Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 1.–3. apríl 201426 Lífsstíll „Brjóstagjöf einkamál móður og barns“ Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eiga konur að hafa nýfædd börn sín á brjósti í sex mánuði og halda brjóstagjöf áfram með fram annarri fæðu alla vega að tveggja ára aldri. Samt sem áður segja mæður sem kjósa að hafa börn sín svo lengi á brjósti að þær finni fyrir fordómum. Mæðurnar segja að þótt viðhorfið í samfélaginu gagnvart brjóstagjöf sé jákvæðara í dag en áður sé enn langt í land. indiana@dv.is B rjóstagjöf á að vera einka- mál móður og barns,“ seg- ir Anna Þorleifsdóttir, tveggja barna móðir sem var með yngri dóttur sína á brjósti í rúm tvö ár. „Eldri stelpan stækk- aði svo ört að mér tókst ekki að halda í við hana. Hún var því bara á brjósti í hálft ár. Það voru vissu- lega vonbrigði en þá hafði ég ekki kynnt mér brjóstagjöf jafn vel og með seinna barnið.“ Anna setti sér það takmark að vera í eitt ár með yngra barnið á brjósti. „Þá gekk brjóstagjöf- in mun betur. Stelpan var samt alltaf léleg að borða og var orðin mjög létt á tímabili. Ég hélt samt alltaf brjóstagjöfinni áfram,“ seg- ir hún og bætir við að ótrúlegasta fólk hafi haft skoðun á brjósta- gjöfinni. „Ég var oft spurð hvort ég væri virkilega með hana á brjósti og hvort hún væri ekki löngu farin að borða mat. Þegar hún var sem léttust var mér ráð- lagt af heilbrigðisstarfsfólki að hætta að gefa henni brjóst svo hún færi að borða en það hvarfl- aði ekki að mér. Brjóstagjöfin gekk vel, hún var hamingjusöm og greip sjaldnast umgangspest- ir og mér fannst hún hraustari en margir jafnaldrar hennar. Ég skrifaði það algjörlega á brjósta- gjöfina.“n V ið erum að reyna að hætta,“ segir Sigrún Heiða Péturs- dóttir, fjögurra barna móðir á Sauðárkróki, en Sigrún Heiða er með rúmlega þriggja ára son á brjósti. Faldi brjóstagjöfina Sigrún Heiða eignaðist fyrsta barnið þegar hún var 19 ára en drengurinn var á brjósti í rúm tvö ár. „Ég fór í þvílíkar felur með þetta enda mikið tabú á þessum tíma. Ég laug þegar ég var spurð hvort hann væri enn að totta. Það var hrikalega leiðinlegt en vanþekkingin var svo mikil.“ Sigrún Heiða segist ekki hafa ákveðið fyrir fram að hafa soninn svo lengi á brjósti. „Ég var mikið ein, hafði ekki mömmu eða vinkonur í kring, og þetta þróaðist bara svona. Svo hætti hann sjálfur en þannig finnst mér að þetta eigi að virka.“ Sigrún segir fordóma gagnvart brjóstagjöf hafa minnkað síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég finn aðallega fyrir fordómum hjá eldra fólki. Þeim finnst út í hött að ég sé enn með strákinn á brjósti. Kon- um á mínum aldri finnst þetta hins vegar bara besta mál og segja mér hvað ég sé dugleg.“ Stuttur tími Hún segir börnin fjögur ekki hafa verið háðari henni en gengur og ger- ist þrátt fyrir langa brjóstagjöf allra barnanna. „Ég á þrjár stráka og eina stelpu og það var aðallega stelp- an sem var sérstaklega háð mér. Ég man að þegar hún var að smella í tveggja ára þá fór ég til útlanda í sex daga og var alveg viss um að hún vildi ekki drekka þegar ég kæmi til baka. Þegar ég kom heim um nóttina skreið ég upp í rúm til henn- ar og þegar hún fann að ég var kom- in stökk hún strax á mig. Mér fannst það voðalega notalegt enda var ég ekki tilbúin til að hætta. Kannski eru börnin háðari manni fyrir vikið en það er þá allt í lagi. Þetta er svo stuttur tími og þetta líður svo hratt. Maður á bara að njóta þess.“ Ófrísk með barn á brjósti Þegar Sigrún var ófrísk af yngsta barninu sínu var hún enn með það næstyngsta á brjósti. „Þá fékk ég til dæmis að heyra að ég yrði að hætta því mjólkið þyrfti tíma til að ná sér á strik aftur. Ég hætti hins vegar af því að mér fannst það óþægilegt vegna bumbunnar. Það var ekkert mál,“ segir hún en bætir aðspurð við að hún gefi yngsta stráknum brjóst aðallega heima fyrir. „Ég er enn þá að fela þetta upp að vissu marki. Ég nenni bara ekki að hlusta á eldra fólk skammast. Þetta er það fyrsta sem hann vill gera þegar hann kemur af leikskólanum, að súpa er svo mikil huggun. Ég mjólka líka svo rosalega vel. Ef ég væri kýr væri ég örugglega afurðahæst í öllum Skagafirðinum,“ segir hún hlæjandi að lokum. n Skrifa hreystina á brjóstagjöfina Eldra fólk með fordóma„Konum á mínum aldri finnst þetta hins vegar bara besta mál og segja mér hvað ég sé dugleg Enn á brjósti Sigrún Heiða er með rúmlega þriggja ára gamlan son sinn á brjósti. Einkamál móður og barns Anna Þorleifsdóttir var með yngri dótturina á brjósti í rúm tvö ár. Svarið við spurningu dagsins Fylgiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en skinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, skinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.