Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Síða 31
Vikublað 11.–13. febrúar 2014 Sport 31 Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR Kínversk handgerð list · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Myndir o.m.fl. Fengu 28 milljónir króna G eir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambands- ins, fengu samtals 28,2 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þetta jafngildir 2,35 milljónum króna á mánuði, eða rúmlega milljón á mann. Þetta kemur fram í ársreikningi KSÍ fyrir árið 2013 sem birtur var á mánudag. Öll laun og launatengd gjöld námu 115,8 millj- ónum króna. Þetta þýðir að tæplega fjórðungur af launagreiðslum KSÍ fer til Geirs og Þóris. KSÍ tapaði 27,9 milljónum króna á síðasta ári sem er töluverð breyting frá árinu 2012 þegar sambandið skil- aði 477 milljóna króna hagnaði. Þrátt fyrir tap á síðasta ári stendur sam- bandið vel. Eignir þess nema rúm- um 760 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok síðasta árs var 200 millj- ónir króna. Kostnaður við öll landslið sam- bandsins nam 445 milljónum króna, en gert hafði verið ráð fyrir því í áætl- un að kostnaðurinn yrði 365 millj- ónir króna. Gera verður ráð fyrir því að stór hluti þessarar kostnað- araukningar sé til kominn vegna góðs árangurs karlalandsliðsins sem komst alla leið í umspil fyrir HM síð- astliðið haust. Í ársreikningnum kemur fram að KSÍ hafi úthlutað 42 milljónum króna til aðildarfélaga, annarra en þeirra sem léku í Pepsi-deild karla, vegna barna- og unglingastarfs. Fé- lögin í í Pepsi-deild karla fengu sam- bærilegan styrk frá Knattspyrnusam- bandi Evrópu, UEFA, að upphæð 46 milljóna króna. Auk þess styrkti KSÍ félög í Pepsi-deild karla og 1. deild karla um 21 milljón króna vegna leyfiskerfis árið 2013. n einar@dv.is Fjórðungur af launatengdum greiðslum KSÍ fer til Geirs og Þóris Skiptar skoðanir á frammistöðu Mesut Özil hjá Arsenal S tuðningsmenn enskrar knattspyrnu voru upp með sér þegar Þjóðverjinn Mesut Özil gekk í raðir Arsenal á lokadegi félagaskiptaglugg- ans í fyrrasumar. Özil hafði verið einn besti leikmaður spænska stór- liðsins Real Madrid undanfarin ár, og besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, sagði við fjöl- miðla að hann kæmi til með að sakna þjónustu miðvallarleikmannsins snjalla. Auk þess voru áhangend- ur Real Madrid allt annað en sáttir við ákvörðun félags síns um að láta Þjóðverjann af hendi. Ekki var það til þess að minnka eftirvæntingu spark- spekinga nyrðra og Özil kom eins og stormsveipur í ensku deildina. Allra augu voru á honum. Hálfu ári síðar situr Arsenal á toppi deildarinnar þar sem Özil hef- ur spilað 19 leiki. Hann hefur komið að 12 mörkum; skorað fjögur og lagt upp átta. Aðeins Wayne Rooney hef- ur lagt upp fleiri mörk, níu talsins. En skiptar skoðanir eru um hvort Özil sé jafn góður og margir halda fram. Segir Wenger hafa keypt rangan mann Adrian Durham, pistlahöfundur á Daily Mail í Englandi, skrifaði grein um frammistöðu Özil gegn Fulham um miðjan janúar. Durham velti vöngum yfir hvort Arsené Wenger, þjálfari Arsenal, hafi einfaldlega val- ið rangan mann til þess að verja 42 milljónum punda í. Jafnframt benti Durham á að „sá rétti“ hafi farið til erkifjenda þeirra í Tottenham Hot- spur, Daninn Christian Eriksen. „Özil hefur gert góða hluti frá því hann gekk í raðir Arsenal,“ skrifaði Durham. „En hann virðist ekki vera sá leikmaður sem er stærsta ástæða þess að liðið trónir á toppi deildar- innar. Þessar háu fjárhæðir þurftu ekki að fara eingöngu í að kaupa einn leikmann. Ef Wenger lítur gægist fyrir hornið sér hann Christian Erik- sen sem kostaði 11 milljónir punda og er 21 árs. Hann stjórnar leikjum á miðjunni, verst og skapar marktæki- færi, sem Tottenham nýtur góðs af um þessar mundir. Hefði Wenger keypt Eriksen yrði hann fullkominn leikmaður fyrir leikstíl Arsenal.