Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Side 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
20 Umræða Vikublað 11.–13. febrúar 2014
Ég er ekki
frægur lengur
Verður þetta framtíðin, að
ritskoða allar fréttir RÚV?
Flest ykkar voru mjög
ánægð með þáttinn
Óvinir ráðuneytisins
Shia LeBeouf með poka á hausnum. – tmz.com Vigdís Hauksdóttir. – heimssyn.is Mikael Torfason aðalritstjóri. – Mín skoðun Stöð 2
S
ú ákvörðun Sigríðar Frið
jónsdóttur ríkissaksóknara
að vísa lekamáli innanríkis
ráðherra til rannsóknar lög
reglu undirstrikar að emb
ættið er ekki eitt þeirra sem eru í
pólitísku makki um að fela eða klóra
yfir mál sem kunna að vera óþægi
leg fyrir flokksgæðinga. Sérstaða
þessa máls er að grunur í málinu
beinist að æðsta manni dómsmála,
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem
ætlar að sitja áfram í skugga máls
ins. Saksóknari sýnir þann styrk að
krefjast rannsóknar á máli sem ráð
herrann sjálfur hefur fullyrt að eigi
ekki rót hjá sér eða aðstoðarmönn
um sínum.
Lekamálið er um margt próf
steinn á réttarkerfið og siðferði fjöl
miðla. Vikum og mánuðum saman
reyndu stærstu fjölmiðlar landsins
að þagga málið niður með því að láta
eins og ekkert hafi gerst. Sumpart er
hægt að skilja framgöngu Frétta
blaðsins og Morgunblaðsins þar
sem gögnum ráðuneytisins var lek
ið til þeirra. Þessir fjölmiðlar og
blaðamenn þeirra tóku að sér að
vera boðberar slúðurs um flóttafólk
og raunar íslenskan ríkisborgara.
Þeir dreifðu viðkvæmum persónu
upplýsingum um örsnautt, land
laust fólk sem á sér venjulega engar
varnir. Upplýsingunum var augljós
lega komið skipulega til umræddra
fjölmiðla sem birtu þær sama dag
og stóð til að mótmæla brottrekstri
flóttamannsins Tony Omos fyrir
utan innanríkisráðuneytið. Í leka
gögnunum voru ávirðingar sem
hafa ekki verið sannaðar og sumar
raunar afsannaðar.
Innanríkisráðherra og aðstoðar
menn hennar, Gísli Freyr Valdórs
son og Þórey Vilhjálmsdóttir, hafa
ítrekað svarið af sér lekann. Gísli
Freyr benti reyndar á embættis
menn í innanríkisráðuneytinu sem
hugsanlega sökudólga. Þrenningin
í innanríkisráðuneytinu hefur verið
önnum kafin við að benda á allt og
alla í kringum sig til að losna und
an grun. Svo langt hefur ráðherr
ann gengið í vörn sinni að hann hef
ur með dylgjum og óhróðri reynt
að koma höggi á þá blaðamenn
DV sem fylgt hafa þessu máli fast
ast eftir. Það er ánægjulegt að um
ræddir blaðamenn DV hafa verið
tilnefndir af Blaðamannafélagi
Íslands til verðlauna vegna um
fjöllunar sinnar um hælisleit
endur. Tilraunir ráðherrans
og aðstoðarmanna hans til
þöggunar hafa verið í senn
ósvífnar og siðlausar. Þegar tilraun
ir til að varpa grun á embættismenn
dugðu ekki var reynt að þagga niður
í blaðamönnunum.
Það væri illskiljanlegt ef í ljós
kæmi að Ragnhildur Hjaltadóttir
ráðuneytisstjóri eða aðrir embættis
menn stæðu að lekanum. Enn
óskiljanlegra er að Rauði krossinn
tæki upp á því að stinga flótta
menn í bakið með þess
um hætti. Þar á bæ eru
menn þekktir fyrir
að hlífa og hlúa að
fólki fremur en
höggva. Og það
er sama hvern
ig málinu er
velt upp. Sá
eini sem hafði
hagsmuni af
því að sverta
flóttamennina var ráðherrann sem
stóð andspænis því þann örlagadag
sem lekinn varð að mótmælt yrði
við ráðuneytið.
Málið allt hefur tekið hinar undar
legustu vendingar. Allt frá því því
lekinn var kortlagður hefur Hanna
Birna þverneitað að bera ábyrgð.
Á einhverjum tímapunkti sagði
hún óhugsandi að upplýsingarn
ar hefðu komið úr ráðuneytinu.
Þar vísaði hún til innanhússrann
sóknar sem ekki hefur verið upplýst
hvernig staðið var að. DV sagði frá
því að starfsmenn innanríkisráðu
neytisins hefðu óskað eftir óháðri
rannsókn. Því var hafnað af ástæð
um sem ekki verða skýrðar nema
á einn veg. Saksóknari hefur síðan
undirstrikað alvöru málsins með
því að vísa því til lögreglu og held
ur ráðherrann flóttanum áfram. Að
spurð segist Hanna Birna ekki ætla
að segja af sér þar sem rannsóknin
beinist að ráðuneytinu en ekki ráð
herranum. Hanna Birna ætlar sem
sagt að sitja áfram á meðan stofn
anir sem eru á forræði ráðuneytis
ins rannsaka mál hennar. Þessi af
staða er stórfurðuleg og lýsandi fyrir
þá afneitun sem er í gangi í innsta
hring ráðherrans.
