Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 38
Vikublað 14.–16. janúar 201438 Fólk
Guðni gerist fararstjóri á Kanarí
„Ég á að sjá um kvöldvökur og íslenskan húmor,“ segir ráðherrann fyrrverandi
É
g verð skemmtanastjóri hjá
Vita ferðum – þeir hafa beðið
mig um að taka að mér að
verða leiðsögumaður fólks
ins og halda úti dagskrá. Söngur,
gleði og sagnagerð. Ég á að sjá um
kvöldvökur og íslenskan húmor,“
segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi
alþinginsmaður og landbúnað
arráðherra, sem er óhræddur við
að feta nýjar slóðir. Nú er hann
búinn að taka að sér nýtt hlut
verk en hann ætlar ásamt eigin
konu sinni, Margréti Hauksdóttur,
að vera leiðsögumaður í ferð fyrir
eldri borgara til Kanarí í mars og
apríl. Miklu stuði hefur verið lof
að í ferðinni; hjónin munu standa
fyrir hressilegum morgnum með
gönguferðum og hreyfingu auk
skemmtidagskrár á kvöldin. Guðni
er þekktur fyrir að vera mikill
sagnamaður og er einn vinsælasti
veislustjóri landsins. Það verða því
eflaust ófáar sögurnar sem fá að
fjúka í ferðinni.
Hjónin hafa farið árlega til
Kanarí í nokkur ár og yfirleitt á
þessum árstíma þar sem þau vilja
vera heima á Íslandi yfir sumar
tímann. „Það er árlegt hjá okkur að
fara á þessum tíma. Ég nenni ekki
að fara til útlanda á sumrin. Þegar
nóttlaus voraldarveröld og yndis
legur tími ríkir á Íslandi þá finnst
mér best að vera heima,“ segir
Guðni kátur. n
viktoria@dv.is
Guðni og Margrét
Hjónin ætla að halda
uppi stuðinu fyrir eldri
borgara á Kanarí.
Ætlar að fegra
húsmæður
Það er alltaf nóg um að vera hjá
Ásdísi Rán sem birti eftirfarandi
skilaboð á Facebooksíðu sinni:
„Kæru húsmæður ATH! Ég er að
leita af [sic] sjálfboðaliða (3040
ára) í 3 mán beauty/Fitness átak
opinberlega, þarf að hafa tíma
æfa og fara í treatment á daginn.
Einnig vantar mig sjálfboðaliða
í fegrunartreatment s.s botox,
varafyllingu og fl. Ég er ekki að
fara hjálpa einhverri sem þarf
ekki á því að halda sendið mér
stutta reynslusögu af hverju þú?“
„Frábært að þættirnir
séu að fara í sýningu“
n Lífsleikni Gillz í bíó í febrúar n Sex þættir verða að einni mynd
A
uðvitað finnst mér frábært
að þættirnir séu að fara í sýn
ingu. Sérstaklega þar sem ég
kom nú ekki einn að þessu,
heldur gríðarlega mikið af
hæfileikaríku fólki sem lagði mikið á
sig við gerð þáttanna. Það er því mjög
gaman að sjá alla þessa vinnu skila
sér á hvíta tjaldinu í febrúar,“ segir
Egill Einarsson, maðurinn að baki
Gillzenegger eða Gillz, um það að
þættirnir Lífsleikni Gillz verði frum
sýndir í Sambíóunum þann 7. febrúar
næstkomandi. Rúm tvö ár eru síðan
upptökum á þáttunum lauk og mikil
óvissa verið um hvort þeir yrðu sýnd
ir eða ekki. Lífsleikni Gillz er sjálfstætt
framhald þáttanna Mannasiðir Gillz
sem sýndir voru á Stöð 2.
Mikil óvissa ríkt um þættina
Upprunalega stóð til að Lífsleikni
Gillz yrði sex þátta sería sem sýna
átti á Stöð 2. Sýning þáttanna var
hins vegar sett á ís þar sem Egill og
unnusta hans voru kærð fyrir nauðg
un í desember 2011 þegar upptökum
á þáttunum var nýlega lokið. Sýningu
þáttanna var frestað meðan á rann
sókn málsins stóð en á endanum vís
aði saksóknari málinu frá. Sagt var
svo frá því að Stöð 2 ætlaði sér ekki
að sýna þættina. Síðastliðið haust
bárust svo fréttir af því að til stæði
að sýna þættina í kvikmyndalengd
en ekki varð úr því heldur og var því
haldið fram á kvikmyndavefnum
Svarthöfða að Ingibjörg Pálmadóttir,
eigandi 365 sem rekur Stöð 2, hefði
stöðvað sýningu þáttanna. Sigmar
Vilhjálmsson, einn eigenda Stórveld
isins, sagði það þó vera af og frá –
Stórveldið ætti framleiðslurétt á þátt
unum en ekki væri tímabært að sýna
þá að sinni. Það hefur því ríkt mikil
óvissa um það lengi hvort þættirnir
yrðu yfirhöfuð sýndir.