“ Býr til færi á hálftíma fresti Lee Hurley, pistlahöfundur á Metro, er á öndverðum meiði. „Hann er lævís, lítill snillingur,“ skrifar Hurley um Özil og viðurkenn- ir að hafa staðið sjálfan sig að því að gagnrýna leik Þjóðverjans. Sumar snertingar við knöttinn virðast tilvilj- anakenndar og sendingar hans virð- ast ekki alltaf rata til samherja. Þegar Hurley skoðaði tölfræði Özil eftir leik frá því í janúar krossbrá honum. „Hann var með 91 prósent heppnaðar sendingar í þeim leik sem sýndi fram á að ég hef ekki hundsvit á leiknum. Önnur tölfræði passar ekki heldur við það sem fólk gagnrýnir hann fyrir. Özil er sá leik- maður sem hefur skapað flest mark- tækifæri af öllum leikmönnum liðsins sem og deildarinnar.“ Og ekki bara á Englandi. Özil er sá leikmaður sem hefur skapað flest færi í fimm stærstu deildum álfunn- ar. Á 29 mínútna fresti skapar Özil færi eða leggur upp mark. „Þegar við horfum á Özil þá er það ekki leikmaðurinn sem bregst okkur, heldur okkar eigin sýn.“ n Skapar mest af öllum Vill gefa stoðsendingar Özil hefur lagt upp átta mörk það sem af er leiktíð. Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Síðasti heimaleikur Arsenal 2–0 Crystal Palace 2. febrúar 2014 n Sendingar Özil heppnuðust í 94 skipti af 104 tilraunum, sem gerir 90%. n 68 sendingar af 78 tilraunum voru fram á við, sem gera 87% heppnaðar sendingar. Þær 26 sem hann sendi til baka heppnuðust allar. n Hann bjó til þrjú færi, var sá leikmaður sem fékk boltann oftast á vellinum og missti hann sjaldnast. Ferill Özil Ár Lið Leikir Mörk 2006–2008 Schalke 30 0 2008–2010 Werder Bremen 71 13 2010–2013 Real Madrid 105 19 2013– Arsenal 15 4 Í nærmynd n Mesut Özil n 25 ára n Fæðingardagur: 15.10. 1988 n Þjóðerni: Þjóðverji n Hæð: 183 sm n Þyngd: 76 kg Tölfræði Özil í vetur n Leikir: 20 n Mörk: 4 n Stoðsendingar: 8 n Skot í leik: 1,2 n Lykilsendingar í leik: 2,8 n Heppnaðar sendingar: 88% n Sendingar í leik: 65,8 Stendur vel KSÍ stendur nokkuð traustum fótum fjárhagslega. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Þórir Hákonarson fram- kvæmdastjóri fengu samtals 28,2 milljónir króna í laun á síðasta ári. Toure gæti farið í bann Svo gæti farið að Yaya Toure, leikmaður Manchester City, fái þriggja leikja bann fyrir að sparka í Ricky van Wolfswinkel, fram- herja Norwich, í leik liðanna um helgina. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins mun fara yfir myndbandsupptökur úr leiknum og taka ákvörðun út frá þeim. Fari svo að nefndin meti það svo að Toure hefði átt að fá rautt spjald fær hann að líkindum þriggja leikja bann. Það þýðir að hann gæti misst af stórleik City gegn Chelsea í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Sterling í landsliðið Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, verður væntan- lega kallaður inn í landsliðs- hóp Englands fyrir vináttuleik gegn Danmörku þann 5. mars næstkomandi. Þessi nítján ára vængmaður hefur staðið sig vel í vetur og átti sannkallaðan stór- leik í 5–1 burstinu á Arsenal um helgina. Roy Hodgson er sagður horfa til Sterling sem mögulegs arftaka Theo Walcott sem miss- ir væntanlega af HM í sumar vegna meiðsla. Annar Liver- pool-leikmaður, Jordan Hend- erson, fær væntanlega einnig tækifæri í leiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.