Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 25.–27. mars 201418 Fréttir Erlent Mögulega næsta n Íbúar Transnistríu vilja heyra undir stjórn Rússa n Gæti haft slæm áhrif E ftir að Rússar innlimuðu Krímskaga á dögunum hef­ ur því verið velt upp hvort sömu örlög bíði annarra fyrr­ verandi ríkja Sovétríkjanna. Lýðveldið Transnistría, sem er inn­ an landamæra Moldóvu þar sem það hefur stöðu sjálfstjórnarhéraðs, er eitt þeirra en ráðamenn þar hafa þegar biðlað til Rússa um að lýð­ veldið verði innlimað líkt og gert var í Krímhéraði. Hafa Rússar lofað að taka beiðnina til skoðunar. Athafnasöm leynilögregla „Ástandið hér hefur versnað til muna undanfarna mánuði,“ segir Anna, tveggja barna móðir sem búsett er í höfuðborg Transnistríu, Tiraspol, í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Anna bendir á að lögreglan í Transnistríu hafi lokað fjölmörg­ um bloggsíðum að undanförnu. „Leynilögreglan er mjög athafnasöm þessa dagana,“ bætir hún við. Blaða­ maður BBC, Humphrey Hawksley, heimsótti höfuð borgina Tiraspol á dögunum og ræddi við íbúa, þar á meðal Önnu. Hann segir að það sé eins og að fara aftur í tímann þegar komið er til Transnistríu. Í mið­ borginni stendur stytta af Vladimir Lenin, fyrsta leiðtoga Sovétríkjanna og leiðtoga bolsévisku hreyfingar­ innar í Rússlandi. Rauður og grænn þjóðfáni stendur reisulegur á toppi þinghússins – Æðsta sovétinu eins og það er kallað. Ódýrara gas og fleiri tækifæri Anna er ein þeirra sem myndi helst kjósa að vera undir stjórn Rússa. „Það eru miklu fleiri tækifæri í Rússlandi. Launin eru svipuð og hér, en eftir­ launin í Rússlandi eru mikið hærri,“ segir hún og bendir á að þau séu rúm­ ar tuttugu þúsund krónur á mánuði í Rússlandi samanborið við 8.500 krón­ ur í Moldóvu. „Og gasið er miklu, miklu ódýrara í Rússlandi,“ segir hún. Transnistría á ekki aðild að Sam­ einuðu þjóðunum, en Rússar hafa verið með herlið í lýðveldinu um langt skeið. Lítur Evrópusambandið sem dæmi á að landið lúti í raun stjórn Rússlands, í það minnsta að lýðveldið sé undir miklum áhrifum þaðan. Alls 30 prósent íbúa eru Rússar. Lýstu yfir sjálfstæði 1992 Í síðustu viku sendi þing Transni­ stríu opinbera beiðni til Moskvu þess efnis að lýðveldið verði hluti af Rússlandi. Íbúar virðast ekki endi­ lega hugfangnir af beiðninni, eins og blaðamaður BBC komst að raun um. Hjón sem hann hitti á gangi um götur Tiraspol ypptu öxlum þegar þau voru spurð um beiðnina og álit þeirra á henni. Var það eins og þeim væri alveg sama eða vissu ekki af þessum tíðindum. Í borginni má meðal annars finna minningarreit um 800 fallna her­ menn Transnistríu sem létust árið 1992. Átök brutust út þegar Transni­ stría lýsti yfir sjálfstæði. Það leiddi til stríðs við yfirvöld í Moldóvu sem hófst í mars 1992, en lauk í júlí sama ár þegar samkomulag náðist um vopnahlé. Síðan þá hefur lagaleg staða Transnistríu verið óútkljáð, en yfirvöld í Transnistríu vilja ljúka þeirri óvissu með því að verða hluti af Rússlandi. Um 300 þúsund manns búa í Transnistríu, eða litlu færri en búa á Íslandi. Helsta atvinnugrein íbúa er landbúnaður þótt nýtilegt svæði undir slík störf sé af skornum skammti. Eldfimt ástand Sem fyrr segir er Transnistría innan landamæra Moldóvu, en yfirvöld þar eru höll undir Evrópusambandið. Í ljósi atburða undanfarinna vikna ótt­ ast íbúar þar að Rússar muni innlima Transnistríu og það gæti haft slæm­ ar afleiðingar í