Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 25.–27. mars 2014 Það er margt á huldu í þessari fjölskyldu Hildur Yeoman ræðir um nýjustu sýninguna sína – DV Þýðir ekki að við þurfum endilega að vera sammála því Hallgrímur Indriðason, segir starfsmenn vilja Óðin Jónsson áfram sem fréttastjóra – DV Það hafði lengi verið draumur Hjálmar Örn Jóhannsson var að byrja með þátt á Bravó – DV Myndin Vel mætt Það er jafnan vel mætt í verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara í Fram-heimilinu við Safamýri. Þegar ljósmyndara bar að garði í gær voru þar hátt í fimm hundruð kennarar sem ræddu þar málin við fulltrúa samninganefndar kennara í kjaradeilu við ríkið. MYnd SIgtrYggur ArI ESB, sjávarútvegur og sérlausnir N ú þegar tillaga ríkisstjórnar- innar um slit á viðræðum við Evrópusambandið er kom- in inn til utanríkisnefndar gefst okkur kannski tóm til að fara yfir umræðuna á yfirvegaðan hátt. Ýmislegt hefur verið sagt sem ég tel að verði að fara betur yfir. Eitt af því er til dæmis að það hafi ekkert upp á sig að klára viðræðurnar og „kíkja svo í pakkann“ því að það sé ekkert að fá sem ekki sé vitað fyrir fram. Þessu halda stjórnarþingmenn blákalt fram. Þetta er bara alls ekki rétt og ætla ég að fara yfir nokkur atriði því til stuðnings hér á eftir. Sérlausnir í öllum samningum Í fyrsta lagi er það svo að í öllum samn- ingum sem aðildarríki hafa gert vegna inngöngu í sambandið er að finna sér- lausnir. Yfirleitt mjög margar. Þannig má sem dæmi nefna að Malta fékk sérlausnir vegna fasteignaviðskipta og sjávarútvegs, Danir eru með sér- lausn varðandi fjárfestingar erlendra aðila í húsnæði, í samningum við Svía og Finna er skilgreindur svokall- aður heimskautalandbúnaður fyrir ofan 62 breiddargráðu sem nýtur rík- ari styrkja og svona mætti lengi áfram telja. Þá má ekki gleyma því að Ísland hefur fengið þónokkuð af sérlausnum í aðildarviðræðunum hingað til. Þess vegna er það beinlínis rangt að ekki sé hægt að fá sérlausnir vegna sérstöðu aðildarþjóða. Dæmin eru of mörg til að menn geti haldið því fram blygð- unarlaust. Samanburður við noreg Í öðru lagi verð ég að nefna saman- burðinn við Noreg í sjávarútvegsmál- um. Norðmenn gerðu samning á síð- asta áratug síðustu aldar sem felldur var 1994 í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þennan samning hafa þingmenn stjórnarflokkanna notað grimmt í umræðum á Alþingi máli sínu til stuðnings um það að við munum ekki fá viðunandi samning um sjáv- arútvegsmálin. Hér verða menn að gera skýran greinarmun á samnings- stöðu og hagsmunum Norðmanna og Íslendinga. Norðmenn eru vissu- lega fiskveiðiþjóð en hjá þeim er um að ræða svæðisbundna hagsmuni strandbyggða og á þeim grundvelli var samið m.a. um sérstakt fiskveiði- stjórnunarsvæði norður með Noregs- ströndum. Hér á landi er hins vegar um grundarvallarhagsmuni þjóðar- innar að ræða. Á þessu er töluverður munur. Sem dæmi um muninn á mikilvægi sjáv- arútvegs hjá okkur annars vegar og Norðmönnum hins vegar þá skilaði sjávarútvegur Norðmönnum tæpum 6 prósent af gjaldeyristekjum þeirra þegar þeir voru að semja og í dag er hlutfallið rétt rúm 5 prósent. Á Íslandi var sjávarútvegur í kringum 70 pró- sent af útflutningstekjum þegar Norð- menn felldu sinn samning og er í dag tæplega 40 prósent. Annar munur á okkur og Norðmönnum er sú að okkar fiskveiðilögsaga liggur ekki að lögsögu ESB eins og Norðmanna