Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 1.–3. apríl 2014 Gerir aðra tilraun Ögmundur Jónasson segir frá því á bloggsíðu sinni að verði ekkert gert vegna gjaldtökunn- ar á Geysis svæðinu verði hann mættur að nýju að Geysi næsta laugardag klukkan hálf tvö. Hann ætli að bíða átekta næstu daga og sjá hvort yfirvöld „ætli virkilega að láta lögbrjóta komast upp með framferði sitt“, eins og hann segir. Á annað hundrað manns mættu til mótmæla á Geysis- svæðinu á sunnudag en líkt og DV greindi frá féll gjaldtakan nið- ur vegna markaðsátaks. Þá sagði Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis, gjald- tökuna ekki vera ólöglega heldur starfi landeigendafélagið undir úrskurði sýslumanns. E.coli á Akureyri Tveggja og hálfs árs gömul stúlka á Akureyri greindist fyrir þremur vikum síðan með E. coli-bakter- íu sem myndar eiturefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stúlkan var meðhöndluð á gjörgæsludeild Landspítalans en er á batavegi. Sýkingar sem þessar eru afar sjaldgæfar hér á landi en þeim fylgja niðurgangur og alvarleg einkenni á borð við blæðingar og nýrnabilun geta fylgt í kjölfar- ið. Ekki hefur tekist að finna út hvernig stúlkan sýktist en sýni sem tekin voru úr öðrum börn- um á leikskóla hennar reyndust neikvæð. Neitaði sýnatöku og var sviptur Ökumaður var stöðvaður í um- dæmi lögreglunnar á Suðurnesj- um vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að mað- urinn hafi neitað að gefa þvag- sýni á lögreglustöð og verið svipt- ur ökuréttindum tímabundið af þeim sökum. Annar ökumaður var kærður fyrir að aka gegn rauðu ljósi og þá voru skráningarnúmer fjarlægð af óskoðaðri bifreið. Yfirlæknirinn klagaði heyrnarlausa foreldra n Jevgenija og Arturas verða fyrir fordómum n Kuðungsígræðsla áhættusöm og engin töfralausn H jónin Jevgenija Kukle og eig- inmaður hennar, Arturas Kuklis, eru fædd heyrnar- laus. Þau eiga þrjú börn sem einnig eru öll fædd heyrnar- laus. Yngsta barnið er fimm mánaða og það elsta að verða fimm ára. Þau eiga gott líf. Heyrnarleysið háir þeim ekki á neinn máta að þeirra sögn. Börnin þrífast vel, þau elstu ganga í leikskólann Sólborg þar sem er tákn- málsumhverfi. Yfirlæknir sendi erindi til umboðsmanns barna Nýverið lentu hjónin upp á kant við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands vegna þess að þau kjósa að senda börn sín ekki í kuðungsígræðslu. Yf- irlæknir stöðvarinnar, Ingibjörg Hin- riksdóttir, sendi umboðsmanni barna erindi vegna þessarar ákvörðun- ar foreldranna og vildi vita hvern- ig best væri að eiga í samskiptum við foreldra. Úrskurður umboðsmanns barna var skýr. Foreldrar eiga rétt á að velja fyrir börn sín. Þrátt fyrir þennan skýra úrskurð var yfirlækninum ráð- lagt að senda erindi til barnaverndar vegna ákvörðunar þeirra Jevgeniju og Arturas. Kuðungsígræðslur eru umdeildari en margur heldur. Fyrir okkur sem heyrum virka þær sem kraftaverka- lausn fyrir þá heyrnarlausu. Af hverju ættu heyrnarlausir ekki að vilja slíka lausn? hugsum við ef til vill. Málið á sér margar hliðar. Flestir heyrnarlaus- ir líta á sig sem fullvirka einstaklinga í samfélaginu og vilja nota táknmál- ið. Notkun táknmáls sé ekki síðri en annarra tungumála. Gengið hart að foreldrum Blaðamaður hitti Jevgeniju á heimili fjölskyldunnar í Breiðholti og fékk að kynnast sjónarmiðum þeirra. Það hef- ur verið gengið hart að fjölskyldunni að fara með börnin í kuðungsígræðslu og Jevgenija segist upplifa fordóma og skilningsleysi. „Það er gengið mjög hart að okkur og við finnum fyrir for- dómum frá yfirlækni og fleiri lækn- um á Heyrnar- og talmeinastöð vegna þess að við höfum ákveðið að fara ekki með börnin í kuðungsígræðslu. Þrátt fyrir að við höfum tekið skýrt fram að við höfum ákveðið að börnin fari ekki í aðgerðina er ítrekað haldið áfram að útskýra fyrir okkur kosti þess. Þrýstingnum er haldið áfram.“ Kuðungsígræðsla er ekki töfralausn Jevgenija nefnir að mörg heyrnarlaus börn hafi farið í kuðungsígræðslu. Flest þeirra eigi foreldra sem ekki kunna táknmál. Þótt að þau fari í að- gerðina þurfi foreldrarnir samt að læra táknmál. „Kuðungsígræðsla er ekki töfra- lausn. Táknmálið þarf enn að vera til staðar. Ef börnin taka af sér tækið eru þau heyrnarlaus. Þá er þekking á kuðungsígræðslu meðal almennings fremur lítil. Með kuðungsígræðslu fæst ekki endilega fullkomin heyrn. Hún getur reyndar verið langt frá henni. Líkurnar fara eftir líkamlegu ástandi hvers og eins og öðrum þátt- um, svo sem aldri.