Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 36
36 Fólk Vikublað 1.–3. apríl 2014 Skotinn á leið í jarðarför Bandaríski rapparinn Benzino slapp með skrekkinn eftir að skotið var á hann þar sem hann var á leið í jarðarför móður sinnar um helgina. Benzino, sem heitir réttu nafni Raymond Scott, sat í kyrrstæðum bíl þegar frændi hans, Gai Scott, lagði við hliðina á honum og skaut á rapparann. Rapparinn var hæfður í handlegg og fékk skeinu á bakið en slapp annars við alvarleg meiðsli. Yfirvöld segja ástæðuna fyrir árásinni vera vaxandi erjur innan fjöl- skyldunnar. Púað á Justin Bieber Vandræðagemsinn og popp- arinn Justin Bieber virð- ist hafa fallið í ónáð margra í heimalandi sínu ef marka má viðbrögð áhorfenda á af- hendingarhátíð Juno-verð- launanna sem veitt voru um helgina. Bieber vann til verð- launa í flokknum Fan Choice Awards en þegar úrslitin voru tilkynnt mátti heyra áhorfend- ur púa og hvæsa hátt. Bieber er þó ekki óvanur þessum við- brögðum því svipað atvik gerð- ist í fyrra þegar hann vann til Billboard-verðlauna. Ástfangnar upp fyrir haus Cara og Michelle njóta lífsins saman T urtildúfurnar Cara Deleg- vigne og Michelle Rodriguez njóta lífsins saman ástfangn- ar upp fyrir haus. Þær eru ný- komnar heim úr rómantísku fríi í Mexíkó þar sem þær nutu ljúfa lífsins í sólinni. Það náðust myndir af þeim að baða sig í sjónum þar sem Cara var ber að ofan í sjónum. Tölu- verður aldursmunur er á þeim en Cara er 21 árs en Michelle 35 ára. Gengur mjög vel Ljósmyndarar náðu myndum af þeim þegar þær sneru til baka úr frí- inu. Þær gátu ekki sleppt höndunum og kysstust eins og ástfangnir ung- lingar. Þær hafa verið saman síðan í byrjun þessa árs en í viðtali í febrú- ar tjáði Michelle sig í fyrsta skipti um sambandið. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur. Hún er svo svöl. Þegar við byrjuðum að hanga saman hugsaði ég með mér hversu frábær hún væri og við skemmtum okkur frábærlega saman. Hún er erfið samt. Það myndi enginn vilja lenda í slag við hana.“ Tjáði sig um kynhneigð sína Í viðtali fyrir sex mánuðum síðan við Entertainment Weekly tjáði Michelle sig um kynhneigð sína þar sem hún sagðist vera tvíkynhneigð. Hún hefði verið með bæði konum og körlum og væri of forvitin til þess að binda sig við annað kynið. Þær Cara virð- ast alla vega hafa fundið ást í hvor annarri en Cara hefur aldrei tjáð sig sérstaklega um sína kynhneigð. Vakti athygli á Austur Cara er líkt og kunnugt er ein heitasta ofurfyrirsæta heims í dag. Hún vakti mikla athygli hérlendis á dögunum þegar hún heimsótti landið með fjöl- skyldu sinni. Auk þess að fara út á land kíkti hún út á lífið, meðal annars á Austur þar sem hún vakti mikla athygli kvenkyns gesta staðarins sem biðu í röðum eftir að fá mynd af sér með henni. Michelle er leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í Fast and the furious-myndunum. n Sætar Cara og Michelle nýkomnar úr fríinu. Í sjónum Stöllurnar voru duglegar að instagramma myndir í fríinu. Í sleik Þær eru óhræddar við að sýna ást sína á almannafæri. Í sjónum Cara skellti sér í kaf og Michelle tók mynd. Ber að ofan Cara vildi greinilega koma í veg fyrir að fá bikinífar og skellti sér því ber að ofan í sjóinn. Segist vera faðir Blanket Fyrrverandi lífvörður Jacksons leitar réttar síns M ark Fiddes, fyrrverandi líf- vörður poppkóngsins Mich- ael Jackson, hefur ákveðið að leita réttar síns til að sanna að hann sé kynfaðir yngsta barns Jacksons, Blanket. Lífvörðurinn fyrrverandi, sem er 32 ára, tilkynnti breskum fjölmiðlum það að hann væri á leið til Los Ang- eles til þess að krefjast umgengnis- réttar fyrir hann og Blanket, sem er 10 ára og heitir fullu nafni Prince Michael Jackson II. „Ég mun útvega DNA-sýni og biðja formlega um það að fá að um- gangast Blanket. Michael er faðir þeirra og ég vil ekki breyta því en ég vil fá þessi börn aftur í líf mitt,“ sagði Fiddes í viðtali við Daily Mail. „Ég held að Blanket sé sonur minn en ég verð að fá sönnun fyrir því,“ seg- ir Fiddes. Fiddes, sem er bardagalistamað- ur, segist hafa látið Jackson fá sæði sitt eftir að Michael hafði sagt hon- um að hann langaði í barn sem væri „íþróttamannslegt“. Hver móðir Blanket er hef- ur alltaf verið á huldu en Jackson hélt því staðfastlega fram á sínum tíma að hann hefði notast við stað- göngumóður en að hann væri faðir- inn. Fiddes segir að móðir Jacksons hafi reynt eftir fremsta megni að halda honum frá börnunum og seg- ir að hún standi í vegi fyrir sann- leikanum. „Hún heldur að ég sé á höttunum eftir peningum, en sann- leikurinn skiptir mig mestu máli. Móðir mín er að deyja úr krabba- meini. Ég vil mest af öllu að hún fái að hitta Blanket.“ n Jackson Fiddes var lífvörður Jacksons til margra ára. www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.