för með sér. „Ef Pútín heldur áfram í Úkraínu og fikrar sig að Transnistríu gæti það haft sorglegar afleiðingar í för með sér,“ segir Oazu Nantoi, stjórnmálamað­ ur í Moldóvu. „Ef það verður hægt að stöðva hann á Krímskaga, eigum við smá möguleika,“ segir hann, en ljóst er að yfirvöld í Moldóvu munu ekki taka því þegjandi ef Rússar innlima Transnistríu. Þó svo að Moldóvumenn séu hallir undir Evrópusambandið og hafi sett sér það sem markmið að komast inn í sambandið árið 2019 er staðreyndin sú að margir íbúar Moldóvu eru hallir undir Rússland. Forsætisráðherrann, Iurie Leanca, vill skrifa undir samstarfssáttmála við Evrópusambandið, en sambæri­ legur sáttmáli var einmitt kveikjan að mótmælunum í Úkraínu fyrr á ár­ inu. Þrátt fyrir þessa stefnu forsætis­ ráðherrans er Vladimír Pútín Rúss­ landsforseti vinsæll meðal margra íbúa Moldóvu. Líklega verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist í Transni­ stríu en það mun væntanlega allt velta á ákvörðun Rússa við beiðni yf­ irvalda í Transnistríu. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Fékk beiðni Rússar hafa fengið beiðni frá yfirvöldum í Transni- stríu um að innlima lýðveldið. Mynd REutERS Guantanamo- fangar til Úrúgvæ Jose Mujica, forseti Úrúgvæ, seg­ ir að fimm fangar úr Guantana­ mo­fangabúðunum á Kúbu verði boðnir velkomnir til landsins á næstu mánuðum. Hefur BBC eft­ ir Mujica að hann hafi samþykkt beiðni frá Barack Obama Banda­ ríkjaforseta þess efnis. Obama hefur gefið það út að öllum föng­ um sem í haldi eru í Guantana­ mo verði sleppt og fangabúðun­ um verði lokað. Segir Mujica að fimmmenningunum væri vel­ komið að búa í Úrúgvæ með fjöl­ skyldum sínum. Alls 154 fangar eru nú í Guantanamo, flestir frá Jemen. Harmleikur á Flórída Talið er að bresk stúlka og banda­ rískur kærasti hennar hafi skot­ ið 31 árs lögregluþjón til bana í Flórída í Bandaríkjunum að­ fararnótt laugardags áður en þau sviptu sig sjálf lífi. Lögregluþjónninn, Robert German, stöðvaði bifreið parsins við reglubundið eftirlit og kallaði strax í kjölfarið eftir liðsauka þar sem hann grunaði að ekki væri allt með felldu. Þegar félagar lög­ regluþjónsins komu á vettvang lá hann í blóði sínu á götunni. Ekki leið á löngu áður en lögreglu­ þjónarnir heyrðu tvo skothvelli til viðbótar úr nærliggjandi húsi. Í húsinu fannst parið látið; hin sautján ára Alexandria Holling­ hurst og hinn átján ára Brandon Goode. Flugvélin brotlenti Forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, segir að vél Malaysia Air­ lines, sem hvarf sporlaust hinn 8. mars síðastliðinn, hafi brotlent í Suður­Indlandshafi. Þetta sagði Razak á fundi á mánudag með ættingjum þeirra sem um borð voru í vélinni. Vísaði hann í ný gögn sem sýna að vélinni hafi verið flogið í suður og síðasta þekkta staðsetning hennar hafi verið í Indlandshafi, vestur af borginni Perth í Ástralíu. „Þetta er mjög afskekktur staður, fjarri öllum flugvöllum eða lendingar­ stöðum,“ sagði Razak. Eina rök­ rétta ályktunin sem hægt væri að draga væri að vélin hefði brotlent í sjónum og enginn komist lífs af. Þrátt fyrir þetta er ráðgátan um hvað kom fyrir, hvers vegna vélinni var flogið af leið, óleyst. Þinghúsið Hér sést styttan af Vladimir Lenin við þinghúsið í Tiraspol, Æðsta sovétið eins og það er kallað. „ Ástandið hér hefur versnað til muna undanfarna mánuði skotMark Pútíns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.