Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 25
Vikublað 25.–27. mars 2014 Neytendur 25 Matadorpeningar ótrygg mynt Neytendur ættu ekki að kaupa sýndarfé fyrir peninga E f einhver gefur þér svona pen- inga eða ef einhver vill afhenda þér verðmæti gegn því þá skul- um við vona að það sé þá gert á þann veginn að það sé kannski fyrir- tæki sem telur sig hafa hag af því að taka við Matadorpeningum en neyt- endur verða að passa sig á þessu en að greiða einhverjum öðrum pen- inga til að eignast svona pening er varhugavert því það er engin trygging á bak við þetta.“ Þetta segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, varðandi viðskipti með rafmynt. Nokkuð hefur verið fjallað um raf- myntina bitcoin undanfarið og fyrir skemmstu var sagt frá því að til stæði að úthluta Auroracoin til Íslendinga. Rafmyntir af þessu tagi hafa einnig verið kallaðar sýndarfé enda enginn seðlabanki eða opinber hagstjórn að baki þeim. Gildandi lög á Íslandi vernda neytendur ekki gegn tapi á sýndar- fé, t.d. ef „markaðstorg“ sem skiptir eða varðveitir sýndarfé bregst skyld- um sínum eða ef greiðsla misferst eða kemst í hendur óviðkomandi að- ila. Handhafi sýndarfjár á ekki kröfu á útgefanda sambærilega því sem við á um peningaseðla og mynt, raf- eyri, innlán og annars konar inn- eign á greiðslureikningi. Verðgildi og óhindrað aðgengi að sýndarfé er alls ótryggt frá einum tíma til annars. „Tæknilega séð eru krónurnar okkar orðnar rafrænar, launin koma rafrænt inn, við greiðum rafrænt og þetta eru allt bara færslur en munur- inn er sá að það eru færslur í raun- verulegri mynt sem lýtur reglum og gengi og viðmiðum en sýndar- peningar eru í raun bara eins og Matadorpeningar, verðgildi þeirra er ekki tengt við neitt raunverulegt.“ n fifa@dv.is Bitcoin Myntin er rafræn. Ólífuolía í stað raksápu Mörg sparnaðarráð benda á leiðir til að nýta það sem til er, til dæm- is í eldhúsinu. Eldhúsið er fullt af vörum sem er hægt að nota í staðinn fyrir snyrtivörur. Ólífuolía er ein þeirra. Ólífuolía er frábær baðolía en aðeins þarf eina til tvær teskeið- ar í baðvatnið til að koma upp úr silkimjúkur og þá þarf ekkert rakakrem. Eins er sniðugt að nota olíuna við rakstur en með því fæst oft bæði betri rakstur og eins verður húðin ekki jafn þurr og hún vill verða þegar hefðbundin raksápa er notuð. Kókosolíu má nota á sama hátt. Samferða á Facebook Flestir eru farnir að kannast við heimasíðuna samferda.is sem tengir saman fólk sem ætlar eitt- hvert akandi með laust pláss í bílnum og þá sem vantar far á sama stað en hafa ekki bíl. Á Facebook eru starfandi fjöl- margir hópar sem gegna sama hlutverki og má þar nefna síðurn- ar Samferða Ísafjörður, Samferða Akureyri, Samferða Borgarnes, Samferða Fjarðabyggð, Samferða Egilsstaðir, Samferða Borgarnes, Samferða Dalvíkurbyggð og Sam- ferða á Suðurlandi. Auk þessara hópa er starfandi hópur sem heitir einfaldlega Samferða. Í þessa hópa geta þeir skráð sig sem eiga oft leið um þau svæði sem við á hverju sinni og þannig fengið annaðhvort far- þega eða far milli staða. Í flestum tilfellum deila samferðamenn bensínkostnaði. Eldvarnir allt árið Í rannsóknum kemur fram að mikill munur er á eldvörnum hjá leigjendum í samanburði við þá sem búa í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í dreifiriti Eldvarnar- átaks Miðborgar og Hlíða 2014 sem dreift var í öll hús í hverfun- um fyrir skemmstu. Mælt er með því að á hverju heimili séu reykskynjarar, tveir eða fleiri, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Aðeins 43 pró- sent heimila uppfylla þessi skil- yrði. Skoða þarf eldvarnir á heim- ilunum í það minnsta einu sinni á ári, prófa reykskynjara og skipta um rafhlöður ef þess þarf. Þá þarf að gæta þess að nægur þrýstingur sé á slökkvitækjum en eldri tæki eru í sumum tilfellum gagnslaus í eldsvoða vegna þess að þau hafa ekki verið yfirfarin reglulega. Þyrftir að eiga sjö reiðhjól n Mismunandi hjól fyrir ólíkar aðstæður n Geta kostað frá 30 þúsund krónum til 2,5 milljón n Mikilvægt að huga að viðhaldi þeirra Korterskortið Rannsókn sem gerð var á haustdögum árið 2006 þar sem hjólað var í 15 mínútur eftir stofnstígum út frá þungamiðju Reykjavíkur. Tilgangurinn með gerð kortsins var að vekja borgarbúa til umhugsunar um val á ferðamáta og benda á möguleikann á að nýta sam- göngurnar til að uppfylla hreyfiþörf dagsins sem mælt er með að séu um 30 mínútur. Hvor lína á kortinu sýnir hversu langt hjólreiðamaður kemst á 15 mínútum. Töskur Hefðbundnar körfur til að hengja á stýri eru sívinsælar og fást í flestum hjólreiðaverslunum. Æ algengara er líka að fólk hengi hjólatöskur á bögglaberann. Hér eru nokkur verðdæmi: n Byko: 1890 kr. n G.Á.P: 4.990 kr.–17.990 kr. n Kria: Frá 15.900 kr. Fullbúið Mongoose-hjólið kostar 79.900 kr. í G.Á.P. Mynd Sigtryggur Ari Barnakerra Kerran dugir upp í 43 kíló og getur rúmað eitt eða tvö börn. Jafn framt er pláss fyrir aftan sætið fyrir svolítinn farangur. Fæst í G.Á.P. og kostar 45.900 kr. Tengihjól Hægt er að fá tengihjól fyrir börn sem eru farin að hjóla sjálf en komast síður lengri vegalengdir. Þessi kostar 37.995 kr. í Byko. Í G.Á.P. fæst stöng, Tail gator, sem tengir saman fullorðinshjól og barnahjól þannig að barnahjólið virkar eins og tengi- hjólið. Stöngin lyftir framdekki barnahjóls- ins. Hún kostar 19.900 kr. Vandað Globe Daily 3-hjólið kostar 135.000 kr. hjá Kria Cycles. Hjól af þessari gerð kosta frá 99.000 kr. og upp í 160.000 kr. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.