Það mun koma til kasta Stefáns
Eiríkssonar lögreglustjóra að
stjórna rannsókninni á ráðherran
um og starfsliði hans. Stefán
er vammlaus embættis
maður af sama tagi og
saksóknari. Hann
gerir sér örugg
lega grein fyr
ir því að þarna
duga engin
vettlinga
tök. Sá sem
er til búinn
til þess að
berja á flóttafólki mun væntan
lega verjast öðrum með tiltæk
um ráðum. Árásirnar sem fram að
þessu hafa beinst að flóttafólki og
blaðamönnum munu færast yfir
á þá sem stjórna rannsókninni.
Ráðherrann er á berangri í mál
inu. Eini þingmaðurinn sem hef
ur veitt henni stuðning er Ragn
heiður Ríkharðsdóttir, tengdamóðir
Þóreyjar aðstoðarmanns ráðherra.
Bjarni Benediktsson, formað
ur Sjálfstæðis flokksins, hefur sagt
það eitt um stöðu Hönnu Birnu að
hann telji ekki að hún eigi að víkja
vegna kærunnar. Aðrir pólitískir
samherjar innanríkisráðherrans
þegja og bíða átekta.
Spillingarmóðan er yfir öllu
þessu máli. Það er nauðsynlegt
að fletta ofan af því og láta þá sem
stóðu að baki lekanum svara til saka
fyrir dómstólum. Innanríkisráð
herra og allir íslenskir stjórnmála
menn þurfa ekki síst á því að halda
að stungið verði á graftar kýlinu.
Það er dagljóst að sökudólgurinn
eða sökudólgarnir leika enn laus
um hala og eru með aðgang að við
kvæmum persónuupplýsingum.
Takist ekki að finna þá er spurning
hvert næsta fórnarlamb innanríkis
ráðuneytisins verður. Óvinir ráðu
neytisins eru hvergi óhultir. n
Skuggi Dags
Innan Samfylkingar er vaxandi
óánægja með frammistöðu Árna
Páls Árnasonar formanns sem tók
við rústum flokksins af Jóhönnu
Sigurðardóttur. Árni Páll hefur
ekki náð að hífa flokkinn upp úr
eymdinni. Á sama tíma hefur
vegur Dags B. Eggertssonar vaxið
mjög. Skoðanakannanir benda
til að meirihluti kjósenda vilji fá
hann sem borgarstjóra á eftir Jóni
Gnarr. Þá staðnæmast margir við
nafn hans sem næsta formanns.
Skuggi Dags hvílir því yfir Árna
Páli.
Milljónir til Páls
Páll Magnússon, fyrrverandi út
varpsstjóri, er nú kominn aftur
á byrjunarreit eftir að hafa ekki
sóst eftir því að
verða endurráð
inn eftir að fimm
ára ráðningu hans
lauk. Páll hefur
að sögn rúmlega
milljón krónur á
mánuði í eitt ár,
eftir að hann hætti störfum. Nú
síðast heyrðist til hans lesa aug
lýsingu um tónleika Björgvins
Halldórssonar. Hermt er að ekki
sé sátt milli stjórnar RÚV og Páls
um það hve mikið hann eigi að fá
borgað eftir að hann ákvað sjálfur
að hætta.
Hjón á ráðherrastóla
Innan úr Framsóknarflokknum
heyrist að líklegt sé að fimmti
ráðherra flokksins verði hin
sjóaða Sigrún
Magnús dóttir sem
datt inn á þing
í fylgisholskeflu
flokksins. Sigrún
á að baki langan
feril í borgarstjórn
og skortir þannig
ekkert á reynsluna. Reyndar yrði
það sögulegt ef hún fengi ráð
herrastól því það yrði þá í fyrsta
sinn sem hjón næðu þeim áfanga
að verða ráðherrar. Eiginmaður
hennar, Páll Pétursson frá Höllu
stöðum, á að baki farsælan feril
sem félagsmálaráðherra.
Ráðherrakrísa
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra hefur enn ekki
náð að manna fimmta ráð
herrastólinn.
Ef miðað er við
kynjahlutfall og
styrk út úr kosn
ingum er aug
ljóst að Vigdís
Hauksdóttir ætti
að hreppa hnoss
ið. En til þess mega Sigmundur
og félagar ekki hugsa. Um tíma
var talið að Frosti Sigur jónsson,
þingmaður og sérlegur banda
maður Sigmundar, hreppti
hnossið en fjölmæli hans um
MP banka og skattaþakið hafa
gengisfellt hann.
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari
„Ráherrann
er á ber-
angri í málinu