Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 25.–27. mars 2014 Bíða af sér Sigmund Davíð R íkisstjórnarsamstarf Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar- flokksins er orðið nokkuð stirt í kjölfarið á umdeildustu ákvörðun stjórnarinnar hingað til á kjörtímabilinu. Á yfirborðinu er allt auðvitað eins og það á að vera en ekkert of djúpt undir því kraum- ar óánægjan. Ríkisstjórnin bjóst lík- lega ekki við því að boðuð ákvörðun hennar um að slíta aðildarviðræð- um við Evrópusambandið án þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu myndi hafa slík áhrif. Frumkvæð- ið að þeirri ákvörðun var komin frá Framsóknarflokknum, sem er ein- arðari í afstöðu sinni gegn Evrópu- sambandinu en Sjálfstæðisflokk- urinn. Hvað Sjálfstæðisflokkurinn fær í staðinn fyrir að láta undan þessum vilja Framsóknarflokksins liggur ekki fyrir en líklegt má telja að forsvars- menn nagi sig nú í handarbökin fyrir að hafa gert það. Vonandi, fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, er ávinningur flokksins fyrir stuðninginn við Fram- sóknarflokkinn mikill því nægu hefur flokkurinn tapað. Innanflokksátökin hafa verið þannig síðustu vikurnar að nota má orðið sögulegt til að lýsa þeim. Þorsteinn Pálsson, þessi prúði og orðvari maður, talaði um „stærstu svik“ íslenskra stjórnmála og það var alls ekki einhugur um málið inn- an þingflokksins og hvað þá meðal óbreyttra flokksmanna sem margir eru alþjóða- og ESB-sinnar. Fylgistap flokksins er hins vegar ekki í sam- ræmi við þessa ólgu inni í flokknum og er í raun ekki sýnilegt. Hvert er agnið sem Framsókn notaði til að teyma Sjálfstæðisflokk- inn út í þessa vegferð? Gaman væri að vita hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benedikts- son hafa samið um þessar lyktir. Einn hugsanlegur möguleiki sem nefnd- ur hefur verið er að Bjarni taki við forsætisráðuneytinu á miðju kjör- tímabilinu. Sá möguleiki er alls ekki fjarlægur þegar litið er til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðana- könnunum er nærri tvöfalt meira en Framsóknarflokksins – Sjálfstæðis- flokkurinn með um 26 til 30 prósent en Framsókn 13 til 15. Þegar við bætist að forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins eru orðnir leiðir á því að vinna með Sigmundi Dav- íð sökum þess að hann þykir ekki vera sá iðnasti eða mikill verkstjóri, auk þess sem hann er talsvert fjar- verandi. Þá er komin upp staða sem orðin er nokkuð þrúgandi. Sigmund- ur Davíð tilkynnti Bjarna Benedikts- syni til að mynda ekki fyrr en á síð- ustu stundu að hann væri á leiðinni til útlanda í frí í fimm daga í þar síð- ustu viku og vakti þetta háttalag furðu í herbúðum sjálfstæðismanna. Bara þessi staðreynd segir meira en mörg orð um það hversu lítil og slæ- leg tengsl eru á milli formannanna þótt brosin og ylurinn sem streymdi á milli þeirra við myndun ríkisstjórn- arinnar verði sjálfsagt lengi í minn- um höfð. Ákvörðun Sigmundar Dav- íðs um fríið virðist hafa verið tekin í skyndi, jafnvel þótt mikið mæði á rík- isstjórninni að reyna að ljúka mörg- um málum fyrir þinglok. Hvaða leiðtogi stekkur í frí þegar allt er á suðupunkti? Enginn ríkisstjórnarfundur var á þriðjudeginum þar á eftir, með- al annars vegna fjarveru Sigmundar Davíðs, sem mun vera mótfallinn því að stjórnin fundi þegar hann er fjar- verandi. Bjarni myndi þá gegna starfi forsætisráðherra í fjarveru hans. Sigmundur Davíð vill víst ekki að þessi staða komi upp, af einhverjum ástæðum, og því fundar ríkisstjórnin ekki á meðan. Bara nú í mars hefur þessi staða komið upp tvisvar sinn- um en í fyrra skiptið fór Sigmundur í boðsferð til Kanada með Icelandair. Í þessum skilningi heldur Sigmundur Davíð ríkisstjórninni í vissri gíslingu. Þingmenn og ráðamenn Sjálfstæðis- flokksins ræða um þessa stöðu sín á milli og eins við aðra en spurningin er sú hvað sé til ráðs. Á síðustu vikum hefur sú um- ræða vitanlega komið upp meðal þeirra sem velta fyrir sér stöðunni að Sjálfstæðisflokkurinn segi skilið við Framsókn og myndi nýja stjórn með Samfylkingunni og Bjartri fram- tíð. Ólíklegt er að svo verði; til þess hefur einfaldlega of margt gerst á kjörtímabilinu sem gerir þessum flokkum ókleift að vinna saman, sér- staklega án þess að boðað verði til kosninga. Hvað yrði þá um spurn- inguna um Evrópusambandið og áframhaldandi aðildarviðræður? Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið of mörg skref í áttina frá Evrópusam- bandinu og áframhaldandi viðræð- um til að geta unnið með þessum tveimur flokkum. Egg Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar eru, því miður sennilega fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, búin að bland- ast of mikið saman í sömu körfunni. Flokkurinn ber nú ekki bara samá- byrgð með Framsóknarflokknum á stórkostlega vafasömum og hugsan- lega ólöglegum skuldaleiðréttingum heldur líka „stærstu svikum“ stjórn- málasögunnar að mati fyrrverandi formanns flokksins. Nýjar kosningar eru líka ólíklegar því vilji flokkanna tveggja til valds- ins er of mikill. Forsvarsmenn Fram- sóknarflokksins vita sem er að árang- ur þeirra í síðustu kosningum mun ekki endurtaka sig — til þess hafa þeir lofað of miklu og svikið of marga — enda mælist fylgi flokksins nú nærri helmingi minna en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn veit sem er að þeim mun lengra sem líður á kjörtímabilið og fylgið kvarn- ast af Framsóknarflokknum verð- ur staða sjálfstæðismanna gagnvart framsóknarmönnum sterkari. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks- ins munu því líklega bara velja þann kost í þessari erfiðu stöðu. Ríkisstjórnin er hálfhöfuðlaus og Sigmundur Davíð var að koma síþreyttur, þokukenndur og væni- sjúkur úr sólinni á Flórída en það er allt í lagi: Sjálfstæðisflokkurinn fer með völdin og Framsóknarflokk- urinn mun gera allt til að ríghalda þeim því hann er nánast dæmdur til stjórnarandstöðu eftir næstu kosn- ingar. Sjálfstæðisflokkurinn mun lík- lega gera það sem mikill meirihluti þjóðarinnar gerir nú: Hann bíður af sér Sigmund Davíð. n Óðinn rak Elínu Elín Hirst, alþingismaður og fyrr- verandi fréttastjóri, er ein þeirra sem blöskraði að Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, skyldi sjálfur lesa frétt um eigin upp- sögn. Elín var undir lok frétta- mannaferils síns undirmaður Óðins sem rak hana miskunnar- laust á sínum tíma. Þótti sú að- gerð harkaleg og óvægin. Elín á því örugglega slæmar minningar frá vistinni undir Óðni. Björn að baki Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar, er dugnaðarforkur og heldur úti vef sínum af myndar- skap. Undanfarið hafa menn tekið eftir því að hann leggur mikið upp úr því að verja sína gömlu flokks- bræður í Fram- sókn. Þannig varði hann skyndilega fjarvist Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra sem fór til útlanda án þess að láta kóng eða prest vita. Útlistaði að stjórnmálamenn þyrftu frí eins og annað fólk. Þarna er Björn að baki Simba. Völd Mikaels Miklar starfsmannabreytingar hafa verið hjá fjölmiðlafyrir- tækinu 365 eftir komu Mikaels Torfasonar til fyr- irtækisins sem aðalritstjóra. Fyr- ir nokkru sagði fréttastjóri Vísis, Kristján Hjálmars- son, upp störfum af persónuleg- um ástæðum. Ari Edwald, forstjóri 365, hringdi hins vegar í Kristján á föstudegi og bað hann að hugsa sig betur um þá um helgina. Á mánudeginum þar á eftir þegar Kristján mætti til vinnu var Mika- el hins vegar búinn að ráða ann- an mann í fréttastjórastarfið. Svo virðist sem samskipti forstjórans og aðalritstjórans séu ekki betri en þetta og spyrja menn sig nú að því hver stjórni innan 365. Ari á efri hæðinni Staða Ara Edwalds, forstjóra 365, innan