Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 30
30 Menning Vikublað 25.–27. mars 2014 Vönduð hátíð A lþjóðleg Barnakvikmynda- hátíð í Reykjavík opn- aði formlega á fimmtudag við mikinn fögnuð grímu- klæddra barna sem fjöl- menntu í Bíó Paradís. Færri komust að en vildu á opnunarmynd hátíðar- innar, ofurhetjumyndina Antboy, en börnin gengu fyrir og fóru þónokkrir foreldrar fram og fengu sér kaffisopa með framkvæmdastjóra Bíó Paradís- ar, Hrönn Sveinsdóttur. Börnin gæddu sér á poppi og horfðu á töfraatriði Lalla töframanns áður en sýning hófst. Mörg þeirra voru klædd sem ofurhetjur og einhverjir fullorðnir klæddu sig upp fyrir hátíð- ina til að gleðja ungviðið. Vigdís Finn- bogadóttir, verndari hátíðarinnar, hélt stutta tölu um hátíðina og reistu börn- in sig við í sætunum, þegar hún sagði þeim að hún hefði einu sinni verið for- seti. „En hún er bara stelpa,“ sagði lítill gestur stundarhátt og minnti þannig á að þótt staða kvenna hafi þótt góð um tíma, gleymast góðir sigrar. Vigdís minnti börnin á að góðar myndir eru byggðar á góðum sögum, ekkert of- beldi þurfi til að skreyta þær. Hátíðin er hin metnaðarfyllsta. Hrönn Sveinsdóttir segist stefna á að halda hátíðina á hverju ári. Í ár voru talsettar tvær myndir, Andri og Edda verða bestu vinir, fyrir börn þriggja ára og eldri auk opnunarmyndarinn- ar Antboy sem vakti þvílíka hrifningu meðal bíógesta. Ljóst er að með há- tíðinni fá yngstu bíógestirnir gæða- myndefni til að horfa á sem annars stendur ekki til boða. Dagskrá helgarinnar var lífleg. Sveppi og Villi lásu yfir sína uppá- haldsmynd, Grallarana (The Goon- ies), á sunnudaginn. Næstu helgi fá unglingar eitthvað fyrir sinn snúð. Þá verður boðið upp á hryllings- myndaþema fyrir unglinga laugar- daginn 29. mars. „Sem er stranglega bönnuð innan 15 ára,“ segir Hrönn frá. Gullmolar hátíðarinnar Auk opnunarmyndarinnar Antboy er úrval gæðakvikmynda fyrir börn mikið á hátíðinni. Helst ber að nefna teiknimyndina Dagur krákanna eða Day of the Crows, Edda og Andri verða vinir, sem er fyrir yngstu áhorf- endurna, og Klara og leyndarmál bjarndýranna. Dagur krákanna er stórbrotin teiknimynd um dreng sem elst upp í hjarta skógarins. Þar sem einu mann- legu samskiptin eru við einsetu- manninn föður hans hefur dreng- urinn þróað með sér hæfileika til að sjá og fylgja leiðbeiningum andanna sem búa í skóginum. Þegar faðir hans verður fyrir slysi neyðist drengurinn til að leita út fyrir skóginn og þá hefj- ast ævintýrin fyrir alvöru. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna há- tíðarinnar og er frumsýning 25. mars. Klara og leyndarmál bjarndýranna fjallar um þrettán ára stúlku sem býr við rætur svissnesku Alpanna ásamt móður sinni og stjúpföður. Fljótlega áttar hún sig á að það liggur bölvun yfir sveitabænum vegna verka forfeðr- anna en til að aflétta henni þarf Clara að koma á sáttum á milli manna og náttúru. Myndin er tilnefnd til áhorf- endaverðlauna hátíðarinnar. Myndin vann áhorfendaverðlaun á Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni Buster í Danmörku og hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna, m.a. á Giffoni kvik- myndahátíð, Alþjóðlegu Barnakvik- myndahátíðinni í Montreal og Kvik- myndahátíðinni í Tallinn. Fagnaðarefni Það er sérstakt fagnaðarefni að tvær mynda hátíðarinnar hafi verið sér- staklega talsettar. Talsetning Ant- boy var sérlega vönduð enda hlaut hinn ungi Ágúst Örn Wigum til- nefningu til Edduverðlaunanna 2014 fyrir frammistöðu sína. Hin myndin, Andri og Edda verða bestu vinir, er tilvalin fyrir yngstu áhorf- endurna og fjallar um þau Andra og Eddu og tuskudýrin þeirra. Myndin var tilnefnd sem besta barnamyndin á hinum norsku Amanda-verðlaunum og var auk þess tilnefnd sem besta barna- myndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Gleði á bíóhátíð barna Gestir mættu margir í ofurhetjubúningi. Verndari hátíðarinnar Vigdís minnti börnin á að góðar myndir eru byggðar á góðum sögum, ekkert ofbeldi þurfi til að skreyta þær. Tilvalin fyrir yngstu áhorfendurna Andri og Edda verða bestu vinir Mikið úrval Á kvikmyndahátíðinni er afar fjölbreytt val kvikmynda. Bæði fyrir börn og unglinga. Á laugardaginn verður sérstakt hryllingsmyndakvöld og bannaður aðgangur yngri en fimmtán ára. Vegleg opnunarhátíð Tjarnarbíó heldur veglega opn- unarhátíð laugardaginn 