Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 25.–27. mars 2014 H eildarútkall – Kollabúðar- dalur. Datt á vélsleða. Fót- brotinn.“ Svona hljóðuðu SMS-skilaboðin sem björg- unarsveitarmaðurinn Ját- varður Jökull Atlason fékk send í símann sinn 6. mars síðastliðinn, klukkan 12.21. Sex mínútum áður hafði honum sjálfum tekist, eftir að hafa við illan leik skriðið í símasam- band, að senda neyðarlínunni SMS- skilaboð. „Hjálp“, skrifaði hann. Svo tókst honum að hringja eftir aðstoð. Að þessu sinni var það björg- unarsveitarmaðurinn sem var hjálparþurfi. Játvarður, eða Játi, eins og hann er kallaður, er 24 ára Reyk- hólabúi. Hann hafði verið að gera við snjósleðann sinn og langaði að prófa hann í góðu veðri á Þorska- fjarðarheiði. Hann var einn á ferð og ætlaði ekki að vera lengi. Ekki vildi betur til en svo að Játi ók snjó- sleðanum fram af kletti á heiðinni með þeim afleiðingum að hann brotnaði illa neðan við hné og rifn- aði á rasskinn. Hann þurfti meðal annars að grípa til þess örþrifaráðs að binda á sér brotinn fótinn við lærlegginn. Þannig þvældist fótur- inn síður fyrir á meðan hann skreið frá slysstaðnum í leit að símasam- bandi. Sársaukinn var svo mikill Játi, sem segist ágætlega kunnugur á heiðinni, fór fram af kletti og lenti ofan á sleðanum ofan í laut. Við það meiddi hann sig illa á fæti. Hann fann að honum blæddi undir gall- anum og segist hafa óttast að hann væri með opið beinbrot. Með því að renna upp gallanum gat hann geng- ið úr skugga um að svo væri ekki. Hann sá að blóðið kom frá rassin- um og var í smá stund hræddur um að hafa sprengt eitthvað innan í sér. „Ég varð svolítið hræddur þegar ég sá blóðið fyrst en ég reyndi að hugsa ekki of mikið um það.“ Í ljós kom síðar að hann hafði rifið gat á aðra rasskinnina. Þegar hann hafði náð áttum reyndi hann að hringja á aðstoð en náði ekki símasambandi. Hann gat ekið sleðanum svolítið en stýr- isbúnaðurinn var skemmdur, svo hann þurfti að reyna að snúa hon- um. „Ég skríð fram fyrir sleð- ann og reyni að draga hann til að framan. Sársaukinn var svo mikill við átökin að ég næ ekki að snúa honum. Ég skríð þá aftur fyrir og reyndi að lyfta honum upp að aftan. Það var sama sagan.“ Hann kom sleð- anum ekki upp úr laut- inni. Þegar ljóst var að sleðinn var óökuhæf- ur tók Játi eftir því að blóðið var meira en hann hafði talið í fyrstu. Blóð- ið lak niður undan annarri skálminni svo hann skyldi eft- ir sig slóð þegar hann færði sig til. „Ég sé að blóðið er meira en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Játi segir að sér hafi verið ljóst að hann yrði að komast í símasamband. Ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi höfðu ekki borið árangur. Hann greip þá á það ráð að skríða af stað úr laut- inni og reyna að komast í samband, sem er stopult á þessum slóðum. Hann segist þó hafa vitað að hægt væri að ná sambandi nokkuð víða af heiðinni. Hann reyndi fyrst að klöngrast upp á klettinn en var orðinn svo kvalinn að það gekk ekki. Þá ákvað hann að reyna að skríða niður brekkuna. Fóturinn sem ekki lét að stjórn gerði honum erfitt fyrir og honum sóttist þetta litla ferðalag seint. Batt fótinn við lærlegginn Játi er vanur að bjarga sér og dó ekki ráða- laus. Hann tók ólina af snjó- flóðaýlu sem hann hafði með- ferðis og freistaði þess að binda fót- inn við lærlegginn, þannig að kálfinn lægi við aftanvert lærið. „Ég tek fótinn aftur og reyni að hnýta kálfann upp við lærið á mér. Það var nokkuð þægileg staða,“ segir hann af æðru- leysi. Hann gafst fljótlega upp á því að skríða. Bandið hélt ekki og verkirn- ir voru miklir. „Á þessum tíma er ég bæði orðinn hræddur og reiður út í sjálfan mig að hafa verið með þenn- an glannaskap. Þetta var ekkert ann- að,“ viðurkennir hann. Hann segist í vonleysi hafa tek- ið upp símann og lyft honum eins hátt og hann gat og reynt að senda neyðarlínunni skilaboðin „Hjálp“. „Ég held símanum uppi og horfi á skjáinn. Allt í einu sé ég að skilaboð- in fara út. Það var mjög mikill léttir. Ég áttaði mig á því að þegar haft yrði samband við aðstandendur myndi Aldís [konan hans, innsk.blm.] vita hvar ég væri.“ Batt fótinn við lærlegginn n Játvarður Jökull fótbrotnaði illa á vélsleða n Dró sig áfram í snjónum á höndunum n Fékk sjálfur SMS með útkallsboðinu Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Á slysstað Þarna má sjá endann á kletta- beltinu sem Játi fór fram af. MyndIR GúStaf Jökull ÓlafSSon „Ég tek fótinn aftur og reyni að hnýta kálfann upp við lærið á mér Illa fótbrotinn og hrakinn Frétt DV.is frá 6. mars Fyrstu fréttir af slysinu létu ekki mikið yfir sér. „Björgunarsveitirnar á Hólmavík, Reykhólum og í Búðardal voru í dag kall- aðar út vegna slyss sem varð á Þorska- fjarðarheiði. Þar hafði maður á vélsleða ekið fram af hengju og fótbrotnað. Maðurinn, sem var einn á ferð, gat hringt eftir hjálp. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lenti á slysstað eftir klukkan 13 í dag. Björgunarsveitir náðu til mannsins um sama leyti og gátu búið um hann til flutnings með þyrlunni til Reykjavíkur.“ Á batavegi Játvarður Jökull var tvær vikur á spítala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.