimur „Það
er mikil barátta um
hvern lesenda,“
segir rithöfundurinn
Sindri Freyssonu um
bókmenntaheiminn á
Íslandi. Mynd SiGtryGGur Ari
„Það er enn þá gott
fólk á Morgun-
blaðinu en eignarhaldið
og stefnan sem það setur
þeim heldur þeim aftur.