Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 25.–27. mars 201438 Fólk
Ásdís mætti með mömmu
Fagnað nýjum húsakynnum verslunarinnar Vogue - allt fyrir heimilið
Þ
að var mikið stuð í Síðumúl-
anum á föstudaginn þegar
verslunin Vogue – allt fyrir
heimilið, fagnaði nýjum heim-
kynnum. Eigandi verslunarinnar
er handboltakappinn fyrrverandi,
Valdimar Grímsson, og mátti sjá fjöl-
mörg þekkt andlit meðal gesta. Með-
al annars Ásdís Rán með móður
sinni, Sigurður Sveinsson, Þorgrímur
Þráinsson,Siggi Hlö og Guðni Bergs-
son svo einhverjir séu nefndir.
Bjarni í stuði
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra vakti athygli gesta á
Ölstofunni á laugardag. Þar var
ráðherrann staddur ásamt eig-
inkonu sinni og spjallaði glað-
ur og skálaði við gesti staðar-
ins. Bjarni var í miklu stuði og
voru fjölmargir sem gáfu sig
á tal við hann og tóku myndir
af sér með honum en mynda-
tökurnar féllu í grýttan jarðveg
hjá starfsmönnum staðarins
enda bannað að taka myndir
þar inni.
Skemmti í
gegnum Skype
Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðar-
maður Katrínar Jakobsdóttur,
fagnaði fertugsafmæli sínu um
helgina. Veislan var haldin í Tin
Can factory í Borgartúni og var
margt um manninn og mik-
ið fjör. Mátti meðal annars sjá
Katrínu Jakobsdóttur, Svandísi
Svavarsdóttur, Sóleyju Tóm-
asdóttur, Margréti Vilhjálms-
dóttur og Ólafíu Hrönn. Mörg
skemmtiatriði voru í afmæl-
inu, meðal annars frá systur af-
mælisbarnsins, Ilmi Kristjáns-
dóttur leikkonu, sem átti ekki
heimangengt í veisluna en lét
ekki sitt eftir liggja og var með
skemmtiatriði í gegnum Skype.
Tveir þaulvanir
Þessir tveir vita
svo sannarlega
hvaða tónlist fær
fólk til þess að
fara út á dans-
gólfið, Siggi Hlö
og Kiddi Bigfoot.
Ljóshærðar mæðgur í
stuði Ásdís Rán og móðir
hennar, Eygló Gunnarsdóttir.
Flott Þorgrímur Þráinsson,
Arnór Guðjohnsen og Anna Borg.
Fyrrverandi landsliðsmenn Guðni
Bergsson og Sigurður Sveinsson voru í
stuði.
Eigendurnir Valdimar
Grímsson og eiginkona
hans, Kristín Gísladóttir,
eiga búðina Vogue.
Mætti með Apple-tölvu Hjónin Eva
Dögg og Bjarni Ákason, eigandi epli.is,
sem fer ekkert án Apple-tölvunnar sinnar.
Hengdi upp
þorskhausa
Hin umdeilda alþingiskona
Vigdís Hauksdóttir fagnaði 49
ára afmælisdeginum á held-
ur óhefðbundinn hátt. Hún
varði deginum með systur
sinni við þá iðju að hengja upp
þorskhausa. „Ég ætla að nota
afmælisdaginn til að hengja
upp þorskhausa með Margréti
systur minni á ættarsetrinu
Stóru-Reykjum í Hraungerð-
ishreppi,“ sagði hún í samtali
við Eirík Jónsson sem held-
ur úti síðunni eirikurjonsson.
is. Margrét, systir Vigdísar, er
eiginkona Guðna Ágústssonar,
fyrrverandi formanns Fram-
sóknarflokksins.
Þ
að er heilmikil barátta
sem þarf að ávinnast,“ seg-
ir Hilmar Magnússon, en
hann var kjörinn formaður
Samtakanna 78 á aðalfundi
þeirra síðastliðinn laugardag. Hilm-
ar segist taka við góðu búi af Önnu
Pálu Sverrisdóttur, fráfarandi for-
manni, en vill leggja meiri áherslu
á réttindi annarra en samkyn-
hneigðra innan hinsegin samfélags-
ins. Hilmar á son sem hann eignað-
ist með tveimur vinkonum sínum í
fyrra og segir margt þurfa að breyt-
ast í íslenskum lagaramma í tilfell-
um þegar foreldrar eru fleiri en tveir.
