Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 1.–3. apríl 2014 „Þeir borga sem njóta“ n Greiða þarf á bilinu 200–37.000 krónur fyrir aðgang n Leiðsögn sjaldan innifalin N áttúrupassinn svokallaði sem iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, er með í smíð- um mun að öllum líkindum ekki ná til allra náttúruperla á Íslandi. Þeirra á meðal er Vatnshellir, en þangað mega ferðamenn aðeins fara í fylgd leiðsögumanns gegn því að greiða 2.000 krónur fyrir. Sama gild- ir um þá sem vilja kafa í Silfru, en til þess að geta kafað þar þarf að panta tíma fyrirfram og greiða 1.000 krónur fyrir aðganginn. Landeigendur Reykjahlíðar munu byrja að taka gjald fyrir aðgang að Dettifossi, Leirhnjúkum og Náma- skarði í sumar og gjaldtaka hefur nú þegar hafist við Geysi í Hauka- dal. Landeigendur á þessum svæð- um hafa sagt að frumvarp Ragnheið- ar Elínar hafi komið of seint fram, en hún biðlaði til þeirra um að bíða með gjaldtöku þar til frumvarp um pass- ann hefði fengið meðferð í þinginu. Enn hefur frumvarpið ekki verið lagt fram á þinginu, en ráðherra ræddi um passann í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á dögunum. Þar kom fram að gjaldtakan verði alfar- ið í gegnum netið og að hægt verði að sækja smáforrit í símann. Engin hlið verða á svæðunum, heldur munu eftirlitsaðilar athuga hvort gestir hafi náttúrupassa með stikkprufum. Séu þeir ekki með passa, verði þeir sektaðir. Áætlað er að passi fyrir fjóra daga kosti 2.000 krónur, mánaðar- passi verði á 3.000 krónur og fimm ára passi á 5.000, en aðeins átján ára og eldri þurfa að greiða. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Kerið n 350 krónur Gjaldtaka í Kerinu hófst síðastliðið sumar og þar borga allir 12 ára og eldri 350 krónur fyrir að fá að skoða gíginn. Gjaldið á að gera Kerfélaginu kleift að vernda viðkvæma náttúru landsins svo hægt sé að halda áfram að taka á móti ferðamönnum. Kerfélagið bannaði hópum að skoða svæðið árið 2008, en það þótti umdeilt vegna þess að umbætur höfðu verið gerðar í kringum svæðið sem kostaðar voru af ríkinu. Þeim er nú leyft að skoða svæðið gegn gjaldi, rétt eins og öllum öðrum ferðamönnum. Á árunum 2001–2002 varði Vegagerðin að minnsta kosti 2,5 milljónum til uppbyggingar áningarstaðar við Kerið til viðbótar við bílastæði sem þar höfðu verið lögð. Auk þess hafði Ferðamálaráð varið fjórum milljónum króna til uppbyggingar á aðstöðunni. Bláa lónið n 1.500 krónur Frá og með 1. júní 2013 hóf Bláa lónið að rukka þá gesti sem vildu skoða lónið en ekki baða sig í því um 10 evrur fyrir aðgang. Slíkt er kallað heimsóknargjald, en það gengur upp í baðgjald ef viðkomandi ákveður að hann vilja fara ofan í eftir að hafa skoðað sig um. Áður gátu gestir geng- ið um svæðið en þeir voru farnir að hafa áhrif á upplifun baðgesta, að því er fram kemur í svari frá fyrirtækinu vegna fyrirspurnar blaðamanns. Heimsóknargestum hefur fækkað og því hefur gjaldið skilað tilætluðum árangri, sem er að fæla þá frá sem ekki vilja fara ofan í lónið sjálft. Tíu prósent af gjaldinu renna til uppbyggingar á innviðum ferðaþjónustunnar á Reykjanesi, svo sem til framkvæmda við göngustíga og merkingar. Silfra n 1.000 krónur Þeir sem vilja kafa í Silfru þurfa að greiða 1.000 krónur, en gjaldtaka hófst í mars fyrir ári síðan. Gjaldið verður notað til uppbyggingar á aðstöðu fyrir kafara, svo sem á aðstöðu til að hafa fataskipti og á salernum. Nú þegar hafa verið byggðir stígar til að auðvelda köfurum aðgengi bæði ofan í, og upp úr gjánni. Þá hefur aðgengið á svæðinu í kring verið gert mun betra, nýtt bílastæði hefur verið lagt sem og göngustígar, auk þess sem sérstakt borð hefur verið sett upp svo hægt sé að leggja þar frá sér köfunarbúnað. Til þess að komast ofan í gjána þarf að bóka tíma, en flestir fara á vegum fyrirtækja sem sérhæfa sig í þjónustu við kafara. Leiðsögumenn frá fyrirtækjunum fara með hópum ofan í, en Samgöngustofa hefur sett ítarlegar reglur um hvernig eigi að bera sig að. Þannig verða hópar að láta ákveðinn tíma líða á milli þess sem farið er ofan í, svo dæmi sé tekið. Aðgangi að gjánni er því stýrt, líkt og gert er í Vatnshelli, en munurinn er sá að verkið hefur ekki verið boðið út og því sér ekkert ákveðið fyrirtæki um leiðsögn um gjána. Vatnshellir n 2.000 krónur Hellinum var lokað árið 2009 þar sem hann lá undir skemmdum vegna um- ferðar ferðafólks. Ákveðið var að gera hann aðgengilegan almenningi með því að stýra umferð um hann og rukka 2.000 krónur fyrir aðganginn. Innifalið í því gjaldi er leiðsögn um hellinn og leiga á vasaljósi og hjálmi. Verkefnið var unnið í samstarfi þjóðgarðsins á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar auk þess sem félagasamtök og einkaaðilar komu að verkefninu. Verktakar sjá um leiðsögn um hellinn, en Umhverfis- stofnun bauð verkið nýlega út. Þeir eru með samning til tveggja ára, en þó má segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Ólíklegt þykir að náttúrupassi muni veita aðgang að hellinum, þar sem aðgangi er stýrt og aðeins hægt að fara um hann með leiðsögn verktakanna. Reykjanesfólkvangur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.