Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 25.–27. mars 201414 Fréttir Fræðimaður kærður fyrir árás á flokkinn Gústaf Níelsson kærði Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur til siðanefndar HÍ fyrir að veitast að Sjálfstæðisflokknum G ústaf Adolf Níelsson, sagn- fræðingur, fyrrverandi fram kvæmdastjóri þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og bróðir Brynjars Níels- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins, kærði Sigurbjörgu Sigurgeirs- dóttur, stjórnsýslufræðing og lektor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, til siðanefndar skólans hinn 4. desember síðastliðinn. Gústaf vildi meina að Sigurbjörg hefði veist að Sjálfstæðisflokknum, for- seta Íslands og Hagstofunni, í grein sem hún og Robert Wade, prófess- or í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, birtu í rit- rýnda tímaritinu New Left Review árið 2010. Málið hefur valdið uppnámi inn- an veggja skólans en siðanefndin tók kæru Gústafs til efnislegrar með- ferðar án þess að Sigurbjörgu væri kunnugt um það, og án þess að hafa fengið úr því skorið hvort Gústaf geti talist aðili að málinu. Garðar Gísla- son, formaður siðanefndar Háskóla Íslands, staðfestir í samtali við DV að siðanefndin hafi tekið málið efnis- lega fyrir: „Aðilum málsins hafa ver- ið afhentar niðurstöður ákvörðunar siðanefndar.“ Sú ákvörðun fólst í því að vísa kærunni frá eftir að hún hafði verið tekin til efnislegar umfjöllunar, annars vegar vegna skorts á upplýs- ingum um málsatvik, og hins vegar vegna aðildarskorts kæranda. Þrengt að akademísku frelsi Heimildarmönnum DV innan há- skólasamfélagsins ber saman um að málið geti haft „víðtæk áhrif“ til lengri tíma fyrir starfsmenn Há- skóla Íslands. Eitt sé að einhver taki sig til og kæri fræðimann til siðanefndar, jafnvel þótt sá aðili eigi ekki einstakra, verulegra, beinna eða lögvarinna hagsmuna að gæta. Annað sé að siðanefndin ákveði að taka slíkt mál til efnislegrar með- ferðar. Þegar ekki er tekin afstaða til þess hvort kærandi sé aðili máls eða ekki áður en til efnislegrar um- fjöllunar á kæru kemur má líta svo á að siðanefndin sé orðin að verk- færi til að þagga niður í einstaka fræðimönnum. Þannig geti nán- ast hver sem er tekið upp hjá sér að kæra fræðimann til siðanefnd- ar sem sendir málið beint til kærða án þess að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi aðild að málinu eða ekki. Með þessu geta þeir sem vilja haldið fræðimönnum uppteknum við að bregðast við kærum. Í slíku andrúmslofti sé viðbúið að upp- lifun fræðimanna sé sú að verið sé að þrengja verulega að akademísku frelsi þeirra. Eins og fyrr segir snýst kæra Gústafs um grein þeirra Sigur- bjargar og Wades, sem birt var í rit- rýnda tímaritinu New Left Revi- ew árið 2010. Í greininni var sögð ákveðin saga af stjórnmála- og efna- hagslífi Íslands þar sem aðferð- um mannfræðinnar var beitt. Hún byggðist á rannsóknum sem byggð- ust meðal annars á viðtölum við á fjórða tug einstaklinga á tímabilinu, frá árinu 2003–2010. Gústaf var ekki í hópi viðmælenda og þá var ekki vísað í verk hans. Þrátt fyrir aðildar- skort ákvað siðanefndin að taka kæruna til efnislegrar umfjöllunar. Tekin fyrir og vísað frá Siðanefnd Háskóla Íslands barst kæra Gústafs hinn 4. desember síð- astliðinn. Þar kemur fram að hann kæri Sigurbjörgu fyrir þrjú brot á siðareglum Háskólans. Í fyrsta lagi fyrir að veitast að Sjálfstæðisflokkn- um með því að halda því fram að flokkurinn hafi í gegnum tíðina barist gegn breytingum á stjórnar- skránni og/eða kjördæmaskipan. Siðanefndin vísaði kæruliðnum frá meðal annars vegna þess að hægt sé að skilja ummælin á tvo mismunandi vegu og því ekki hægt að komast að skýrri niðurstöðu í þessum kærulið. Í öðru lagi kærði Gústaf Sigur- björgu fyrir að „afbaka upplýsingar“ um forseta Íslands með því að segja að hann hafi verið andsnúinn utan- ríkisstefnu Davíðs Oddssonar, þáver- andi forsætisráðherra, og stuðningi hans við Íraksstríðið. Sagði Gústaf að ef orðinu „Írak“ væri slegið upp í leitarvél á heimasíðu forsetaemb- ættisins kæmi engin niðurstaða og því væri ljóst að forsetinn hafi hvergi látið skoðanir sínar á Íraksstríðinu í ljós. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þetta nægði ekki til þess að komast að skýrri niðurstöðu. Í þriðja lagi vildi Gústaf meina að Sigurbjörg hefði borið alvarlegar sak- ir upp á Hagstofu Íslands þegar hún greindi frá því að Hagstofan hefði haldið ákveðnum upplýsingum frá almenningi. Siðanefndin taldi svo mikinn vafa leika á aðild kæranda í þessum kærulið að telja yrði að hún væri ekki fyrir hendi. Eftir efnis- lega yfirferð allra kæruliða komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að samhengi greinarinnar og aðferða- fræði hennar og það tímarit sem hún er birt í, gæfi ekki siðanefndinni til- efni til þess að aðhafast frekar í mál- inu. Alvarlegt fordæmi Þrátt fyrir að siðanefndin hafi vísað málinu frá og Sigurbjörg þannig haft fullan sigur í því ber viðmælendum DV innan Háskóla Íslands saman um að málið setji fræðimenn Há- skólans í sérkennilega aðstöðu. For- dæmið sem gefið hafi verið sé það alvarlegt að ekki sé hægt að líta fram hjá því. „Við höfum ákveðnar skyld- ur gagnvart almenningi um að upp- fræða fólk um niðurstöðu rannsókna okkar,“ segir einn fræðimaður inn- an skólans og heldur áfram: „Þetta mál er undarlegt að því leytinu til að þarna er maður úti í bæ sem leggur fram kröfu um að viðkomandi að- ili verði tuskaður til, og siðanefndin ákveður að taka það fyrir.