Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 1.–3. apríl 2014 Ég er aðallega hissa á fólki sem finnst tónlistin mín leiðinleg Ég er búinn að suða svo mikið í þeim Í lagi að ræna börnum ef þú ert kona Steinunn Eldflaug hlýtur mikið umtal – DV Gísli Marteinn Baldursson opnar kaffihús í Vesturbænum ásamt vinum sínum – DVBarnsfaðir Hjördísar Svan gefur lítið fyrir nýja sálfræðiskýrslu – DV.is S jaldan er góð vísa of oft kveðin segir gamalt mál- tæki og ég hef áður á þessum vettvangi talað um stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar og vís- að til þeirra orða sem mér hugnast einna best í henni. Þar kemur fram að hún hyggist eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undan- förnum árum og hún muni leitast við að virkja samtakamátt þjóðar- innar og vinna gegn því sundur- lyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Því miður verð ég að segja, að nú á því tæpa ári sem hún hefur setið hefur henni ekki tekist þetta göf- uga ætlunarverk sitt. Þvert á móti virðast margar aðgerðir hennar hafa leitt til enn frekari sundrungar og pólitískrar óvissu. Nægir þar að nefna tillögu utanríkisráðherra um að draga beri umsókn Íslands um aðild að ESB til baka. Taktlaus aðgerð Tillaga sú var taktlaus og afar óheppileg. Tillagan setti ekki bara þingið í uppnám heldur líka þjóð- ina sem skundaði á Austurvöll og mótmælti gjörningnum og ger- ir enn, vel yfir 50 þúsund einstak- lingar hafa krafist þess með undir- skrift sinni að kosið verði um áframhald viðræðnanna. Sem ekki er skrítið í ljósi þeirra hástemmdu yfirlýsinga og loforða sem gefin voru af ráðherrum ríkisstjórnar- innar í aðdraganda kosninga síð- asta vor. Það lá reyndar fyrir að báðir stjórnarflokkarnir töldu að Íslandi væri betur borgið utan ESB en innan þess og þá veltir maður því fyrir sér hvers vegna þeir sögðu það ekki beint út í kosningabarátt- unni að þeir ætluðu sér að slíta við- ræðunum innan árs. Það hefði ver- ið fullkomlega eðlilegt og ekki síst heiðarlegt gagnvart kjósendum. Sá sem er heiðarlegur villir ekki á sér heimildir og þykist ekki vera annar en hann er og er tilbúinn að standa og falla með baráttumálum sínum. Stjórnarflokkarnir virtust greini- lega ekki vera tilbúnir til þess enda vissu þeir að ef þeir kæmu skýrt fram í þessu máli þá hefðu þeir ekki náð meirihluta á þinginu. Velmegandi þjóð Ýmis rök hafa verið færð fyrir því að við höfum ekkert inn í Evrópu- sambandið gera og þá þau helst að við fengjum engar undanþágur hvað varðar landbúnað og sjávar- útveg. Ekki treysti ég mér til þess að fullyrða um það fyrr en samn- ingur liggur fyrir. Athyglisverð- ust þóttu mér þó þau ummæli ut- anríkisráðherrans að ESB væri er í raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmegandi ríki eins og Ís- landi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli. Vissulega erum við betur sett en margar aðr- ar þjóðir en að velmegun okkar sé slík að við höfum ekkert inn í ESB að gera er annað mál. Ef velmegun okkar er slík hvernig getur þá stað- ið á því að velferðarsamfélag okk- ar riðar til falls? Alls staðar í sam- félaginu vantar fjármagn til þess að halda úti fullnægjandi þjónustu, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngukerfinu og svo í sjóði til þess að styrkja nýsköpun og þró- un nýrra atvinnutækifæra. Hvern- ig getur staðið á því að svo velmeg- andi ríki eins og Ísland þarf að eiga það á hættu á nokkurra ára fresti að hér skelli á kennaraverkföll með tilheyrandi óþægindum fyrir nem- endur, fjölskyldur þeirra og sam- félagið allt? Hvernig getur staðið á því að í svo velmegandi ríki geti verkfall undirmanna á ferju haldið fjögur þúsund manna byggðarlagi, sem er ein mikilvægasta verstöð landsins, í gíslingu og setji allt líf íbúanna í fullkomna óvissu? Spyr sá sem ekki veit. Framtíðarhagsæld Aðild að ESB þurfa allir flokkar að skoða án fyrir fram gefinnar niður- stöðu eða hleypidóma. Hugsan- lega kæmust við að því að Ísland og ESB ættu ekki samleið en þá ákvörðun tökum við ekki nema eft- ir skoðun og með rökum. Það er siðferðileg og samfélagsleg skylda stjórnmálamanna að skoða af fullri ábyrgð allar leiðir sem hugsanlega gætu fært Íslandi meiri velsæld í framtíðinni. Aðild að ESB er val- kostur sem þjóðin á að velja um hvort hún vill eða ekki. n Enn um ESB Fögur fjallasýn Sólargeislarnir fara hlýnandi þessa dagana og eflaust hafa margir nýtt sér hæglætisveður á landinu um helgina. Hér er horft af Skálafelli til suðurs yfir til Hellisheiðar og Bláfjalla. Mynd SiGTryGGur AriMyndin „Vissulega erum við betur sett en margar aðrar þjóðir en að velmegun okkar sé slík að við höfum ekkert inn í ESB að gera er annað mál. Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar Kjallari 1 Skallaði aldraða konu á Njálsgötu Anna Guðjónsdóttir varð fyrir fólskulegri árás á föstudag. 48.440 hafa lesið 2 Óborganleg viðbrögð drengs sem kemst að því að hann er að fara að eignast enn aðra systur Hinn sex ára gamli Gunner Mertlich var heldur betur ósáttur þegar foreldrar hans tilkynntu honum að hann væri nú að fara að eignast enn eina systurina. 31.742 hafa lesið 3 „Ég bara gafst upp, þetta var alltof mikið fyrir mig“ Ásdís Guðný Pétursdóttir, sem keypti Papillion-tíkina Perlu á bland.is fyrir nokkru, hefur gefist upp við að berjast fyrir því að halda hundinum. 29.548 hafa lesið 4 „Ég var búin að vera týnd í fjóra daga þegar það var lýst eftir mér“ Týndu börnin svokölluðu sögðu sögur sínar í helgarblaði DV. 24.292 hafa lesið 5 „Bjarni er búinn að vera“Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, ræddi á bloggi sínu um djúpan vanda Sjálfstæðisflokksins. 22.948 hafa lesið 6 Svarar ekki fyrir upp-sögnina: „Ég skulda þér enga skýringu á því“ Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, var látinn fara fyrir óljósar sakir. 20.511 hafa lesið Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.