Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 13
Fréttir 13Vikublað 25.–27. mars 2014 „Ég væri dáin ef ég hefði ekki Draumasetrið“ n Þurfa að loka Draumasetrinu vegna fjárskorts n Íbúar mjög áhyggjufullir H ér er heimilislegt og okkur líður vel hérna,“ segir Dag- mar Pálsdóttir sem býr á áfangaheimilinu Drauma- setrinu við Héðinsgötu í Reykjavík. Þar hafa hjónin Ólaf- ur Ólafsson og Elín Arna Hannam byggt upp áfangaheimili. „Hér er fólk sem kannski fengi ekki inni annars staðar og er jafnvel búið að brenna allar brýr að baki sér,“ segir Dagmar. Hún hefur búið á Drauma- setrinu frá því í desember og segir heimilið og fólkið sem þar býr hafa bjargað lífi hennar. En nú er rekstrargrundvöllur heimilisins ekki öruggur og hefur þeim sem lengst hafa búið í Drauma- setrinu verið sent uppsagnarbréf. Ástæðan er sú að Draumasetrið hefur ekki fengið fjárveitingar frá Reykjavíkurborg eða velferðarráðu- neytinu. Það þýðir að ef fer fram sem horfir verður áfangaheimilinu lokað á næstu mánuðum. Borga leigu Draumasetrið var sett á laggirnar fyrir rúmu ári og var húsið að miklu leyti endurbyggt til þess að gera það íbúðarhæft. Íbúar greiða leigu, mis- háa eftir því í hvaða herbergjum þeir eru, en algengt verð er um 50 þúsund til sjötíu þúsund krónur á mánuði. Allir mæta á morgunfundi á heimilinu og sinna húsverkum og taka þátt. Bannað er að neyta áfeng- is eða annarra vímugjafa og er fólki samstundis vísað af heimilinu verði þeir vísir að neyslu. „Ég væri dáin ef ég hefði ekki Draumasetrið,“ segir Dagmar hreint út en íbúar þess hafa miklar áhyggjur af fjárskortinum og segja að forstöðumenn heimilisins borgi nú með rekstrinum. Það gangi ekki til lengdar. „Hér er unnið virki- lega gott starf og við búum við gott öryggi og skipulag. Þetta er góður staður,“ segir Dagmar. „Þetta er þess vegna svo sárt, ég veit ekki hvað við gerum ef það þarf að loka.“ Engar reglur „Þetta er í þriðja sinn sem við fáum ekki fjárveitingu,“ segir hún sem hef- ur ásamt öðrum íbúum leitað svara til velferðarráðuneytisins og Reykja- víkurborgar. „Mér finnst allir benda á hinn,“ segir hún. Þegar DV leitaði eftir svörum kom í ljós að vandinn liggur kannski ekki síst í því að í raun eru engar reglur um áfangaheimili og hvergi í lögum er fjallað sérstak- lega um áfangaheimili eða rekstur þeirra. Áfangaheimili annast stoð- þjónustu sem getur falist í ýmsu svo sem að veita húsaskjól og ráð- gjöf, þjónustu sem er einnig á ver- kefnasviði félagsþjónustu sveitar- félaganna. Rekstur áfangaheimila fellur því ekki undir velferðarráðu- neytið og því er ráðuneytum ekki skylt að veita fjárveitingar til þeirra. Heimilin geta sótt um styrki vegna verkefna, en ekki rekstur samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Draumasetrið, eða Spörvar líknarfélag, sótti um 45 milljóna króna styrk, en fékk ekki en í um- sókninni var óskað eftir styrk til reksturs. Þar með féll styrkveitingin ekki innan þess ramma sem velferð- arráðuneytið úthlutaði eftir, en sam- kvæmt honum þurfti að sækja um styrk til verkefnis sem stæði í eitt ár. Uppfylltu ekki skilyrði Draumasetrið uppfyllti ekki þau skilyrði og fékk því ekki styrkinn. Alls voru veittar 286 milljónir í vel- ferðarstyrki á sviði félagsmála. Þar á meðal fékk áfangaheimilið Dyngj- an tvær milljónir, en það er áfanga- heimili fyrir konur sem hafa lok- ið áfengismeðferð. Í fyrra fékk svo áfangaheimilið Krossgötur 23 millj- ónir, sem dreifðust á tvö ár, frá ráðuneytinu í styrk en Krossgötur eru áfangaheimili fyrir vímuefna- neytendur. „Við erum bara mjög áhyggjufull. Okkur finnst þetta erfitt og ósanngjarnt,“ segir Dagmar. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þetta er í þriðja sinn sem við fáum ekki fjár- veitingu Áhyggjufull Okkur finnst þetta erfitt og ósanngjarnt, segir Dagmar og segist óttast hvað gerist ef áfangaheimilinu verður lokað. Mynd SigtryggUr Ari draumasetrið Drauma- setrið hefur verið mikið endurbyggt, nánast alveg. Mynd SigtryggUr Ari Sameinuð Nú eru Susana og dætur hennar sameinaðar á Íslandi og verða áfram Myndin er skjáskot úr fréttum RÚV. Mynd Úr kvöldfréttUM rÚv Amma fær dvalarleyfi Susana Ortiz fær að vera á Íslandi K ólumbísk kona á sjötugs- aldri, dóttir hennar og sjö ára barnabarn hafa fengið dval- arleyfi hér á landi af mann- úðarástæðum. Þetta var kynnt síðdegis á fimmtudag af fulltrúa rík- islögreglustjóra og er það innanrík- isráðuneytið sem veitir leyfið. Áður hafði Útlendingastofnun synjað fjöl- skyldunni um hæli. Um er að ræða þær Susönu Ortiz de Suarez, dóttur hennar og sjö ára gamla dótturdóttur hennar. Önnur dóttir Susönu hafði þegar fengið hæli og íslenskan rík- isborgararétt fyrir nokkrum árum og er fjölskyldan því nú sameinuð hér á landi. Ástæða þess að Útlendinga- stofnun synjaði Susönu um hæli var sú að stofnunin taldi að henni og dóttur hennar stafaði ekki ógn af skæruliðasveitum í Kólumbíu, en þegar Susana var ung kona myrtu sveitirnar eiginmann hennar. Sus- ana telur hins vegar að sér stafi mik- il hætta á að vera í Kólumbíu og var mjög ósátt við þessa niðurstöðu sem nú hefur verið hnekkt. n astasigrun@dv.is Hafðu samband! Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is Ólafur H. Hákonarson olafurh@dv.is Þórdís Leifsdóttir thordis@dv.is Tryggðu þér auglýsingapláss! Sérblað um heimili og hönnun kemur út með helgarblaðinu 28.mars og verður aðgengilegt frítt inn á dv.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.