Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 1.–3. apríl 2014 K vikmyndin Noah er með verstu bíómyndum sem ég hef séð. Ekki vegna þess að landslagið er ljótt, enda er hún tekin upp á Íslandi. Ekki heldur vegna þess að það eru svo lé- legir leikarar í henni, enda getur það stundum verið til bóta fyrir virkilega slæma bíómynd að leikararnir séu ömurlegir. Hún fer þá einhvers kon- ar hring, handan þess að vera slæm; er slæm-góð. Í Noah er hins vegar ekkert slíkt. Hún er vel leikin enda hver Hollywood-kanónan á fætur annarri í henni. En samræðurnar eru gjör- samlega út í hött, boðskapurinn ruglar mann algjörlega í rýminu og söguþráðurinn er í versta falli sam- hengislaus. Varúð: Spoilarar Ég er femínisti og það fer í taugarn- ar á mér þegar konur eru gerðar að aukahlutum. Í sumum tilvikum er það hins vegar hluti af sögunni, það er; í innri heimi sögunnar eru konur einfaldlega kúgaðar. Það á við Noah. Gamla testa- mentið er samansafn af kvenfyr- irlitningu, fordómum og viðbjóði. Þess vegna er að nokkru leyti viðeig- andi að sjálfsmynd karakters Emmu Watson í myndinni sé að öllu leyti byggð á getu hennar til þess að fjölga sér. Af því að hún er víst ófær um að eignast börn, þá er hún verðlaus og verðskuldar ekki hamingju. Ok. Það er líka hægt að rökstyðja að Jennifer Connelly sætti sig þess vegna við að Russell Crowe, hinn eini og sanni Noah, megi einn síns liðs ákveða það hvort mannkynið eigi skilið að lifa. Hún veit eftir allt saman að Guð talaði við hann vegna þess að Noah var and- vaka eina nóttina. Og Gamla testa- mentið er nú þannig að konan er eign mannsins. Ok. „Koma snákarnir líka?“ En Aronofsky gengur skrefinu lengra. Konur eru ekki aðeins kúgaðar, þær eru nautheimskar og algjörlega ósjálf- bjarga. Í einu atriði má sjá tugþúsund- ir snáka streyma að Örkinni. Jennifer Connelly er þá látin horfa á Noah og spyrja: „Koma snákarnir líka?“ Þetta er sem sagt gert svo Noah geti farið með fleyga línu og verið svalur. Í gegnum myndina eru ótal- margar viðlíka samræður, sem eru svo heimskulegar að það mætti halda að tíu ára barn hafi skrifað þær. Ég vor- kenndi þessum stórleikurum að þurfa að standa í þessu og mér fannst eins og það mætti sjá vott af pínu í and- liti Connelly þegar hún fór með ofan- greinda línu. Það var eins og hún væri að hugsa: „Djöfull er þetta slæmt, en hugsaðu bara um milljónirnar sem þú færð fyrir þetta.“ Hippi, morðingi, grænmetisæta? Nú vita allir sem hafa lesið Biblíuna að Guð á ýmist að vera algjört fífl sem er stútfullt af fordómum eða enda- laus gnægtarbrunnur visku og ástar. En það er rauður þráður í kristinni trú að Guð er yfir manninum – karlmað- urinn yfir konunni – og maðurinn yfir jörðinni og dýrunum. Aronofsky virðist hins vegar hafa troðið einhvers konar náttúruverndar- sjónarmiðum inn í þetta skema. Guð er í Noah einhvers konar einkennileg blanda af friðelskandi hippa, morð- óðum geðsjúklingi og valdasjúklingi með slæma sjálfsmynd. Þar sem að samfélag manna hef- ur villst af réttri braut, menn eru farn- ir að menga og skemma og borða alltof mikið kjöt, þá ákveður Guð að drekkja öllum nema Noah, sem er grænmetisæta og býr í sátt og sam- lyndi við náttúruna. Saklausu dýrin Það er ítrekað talað um að dýrin séu saklaus, en mennirnir ekki, þrátt fyr- ir að dýr og menn geri í grundvallar- atriðum sama hlutinn, fjölgi sér og breyti umhverfinu. Mannkyninu skal útrýmt vegna þess að það fór illa með jörðina. Það er svo sem gott og gilt sjón- armið en ekki í samræmi við Gamla testamentið, þar sem Guð vill drekkja fólki fyrir að syndga, en ekki fyrir að drottna yfir jörðinni enda er það einn tilgangur mannsins, sam- kvæmt kristni. Í rauninni er hold- gervingur kristna viðhorfsins vondi karlinn í myndinni, konungurinn yfir iðnveldi manna sem hefur það viðhorf að maðurinn eigi að drottna yfir jörðinni. Að öðru leyti er Guð í Noah eins og í Gamla testamentinu, honum er al- veg sama um einstaklinga sem fædd- ust í aðstæðum þar sem þau gátu ekki annað gert en reynt að bjarga sér, hann fyrirlítur konur og elskar að horfa upp á þá sem trúa á hann engj- ast í óvissu og eymd, til þess að vera viss um að hinn trúaði elski hann eft- ir