29. mars, frá klukkan 19–24.00, þar sem listahópurinn Vinnslan mun sjá um sýningarstjórnun. Um er að ræða stóra samsýn- ingu 25 listamanna – og verður líf og list í öllum krókum og kimum hússins. Meðal þess sem boðið er upp á er sýnishorn af nýju verki VaVaVoom theatre í samstarfi við Bedroom Community, Vinnslan sýnir stuttmyndina sína ROF, Ás- dís Sif Gunnarsdóttir vídeólista- maður frumflytur efni af glænýrri ljóðaplötu sinni, Steinunn Ketils- dóttir sýnir dansverk og þá flytur Pétur Ben nýtt efni. Borgarljóð í fókus Fókus, félag áhugaljósmyndara, sýnir um þessar mundir ljós- myndir í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Sýningin ber heitið Borgarljóð í fókus. Félagsmenn í Fókus völdu sér ljóð á Ljóðakorti Reykjavík- ur. Á Ljóðakorti Reykjavíkur er að finna ljóð sem ort hafa verið um hverfi, staði, hús, garða, atburði og fleira í Reykjavíkurborg. Ljóðakortið er unnið af Borg- arbókasafni Reykjavíkur og hægt er að nálgast það á heimasíðu safnsins: www.borgarbokasafn.is „Skáldið og biskups- dóttirin“ Óperusöngkonan Alexandra Chernyshova og leikkonan Guð- rún Ásmundsdóttir setja upp óperuna Skáldið og biskups- dóttirin, byggða á ævi og ljóðum Hallgríms Péturssonar. Óper- an verður sýnd í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði. Vinnan við óperuna hefur tekið þrjú ár. Óperan er samin og sett upp sem leikverk í fullri lengd, sungin á ís- lensku, fyrir kammerhljómsveit, einsöngvara og kór. Tilgangur og markmið ver- kefnisins er að koma sögu á framfæri á afmælisári Hallgríms Péturssonar og því er verkið sýnt á þeim stað sem hann starfaði og unnið með heimafólki. Auk þess að semja tónlist í óperuna þá kemur Alexandra til með að syngja eitt af aðalhlut- verkunum ásamt Kristjáni Jó- hannssyni. Óperan verður frum- flutt 11. apríl næstkomandi. Skipsbrot Ferjunnar N ýjasta verk Kristínar Marju Baldvinsdóttur, Ferjan, var frumsýnt á Litla sviðinu í Borg- arleikhúsinu síðasta föstudags- kvöld. Leiksýningin segir sögu fimm íslenskra kvenna og þriggja karla, sem neyðast til að fara með gömlum, ryðg- uðum dalli til Íslands frá Evrópu þegar flugsamgöngur liggja niðri vegna eld- goss. Konunum er troðið í lítinn klefa á meðan karlarnir hafa það náðugt á barnum í skipinu, þar sem þeir syngja og drekka. Fljótlega fara konurnar að verða þreyttar á þessu og vilja frekar vera uppi að skemmta sér en að húka í klefanum sínum. Í verkinu er dökkur undirtónn þar sem deilt er á hlutverk karla og kvenna í samfélaginu. Ádeilan birtist oft í skoplegum aðstæðum og margoft skellihlógu áhorfendur. Katla María Þorgeirsdóttir bar af í sínu hlut- verki og naut sín í að túlka húmorinn sem felst í verkinu. Hins vegar skilaði sér hinn dökki undirtónn aldrei fylli- lega og áhorfandinn kemst aldrei al- mennilega að því hvers vegna hann er til staðar. Enginn veit hver stýrir skip- inu, áhöfnin virðist stórfurðuleg en aldrei kemur það almennilega fram hvers vegna. Áhorfandinn er skilinn eftir í lausu lofti og lítill kraftur er í lok- in eftir hina skrautlegu atburðarás sem á sér stað um borð. Leikmyndin, lýsing og önnur um- gjörð verksins er til fyrirmyndar. Hönnuður leikmyndarinnar, Vytaut- as Narbutas, á hrós skilið fyrir útfær- slu á vaggi og veltu bátsins. Leikararn- ir hafa þurft að æfa sig vel í að ganga um sviðið, sem greinilega var krefjandi en gerðu það án nokkurra vandræða. Sýningin nýtur sín vel í þessum litla sal og leikarahópurinn stendur sig ágæt- lega. Hlutverkin eru þó ekki sérstak- lega krefjandi og karlhlutverkin í sýn- ingunni þá sérstaklega. Við kynnumst þeirra persónum lítið og það er þá helst Guðjón Davíð, Gói, sem fær að taka stutta spretti. Meira hefði mátt gera úr þeim og samtölin hefðu mátt vera miklu dýpri. n Stjórnlaust Enginn veit hver stýrir skipinu og það kemur aldrei fram í sýn- ingunni. Mynd GríMur BjarnaSon Ferjan Höfundur: Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Tónlist: Hallur Ingólfsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Hildur Berglind Arndal, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Halldór Gylfason, Guðjón Davíð Karlsson, Hilmar Guðjónsson, Birgitta Birgisdóttir, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir Sýnt í Borgarleikhúsinu rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Dómur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.