gerir. Samningsaðilinn er ESB, ekki stjórnarþingmenn Byggt á þessu tvennu þá er mín af- staða afar einföld. Það eru góðar líkur á því að við getum fengið viðunandi sérlausnir á sviði t.d. sjávarútvegs- mála og við eigum að láta á það reyna. Í umræðum í þinginu fóru stjórnar- þingmenn mikinn í því að segja okk- ur hvað við gætum ekki fengið. En þeir eru ekki samningsaðilar. Ríki Evrópu- sambandsins eru samningsaðilinn. Því leiðum við málið til lykta í aðildar- viðræðum en ekki í andsvörum á Al- þingi. Þess vegna er það eðlilegt fram- hald málsins að ljúka viðræðunum og leggja samning fyrir þjóðina sem get- ur þá tekið ákvörðun um sína fram- tíð. n Katrín Júlíusdóttir þingkona og varaformaður Samfylkingarinnar. Kjallari „Því leiðum við málið til lykta í aðildarviðræðum en ekki í andsvörum á Alþingi. R ússland stækkaði um rúm- lega 26.000 ferkílómetra í vikunni, þegar Vladimír Pútín innlimaði Krím- skaga, í kjölfar atkvæða- greiðslu meðal íbúa skagans, sem eru flestir Rússar. Gunnar Bragi fór til Úkraínu til að skoða ástandið með eigin aug- um og ræða við menn. „Þótt við séum lítil þjóð þá erum við með rödd sem skiptir máli í þessu stóra samhengi og það er meðal annars hluti af því að fara þessa leið,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við RÚV. Það sem er að mínu mati svo áhugavert við þessi ummæli er það álit Gunnars Braga að Ísland sé með rödd sem skiptir máli. Sem ég er reyndar sammála honum um. Öll lönd sem setja mannréttindi og lýðræði á oddinn eru með rödd sem skiptir máli. En einmitt hið gagnstæða hef- ur verið mjög áberandi í málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins, þar á meðal frá Gunnari Braga sjálf- um, í sambandi við hugsanlega að- ild Íslands að sambandinu. Það er að segja að innan ESB muni Ísland ekki hafa neina „rödd“. Fróðlegt væri að heyra álit ráðherr- ans á því fyrst að rödd Íslands heyrist allt í einu í sambandi við Úkraínu og skiptir máli, hvort hún geti þá ekki líka heyrst á vettvangi Evrópusambandsins? Og skipt þar máli líka? Ps. Nú hafa rúmlega 52.000 manns skrifað undir áskorun til stjórnvalda að draga ekki til baka umsókn Íslands að ESB. Það er líka rödd sem hlýtur að skipta máli. n Rödd Íslands og á Íslandi gunnar Hólmsteinn Ársælsson Af blogginu „Þótt við séum lítil þjóð þá erum við með rödd sem skiptir máli. 1 „Skiptir ekki máli hvort þú ert kona eða karl, Pólverjar mega ekki fara inn“ Pólskri konu var um helgina meinað- ur aðgangur að skemmtistaðnum Hressingarskálanum á grundvelli þjóðernis. 37.948 hafa lesið 2 Trén í Tsjernobyl rotna ekki Ný rannsókn á trjám sem drápust í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl bendir til þessa. 16.022 hafa lesið 3 Verður tekin af lífi fyrir glæp sem sonur hennar hefur játað Michelle Byrom verður á fimmtudag fyrsta konan sem tekin verður af lífi í 70 ár í Mississippi. 15.414 hafa lesið 4 „Þetta er náttúrlega bara glæpamennska“ Slóð Jörgens Más Guðnasonar nær til ferðaþjónustu.ofbeldi um margra ára skeið. 15.132 hafa lesið 5 Ráðherra og aðstoðar-menn heimiluðu ekki athugun á tölvupósti Höfundur minnisblaðsins, lögfræðingur- inn Guðmundur Örvar Bergþórsson, neitar að tjá sig við fjölmiðla. 10.131 hafa lesið 6 Vaninn sem skapaði söguna Einn ástsælasti bíll bifreiðasögunnar, Ford Econoline, víkur fyrir Evrópuútgáfu af bílnum. 7.525 hafa lesið Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.