allt saman. Hann er með öðrum orðum algjört fífl, en í það minnsta náttúruverndarsinnað fífl. Róninn á Mýrdalssandi Sagan er í rauninni blanda af Biblíu- sögum. Noah telur að hann eigi að drepa börnin sín, það sé vilji Guðs að útrýma mönnum en bjarga dýrun- um. Þegar í ljós kemur að Noah er „of veikgeðja“ til að gera það, þá hrynur sjálfsmynd hans. Eftir að hafa rekið á land á Mýr- dalssandi eyðir Noah ótilgreindum tíma blindfullur og berrassaður á ströndinni og skilur fjölskylduna eft- ir. Svo áttar Noah sig á því, með hjálp barnanna sinna, að Guð var ekk- ert að segja honum að drepa börnin sín; að mannkyninu átti ekki að út- rýma, heldur áttu Noah og fjölskylda hans að byggja jörðina aftur á nýj- um grundvelli sifjaspells, takmark- aðs genamengis, kvenfyrirlitningar og náttúruverndar. Ehemm. Hver er eiginlega boð- skapurinn hér? Kannski eitthvað varðandi loftslagsbreytingar? Ekki veit ég það. Þessi mynd er alla vega rusl, sérstaklega miðað við annað sem Aronofsky hefur sent frá sér. Það er kannski mest lýsandi fyrir þetta að þetta er í fyrsta sinn sem ég hef farið í bíó þar sem áhorfendur klöppuðu í kaldhæðni eftir myndina. n Hippi, morðingi, grænmetisæta? „Guð er í Noah einhvers konar einkennileg blanda af friðelskandi hippa, morðóðum geðsjúklingi og valdasjúklingi með slæma sjálfsmynd. Russel Crowe í hlutverki Noah „Hann er með öðrum orðum algjört fífl, en í það minnsta náttúru- verndarsinnað fífl.“ Þ að er erfitt að segja eitt- hvað um bíómynd sem er jafn innilega MIKILVÆG og þessi. Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að fjalla um það ljótasta í sögu annarra þjóða, svo sem helförina, og þeir hafa stundum fjallað um spillingu eigin stjórnmála og viðskipta og jafnvel gagnrýnt stríðsrekstur sinn. Því er það undarlegt að það sé ekki fyrr en nú að Hollywood gerir í fyrsta sinn stórmynd um þrælahaldið, sem er sjálf erfðasynd Bandaríkjanna, ef undan er skilin meðferðin á frumbyggjum landsins. Og jafnvel fjöldamorðin á indíán- um hafa oftar komið við sögu á hvíta tjaldinu. Kannski liggur munurinn í því að á meðan afkomendur frum- byggja eru fámennir, mynda blökku- menn vestra enn tiltölulega stóra undirstétt sem stundum rís upp, eins og hún gerði í óeirðunum í Los Ang- eles árið 1992. Kannski er það fyrst nú, með svartan forseta við stjórn- völinn, að loks þykir óhætt að fjalla um þennan ljóta blett í sögu þeirra. Og þó þurfti Englending til verks- ins. Steve McQueen hefur sjaldn- ast verið hræddur við að takast á við erfið viðfangsefni, hvort sem það er kynlífsfíkn eða hungurverkföll í breskum fangelsum. Og það lend- ir á honum að takast á við þetta við- fangsefni sem hingað til hefur helst verið lýst með mjög skökkum hætti í hinni geysivinsælu Gone With the Wind. Útkoman er eins og búist var við, hrottafengnir þrælahaldarar svipa undirsáta sína með guðsorð á vör og er valinn leikari í hverju hlut- verki. En ef til vill er myndin öflug- ust þegar hún sýnir einmitt tilraunir yfirstéttarinnar til að sýna miskunn. „Æ greyið,“ segir hefðarkona þegar hún kemst að því að börn hafa verið tekin frá móður sinni. „Gefðu henni eitthvað að borða og þá gleymir hún þeim fljótt,“ rétt eins og um læðu sé að ræða þegar kettlingarnir hafa ver- ið teknir frá henni. 12 Years a Slave er ekki bara bíó- mynd, hún er kvikmyndaviðburður. Og þótt flestir áhorfendur séu lík- lega þegar á móti þrælahaldi minnir hún mann samt á hve sjálfgefið eitt- hvað getur verið sem eftirtíðinni síð- an virðist alveg óhugsandi. n Loksins, loksins Ekki bara bíómynd – kvikmyndaviðburður Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur 12 Years a Slave Leikstjóri: Steve McQueen Aðalhlutverk: Chiwetel Ejiofor, Michael Fass- bender og Benedict Cumberbatch Byggð á sjálfsævisögu Salomon Northorp Sýnd í Kringlubíói Erfðasynd Bandaríkjanna Kannski er það fyrst nú, með svartan forseta við stjórnvöl- inn, að loks þykir óhætt að fjalla um þennan ljóta blett í sögu þeirra. Noah Leikstjóri og handritshöfundur: Darren Aronofsky Aðalleikarar: Russell Crowe, Jennifer Conelly, Emma Watson, Anthony Hopkins. Símon Örn Reynisson simon@dv.is Dómur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.