Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Qupperneq 30
Vikublað 1.–3. apríl 201430 Sport 8 Antonio ConteStarf: Stjóri Juventus Aldur: 44 ára Helstu afrek: Ítalskur meistari 2012 og 2013 n Antonio Conte hefur náð frábærum ár- angri með Juventus og rifið félagið upp eftir mögur ár. Liðið siglir nú hraðbyri að sínum þriðja titli í röð í ítölsku deildinni. Conte er fyrrverandi fyrirliði Juventus og af mörgum talinn í hópi efnilegustu knattspyrnustjóra heims. Fátt bendir til þess að hann sé á för- um frá Ítalíumeisturunum, en ef freistandi tilboð kemur frá Englandi skyldi enginn útiloka það. Kostir: Skipulagður og taktískur stjóri sem er lunkinn við að ná í ódýra en góða leikmenn. Gallar: Líður best á Ítalíu þar sem hann hefur alla tíð verið, bæði sem leikmaður og stjóri. 7 Rudi GarciaStarf: Stjóri Roma Aldur: 50 ára Helstu afrek: Frakklands- og bikarmeistari 2011 n Rudi Garcia hefur gjörbylt stórveldinu frá höfuðborg Ítalíu, Roma. Liðið hefur aðeins tapað tveimur af 30 leikjum í A-deildinni og situr í 2. sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af tímabilinu. Auk þess er liðið með eina bestu vörn Evrópu, en í 30 leikjum hefur Roma fengið á sig 15 mörk. Ekkert lið í stærstu deildum Evrópu hefur fengið á sig færri mörk, ekki einu sinni Bayern Munchen. Kostir: Hefur náð árangri þar sem hann hef- ur verið. Gerði Lille að tvöföldum meistara í Frakklandi 2011. Gallar: Vill láta lið sitt sitja aftarlega og beita hröðum skyndisóknum. Ekki endilega skemmtilegasti fótboltinn, en árangursríkur. 6 Carlo AncelottiStarf: Stjóri Real Madrid Aldur: 54 ára Helstu afrek: Sex deildartitlar á Englandi, Ítalíu og í Frakklandi n Þótt það sé langsótt að Carlo Ancelotti taki við af David Moyes strax í sumar er það ekki útilokað að hann verði á lausu í vor. Krafan hjá Real Madrid er að titlar komi í hús á hverju einasta tímabili. Ef Ancelotti tekst það ekki og missir af Spánarmeistaratitlinum eða vinnur ekki Meistaradeildina gæti hann fengið að taka pokann sinn. Ancelotti, rétt eins og Capello og van Gaal, hefur unnið titla með öllum þeim liðum sem hann hefur stýrt. Kostir: Nýtur mikillar virðingar, skipulagður og vinnur titla. Gallar: Ef, og aðeins ef, hann vinnur ekki titla með Real Madrid, hvernig vinnur hann þá titla með Manchester United? 5 Mauricio Pochettino Starf: Stjóri Southampton Aldur: 42 ára Helstu afrek: Stjóri mánaðarins á Englandi í október 2013 n Eins og sést hér að ofan hefur Pochettino ekki unnið neitt sem stjóri, ekki frekar en David Moyes. Pochettino er hálfgerður grænjaxl í heimi knattspyrnustjórnunar, en hefur engu að síður náð eftirtektarverðum árangri með Southampton í vetur. Liðið leikur fallegan fótbolta og pressar andstæðinginn ofarlega á vellinum. Framan af vetri var Southampton með eina bestu vörn ensku deildarinnar þó að- eins hafi gefið á bátinn þar undanfarnar vikur. Liðið er í 8. sæti deildarinnar sem stendur. Kostir: Ungur og skipulagður stjóri sem veit hvernig á að spila fótbolta. Gallar: Reynslulítill stjóri sem hefur ekki unnið neitt. 4 Fabio CapelloStarf: Landsliðsþjálfari Rússa Aldur: 67 ára Helstu afrek: Sjö deildartitlar á Ítalíu og Spáni. Vann Meistaradeildina með Milan 1993. n Rétt eins og Louis van Gaal er Capello stjóri af gamla skólanum og hokinn af reynslu. Frá 2008 hefur Capello einungis stýrt landsliðum, fyrst því enska og svo því rússneska þar sem hann hefur náð flottum árangri. Capello er orðinn 67 ára og yrði því aðeins skammtímalausn hjá United. Hann myndi ná að koma stöðugleika á liðið og búa það vel undir komu annars stjóra sem yrði hugsaður til framtíðar. Kostir: Agaður og hefur unnið titla með öllum félagsliðum sem hann hefur stýrt. Gallar: Náði ekki því besta út úr enska landsliðinu. Gæti hann það með ensku félagsliði í vandræðum? 3 Diego SimeoneStarf: Stjóri Atletico Madrid Aldur: 43 ára Helstu afrek: Bikarmeistari á Spáni 2013, sigur í Evrópudeild 2012 n Diego Simeone er stjóri spútnikliðs Evrópu á þessari leiktíð, Atletico Madrid. Rétt eins og Klopp hefur Simeone gert frábæra hluti með lið sitt þrátt fyrir að hafa yfir takmörk- uðum fjármunum að ráða. Lið hans er í harðri baráttu um Spánarmeistaratitilinn og hefur ekki gefið stórliðunum Real Madrid og Barcelona neitt eftir í vetur. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Kostir: Mjög taktískur og einn sá skipulagðasti í bransanum. Gallar: Talar litla ensku og hefur ekki alltaf náð árangri sem stjóri. Til að mynda féll River Plate í Argentínu árið 2008 undir hans stjórn en Simeone lét af störfum þegar sex umferðir voru eftir. 2 Jürgen KloppStarf: Stjóri Borussia Dortmund Aldur: 46 ára Helstu afrek: Þýskalandsmeistari 2011 og 2012 n Klopp er sá stjóri sem flestir stuðnings- menn United vilja að taki við. Klopp hefur gert frábæra hluti með Dortmund og lyft félaginu aftur á hæsta stall þrátt fyrir takmörkuð fjárráð. Klopp hefur það orð á sér að geta náð því besta út úr öllum sínum mönnum, rétt eins og Sir Alex Ferguson var þekktur fyrir. Þó að Klopp hafi gefið það til kynna að hann vilji vera áfram hjá Dortmund, eins og nýr samningur hans við félagið til 2018 ber með sér, skyldi enginn útiloka að hann rói á önnur mið að tímabili loknu. Kostir: Spilar frábæran sóknarleik og nær því besta út úr liði sínu. Gallar: Tiltölulega reynslulítill á stóra sviðinu og hefur aðeins reynslu frá Þýskalandi. 1 Louis van GaalStarf: Landsliðsþjálfari Hollands Aldur: 62 ára Helstu afrek: 7 deildartitlar í Hollandi, Þýskalandi og á Spáni, Meistaradeildin með Ajax 1995. n Louis van Gaal hættir með landslið Hollands eftir HM í sumar og hefur látið hafa eftir sér að næsta starf hans verði á Englandi. Ljóst er að van Gaal á ekki mörg ár eftir í boltanum enda kominn á sjötugs- aldurinn. Hann gæti reynst fullkominn kandídat fyrir Manchester United í 3–4 ár enda hefur hann náð árangri og unnið titla með öllum þeim félagsliðum sem hann hef- ur stýrt, síðast með Bayern München þegar liðið varð Þýskalandsmeistari 2010. Kostir: Reynslumikill stjóri sem nýtur ómældrar virðingar. Gallar: Kominn á sjötugsaldur og yrði væntanlega ekki framtíðarmaður. 10 Ryan GiggsStarf: Leikmaður og þjálfari hjá Manchester United Aldur: 40 ára Helstu afrek: Ógrynni titla sem leikmaður n Það er eitthvað rómantískt við þá tilhugsun að leikjahæsti leikmaður Manche- ster United frá upphafi taki við starfi knattspyrnustjóra félagsins og leiði það á beinu brautina. Það er ljóst að Ryan Giggs ætlar að leggja fyrir sig þjálfun í framtíðinni og er hann nú þegar kominn í þjálfarateymi United. Giggs býr yfir ótrúlegri reynslu en spurningin er einungis sú hvort hann sé tilbúinn fyrir svo stórt verkefni. Kostir: Þekkir félagið eins og fingurna á sér, nýtur mikillar virðingar hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Gallar: Hefur enga reynslu af starfi knattspyrnustjóra. 9 Frank de BoerStarf: Stjóri Ajax Aldur: 43 ára Helstu afrek: Hollandsmeistari 2011, 2012 og 2013 n Þrátt fyrir að vera ungur er Frank de Boer hokinn af reynslu. Hann hefur stýrt Ajax frá árinu 2010 og alltaf gert liðið að Hollandsmeistara. Þá var hann aðstoðar- stjóri hollenska landsliðsins sem vann silfur á HM í Suður-Afríku. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær de Boer yfirgefur Ajax fyrir stærri klúbb. Kostir: Nýtur mikillar virðingar í knattspyrnuheiminum, vill gefa ungum strákum tækifæri og spilar skemmtilegan sóknarbolta. Gallar: Það er ekki það sama að stýra Ajax og Manchester United. Erfið staða David Moyes er í erfiðri stöðu og þegar er farið að ræða um eftir- mann hans. 10 stjórar sem gætu leyst Moyes af hólmi D avid Moyes er undir mikl- um þrýstingi hjá Manchest- er United og vill meirihluti stuðningsmanna losna við hann. Sir Bobby Charlton, goðsögn í augum stuðningsmanna United, lét nýlega hafa eftir sér að Moyes ætti að fá meiri tíma þrátt fyrir afleitt gengi á þessari leiktíð. Ljóst er að þolinmæði stjórnarmanna United er ekki endalaus og gæti vel farið svo að nýr maður verði í brúnni á næstu leiktíð. DV hefur tekið saman nöfn tíu stjóra sem gætu tekið við í sumar og metur kosti þeirra og galla. n einar@dv.is n Pressan á stjóra United eykst dag frá degi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.