“ Alvarlegt sé að kæra frá manni sem eigi augljóslega enga aðild að málinu sé tekin fyrir. Flestir hafi skoðanir á mönnum og málefnum en ef skoðanir fólks úti í bæ fari að ráða því hvort háskólakennarar þurfi á vörn lögfræðinga að halda með öllum tilheyrandi kostnaði sé ljóst að það muni hafa áhrif á rannsókn- ir og þá sérstaklega birtingu niður- staðna þeirra. „Það liggur í augum uppi að þetta mun hafa í för með sér að háskólakennarar geta ekki upp- fyllt starfsskyldu sína,“ segir einn við- mælenda blaðsins. „Ekki blaðamál“ Gústaf segir í samtali við DV að hann hafi metið það sem svo að upplýs- ingar þær sem birtust í greininni um Sjálfstæðisflokkinn væru „rang- lega heimfærðar“. Hann vill þó ekki fara nánar út í það hvernig efnisat- riði málsins horfa við honum þar sem það sé ekki fréttaefni: „Þetta er áhugavert mál en eiginlega ekki blaðamál.“ Aðspurður hvernig hann tengist málinu segist hann ekkert tengjast því: „Nei, nei, nei, þetta er ekkert persónulegt mál, þetta er bara áhugavert úrlausnarefni fyrir fræðin og siðanefndir háskóla almennt, skilurðu mig?“ Gústaf er ekki fyrsti sjálfstæðis- maðurinn sem gerir athugasemdir við fræðastörf Sigurbjargar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, krafðist þess í fyrrahaust, með aðstoð lögfræðings, að Sigurbjörg bæðist af- sökunar á ummælum sem birtust í grein eftir þau Sigurbjörgu og Wade og snerust meðal annars um brot hans á höfundarrétti Halldórs Kiljans Laxness og að hafa fyrir mistök birt um- orðun á endurteknum yfir- lýsingum hans í aðdraganda hrunsins sem beina tilvitn- un. Sigurbjörg og Wade höfðu sent svar sitt við þessum og öðrum athugasemdum Hannes- ar í tímaritið Cambridge Journal of Economics þangað sem Hannes sendi athugasemdir sínar. Hannesi nægði það ekki að hafa umræðuna á þeim vettvangi þar sem hún átti heima heldur fór með málið til lög- fræðings hér á Íslandi með hótun um að kæra Sigurbjörgu til siðanefnd- ar háskólans. „Ef þér neitið að viður- kenna mistök yðar og gera það sem þér getið til að bæta fyrir þau, þá verður umbjóðandi minn að leita réttar síns eftir öðrum leiðum,“ sagði meðal annars í bréfi lögfræðings Hannesar sem sent var á Sigurbjörgu. „Ofbeldi“ háskólaprófessors „Þetta getur orðið heilmikið mál þegar þar að kemur, en þetta er ekki orðið það enn,“ sagði Hannes í sam- tali við DV þegar hann var spurður út í málið hinn 4. september í fyrra. Hannesi hafði verið gerð grein fyr- ir því að ekki væri hægt að leið- rétta þau ummæli sem snerust um brot hans á höfundarrétti Halldórs Kiljans Laxness þar sem þau væru sannleikanum samkvæm. Hann dró þá kröfu síðar til baka. Málinu lyktaði með því að Hannes hætti í miðjum klíðum og vísaði til samkomulags milli lög- fræðinga þeirra um að afsökunar- beiðni frá Sigurbjörgu lægi fyrir. Staðreyndin er sú að ekkert slíkt samkomulag lá fyrir heldur var ít- rekað að slík afsökunarbeiðni yrði birti í Cambridge Journal of Economics. Eftir þessa atlögu að Sigurbjörgu fyrir atbeina lög- fræðings ber Sigurbjörg lögfræði- legan kostnað. Sigurbjörg og Wade sendu síðar frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu hegðun Hannesar í málinu, meðal annars í fjölmiðl- um, óboðlega og skaðlega. Þá lýstu þau aðferðum hans sem „ofbeldi“ og að slíkt ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að líðast í sam- skiptum akademískra starfsmanna innan háskólasamfélagsins. Gústaf Adolf Níelsson og Hann- es Hólmsteinn Gissurarson eru báðir yfirlýstir sjálfstæðismenn og hafa starfað innan flokksins síðustu áratugi. Margir þeirra sem DV hef- ur rætt við vegna mála þeirra gagn- vart Sigurbjörgu segja margt benda til þess að þau séu runnin undan sömu rifjum. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Meint aðför að flokknum Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir var kærð meðal annars fyrir „að veitast að Sjálfstæðisflokkn- um“ með því að skrifa um af- stöðu flokksins til stjórnarskrár- innar og kjördæmaskipunar. Ekki blaðamál Gústaf Adolf Níelsson segir að þótt málið sé áhugavert sé það ekki blaðamál. „Með þessu geta þeir sem vilja haldið fræðimönnum uppteknum við að bregðast við kærum. „Nei, nei, nei, þetta er ekkert persónulegt mál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.