Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 25.–27. mars 20146 Fréttir Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Nýjar vörur í hverri viku St. 38-58 Þingmaður á batavegi Róbert Marshall lenti í alvarlegu vélsleðaslysi R óbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, lenti í alvar- legu vélsleðaslysi á Hlöðu- völlum við Hlöðufell á sunnu- dag. Var hann fluttur með þyrlu á Landspítalann um þrjúleytið. Sam- kvæmt heimildum DV hlaut Ró- bert innvortis meiðsli, brotið úln- liðsbein og áverka á rifbeinum, eða svonefnda fjöláverka. Fór hann í að- gerð á úlnlið samdægurs. Róbert er, þegar þetta er skrifað, á gjörgæslu- deild Landspítalans og er hann á hröðum batavegi en líklega verð- ur hann útskrifaður af gjörgæslu í dag eða á morgun. Hann hefur ver- ið með meðvitund allan tímann. „Ég er mjög heppinn og er sérstaklega þakklátur öllum þeim sem komu að björgun minni,“ sagði Róbert í sam- tali við DV skömmu efitr slysið. Ró- bert var á ferð ásamt vini sínum og fór hann fram af jarðfalli og ofan í holu í jörðinni á vélsleða sínum. Samkvæmt heimildum DV var fall- ið ofan í holuna um sex metrar. Var annar þeirra með neyðarsendi, sem gerði þeim kleift að bregðast skjótt við. Hægt gekk að finna slysstaðinn vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Alls tóku um 40 manns þátt í björgunaraðgerðinni á vélsleðum og snjóbílum. Auk þess voru fjallabjörg- unarmenn til taks á Þingvöllum ef á þurfti að halda. Ljóst er að mun betur fór hjá Ró- berti en á horfðist í byrjun og hrósar hann happi að ekki fór verr. Forseti Alþingis sendi Róberti kveðjur með óskum um góðan bata við upphaf þingfundar á mánudag. n erlak@dv.is n Gagnrýnir hugmyndir Hönnu Birnu um netsíun n Krefur ráðherra svara Þ að er bráðnauðsynlegt, með hliðsjón af þeim starfshópi sem Ögmundur Jónasson setti á laggirnar á seinasta ári, að innanríkisráðuneytið þvertaki fyrir, opinberlega og með óyggjandi hætti, að það séu til nokkr- ar áætlanir um að setja upp nokkurs konar netsíu fyrir landið allt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við DV. Eins og DV greindi frá fyrir helgi undirbýr Hanna Birna Kristjánsdótt- ir innanríkisráðherra nú róttækar að- gerðir til að verja börn og unglinga fyrir grófu efni á veraldarvefnum með netsíum líkt og tíðkast í Bretlandi. „Það er mikilvægt að það komi skýrt fram að yfirvöld hyggist ekki skikka netþjónustufyrirtæki til þess að setja upp neins konar síur,“ segir Helgi Hrafn. Samstarf við einkaaðila Ólíkt þeim tillögum sem Ögmund- ur Jónasson, þáverandi ráðherra, átti frumkvæði að á síðasta kjörtímabili hyggst núverandi innanríkisráð- herra ekki hrinda áformum sínum í framkvæmd með lagasetningu. Þetta kom fram í ávarpi sem skrifstofu- stjóri í innanríkisráðuneytinu flutti fyrir hönd ráðherra á alþjóðlega net- öryggisdeginum fyrr á þessu ári. Þá var greint frá því að ráðherra hefði nú þegar fundað með fjarskiptafyrirtækj- um og hagsmunaaðilum. „Öll stóru þjónustufyrirtækin bjóða upp á valkvæma netsíun, sum meira að segja ókeypis. Ég sé enga þörf á neinum afskiptum yfirvalda í þeim efnum,“ segir Helgi Hrafn. Í ávarpi skrifstofustjórans kom fram að fyrirhugaðar aðgerðir hefðu það að markmiði að „vernda börn og ung- linga fyrir því efni sem flestir myndu telja óæskilegt.“ Vakti fulltrúi innan- ríkisráðuneytisins athygli á því að í netsíum og vörnum á borð við þessar fælust „sóknarfæri fyrir hugbúnaðar- fyrirtæki“. Hér væri ekki verið að tala um lagasetningu „heldur samstarf stjórnvalda og fjarskiptafyrirtækja sem felur í sér betri varnir, betri síur og betri meðferð á tölvunotkun barna og unglinga“. Mun ekki vernda börnin Helgi Hrafn er gagnrýninn á þessar hugmyndir um netsíun og segir ljóst að verði þær að veruleika muni þær á engan hátt vernda börnin. „Það verð- ur áfram nauðsynlegt að ala í börn- um, bæði í skóla og heima fyrir, ör- ugga netnotkun. Sérstaklega þegar kemur að klámi er mikilvægt að hluti af kynfræðslu fjalli um kynfrelsi hvers og eins og virðingu fyrir löngunum, vilja og rétti rekkjunautanna. Það er ekkert hægt að stytta þá leið.