Leggur áherslu á sýnileika
„Ég tek við mjög góðu búi frá Önnu
Pálu, bæði þegar kemur að innri
málefnum félagsins, svo sem fjár-
málum, og svo hefur hún tekið
nýjan pól í baráttunni því við höf-
um verið mjög sýnileg undanfar-
in ár og að því leytinu verða engar
breytingar á stefnunni. Ég hyggst
halda svipaðri stefnu og Anna Pála
hefur markað; ég legg áherslu á
sýnileika og að samtökin séu virkur
þátttakandi í samfélagsumræðunni.
Einnig mun ég leggja áherslu á að
það sé allt hinsegin fólk velkomið
á vettvang félagsins og að við skoð-
um betur hópa og málefni sem falla
stundum í skuggann,“ segir Hilmar,
spurður um áherslur sínar sem for-
maður.
„Í umræðunni er til dæmis mjög
oft bara talað um réttindabaráttu
samkynhneigðra en við þurfum
að átta okkur á því að það eru fleiri
hópar í hinsegin samfélaginu en
bara samkynhneigðir; það er trans-
fólk og það eru tvíkynhneigðir og
svo framvegis og það eru oft málefni
þeirra sem vilja gleymast í opinberri
umræðu og hafa einnig gleymst
innan félagsins í gegnum árin.“
Sá fréttabréf frá samtökunum
Hilmar hefur verið viðloðinn Sam-
tökin 78 í um fimmtán ár og sat
í stjórn þeirra árin 2007 til 2010.
Hann segir samtökin hafa hjálp-
að sér mikið þegar hann kom út úr
skápnum fyrir tæpum tuttugu árum.
„Ég get alveg fullyrt það að sam-
tökin hjálpuðu mér mikið. Þegar
ég var að basla og hélt ég væri eini
homminn á Íslandi þegar ég var
unglingur, í Menntaskólanum á Ísa-
firði, þá rak ég einn daginn augun í
fréttabréf frá Samtökunum 78. Það
lá bara inni á bókasafni og ég tók því
fegins hendi. Ætli ég hafi ekki verið
svona um tvítugt.“
„Yndislegt að eignast barn“
Hilmar er nýbakaður faðir og segist
njóta sín í föðurhlutverkinu.
„Ég á lítinn dreng sem er tæplega
eins árs. Hann eignaðist ég í fyrra
með tveimur vinkonum mínum og
við ölum upp saman. Þær eru par og
við erum að gera þetta þrjú í sam-
einingu. Það gengur bara glimrandi
vel,“ segir hann.
„Okkur hafði lengi langað í barn
og við erum búin að vera vinir lengi
svo við ákváðum að gera þetta svona.
Eftir því sem það eru fleiri í spilinu
þá verða hlutirnir samt auðvitað
flóknari, en þetta hefur gengið mjög
vel hjá okkur. Þetta er mjög dásam-
legt og náttúrlega alveg yndislegt að
eignast barn. En maður áttar sig á því
núna að íslenski lagaramminn gerir
til dæmis ekki ráð fyrir að lögforeldr-
ar geti verið fleiri en tveir. Þar erum
við á eftir nokkrum Evrópulöndum,
mig minnir til dæmis að í Belgíu og
Noregi geti lögforeldrar verið fleiri
en tveir. Þannig að það eru ýms-
ir þættir í sambandi við þetta sem
samtökin myndu vilja skoða,“ segir
hann og bætir við að það sé talsvert
algengara en fólk heldur að fleiri en
tveir aðilar eignist saman barn.
„Ég þekki alla vega slatta af
fólki í kringum mig sem hefur gert
þetta.“ n
„Hélt ég væri eini
homminn á Íslandi“
Hilmar Magnússon, nýr formaður Samtakanna 78, eignaðist barn með lesbísku pari
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
Svipaðar áherslur Hilmar
segist ætla að hafa svipaðar
áherslur og fráfarandi formaður.
„Við erum búin að
vera vinir lengi
svo við ákváðum að gera
þetta svona.