“ Ósmekkleg rök Hún segir frá því að rökin sem lækn- ar á Heyrnar- og talmeinastöð hafi fært fyrir máli sínu séu haldlítil og ósmekkleg. „Þeim rökum er beitt að heyrnarlaus börn muni einangr- ast vegna þess að táknmálið sé að deyja út vegna þess að kuðungs- ígræðslum fari fjölgandi. Við erum bæði hneyksluð og hissa á þess- um viðhorfum,“ segir Jevgenija og skilja má afstöðu hennar í ljósi þess að táknmálið er alls ekki deyjandi tungumál. Full þörf er á því með fram kuðungsígræðslum. Sátt og sæl Bæði Jevgenija og Arturas eru alin upp heyrnarlaus og eru fullkomlega sátt og sæl eins og þau eru. Þau út- skýra vel fyrir blaðamanni að í fyrsta lagi snýst andstaðan ekki endilega gegn kuðungsígræðslunni sjálfri heldur því að fólk sjái heyrnarlausa sem eitthvað sem þurfi að laga. „Heilsa þeirra sem fara í kuðungs- ígræðslu er ekki tryggð. Í þeim efnum eru ekki allir jafn heppnir. Kuðungs- ígræðsla hefur skaðleg áhrif á heilsu sumra einstaklinga. Ég vil minna á að það að vera heyrnarlaus er ekki sjúk- dómur. Heyrnarlausir geta lifað eins og allir aðrir lifa. Þeir geta farið í há- skóla, þeir geta eignast börn, þeir geta gert allt eins og heyrandi. Þeir geta flutt til nýs lands, eins og við gerð- um, og byggt upp gott líf. Það er margt sem er ekki fullkomið, en að mörgu leyti erum við á jafnréttisgrundvelli við þá heyrandi. Ég er góð móðir og börnin búa við gott atlæti. Mér finnst ég geta allt í lífinu. Mig langar auðvitað að börnin mín fái meira í framtíðinni, meiri texta. Meira táknmálsumhverfi í skólum en fyrir því get ég barist.“ Kuðungsígræðslur áhættusamar Jevgenija segir lítið talað um þann langa tíma sem getur farið í að stilla tækið, þjálfa þann sem er með ígræðsluna til að nota það og svo framvegis. Það sé ekki kraftaverka- lausn, fremur frábært tæki sem fólk hefur val um að nota. Svar umboðs- manns barna til Ingibjargar Hin- riksdóttur er skýrt og afdráttarlaust. Bera skuli virðingu fyrir vali foreldra. Ekki sé rétt að líta á heyrnarlaus eða heyrnarskert börn sem gölluð börn. Þá verði að taka tillit til þess að kuð- ungsígræðsla þýði ekki endilega að barn nái fullri heyrn. Verulega skorti upp á að tryggja rétt þeirra barna sem fara í kuðungsígræðslu til að læra táknmál og þróa það í samfélagi með öðrum. Þá er ítrekað að börn geti náð fullum þroska án þess að hafa heyrn og þau megi viðhalda menningu sinni í samfélagi heyrnarlausra. Í þeim efn- um er vísað í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Um kuðungsígræðslur Hinn 25. febrúar 1957 framkvæmdu frönsku læknarnir Djourno og Eyries fyrstu kuðungsígræðsluna í heimin- um. Þessi aðgerð olli í raun byltingu í meðferð við heyrnarleysi og heyrnar- tapi. Fyrsta kuðungsígræðslan á Ís- lendingi var hins vegar gerð árið 1984. Kuðungsígræðsla læknar ekki heyrnarleysi. Það er hjálpartæki til heyrnar. Sumum þeirra sem fá slíka ígræðslu líkar það mjög vel, öðrum nokkuð vel og einhverjum líður verr eftir ígræðsluna en áður. Almennt er talað um að þeir sem hafa þjálfun og reynslu af talmáli og missa heyrn hafi mest gagn af kuð- ungsígræðslum. Þá breytir kuðungs- ígræðsla lífi þeirra sem eru daufdumb- ir (bæði heyrnarlausir og blindir) og bætir lífsgæði þeirra til muna. Eins og í lélegri útvarpsútsendingu Breski þingmaðurinn Jack Ashley var sjötugur þegar hann fékk kuðungs- ígræðslu árið 1994 eftir að hafa ver- ið heyrnarlaus í 25 ár. Hann sagð- ist geta rætt við fólk sem hann þekkir en eiga erfitt með nýjar raddir eða samtöl. Hann þurfti enn að reiða sig á varalestur og lýsti röddunum sem „Ekki er rétt að líta á heyrnarlaus eða heyrnarskert börn sem „gölluð“ börn Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Jevgenija og Mark Þau eru sæl mæðginin. Jevgenija vill að borin sé virðing fyrir vali foreldra heyrnarlausra barna. Kuð- ungsígræðsla sé umdeild og foreldrar eigi að hafa frjálst val. MYnd SiGtrYGGUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.