Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 23
Vikublað 25.–27. mars 2014 Umræða Stjórnmál 23 Naglalakkaður Gunnar Axel Axelsson, bæjar- fulltrúi og oddviti Samfylkingar- innar í Hafnarfirði, mætti heldur skrautlegur á bæjarstjórnarfund fyrir helgi. Það var enginn venju- legur dagur í bæjarstjórninni en á föstudag var samþykkt tilboð Ís- landsbanka um endurfjármögn- un á erlendum langtímaskuldum, sem hefur verið að sliga bæinn. „Þetta var góður dagur, langur og viðburðaríkur bæjarstjórnarfund- ur þar sem við samþykktum með- al annars endurfjármögnun lang- tímaskulda, tímamótaverkefnið Áfram fékk brautargengi og ég mætti í fyrsta skipti naglalakkað- ur til vinnu. Það er góð þrenna,“ skrifaði bæjarfulltrúinn sáttur við daginn – og naglalakkið. xxx xxx xxx xxx R eySigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra segist sáttur við þann fjölda sem segist treysta honum. Í nýlegri traustsmælingu MMR mæld- ist hann með aðeins 23,2 prósent traust á meðal kjósenda. Það er al- gjört hrun frá síðustu mælingu, sem var í júní árið 2013, þegar 48,8 pró- sent bera mikið traust til hans. „Við getum bara borið þetta saman við hvernig þetta hefur ver- ið á undanförnum árum og svona hlutfallslega, miðað við fylgi flokks- ins, þá finnst mér þetta bara nokkuð ásættanlegt. Þó að súlan hafi verið, eins og ég segi, verið óvenju há í síð- ustu mælingu á undan þá er þetta í samræmi við það sem verið hefur,“ sagði Sigmundur í viðtali í útvarps- þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Erfitt er að vita nákvæmlega hvað Sigmundur Davíð á við þegar hann talar um traustsmælinguna hlutfalls- lega miðað við fylgi Framsóknar- flokksins en samanburður á trausti til hans og fylgi flokksins er athyglis- verður. Á sama tíma og traustsmælingin var gerð mældi MMR líka stuðning við stjórnmálaflokkana. Þar mæld- ist Framsóknarflokkurinn með 14,6 prósenta fylgi. Sé fylgi flokksins frá því í byrjun júní á síðasta ári skoðað var það hins vegar 21,2 prósent. Þetta er á sama tíma og traustskönnunin sem sýndi 48,8 prósent stuðning við Sigmund var gerð. Stuðningur við Framsóknarflokk- inn, flokk Sigmundar, hefur því dreg- ist saman um 47,5 prósent á milli þessara tveggja kannana. Á sama tíma hefur fylgi flokksins hins vegar dregist saman um 68,9 prósent, sem er talsvert meira en traustið. Það er því rétt sem Sigmundur segir að hlutfallslega, miðað við fylgi flokks- ins, er traust til hans í jafnvægi. n adalsteinn@dv.is Hlutfallslegt traust Sigmundar í jafnvægi Forsætisráðherrann sáttur við traust innan við fjórðungs kjósenda Sáttur „Við getum bara borið þetta saman við hvernig þetta hefur verið á undanförnum árum og svona hlutfallslega, miðað við fylgi flokksins, þá finnst mér þetta bara nokkuð ásættanlegt,“ sagði Sigmundur um traustið um helgina. Mynd Sigtryggur Ari Valdamesti maðurinn í einn dag Sigurður ingi í mörgum stólum í síðustu viku N ý stefna stjórnvalda í Evróp- umSigurður Ingi Jóhanns- son var um tíma í síðustu viku einn valdamesti mað- ur landsins. Þá leysti hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra, Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Íslands, og Bjarna Benediktsson, viðskipta- og efna- hagsráðherra, af á meðan þeir fóru til útlanda. Sigurður Ingi er alla jafna ráðherra í tveimur ráðuneyt- um en hann er sjávarútvegs-, land- búnaðar-, umhverfis- og auðlinda- málaráðherra dags daglega. Við þetta bættust svo embætti forsætis- ráðherra og handhafi forsetavalds. Þá gegnir hann líka mikilvægu hlut- verki í eigin stjórnmálaflokki en þar hefur hann verið varaformaður síð- an í febrúar á síðasta ári. Það var þó ekki lengi sem Sig- urður hélt um stjórnartaumana á Íslandi. Svo vildi til að þremenn- ingarnir Sigmundur Davíð, Ólafur Ragnar og Bjarni voru allir staddir erlendis á sama tíma á miðvikudag. Venjulega er það forsætisráðherra sem tekur við forsetavaldinu ásamt forseta Hæstaréttar og forseta Al- þingis í fjarveru forsetans en þegar hann er einnig fjarverandi færist það til næsta í fyrir fram skilgreindri röð. Í dag er Bjarni næstur í röðinni en Sigurður Ingi þar á eftir. Stökk Sigurðar Inga til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum var ansi stórt. Hann kom fyrst inn á þing í alþingiskosningunum árið 2009 eftir að hafa starfað í sveit- arstjórnarmálum og fyrir Fram- sóknarflokkinn. Eftir að komið var á þing lá leiðin hratt upp á við. Á þeim tíma var Sigmundur Davíð orðinn formaður í flokknum en Birkir Jón Jónsson varaformaður. Það gerð- ist síðan árið 2013, á flokksþingi framsóknarmanna, að Sigurður Ingi var valinn varaformaður. Við ríkis- stjórnarmyndun var ekki hægt að horfa fram hjá honum en það kom þó mörgum á óvart að hann skyldi fá tvo ráðherrastóla. Ólíklegt er að þessi staða muni koma upp aftur á næstunni en heimildir DV herma að byrjað sé að leggja grunn að ráðherrabreyting- um. Fjölga á ráðherrum um að minnsta kosti einn en Framsóknar- flokkurinn er með einum færri ráðherra í ríkisstjórninni en sam- starfsflokkurinn. Það mun að öll- um líkindum leiða til stólamissis hjá Sigurði Inga. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Handhafi forsetavalds Landbúnaðarráðherra Sjávarútvegsráðherra umhverfisráðherra Auðlindaráðherra Forsætisráðherra Búa sig undir flóð Starfsmenn Alþingis búa sig núna undir flóð af umsögnum um þrjár mismunandi þingsá- lyktunartillögur sem allar snúa að aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Tillögurn- ar þrjár liggja allar fyrir í utan- ríkismálanefnd þingsins og bíða umsagnar hagsmunaaðila. Í þessu tilfelli eru þó hagsmuna- aðilar óvenju margir en mál- ið snertir þjóðina alla. Ljóst er að tvenn mismunandi samtök hvetja fólk til að skila inn um- sögnum um ályktanirnar, ým- ist til að mæla með slitum eða gegn. Líklega munu flestar um- sagnirnar snúast um afar um- deilda tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Á botninum Enginn stjórnmálaleiðtogi nýt- ur jafn lítils trausts og Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingarinnar. Í traustsmælingu MMR sem birt var fyrr í mánuðinum kom fram að aðeins 19,6 prósent treysta formannin- um. Athygli vekur að þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að Sam- fylkingarfólk treystir öðrum betur en eigin formanni. Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, nýtur nefnilega 80,7 prósent trausts á meðal kjósenda Sam- fylkingarinnar á meðan Árni Páll nýtur aðeins 62,7 prósent trausts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.