Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 34
Vikublað 25.–27. mars 201434 Fólk Álitsgjafar Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður Bjarni Eiríksson ljósmyndari Einar Lövdahl, ritstjóri Stúdentablaðsins Elmar Garðarsson stjórnmálafræðingur Guðríður Haraldsdóttir, ritstjóri Vikunnar Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, formaður meistaranema við stjórnmálafræðideild HÍ Guðfinnur Sigurvinsson sjónvarpsmaður Halldór Högurður þjóðfélagsrýnir Helga Dís Björgúlfsdóttir blaðakona Hilda Jana sjónvarpskona Jóhann Einarsson, formaður Vélarinnar Malín Brand blaðamaður Margrét H. Þóroddsdóttir, stud.jur., formaður Lögréttu Una Björg Einarsdóttir, MA í mannauðsstjórnun DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa í leit að gáfaðasta núlifandi Íslendingnum. Fjölmargir komust á blað en álitsgjafar blaðsins eru samróma um að frú Vigdís Finnbogadóttir sé gáfuðust okkar allra. Aðrir þekktir Íslendingar sem komust á listann eru Davíð Oddsson, Katrín Jakobsdóttir og Andri Snær Magnason. Vigdís gáfuðust 2.–5. Katrín Jakobsdóttir formaður VG n „Tekst svo oft það sem reynist flestum stjórnmálamönnum erfitt, að tala um það sem máli skiptir á einfaldan og skýran hátt. Til þess þarf greind. Maður heldur eiginlega alltaf með henni þegar hún talar, hvort sem maður er sammála henni eða ekki.“ n „Hefur einstaka hæfileika í að tala um stjórnmál á skiljanlegu máli. Ég er ekki sammála henni í pólitík en þegar hún hefur lokið máli sínu trúi ég og treysti því sem hún hefur að segja. Ég hef meira að segja séð og heyrt hana svara spurningum fjölmiðlafólks með já/nei.“ 1 Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands n „Hún var stærri en embættið, ólíkt þeim sem nú situr. Sameiningartákn sem nær samt á köflum að toga í eyrnasnepla og vanda um fyrir fólki án þess að því finnist á sig ráðist.“ n „Vigdís er gáfaðasti Íslendingurinn. Djúpvitur og með mikla tilfinninga- greind sem skiptir ekki síður máli þegar maður metur gáfur. Með gott og heilbrigt gildismat.“ n „Grípur mig í hvert skipti þegar ég les um hana eða hlusta – ætíð málefna- leg. Vel lesin og það er ekki erfitt að greina greind hennar. Hefur að geyma mikla þekkingu á sviði sögu, menningar og tungu- mála hvort sem á við um Ísland eða útlönd.“ n „Fyrsta konan í heiminum til að verða kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum, það þarf ekki að fara fleiri orðum um hversu glæsilegt afrek það er. Sló í gegn sem forseti og sýndi mikla hæfileika sem þjóðarleiðtogi. Ómetanleg fyrirmynd fyrir íslenskar konur.“ n „Bauð sig fram á hárréttum tíma og varð fyrsti lýðræðislega kjörinn kvenforseti heims. Það eru bara eldklárir einstaklingar sem sjá svona tækifæri og nýta þau rétt.“ n „Er þeim hæfileika gædd að ég hlusta alltaf á það sem hún hefur að segja, því oftar en ekki skilur það eitthvað eftir sig sem skiptir máli.“ 2.–5. Davíð Oddsson ritstjóri n „Bráðskemmtilegur og er inni í öllum hlutum, hvort sem það er fótbolti, fræga fólkið eða pólitík. Davíð er með puttann á púlsinum og það verður bara að viðurkennast. Þegar hann talar þá þegir maður.“ n „Þrátt fyrir að oft sé erfitt að vera sammála honum er morgunljóst að enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í pólitískri refskák. Hefur nýtt sér það til þess að hafa þau áhrif sem hann vill hafa hverju sinni. Auk þess sem hann hefur hæfileika á mörgum svið- um og er bráð- fyndinn.“ „Hún var stærri en embættið, ólíkt þeim sem nú situr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.