Lofar góðri skemmtun
Nú hefur hins vegar verið ákveðið að
sýna Lífsleikni Gillz í breyttri mynd.
Þættirnir hafa verið klipptir saman
og efnið stytt upp í kvikmyndalengd.
„Þetta var stytt að einhverju leyti. Í
grunninn eru þetta sex sjónvarps
þættir sem við klipptum til að þetta
meikaði sens,“ segir Hugi Halldórs
son einn eigenda Stórveldisins sem
stóð að framleiðslu þáttanna. „Þeir
sem hafa áhuga á að sjá þetta fara í
bíó – hinir sitja heima. Fyrir okkur
breytir það litlu. Þetta var tilbúið. All
ir þeir sem mæta munu hins vegar
skemmta sér alveg konunglega,“ segir
Hugi.
Ekki vitað um fjölda sýninga
Aðspurður hvort að efni þáttanna
Lífsleikni Gillz hljóti nýja merkingu
í ljósi þeirra atburða sem töfðu sýn
ingu myndarinnar segir Hugi svo
ekki vera. „Þetta er ekki þannig efni.
Það er mikill misskilningur með
þetta efni. Það er ekki kvenfyrirlitn
ing í þessu efni. Það er frekar í hina
áttina – það er verið að kenna mönn
um hvernig á að koma fram,“ segir
hann og bætir við: „En eins og ég
segi – það eru einhverjir sem vilja
sjá þetta – þeir fara og sjá þetta. Hin
ir sitja heima. Þeir sem hafa áhuga,
þeir eru velkomnir.“ Hugi segir sýn
ingar á þáttunum alfarið vera í hönd
um Sambíóanna og aðsókn stjórni
því hversu lengi myndin verður sýnd.
„Kannski verður þetta bara ein sýn
ing, kannski 50. Ef það kemur enginn
þá hljóta þeir að hætta að sýna þetta
en eflaust er eitthvað jafnvægi þarna
á milli. Það er allavega klárt mál að
þeir sem koma munu hafa gaman
af.“ n
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Lofar góðri skemmtun Þættirnir voru
tilbúnir fyrir tveimur árum og upprunalega
átti að sýna þá á Stöð 2.
Lífsleikni Gillz
Hér má Gillz í
hlutverki sínu í
þáttunum.
„Þeir sem hafa
áhuga á að sjá
þetta fara í bíó – hinir
sitja heima
Festist við
blaðakonu
Mikill fjöldi fólks var viðstaddur
frumsýningu MiðÍslands á nýju
uppistandi í Þjóðleikhúskjallar
anum síðastliðið föstudagskvöld.
Meðal þeirra sem voru mættir
var Björn Ingi Hrafnsson, eig
andi Vefpressunnar. Vegna mik
ils mannfjölda á sýningunni var
töluvert þröngt í salnum og þegar
Björn Ingi var að fara til sætis síns
vildi ekki betur til en að jakka
tala hans flæktist í hári hinnar
hárprúðu blaðakonu Hönnu
Ólafsdóttur sem sat í röðinni
fyrir framan. Vakti það talsverða
kátínu gesta þegar Björn Ingi
reyndi að losa sig frá Hönnu en
það tók dágóða stund og var rætt
um það í salnum að atvikið hefði
verið ágætis upphitun fyrir uppi
standið.
Forsetahjónin
í stuði
Hljómsveitin Sigur Rós fagnaði
20 ára afmæli sveitarinnar með
heljarinnar afmælisveislu í Iðnó
á laugardag. Þar var margt góðra
gesta og mátti sjá mörg þekkt
andlit í veislunni. Þar á meðal
voru forsetahjónin Ólafur Ragnar
Grímsson og Dorrit Moussaieff
sem heiðruðu afmælisbörnin
með nærveru sinni. Hjónin
skemmtu sér vel í veislunni og
spjölluðu við gesti. Fyrr um
kvöldið mætti Ólafur á frumsýn
ingu Hamlet í Borgarleikhúsinu.
Ólafur og Dorrit létu partístandið
ekki á sig fá og til þeirra sást í
IKEA á sunnudeginum.