“ Þá bendir hann á það að netsíun síar óhjákvæmilega líka út lögmætt efni, þar á meðal mjög mikilvægt lögmætt efni. „Sem dæmi, ef leitar- orðið „child porn“ er bannað, þá fer með því öll umræða um „child porn“. Netsíun er þannig líka stórhættuleg gagnvart hagsmunum þolenda kyn- ferðisbrota með því að hamla upplýsingu og umræðu um þá mikilvægu málaflokka sem að er stefnt að berj- ast gegn.“ Hættuleg netsíun Það vakti mikil við- brögð þegar Ög- mundur kynnti hug- myndir sínar um aðgerðir gegn klámi í fyrra. Hann lagði aldrei fram lagafrum- varp líkt og til stóð en eins og fram kom á al- þjóðlega netöryggisdeg- inum eru aðgerðir gegn klámi enn í kort- un- um. Svo virðist sem litið sé sérstak- lega til aðgerða Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem fyr- irmyndar í þessum efnum. Netsíurnar í Bretlandi hafa verið gagnrýndar harðlega af ótal ástæð- um, en þótt þær hafi verið kynntar sem varnir gegn klámi hafa þær með- al annars beinst gegn kynfræðslu, vefsíðum hinsegin samtaka og stuðn- ingssíðum fyrir fórnarlömb heimilis- ofbeldis. Helgi Hrafn segir engu máli skipta hvort glæpir séu framdir á internetinu eða annars stað- ar, þá þurfi að rannsaka með hefðbundnu lög- reglustarfi: „Í einni alþjóðlegri lög- reglurannsókn árið 2013 var 386 börnum bjarg- að úr höndum barnaníðinga með skipulögðu lögreglusam- starfi, ekki með netsíun. Netsíun er í skásta falli gagns- laus í þeirri baráttu, í versta falli hættu- leg.“ n Vill vernda börnin Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkis- ráðherra undirbýr nú róttækar að- gerðir til að verja börn og unglinga fyrir grófu efni á veraldarvefnum með netsíum líkt og tíðkast í Bretlandi. Mynd SigtRygguR ARi Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Mikilvægt að það komi skýrt fram að yfirvöld hyggist ekki skikka netþjónustufyrir- tæki til þess að setja upp neins konar síur. Hættulegt gagnvart þolendum ofbeldis Ráðuneytið skýri málið Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að innanríkisráðuneytið þvertaki fyrir að það séu til nokkr- ar áætlanir um að setja upp netsíu fyrir landið allt. Mynd tHoRduR SVeinSSon 175 þúsund á mann Sóknargjöld sem hver skattgreið- andi borgar á hverju ári hækk- uðu um 317 prósent á tímabilinu 1998–2008. Við upphaf tímabils- ins greiddi einstaklingur að jafn- aði 2.510 krónur í sóknargjöld en við lok þess sléttar níu þús- und krónur. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Birgittu Jóns- dóttur, kapteins Pírata. Hækk- unin nemur um 42 prósentum á föstu verðlagi. Á tímabilinu hefur hver einstaklingur greitt tæpar 175 þúsund krónur í sóknargjald. Stærstur hluti gjaldsins rennur til þjóðkirkjusafnaða en heildarhluti þjóðkirkjunnar nemur um 27 prósentum af sóknargjaldinu. „Slefandi rukkarar“ Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir í pistli á bloggsíðu sinni að með gjald- töku við helstu ferðamannastaði sé verið að heimila einkavæð- ingu á skattheimtuvaldi, til land- eigenda við þessa staði. Líkir hann þessu við það sem átti sér stað á miðöldum „þegar land- eigendur gátu stöðvað ferðalanga um land sitt, til dæmis við hlið og brýr, og rukkað þá eftir geðþótta. Þetta hafi hamlað eðlilegum samgöngum og viðskiptum. Hitt sem fylgir því að „slefandi rukk- arar“ mæti ferðafólki við helstu náttúruperlur landsins sé „hversu ókræsileg ásýnd þetta verður á ís- lenskri ferðaþjónustu“. Þakklátur „Ég er mjög heppinn,“ sagði Róbert eftir slysið. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.