fyrirtækisins hefur veikst umtalsvert. Til marks um það hefur skrifstofa hans verið færð um eina hæð, af fjórðu hæð og upp á þá fimmtu, til sölu- og mark- aðsdeilda 365, í höfuðstöðvunum í Skaftahlíð. Jón Ásgeir Jóhannes- son og aðrir helstu stjórnendur 365 eru áfram á fjórðu hæðinni. Hermt er að nú sé staðan sú að mikilvægar ákvarðanir séu ekki endilega bornar undir Ara lengur. Sem kunnugt er á Ari nokkurra prósenta hlut í 365 og hleyp- ur virði hans á nokkur hundruð milljónum króna. Erfitt gæti því verið fyrir 365 að fá nýjan for- stjóra inn. Ég hef alltaf gengið með leiklistina í maganum Ragnheiður Ragnarsdóttir ræðir um leiklistardraumana – DV Hún vildi skilnað Guðmundur Franklín Jónsson ræðir um skilnaðinn – DV Við erum búin að stimpla okkur inn sem bókaþjóð Steinunn Sigurðardóttir ræðir um nýja skáldsögu sína – DV Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari H inn 19. mars gáfu íslensk stjórnvöld út viðvörun um þá áhættu sem fylgir sýndar- fé (e. virtual currencies) svo sem Auroracoin og Bitcoin. Tilefni viðvörunar nú er fyrirhuguð út- hlutun sýndarfjárins Aurauracoin til Íslendinga á vegum aðila sem vinnur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson. Stjórnvöld fjölmargra landa hafa séð tilefni til að upplýsa almenning um þá áhættu sem felst í kaupum, varðveislu eða viðskiptum með sýndarfé. Notendur eru ekki varð- ir gegn tapi á sýndarfé, til dæmis ef „markaðstorg“ sem skiptir eða varðveitir sýndarfé bregst skyldum sínum, greiðsla misferst eða kemst í hendur óviðkomandi aðila. Hvorki Bitcoin né Auroracoin eru viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. Hér á landi má aðeins Seðla- banki gefa út gjaldmiðil sem get- ur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar mynt- ar. Talsmenn Auroracoin fara ekki leynt með þann ásetning sinn að Auroracoin eigi að koma í stað ís- lenskra króna í viðskiptum en það væri einmitt brot á lögum um Seðlabanka. Stjórnvöld í ESB og fjölmörg- um löndum standa frammi fyr- ir því verkefni að ákveða laga- lega stöðu sýndarfjár, þar á meðal hvernig skuli greiða skatta af við- skiptum með sýndarfé. Líklega munu notendur þurfa að greiða annaðhvort virðisaukaskatt eða fjármagnstekjuskatt af viðskipt- um með sýndarfé. Það myndi leiða til mikillar rýrnunar á verðmæti sýndarfjárins. Sýndarfé gefur vissa nafn- leynd og hefur því verið notað sem greiðslumáti í ólöglegum viðskipt- um á netinu. Verði sett lög gegn sýndarfé mun það leiða til verð- falls. Jafnvel þótt ekki væri yfirvof- andi skattaleg eða lagaleg óvissa um sýndarfé, þá er margt annað sem veldur óvissu um sýndarfé. Verðgildi sýndarfjár hefur sveifl- ast gríðarlega. Eftir að hafa hækk- að í verði um hundruð prósenta á nokkrum mánuðum, þar til það náði hámarki í desember síðast- liðnum, hefur Bitcoin helminga- st í verði á nokkrum mánuðum. Enginn gjaldmiðill hefur verið eins óstöðugur og Bitcoin á þessum tíma. Svo má líka nefna tap þeirra fjöl- mörgu sem áttu Bitcoin hjá Mt. Gox sem var stærsti Bitcoin-miðlari heims þegar hann fór skyndilega í þrot. Talið er að tölvuhakkarar hafi náð að brjótast inn í Mt. Gox og ræna 850.000 Bitcoinum sem þar voru geymd og metin voru á tugi milljarða króna. Eins og þessi dæmi sýna þá er óvarlegt að treysta á sýndarfé. Lík- lega verða sett lög um sýndar- fé og skattskyldu þess og þá er lík- legt að verðmæti sýndarfjár falli hratt. Gengi sýndarfjár hefur verið mjög óstöðugt. Það hefur sveiflast um hundruð prósenta undanfarna mánuði. Miðlarar fyrir sýndarfé hafa ekki staðist árásir hakkara. Viðvörun stjórnvalda um áhættu sýndarfjár er því ekki af tilefnis- lausu. n Varað við sýndarfé„Eins og þessi dæmi sýna þá er óvarlegt að treysta á sýndarfé. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokks Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.